Tíminn - 09.09.1977, Síða 9

Tíminn - 09.09.1977, Síða 9
Föstudagur 9. september 1977 9 1925. Siöar fór hann til búnaöar- náms i Landbruksskola Dalum i Danmörku. Búskap hóf hann að Efri-Hólum 1931, en haustiö áöur kvæntist hann Guðbjörgu Jóns- dóttur frá Brekku i Presthóla- hreppi. Búskapur Sæmundar stóö i 10 ár, eöa til ársins 1941. Aö eðlisfari var Sæmundur góöur bóndi, forsjáll, gætinn og hafði ágæta hæfileika til að tileinka sér nýjungar i bústörfum og hvers konar umbótum á jörðinni. En hann lét af búskap vegna heilsu- bilunar konu sinnar og flutti þvi til Reykjavikur svo auöveldara væri að ná til læknishjálpar. Arið 1936 fór Sæmundur til Englands og dvaldi nokkra mánuöi þar til að kynns sér verkun og mat á freðkjöti. Hann gerðist yfirkjötmatsmaður á Norðaustur og Austurlandi 1933 og hélt þvi starfi til 1947 og mótaði að verulegu leyti þaö kjötmat sem verið hefur i gildi siðan. Hann tók þátt i félagsmálum heimabyggðar sinnar og sat m.a. i hreppsnefnd og skattanefnd Presthólahrepps i 8 ár. Þá var hann trúnaðarmaður Búnaðar- félags Islands i Norður- Þingeyjarsýslu 1932 - 1945. Eftir að Sæmundur flutti til Reykjavikur gerðist hann fram- kvæmdastjo'ri sauðfjárveiki- varnanna strax 1941 og hélt þvi starfi til sjötugsaldurs og vel það. Það kom i hlut Sæmundar að standa fyrir og skipuleggja fjár- skipti vegna útrýmingar mæði- veikinnar á svæðinu frá Jökulsá á Fjöllum vestur um allt Norður- land, á Vestur-og Suðurlandi austur af Mýrdalssandi, að Vestfjörðum undanskildum. 1 þessu starfi komu fram fá- gætir skipulagshæfileikar Sæmundar. Hann þurfti að sam- eina bændur meö ólik sjónarmið til samstarfs. Það þurfti að tryggja útrýmingu sjúka fjárins áður en heilbrigt fé var keypt og flutt inn á sýktu svæðin. Það þurfti að semja við þá sem áttu heilbrigt fé um að selja það á niðurskurðarsvæðin og skipu- leggja flutninga á þvi og sann- gjörn skipti þess á milli bænda. Um þetta þurfti að setja fjöl- þættar reglur og Sæmundi var ætlað það hlutskipti að deila takmörkuðum fjárveitingum rikisins til þessa verks á milli kaupenda fjárins. Oft komu upp deilur um ýmsa þætti þessara framkvæmda og ófyrirsjáanlegir erfiðleikar, en aldrei brást rólyndi Sæmundar og meðfæddur hæfileiki til að sjá úr- ræði, sem allir gátu sætt sig við og leyst gat þá hnúta sem upp komu. Viðbrugðið er forsjálni Sæ- mundar i þessum vandasömu málum>og hversu vel hann hélt á takmörkuðu fé til stuðnings þessum framkvæmdum. Að sjálfsögðu naut hann stuðnings i verki margra mætra manna um land allt og allir treystu forsjálni hans. Fjárskiptin stóöu yfir 11 ára timabil 1944 - 1954.Sæmundur tók að sér sem aukastarf að vera framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda áriö 1947 og hélt þvi starfi til þess tima að hann veiktist s.l. vor. Jafnframt var hann fundarritari á öllum stjórnarfundum Stéttar- sambandsins og á fundum Framleiðsluráðs landbúnaöarins og einnig Grænmetisverzlunar landbúnaöarins eftir aö bændur tóku við rekstri hennar 1956 . Fórst honum þetta einstaklega vel úr hendi, þvi hann var mjög málhagur og _ glöggur á að sia aðalatriðin frá aukaatriðum og bóka það sem máli skipti, en oft er það vandasamt þegar mörg mál eru afgreidd á skömmum tima. Til viðbótar þessum störfum öllum tók hann aö sér umsjón og framkvæmdastjórn við byggingu Bændahallarinnar 1956 og haföi það starf á hendi meðan á byggingu hennar stóö og reikningshald fyrir rekstur hennar til siðast vors. Nákvæmni hans i fjármálum og bókfærslu var eins og bezt verður á kosiö og verður skarð hans i þessum störf- um vandfyllt. Sæmundur sótti flesta aðalfundi