Tíminn - 03.09.1977, Síða 4

Tíminn - 03.09.1977, Síða 4
4 Laugardagur 3. september 1977 Tíminn heimsækir Eyrarbakka Texti og myndir: Haraldur Blöndal Kaupfélögin byggjast ekki upp á pólitík Hér fer á eftir síðasta viötalið sem blaðamaður Timans átti við Eyrbekkinga. Undirrituðum þótti við hæfiað líta inn i kaupfélaginu Þar er Kristján Asgeirsson úti- bússtjóri Kaupfélags Amesinga á Eyrarbakka. Aðurstarfaöi hann i Bildudal en kom til Eyrarbakka fyrirtæpum tveimur árum og tók þá við starfi útibússtjóra. Hefur starfað við verzl- un i aldarfjórðung — Hvaö ert þú búinn að starfa lengi við verzlun, Kristján? — Ætli þaö séu ekki um 23 ár sem ég hef starfað við verzlun eingöngu og um 25 ár þegar af- skipti min af verzlunarrekstri eru meðtalin. Ég byrjaði hjá Kaup- félagi Arnfirðinga sem nú heitir Kaupfélag Patreksfjarðar. Aður en ég kom til Eyrarbakka var ég i Bildudal um 21 ár og starfaði all- an þann tima hjá kaupfélaginu þar eða fram tilársins 1970, er ég hóf að starfa við útgerð og niður- suðu og var með Matvælaiðjuna hf. i Bildudal. Til Eyrarbakka kom ég svo fyrir um einu og hálfu ári og tók við starfi útibússtjóra Kaupfélags Arnesinga á Eyrar- bakka um áramótin 1975-6. — Hvernig hefur reksturinn gengið siðan þú tókst hér við störfum? — Verzlunin hefur gengið ágæt- lega. Siðasta ár skilaði hún hagnaði i fyrsta sinn um talsvert skeið. Söluaukning var þá 46%, og miðað við siðastliðið ár er sölu- aikningin rúmlega 80 prósent þaö sem af er þessu ári. En auðvitað eru ýmis vandamál sem við er aö gli'ma. Húsnæðið er til dæmis allt of litið. Kælitæki og ýmis búnaður standastekki kröfur samtfmans. Nálægð okkar við höfuðstöðvarn- ar bjargar þessu þó eins og sakir standa. Við fáum reglulega vöru- sendingar frá Selfossi og skal ég vikja nánar að þvi hér á eftir. Góð þjónusta og hús- rými tryggja aukin við- skipti. — Hvað vilt þú segja um hús- næöi verzlunarinnar, aðstöðu og framtfðarskipulag verzlunar- mála hér á Eyrarbakka? — Kaupfélagið á þetta hús ásam t ibúð á næstu hæð sem leigð er útibússtjóranum. Húsið sjálft er um fjórtán ára. En áður var verzlað i gamla húsinu hér við hliðina á okkur. betta hús, sem við erum i var byggt i anda þeirr- ar veltu, sem þá var hjá kaup- félaginu. En með meira vöruúr- vali, auknum þjónustukröfum og breyttum timum þarf mun stærra húsnæði. Það sem hrjáir mig mest, er skortur á nýjum og hag- kvæmum kælitækjum og rými fyrir þau. Hér eru gömul tæki og dýrt að breyta þeim. Ég fullyrði hins vegar að sé hægt að bjóða fólki, þaö sem bezt gerist annars staöar, þótt i minna mæli sé, þá eykst verzlunin. Sú söluaukning, sem hér hefur orðið á trúlega rót að rekja til aukins vöruúrvals. Margir telja, að höfuöstöðvar kaupfélaganna láti útibúin sitja á hakanum með fyrirgreiðslu. Þetta hefi ég ekki orðið var við. Ég hefi þvert á móti fengið nærri allt, sem ég óska eftir. Samvinna min við höfuð- stöðvarnar á Selfossi er með miklum áægtum. Hér eru nú þrjár manneskjur i fullu starfi auk min. Yfirleitt höf- um við nóg að gera. 011 samskipti við fólkið eru ákaflega skemmti- leg. Hér er rekin staðgreiðslu- verzlun, enda fá flestir laun sin greidd vikulega. Auðvitað getur hent að útborgun dragist. Þá er sjálfsagt að lána fólki frá degi til dags. Ennþá hefi ég ekki orðið fyrir vonbrigðum með einn ein- asta mann. Hér lofar fólk ekki neinu án þess að standa við það. einkum vegna vondra veðra, og bátar teppast kannski vegna veðurofsa. Ahafnir hafa kannski farið tvisvar alla leið um Selfoss, Hverageröi út með hálfófæru fjalli til Þorlákshafnar