Tíminn - 03.09.1977, Síða 15
Laugardagur 3. september 1977
15
Málfríður Björnsdóttir
Málfriður var fædd 29. sept.
1893 i Innstavogi á Akranesi og
var þvf tæpra 84 ára þegar hún
andaðist 29. ág. sl. Foreldrar
hennar voru Björn Jóhannsson
bóndi og Sesselja ólafsdóttir kona
hans, ættuð úr Borgarfirði og af
Mýrum, en ekki kann eg að rekja
ættir þeirra.
Málfrfður lauk gagnfræðaprófi
úr Flensborg 1917, var svo
smábarnakennari á Akranesi
1918-21,hélt sfðan i Kennaraskól-
ann og lauk kennaraprófi 1923, en
i Reykjavik var hún heimilis-
kennari 1923-26. Þá um vorið gift-
ist hún eftirlifandi manni sinum,
Frfmanni Jónassyni kennara frá
Fremrikotum i Skagafirði og eftir
það stundaði hún ekki kennslu
nema i viðlögum. Þau hjón sett-
ust að á Akranesi, þar sem Fri-
mann var kennari til 1933 að þau
fluttust austur að Strönd á
Rangárvöllum og tóku þar við ný-
reistum barnaskóla með heima-
vist. Þar voru þau til 1949 að þau
fluttust til Reykjavikur og siðan i
Kópavog, en Frímann tók við
stjórn barnaskólans þar það ár og
gegndi þvi starfi uns hann lét af
störfum fyrir aldurssakir. 1
Kópavogi reistu þau sér hús við
Digranesveginn.
Þau eignuðust þrjú born:
Ragnheiður hjúkrunarkona gift
dönskum verkfræðingi, Ove
Krebs, búa i Philadelphiu i
Bandarikjunum og eiga tvöbörn.
Bima kennari gift Trúmanni
Kristiansen skólastjóra, eiga
fjögur börn og tvö barnabörn,
Jónas verkfræðingur kvæntur
Margréti Loftsdóttur, eiga þrjú
börn. Vitanlega væri unnt að bæta
ýmsum yfirborðsatriðum við,svo
sem um störf Málfriðar að féiags-
málum i góðtemplarareglunni og
viðar en það verður ekki gert hér j
til þess skortir mig kunnugleika.
Þau hjón munu hafa talið árin á
Strönd að ýmsu leyti blómatima
ævi sinnar. En það er enginn leik-
ur að stjórna barnaskóla sem
jafnframt á að vera heimili barn-
anna dag og nótt vikum saman.
Svo varð að vera á Strönd sökum
dreifbýlis og samgönguörðug-
leika þessi ár sem þau hjón voru
þar. Það var dagleið á hesti frá
.sumum bæjum i skólann^aldurs-
flokkar tveir lQ-ll og 12-13 ára.óg
skiptust á um skólavistina sinn
mánuðinn hvor. Hóparnir
(kallaðir yngri og eldri deild)
voru misstórir, oft þetta 6-12
börn. Þetta var litil samfélag,
lokað og nokkuð einangrað.
Sambýlisvandamál eru gjörn á
að koma upp i slikum hópi og
veltur þá mikið á lagni þeirra
fullorðnu sem fyrir hópnum
standa að leysa þau þann veg að
ekki sitji eftir sár i barnshuga.
Reyndin varð lika fljótlega sú að
aðkomubörninj sem fæst höfðu
nokkurn tima áður farið til lang-
dvalar utan foreldrahúsa, fundu
að i skólanum var þeirra annað
heimili, mörgum þeirra fyrsti
forsmekkurinn af umheiminum
utan gamaldags sveitabæjar.
Ekki munu aðrir fúsari en Fri-
mann til að fallast á að þar átti
Málfriður sinn rika og giftu-
drjúga þátt.
Sumum mikinum er lagnara en
öðrum að styrkja umhverfi sittog
bæta með góðvild og hlýlegri
framkomu. Það var einmitt eitt
helzta einkenni Strandarheimilis-
ins. Þess vegna er mikils vert að
hafa kynnzt þvi og að leiðarlokum
veit ég að ég mæli fyrir munn
margra þögulla auk sjálfs min
þegar ég þakka Málfrfði hennar
þátt.
Arni Böðvarsson
t
Kvénfélag Kópavogs kveður nú
‘eina al sinum elztu og beztu fé-
lagskonum, frú Málfriði Björns-
dóttur. Hún var ein al' stofnendum
félagsins, var kosin i fyrstú stjórn
þess og starfaði i stjórninni rúm-
an áratug. Hún var mæt og mik-
ilsvirt félagskona. sem ævinlega
vakti eftirtekt með málflutningi
sinum og störfum i þágu télags-
ins. Gáfur. glaölyndi og góðvild
voru áberandi i öllu hennar dag-
lari.