Norræna bændasambandsins (NBC) frá 1952, sem fulltrúi Stéttarsambands bænda. Sæmundur átti tvær dætur með konu sinni er heita Guðrún og Jóna. Konu sina missti hann árið 1949. Þetta er i stórum dráttum ævi og athafnasaga hins fallna heiðursmanns. Bændur landsins þakka honum að leiðarlokum far- sælt starf og margháttuð sam- skipti og leiðsögn um lausn vandasamra mála. Stéttarsamband bænda á honum stóra þakkarskuld að gjalda. Stjórn þess og fulltrúafundir hafa átt hauk i horni þar sem hann hefur verið s.l. 30 ár. Honum var send eftirfarandi kveðja i upphafi siöasta aðal- fundar: Þökkum fylgd um farinn veg farsæl störf og kynni Ellin væg og vinsamleg veri heilsu þinni. (GÍK) Sæmundur þurfti ekki að glima viðellina. Sá alþekkti með ljáinn sá fyrir þvi. Ég flyt honum hug- heilar þakkir að leiðarlokum frá Stéttarsambandi bænda og sjálfur þakka ég honum vinsemd, hjálp og leiðsögn i mörgum vandasömum störfum á undan- gengnum árum, þeim sem ég hef verið formaður Stéttar- sambandsins. Að lokum votta ég dætrum hans og vandamönnum öllum samúð mina. Gunnar Guðbjartsson t Sæmundur Friðriksson frá Efri-Hólum i Núpasveit lézt aö heimili sinu i Reykjavik 30. ágúst siöastliðinn á 73. aldursári. Hann haföi um skeið ekki gengið heill til skógar. Löngum og erfiöum starfsdegi er lokið, þá er hvildin góð. Sæmundur var fæddur og upp alinn aö Efri-Hólum en þar bjuggu foreldrar hans, Friðrik Sæmundsson og Guðrún Hall- dórsdóttir, á fyrsta þriðjungi aldarinnar. Með hagsýni, fyrir- hyggju og dugnaöi höfðu þau hjón gert Efri-Hóla að stórbýli á þeirra tima visu, og viöa noröanlands fór orð af fyrirmyndar búskap þeirra hjóna. Sæmundur mun snemma hafa ákveöið að gerast bóndi. Hann lauk skólavist á Hvanneyri með glæsibrag og dvaldi siðan við einn þekktasta búnaðarskóla Dana i Dalum á Fjóni. Sæmundur hóf búskap á Efri- Hólum og bjó þar arðsömu búi i rúman áratug. Árið 1941 varö hann að láta af búskap, er konu hans, Guðbjörgu Jónsdóttur frá Brekku i Presthólahreppi, brást heilsa til að geta þolað það erfiði sem jafnan fylgir störfum hús- móöur á stóru og umsvifamiklu sveitaheimili. A þeim árum veitti hinn hviti dauði sjaldnast nein griö, og Guðbjörg lézt árið 1949, harmdauði öllum kunnugum. Sæmundi mun hafa verið það mjög nauðugt að veröa aö bregða búi á Efri-Hólum svo mjög var hugur hans alla tið tengdur bú- skap og sveitalifi. Meöan Sæmundur bjó á Efri- Hólum hlóöust á hann ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit sina og sýslu, auk þess var hann trúnaöarmaður Búnaðarfélags Islands i N-Þingeyjarsýslu og yfirkjötmatsmaöur fyrir land- búnaðarráðuneytiö á Noröaustur- og Austurlandi. A árunum kringum 1930 var unniö að þvi að breyta meöferö á kindakjöti hér á landi. Af markaðsástæðum var horfiö frá saltkjötsverkun, en tekin upp frysting i þess stað. Slikar breytingar á framleiðsluháttum hafa jafnan i för með sér ýmsa erfiöleika. Sæmundur var kvadd- ur til leiðbeiningar og eftirlits- starfa á þessu sviöi og tókst hon- um á furðu skömmum tima að vanda og samræma vinnubrögö viö kjötverkun á útflutningshöfn- um austan og norðaustanlands svo mjög að islenzka dilkakjötið var talið i sérflokki á enska markaðinum á árunum fyrir heimsstyrjöldina, bæði fyrir góöa verkun og meöferð. Mun óvist hvort útflutningskjöt hafi I annan tima verið betur verkað hér á landi. Viö þessi erfiðu störf komu skýrt I ljós samstarfshæfileikar Sæmundar og skipulagsgáfa, lagni hans og lipurö þar sem viö andstöðuog skilningsleysi var að etja. Löngu siöar haföi Sæmundur stundum orð á þvi að þessi ár, sem hann vann aö vöruvöndun á einni