til þess aö fara á sjóinn. Ef ekki gefur verða þeir að snúa við og eru kannski nýkomnir heim þegar veður læg- ir. Þeir missa þá af lestinni og eru alltaf á eftir öðrum. Ef brú væri komin yfir ölfusá væri þetta ekki klukkustundarferð heldur aðeins tlu minútna akstur. Þá má ekki gleyma sffelldri umræðu um góða meðferð hrá- efnis. Menn geta gert sér i hugar- lund, hvernig sá fiskur litur út, sem þarf ef til vill að flytja á vörubil hálfrar annarar stundar veg i ófærð. gerðí. Umferð verður hér geysi- ieg til að byrja með. Svo má einnig hafa i huga, að fyrr eða siðar hlýtur að risa hér einhver iðnrekstur, sem tengdur er fisk- vinnslunni, t.d. niðursuða eða annað þviumlikt. Slikt krefst auk- ins vinnuafls og fólksfjölgun krefst meiri og betri þjónustu. Kaupfélögin byggjast ekki upp á pólitík — Margt hefur verið sagt um Samvinnuhreyfinguna og þá þjónustu, sem kaupfélögin. veita. Hvað viltþú segja um þetta deilu- mál? — Samvinnuhreyfingin er auðvitaö fyrst og fremst eign fólksins og kaupfélögin sömu- Kristján Asgeirsson afgreiðir stúlkurnar úr frystihúsinu. Hann á að baki 25 ára starf við verzlun og verzlunarrekstur. Eyrarbakki er gamall og rót- gróinn staður. Fólkið er mjög traust og jafnvel meira ai eg á að venjast. Hér er allt annar andi en þar, sem ég hefi verið áður. Þorp- ið var einu sinni aðalverzlunar- staðurinn á Suðvesturlandi og ibúar á annað þúsund þegar flest var. Ég held að verzlanir hafi verið um fjórtán. begar Selfoss byggðist hrakaði þessari byggð vegna hafnleysu en mest vegna uppgangs Þorlákshafnar, sem nú er lifhöfn þessa svæðis og ekki nema gott eitt um það að segja. Ölfusárbrú mun bjarga Stokkseyri og Eyrar- bakka — Hvað telur þú aö þurfi til að tryggja framtíð Eyrarbakka? — Hér hafa alltaf verið miklir hafnarörðugleikar, en þau mál hafa nú skipast mjög til hins betra. Þrátt fyrir það tel ég að það eina sem geti bjargað þorpunum Stokkseyri og Eyrar- bakka sé brú yfir ölfusá. Enn er það svo, að bátar sem hér eru gerðir út, landa mestu af afla sin- um i Þorlákshöfn að vetrarlagi Ég er þess fullviss, að Eyrar- bakki á eftir að vaxa, ekki siður en kaupfélagið, þegar brúin kem- ur. Sá draumur er nú meira en 25 ára gamall. En þvi miður held ég, að það séu ekki allir, sem gera sér grein fyrir mikilvægi hennar. Sá hópur hefur fyrst og fremst ein- blint á hafnargerð. En skoðun min er sú, að hvort sem það var happa eða glappaskot að Þorláks- höfn var byggð, þá er hún þar og er bezta höfn á Suðvesturlandi. Við það verðum við að sætta okk- ur og á henni verðum við að býggja. Þar kemur aö fólk fer aftur að sækja hingað í auknum mæli. Hér er nóg graslendi, friðsæld og ró. Nú þegar er unga fólkið afturfarið að byggja hér og myndi gera það I enn meira mæli ef góð sjósóknaraðstaða væri. Sama er að segja um Stokkseyri. Hér hefur fjölgað um tæp 30 pró- sent siðustu niu árin, en fjölgun hefði orðið um 60 prósent ef brúin hefði verið komin. Með tilkomu brúarinnar verður óhjákvæmilegt að auka verzlunarhúsnæði kaupfélagsins verulega. Þá verður hér mjög skemmtilegur hringvegur um Eyrarbakka, Selfoss og Hvera- leiðis. Þó eru margir, sem lita á kaupfélögin sem hálfgerða óvini fólksins. En samt er það svo, að þegar menn komast að raun um, að hægt er að verzla i kaup- félögunum þá beina þeir við- skiptum sinum þangað. öðru þakka ég ekki söluaukninguna hér. Fólk kann vel við sig hér i búðinni og tekur þvi lifsnauðsynj- ar si'nar hér fremur en að leita lengra. Ég hefi gaman af þvi að segja þérfrá þvi, að Ómar Ragnarsson var hér með viðtöl fyrr