Tíminn - 23.09.1977, Síða 3
Föstudagur 23. september 1977
3
Sýning í „Höllinni” opnar i dag
Vantar enn
20% hækkun
— segir hagfræöingur BSRB
KEJ-Reykjavik — Akveðið hefur
verið að vinnustaður ráði kjör-
stað en ekki heimilisfang, og jafn-
framt er við það miðað að ekki sé
lengra á kjörstað fyrir hvern ein-
stakan en 40-50 km, kom fram á
fundi stjórnar BSRB með blaða-
mönnum i gær. Kosningar um
sáttatillöguna fara fram 2. og 3.
október nk. Verða kjörstaðir 46 og
eru á kjörskrá einir 9000 rikis-
starfsmenn og 3000 bæjarstarfs-
menn. Lögð verður áherzla á að
safna atkvæðum saman sem allra
fyrst eftir kosningar til að úrslit
kosninganna liggi sem fyrst ljós
fyrir.
Björn Arnórsson hagfræðingur
BSRB sagði á fundinum i gær um
tilboð sáttanefndarinnar, að
fimm til sex hundruð manns i
fjórum lægstu flokkum BSRB sé
slátrað og ekki gert ráð fyrir
neinum launahækkunum hjá
þeim i sáttatilboðinu. Þetta á sinn
þátt i að tillögunni var alfarið
hafnað, sagði Björn. Ennfremur
minnti hann á, að um miðjan
launastigann þurfi til að koma
frekari launahækkanir. Sem
dæmi nefndi hann að iðnaðar-
maður i B9 þarf að hækka frá
sáttatillögu um A) 54% til að ná
ISALsamningum, B) 27,36% til að
ná rfkisverksmiöjunum, C)
22,49% til að ná meðallaunum
iðnaðarmanna fyrsta ársfjórðung
1977 að viðbættum 27%, og D)
34,25% til að brúa bilið milli
greiðslna rikisins til iðnaðar-
manna utan BSRB, að viðbættum
27%. Þá sagði Björn að með slik-
um dæmum væru þeir að leggja
áherzlu á að það vanti 15-20% lág-
mark i aukahækkun.
Kás-Reykjavik. í dag byrjar Iðn-
kynningin i Laugardalshöll og
verður hún opnuð formlega
klukkan 15. A myndinni má sjá
Eínar Þ. Asgeirsson, arkitekt, I
sýningardeild Kassagerðarinnar
en þar er þetta kúlu-hús sem
byggt er úr pappa. Einnig verða
þarna svokallaðar ,,Kassa-kúI-
ur”, en þeim er ekki svo auðlýst,
betra að skoða þær sjálfur.
Timamynd Róbert.
„Oss er nauðsyn
að iðnvæðast”
Forseti tslands, Kristján Eldjárn, opnar Iðnminjasýninguna I Ár-
bæ í gær. Tlmamynd Róbert
Kristján Eldjárn ræðir viö þá ólaf Sveinsson og Stefán Jónsson, en
þeir eru að smlða fjögurra manna far sem er I laginu eins og Sand
ferja, en hún er með svokölluðu Najada-lagi. Timamynd Róbert
Kás-Reykjavik. t gærdag opn-
aði Kristján Eldjárn, forseti,
Iðnminjasýningu í Arbæjar-
safni, en hún er haldin i tengsl-
um við Iðnkynningu I Reykja-
vik. Auk Kristjáns fluttu stutt
ávörp Gunnar Thoroddsen,
iðnaðarráðherra, og Sigurður
Kristinsson, forseti Landssam-
bands iðnaðarmanna, en Guð-
mundur Guðni Guðmundsson
stjórnaði athöfninni.
I ræðu sinni minntist Kristján
Eldjárn á framkvæmdir við iðn-
kynningarárið, sem senn fer að
ljúka, og sérstaklega það fram-
tak sem verið væri að sýna hér i
Reykjavik. Sér hefði þótt vel til
þess fallið að halda iðnminja-
sýningu samhliða þessari iðn-
kynningu, þvi hafa bæri hugfast
að af fortiðinni byggðist fram-
tiðin. Þá ræddi Kristján um Ar-
bæjarsafnið og litillega um sögu
þess,en þaðer 20 ára um þessar
mundir. Að lokum kvaðst hann
vona að þeim göfuga tilgangi,
sem Iðnkynning i Reykjavik
stefndi að, yrði náð.