helztu söluvöru bænda hefðu verið sér drjúgur skóli og lær- dómsrikur. Þegar Sæmundur varö að hætta búskap að Efri-Hólum var hann ráðinn framkvæmdastjóri Mæði- veikinefndar er svo var nefnd. A kreppuárunum þegarbændur urðu hvað hraðast úti fjárhags- lega, varaf stjómarvöldum leitaö ýmiss konar ráða, er bætt gætu afkomu þeirra. Ein tilrauna sem gerð var i þvi skyni var að flytja til landsins karakúlfé frá Þýzka- landi, og átti þaö að vera undir- staða að loöskinnaframleiðslu. Fé þetta kom til landsins sumarið 1933 en svo hörmulega tóksttil að með þvi bárust alvar- legir smitskjúkdómar og hér óþekktir. Af þessum sjúkdómum var borgfirzka mæðiveikin mest áberandi i byrjun en siðar kom til þingeyska mæöiveikin mest áber- andi I byrjun en siöar kom til þingeyska mæöiveikin og garna- veikin. Þessir nýju lungnasjúk- dómar breiddust furðu ört Ut og lögðu sauðfjárbúskap I rúst aö kalla I stórum landshlutum. Þegar sjúkdómar þessir fóru að gera usla voru menn óviöbúnir að mæta slikri plágu. Erlendis var þekking manna á þeim mjög tak- mörkuð, svo þaöan var litinn fróðleik eða stuðning að fá, allra sizt við það búskaparlag sem þá tiðkaöist hér á landi meö sauðfé. Þegar sýnt var h vilikir vágestir voru hér á ferð, voru fljótlega sett lög sem miðuðu að þvi að hefta útbreiðslu þeirra. Sérstakri nefnd og framkvæmdastjóra var faliö það hlutverk aö stjórna fram- kvæmdum þeim sem lögin gerðu ráð fyrir. Þegar Sæmundur gerðist fram- kvæmdastjóri Sauöfjárveiki- varna 1941 stóð baráttan við þess- ar sauðfjárpestir hvað hæst. Hundruðum kilómetra af varnar- giröingum hafði verið komið upp ogfjöldi manna störfuðu við fjár- vörzlu og eftirlit svo i mörg horn var að lita. Eftir þvi sem menn kynntust betur eðli þessara sjúkdóma og hve furöulega hægt þeir bjuggu um sig oft á tiðum, náðist betri árangur af varnaraögerðum. Þegar fram kom að ógerlegt var að búa til lengdar við vanhöld þau sem fylgdu mæöiveikinni var hafinn undirbúningur aö fjár- skiptum. Kom það i hlut Sæmundar að skipuleggja fjárskipti á öllu svaeðinu frá Mýrdalssandi vestur og norður að Jökulsá á Fjöllum. Aldrei fyrr haföi veriö ráðizt i jafn risavaxnar og erfiðar sótt- varnaraðgerðir hér á landi. Þar við bættist svo að þekking á mæðiveikinni var takmörkuð og margir bændur- voru andsnúnir fjárskiptum ýmist vegna þess að þeir höfðu ekki trú á að þau myndu takast eða þá að þeir höfðu ekki enn oröið fyrir barðinu á veikinni og sáu eðlilega eftir niðurskurði á heilbrigðum eða litt sjúkum fjárbúum.en eittvarð yf- ir öll fjárbú aö ganga á fjár- skiptasvæðunum. En ekki var annarra kosta völ og þvi varð að takast á viö erfiöleika og andstöðu, og þaö kom mjög i hlut Sæmundar. Aöalfjárskiptin voru svo gerð aö mestu leyti á árunum 1944 til 1953. öll stjópn þessara risavöxnu og margþættu framkvæmda hviidi fyrst óg fremst á heröum Sæmundar, þó að hann heföi að sjálfsögðu aö bakhjarli Sauðf jár- sjúkdómanefnd og samráð viö landbúnaðarráöuneyti og rann- sóknarstofuF. Þetta starf út- heimti óhemju vinnu, skipulag og fyrirhyggju. Má segja að Sæ- mundur legði nótt viö dag á þess- um árum og þó sýndist mér hann aldrei flýta sér, heldur vann hann rólega, án alls fums og hávaða. Oftreyndimikiðá þolinmæði og lagni Sæmundar þegar koma þurfti málum fram sem skiptar skoðanir voru um. Hann hafði þá oft þann hátt á aö láta menn deila án þessaö leggja sjálfur mikið til mála. Er menn geröust þreyttir á deilunum kom Sæmundur fram með tillögur sinar, sem hann hafði þá þaulhugsað og rökstutt. Brást þá varla aö hann gæti talið menn á sitt mál. A þessum árum þurfti stundum aö gera