Málfriður var pvenju glæsdeg
kona og prúðmennskan var henni
meðfædd. A fyrstu árum félags-
ins. þegar erfitt var um húsnæði
fyrir starfsemina, nutum við oft
gestrisni þeirra hjóna. sem var
einstök.
Eftirlit'andi maður Málfriðar er
Frimann Jónasson fyrrverandi
skólastjóri Kópavogsskóla.
Kvenfélag Kópavogs minnist
þess hve velviljaður hann var fé-
laginu, þegar það hafði starfsemi
sina i skólanum hans. Það var
mikið lán fyrir Kópavog að fá
slikt úrvalsfólk til starfa við skól-
ann.
Mállriður var l'ædd 29. septem-
ber 1893 i Innsta-Vogi við Akra-
nes. Foréldrar hennar voru Björn
Jóhannsson og kona hans Sesselja
olafsdóttir. Þau voru mikil dugn-
aðar- og myndarhjðn.
Mállriður fór á unga aldri i
Flensborgarskólann i Hafnarfirði
og tók þaðan gagnfræðapróf.
Smábarnakennslu stundaði hún á
Akranesi i þrjá vetur. Siðan fór
hún i Kennaraskólann og tók
kennarapróí árið 1923. Eftir-það
stundaði hún kennslu af og til.
Alla tið tók hún mikinn þátt i fé-
lagsstörfum bæði i ungmennafé-
lagi, G.T. reglunni og kvenfélög-
um. Hún hafði þvi mikla reynslu i
félagsstörfum þegar hún flutti i
Kópavog. Við kvenfélagskonur i
Kópavogi nutum oft leiðsagnar
hennar i störfum okkar, enda var
hún ljúfur og góður leiðbeinandi.
Þetta kunnu félagskonur vel að
meta og voru þvi sammála um að
gera hana að heiðursfélaga á tutt-
ugu ára afmæli Kvenfélags Kópa-
vogs árið 1970.
Nú þegar okkar eini heiðursfé-
lagi er látinn, er margs að minn-
ast, meira en upp verður talið.
Þakklætið er okkur efsl i huga
fyrir samfylgdina á liðnum árum .
Óskir okkar uin eiiifa blessun
fylgja henni yfir landamærin.
Að endingu sendum víð Fri-
manni, börnuín þeirra, tengda-
börnum og öðrum ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Konur i Kvenl'élagi Kópavogs.
Friðrik Friðriksson
Ég er einn þeirra, sem viða
hef dvalizt og mörgum kynnzt á
lifsleiðinni. Að meiri hluta góðu
fólki. Hinu þarf maður að
gleyma sem fyrst.
Til Vestfjarða lá leið min fyrir
skömmu er ég var skólastjóri
barna- og unglingaskólans i
Súðavik við Alftafjörð i eitt ár.
Ég er nú einu sinni þannig gerð-
ur að eiga auðvelt með að
blanda geði við fólk af hinum
ýmsu gerðum. Og á ekki stærri
stað en Súðavik er, komst ég i
kynni við flesta þorpsbúa. Hvort
mér hefur orðið það til ávinn-
ings i starfi, skal ósagt látið, en
tel mig þó hafa auðgazt á þvi
manniega séð. Einn þeirra sem
ég komst talsvert i kynni við, er
nú nýlátinn: Friðrik Friðriks-
son.póst- og simstjóri á staðn-
um. Hann fæddist 14. febrúar
1911 i Súðavik. Voru foreldrar
hans Friðrik Guðjónsson kenn-
ari þar um langa hrið og sim-
stjóri til æviloka, 1932, og Dað-
ina Hjaltadóttir kona hans.
Friðrik Friðriksson lauk ungur
prófi úr Samvinnuskólanum 1
Reykjavik, en stjórnandi skól-
ans var hinn þjóðkunni hug-
sjóna- og gáfumaður Jónas
Jónsson frá Hriflu. Dáði Friðrik
hann sökum mannkosta hans og
hæfileika. Að prófi loknu tók
Friðrik við simstöðinni af föður
sinum, sem þá var nýlega lát-
inn.