Að setningarathöfninni lok-
inni, leiðbeindi Nanna Her-
mannsson forstöðumaður safns-
ins gestum um sýninguna. Sýn-
ingunni er ekki ætlað að sýna
þróun islenzks iðnaðar, heldur
eru þar kynntar nokkrar iðn-
greinar sem sumar hafa verið
stundaðar hér frá öndverðu.
A Iðnminjasýningunni i Arbæ
má m.a. sjá skósmfði, vefnaö,
húsgagnasmiði, bátasmiði og
úrsmiði.
Sýningin verður opin sem hér
segir: A virkum dögum frá
klukkan 16 til 22, en um helgar
frá klukkan 14 til 22.
Islenzka merkimiða
á innflutt matvæli
áþ-ReykjavIk. Fyrir sjö mánuð-
um tók gildi reglugerð um tilbún-
ing og dreifingu matvæla. Með
þeirri reglugerð fylgdi listi yfir
þau aukaefni, sem nota má I mat-
vælaiönaðinum. Framleiðendur
fengu niu mánaða aölögunar-
tima, en þegar reglugerðin tók
gildi, var enginn tilbúinn meö
fullkomnar merkingar. Þvi varð
heilbrigðiseftirlit rlkisins að gefa
undanþágur I samræmi við reglu-
gerðina, en gert er ráð fyrir, að
allir verði tilbúnir með merking-
ar um næstu áramót, þvi ekki er
ætlunin að endurnýja undan-
þágurnar. Ekki er hægt að skilja
reglugerðina öðruvisi en svo, aö
hún nái einnig til innfluttra mat-
væla, en m.a. vegna fjárskorts og
vöntunar á mannafla hefur heil-
brigðiseftirlitið ekki séð sér fært
að rannsaka þau ennþá.
— Við höfum gert þvi skóna, að
allir framleiðendur geti fram-
fylgt reglugerðinni um næstu ára-
mót, þvi ekki er hugmyndin að
gefa meiri frest, sagði Hrafn
Friðriksson, yfirlæknir og for-
Framhald á bls. 20
Hjalteyri:
Nokkur tími mun
líða áður en
niðurstaða fæst
áþ. Reykjavik — Landsbankinn
hefur enn til athugunar tilboð þau
sem bárust I Hjaiteyrareignirnar.
Það er ekki aðeins að bankastjórn
Landsbankans þurfi að fjalla um
tiboðin, heldur þarf einnig að
ræða þau i bankaráði.
I gær, er blaðið hafði samband
við Helga Bergs bankastjóra kom
i ijós að bankaráðið hafði ekki
haldið fund i september og ekki
var vitað hvenær næsti fundur
yrði.Helgi sagði að tilboöin yrðu
eflaust rædd á þeim fundi, en ekki
væri óliklegt að þyrfti að taka
málið upp á öðrum fundi. Þvi
þurfa Hjalteyringar að biða enn
um sinn, þar til ljóst veröur hver
hreppir eignirnar.
Gengið nærri
kaupgetu fólks
segir miðstjórn A.S.I.
Miðstjórn Alþýðusam-
bands Islands gerði í gær
samþykkt, þar sem varað
var „mjög alvarlega við
þeirri þróun, sem nú er að
markast í verðlagsmál-
um landbúnaðarins." Er
síðan skírskotað til þess,
að verð á kjöti haf i nú ný-
lega verið hækkað um yf-
ir 30%, en mjókurverð
skömmu áður um 20%.
Valdi þetta 3,7% hækkun
á framfærslukostnaði.
„Miðstjórnin álítur, að
með slíkri verðlagsþróun
sé svo nærri gengið kaup-
getu alls almennings, að
ekki verði við unað, og að
jafnframtséu hagsmunir
þorra bændastéttarinnar
lagðir í stórfellda hættu.
Hinar óhæfilegu og
snöggu verðhækkanir
hljóta þegar í stað að
leiða til minnkandi sölu
landbúnaðaraf urða og þá
sérstaklega á kjöti oq
smjöri."