allt i senn á fáeinum haustvikum, smala og farga gamla fénu, kaupa liflömb og flytja þau landshluta á milli á fá- einum dögum, og koma þeim til hinna nýju eigenda. Sum haustin voru veður válynd en slik gifta fylgdi Sæmundi við stjórn þess- ara mála að það kom varla fyrir að lömb færust i flutningum. Þó að aðalfjárskiptum tæri lok- ið árið 1953 kom mæðiveikin upp á ný á nokkrum stöðum. Voru það að sjálfsögðu vonbrigði þvi að þá varð hiklaust að gripa til fjár- skipta á nýjan leik. Gengu þær aðgerðir viða mjög nærri bænd- um og voru á margan hátt erfið- ari i framkvæmd en hin fyrstu fjárskiptin. Aldrei varð ég var við að Sæ- mundur kvikaði frá settu marki við þessi öhöpp, kjarkur hans og æðruleysi var alltaf hið sama á hverju sem gekk. Árið 1965 var siöasta fjárbúið fellt vegna mæðiveiki. Siöan hef- ur veikinnar ekki oröið vart. Baráttan við mæöiveikina hafði þá staöið i rétt 30 ár og kostað gifurlegar fjárhæðir, auk þess óbeina tjóns og erfiðis sem bænd- ur urðu fyrir. Ég hefi gerzt nokkuö langorður um útrýmingu mæöiveikinnar vegna þess að Sæmundur eyddi bestu starfsárum sinum i þeirri baráttu — og sigraði. Þaö var mikil gæfa fyrir bænd- ur landsins og þjóðina alla að Sæ- mundur skyldi veljast til þessara ábyrðarmiklu og vandasömu starfa, fáir hefðu leyst þau af hendi jafnvel og hann, varla nokkur betur. Um fjölda ára átti ég nána samvinnu við Sæmund. Kynntist ég honum þá allvel og mat hann þvi meir sem ég kynntist honum betur. Sæmundur var yfirlætislaus maður, óvenju raunsær um flest mál, háttvis og traustvekjandi i viökynningu. Hagsýnn var Sæ- mundur og úrræöagóður umfram flesta menn og hann vann ávallt með sömu árvekni og atorku i annarra þágu eins og um hans eigin hag væri að tefla. Starfs- þrek hans var með ólikindum lengst af. Þvi voru honum falin ýmis trúnaöarstörf auk þeirra sem áður eru talin. Hann var framkvæmdastjóri Stéttarsam- bands bænda um langt skeið, framkvæmdastjóri viö byggingu Bændahallarinnar og siðar i stjórn hennar, ritari Fram- leiösluráðs og Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins og svo nokkuð sé nefnt. 011 störf leysti Sæmundur af hendi m.eð nákvæmni og þeirr snyrtimennsku sem honum var svo eiginleg. Með honum var gott að vinna. Með Sæmundi er fallinn frá maður sem ég hygg að allir hafi borið virðingu fyrir og veriö hlýtt til sem kynntust honum eitthvað að ráði. Þvi sakna hans nú marg- ir. Dætrum hans tveim, Jónu og Guörúnu, og öðrum þeim sem nú eiga um sárt aö binda sendi ég hugheilar samúðarkveöjur. PállA.Pálsson Húseigendur í Hveragerði — á Selfossi — i Þorlákshöfn — á Stokkseyri — á Eyrarbakka og ná- grenni. Þéttum sprungur i steyptum veggjum og þökum með Þan-þéttiefni, áralöng reynsla i meðferð og þéttingum með Þan-þéttiefni. Látið þétta húseign yðar fyrir veturinn og verjið hana fyrir frekari skemmdum. Leitið upplýsinga i sima 3863 Þorlákshöfn. Gullsmiðurinn s.f. Þj ónusfa fyrir landsbyggðina •h Sendið okkur (í ábyrgð) þá skartgripi sem þér þurf ið að láta gera við, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og simanúmeri. Að af- lokinni viðgerð, sem verður innan 5 daga frá sendingu.sendum við ykkur viðgerðina í póstkröfu. Allar viðgerðir eru verðlagðar eftir viðgerðaskrá Félags Tsl. Gullsmiða. Stækkum og minkum hringi (sendum málspjöld), gerum við armbönd, næl- ur, hálsmen, þræðum perlufestar. Sendum einnig t póstkröf u allar gerðir skartgripa. Fljót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplýsinga. Gullsmiðurinn s.f. Frakkastíg 7 101 Reykjavík Sími (91) 1-50-07.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.