Oft komum við hjón i litlu
simstöðina i Súðavík, þar sem
Friðrik og kona hans, Kristin
Samúelsdóttir, bjuggu alla sina
samverutið. Kristin sat við
simaborðið og ’sinnti sinu oft-
þreytandi starfi af dugnaði og
samvizkusemi, en Friðrik sat
við skrifborð sitt i sama her-
bergi önnum kafinn störfum i
þágu embættisins. Á honum var
enginn asi, en allt gekk sem
gera þurfti. Hann var hægfara
maður og tranaði sér hvergi
fram. Mátti segja um hann, að
hann væri einn hinna hljóðlátu i
landinu, sem vinna sin störf i
kyrrþey og gera sifellt skyldu
sina og meira en það. Ég heyrði
hann aldreileggja neinum ill til;
, Hann leitaði fyrst og fremst að
þvi góða i hverjum manni. Þau
hjón voru afar samhent i starfi
og nutu almennra vinsælda
fólks, sem við þau áttu skipti.
S.l. vor gekkst Friðrik undir
læknisaðgerð á Landakotsspit-
ala og lá þar um hrið. Við hjónin
heimsóttum hann þar. Ég hela
að honum hafi þótt vænt um þá
heimsókn. Á sama tima lá
Kristin kona hans á Landspital-
anum. Friðrik brosti til .okkar
sinu góðiátlega hljóða brosi.
Það gleymist ekki. Nokkrum
dögum siðar útskrifaðist hann
af sjúkrahúsinu og hélt vestur
til sinna kæru átthaga við Djúp.
Þá var Kristin enn ekki komin
að sunnan af sjúkrahúsinu.
Tveimurdögum fyrir andlátið
var Friðrik fluttur út á Isaf jarð-
arsjúkrahús. Þar varð hann
bráðkvaddur. Betri dauðdaga
hefði hann ékki getað hugsað
sér. Það er gleðiefni. að hann
þurfti ekki að liða langvarandi
þjáningar áður en yfir lauk.
Friðrik lézt 5. ágúst s.l. og var
jarðsettur i Súðavikurkirkju-
garði hinn 13. águst. Farsælu
ævistarfi er lokið. Nú er Súðavík
einum ágætismanninum fátæk-
ari.
Kristinu sendum við samúð-
arkveðjur svo og öðrum að-
standendum Friðrikssál. Friðr-
ikssonar.
Auðunn Bragi Sveinsson
Góð bújörð
i Suður-Þingeyjarsýslu til sölu ef viðun-
andi tiiboð fæst.
Jörðin er i miðri sveit við þjóðveg, á
staðnum er simi og rafmagn. Land er
mikið afgirt og framræst að nokkru.
Hagstæð til búrekstrar hvort heldur kúa
eða sauðfjárbús.
Upplýsingar veittar til 30. sept. n.k. i sima
(91)53009.
Kennara vantar
að Iléraðsskólanum að Reykjum.
Upplýsingar gefur skólastjóri i sima
(95)1000 og (95)1001.
Frá Tónlistarskóla Kópavogs
Tónlistarskóli Kópavogs
tekur til starfa 17.
september.
Umsóknarfrestur uin skólavist er
frá og nieð 5. til 1». september.
I’ekið verður á móti unisóknuni
og greiðslu skólagjalda á skrif-
stolu skólans að llamraborg 11.3.
bæð kl. 10-12 og 17-18.
Auk venjulegra aðalnámsgreina verður tekin upp kennsla
á liorn, kornet og básúnu.
Kennsla i l'orskóladeildum hefst i Ibyrjun október og vcrð-
ur nánar auglýst siðar.
Athygli skal vakin á þvi að nemendur verða ekki innritað-
ir i skólann á miðju starfsári.
Vinsamlega látið stundaskrá frá almennu skóiununi
l'ylgja umsóknum.
Skólastjóri
TÓNLISL4RSKÓLI
KÓPfcJOGS
Bíla- og búvélasalan
Árnbergi við Selfoss Simi (99) 1888.
Nú er réttur timi til að athuga kartöflu-
uppskeruna.
Höfum nokkrar kartöfluupptökuvélar á
söluskrá.
Höfum einnig kaupendur að stórum
dráttarvélum.
Bílo- og búvélasalan
Gullsmiðurinn s.f.
Þjónusta
fyrir landshyggðina
Sendið okkur (i ábyrgð) þá skartgripi
sem þér þurfið að láta gera við/ ásamt
smálýsingu á þvi sem gera þarf,
heimilisfangi og simanúmeri. Að af-
lokinni viðgerð, sem verður innan 5
daga frá sendingu,sendum við ykkur
viðgerðina í póstkröfu. Allar viðgerðir
eru verðlagðar eftir viðgerðaskrá
Félags isl. Gullsmiða.
Stækkum og minkum hringi (sendum
málspjöld), gerum við armbönd, næl-
ur, hálsmen, þræðum perlufestar.
Sendum einnig í póstkröfu allar gerðir
skartgripa.
Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið
og leitið upplýsinga.
Gullsmiðurinn s.f.
Frakkastig 7 101
Reykjavík
Simi (91) 1-50-07.