I vetur við ýmsa menn, i tilefni af afmæli Sambandsins. Hann hitti meðal annars Sigurjón Bjamason á förnum vegi, riðandi á hesti, og fór að spyrja hann um kaup- félagið. Siurjón sagði skoðun sina á þvi umbúðalaust. En ömar spurði hann aldrei hvort hann verzlaði i kaupfélaginu. En það get ég sagt þér, að Sigurjón er einn af okkar traustustu og bestu viðskiptavinum. Hann er glöggt dæmi þess, að ekki er allt pólitik innan kaupfélaganna. Sigur jón er góður og gegn Sjálfstæðismaður. En hann sér hag sinn I þvi að verzla hér og auðvitað sjáum við okkur hag af þvi að taka honum. vel — rétt eins og öllum öðrum. Vitaskuld hafa menn misjafnar skoðanir á Samvinnuhreyfing- unni og hvernig hún hefur verið rekin. Þó er það svo, að jafnvel þeir sem harðast dæma hana eru svo heilbrigðir, að þeir eiga við- skipti við hana ef þeir sjá sér hag af þvi. Rógur og rigur bitna á þjóðarheildinni — Þá hafa menn einnig mjög hugleitt, hvort Samvinnu- hreyfingin eða Verkalýðs- hreyfingin séu alþýðu manna meira virði. Hvert er áiit þitt á þessu máli? — Hvort tveggja hreyfinganna var og er þjóðinni lifsnauðsyn. Án þeirra væri þjóðin ekki þeirrar velmegunar aðnjótandi sem hún nú býr við. Hitt er svo annað mál, að eldurinn kring um þessar hreyfingar hefur fyrst og fremst kviknað af misskilningi. Verka- lýðshreyfingunni er ekki stefnt til höfuðs atvinnurekendum. Ánægt verkafólk, sem vinnur húsbænd- um sinum vel er ómetanlegt. Si- felldar deilur og óánægja bitna á þjóðarheildinni. Eins er það með Samvinnuhreyfinguna. Ef hún getur gegnt hlutverki sinu i verzluninni og veitt tilætlaða þjónustu þá erhún stórkostleg bót öllum þeim, sem góðs vilja af njóta. Ég held hins vegar, að oft hafi verið ætlast til heldur mikils af Samvinnu- og Verkalýðs- hreyfingunni. Þá er enn eitt sem má itreka: hvorki Alþýðusam- band Islands né Samvinnu- hreyfingin eru flokkshreyfingar. Báðar væru þær litils megnugar ef aðeins stæðu að þeim menn úr ákveðnum flokki. Gæfa þessara samtaka er að vera yfir slikt haf- in. Hitt er svo annað mál hvernig stjörnmálaflokkar hafa staðið að þessum hreyfingum. Hagsmunir ákveðinna manna innan flokk- anna eru oft þannig að þeir sjá sér hag i þvi að niða niður einhverja stefnu. Við vitum lika að hljóti stefna mikið fylgi eða ef fyrirtæki gengur vel, þá getur einhverjum orðið haguri að vekja tortryggni i garð þessara aðila. Er það ekki hið dýrslega eöli mannsins sem einlægt rekur hann til að narta I þann, sem næst honum stendur? Samtalið varð ekki lengra. Kristjáni varð litið fram i verzlunina sem var að fyllast af fólki: — Heyrðu nú er komið fullt af fólki. Ég verð vist að snara mér fram að sinna þvi eitthvað. Mitt starf er að afgreiða viðskipta- vinina. Þar með er botninn sleginn i samræðurnar. Kristján var þegar horfinn fram til að afgreiða. Stúlkurnar voru mættar úr frysti- húsinu. Sérhver minúta kaffitim- ans er dýrmæt. Það leyndi sér ekki, að Kristján var i essinu slnu þar sem hann stóð bak við af- greiðsluborðið og afgreiddi meö bros á vör kátar stúlkurnar. Þar meö var lokið heimsókn til Eyrarbakka. Bændur — Verktakar Öflugur sturtuvagn til sölu. Tengsl við traktor eða vörubil. Ein hásing á tvöföldu. Burðarmagn 4-6 tonn.Góðir greiðsluskilmálar. Upplýsing- ar á Bíla- og búvélasölunni. Arnbergi við Selfoss. Simi (99) 1888. JARÐ VTAJ Til leigu— Hentug I lóöir Vanur maður N<. Simar 75143 — 32101 Bifvélavirki Óskum að ráða strax bifvélavirkja i vöru- bilaviðgerðum. Bifreiðaverkstæði S.i.S . Simi 8-55-39.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.