Tíminn - 23.09.1977, Síða 9
Föstudagur 23. september 1977
IL!!i.l-!lli-!lt:
9
Háðstefna um
sveitar s tj órn-
ir og iðnþróun
i tengslum viö iönkynningu i
Reykjavik efnir Samband is-
ienzkra sveitarfélaga til
ráðstefnu um sveitarstjórnir og
iðnþróun. Ráöstefnan veröur
haldin á Hótel Sögu og stendur I
tvo daga, næstkomandi mánudag
og þriöjudag 26. og 27. september.
Á mánudegi munu þátttakendur
heimsækja iðnsýninguna I
Laugardalshöll og ræöa viö sýn-
endur og á miövikudaginn 28.
september gefst þeim kostur á aö
skoöa iðnfyrirtæki á höfuöborgar-
svæöinu.
Ráðstefnan er haldin i lok iön-
kynningarársins og i samstarfi
viö Islenzka iðnkynningu. Dregn-
ar veröa saman niöurstööur um-
ræöufunda á Degi iönaðarins,
sem haldinn hefur verið á átta
stöðum og rætt um hlutverk
sveitarstjórna i iðnþróun. Gerö
verður grein fyrir þeirri aðstööu
sem sveitarfélög láta iðnaöi i té
og reynt að marka heppilega
stefnu sveitarstjórna i þeim
málaflokkum, sem varða sam-
skipti sveitarstjórna og iðnaðar.
Má þar nefna lóðaframboð: að-
stöðu iðnfyrirtækja t.d. á sviði
skipasmiða við hafnir, álagningu
gatnagerðargjalds og aðstöðu-
gjalds á iðnfyrirtæki, frumkvæði
sveitarstjórna að stofnun nýrra
iðnfyrirtækja, ábyrgðir á lánum
og aðra fjárhagslega fyrir-
greiðslu, byggingu iðngarða og
fleira. 1 umræöuhópum verður
m.a. fjallað um staðarval iðn-
fyrirtækja og byggðaþróun og
iðnþróun i strjálbýli.
Framsögumenn um þessi um-
ræðuefni verða jöfnum höndum
úr röðum sveitarstjórnarmanna
og talsmanna iðnaðarins auk full-
trúa stofnana sem fara með mál-
efni iðnaðar.
Auk sveitarstjórnarmanna
munu fulltrúar flestra iðngreina
sitja ráðstefnuna svo og forustu-
menn Félags islenzkra iðnrek-
enda og Landssambands iðnaðar-
manna.
A annað hundrað manns hafa
tilkynnt þátttöku i ráðstefnunni.
Ný bók
frá Iðunni:
Maðurinn
sem
félagsvera
„Maðurinn sem félagsvera”
nefnist ný bók, sem Iðunn hefur
sent á markað.
1 bók þessari skýra fimm kunn-
ir norskir mannfræðingar frá
rannsóknum sinum á jafnmörg-
um menningarsamfélögum sem
eru harla ólik þvi, sem Vestur-
landabúar þekkja. Þeir lýsa
rannsóknaraðferðum sinum og
sjónarhóligreinarsinnará einkar
aðgengilegan hátt. — 1 bókar-
auka sem nefnist „Mannfræðin og
boðskapur hennar”, skilgreinir
Gisli Pálsson menntaskólakenn-
ari mannfélagsfræðina nánar,
auk þess sem þar er fjallað um
ýmsar spurningar um stöðu og
hlutverk mannfræöinnar, sem
gera má ráð fyrir að vakni hjá
mörgum lesendum.
Bók þessi hentar vel sem
kennsluefni i mannfélagsfræði i
framhaldsskolum landsins, en á
jafnframt ótvirætt erindi til al-
mennra lesenda, ekki sizt vegna
þess, að höfundarnir sneiða hjá
óþörfum fræðilegum málaleuging
um og gera sér far um að komast
i kallfæri við aðra en sjálfa sig.
Bókin er i kiljuformi 125 bls. aö
stærð. Þýðandi er Jakob S. Jóns-
son. BókinersettiTölvusetningu,
prentuð i Offsettækni og heft i
Amarfelli.
Heimir Þorleifsson
Ný sagn-
fræðibók:
Frá einveldi
til lýðveldis
Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar hefur nýlega gefið út
sagnfræðibók Heimis Þorleifs-
sonar, Frá einveldi til lýðveldis.I
þriðju útgáfu. Þessibók er eins og
kunnugt er, Islandssaga frá 1830
oger isennætlað sem kennslubók
I menntaskólum, til almenns
lestrar og sem uppflettirit.
Þessi nýj a útgáfa er m jög aukin
frá fyrri útgáfum. Hefur sfðasti
kaflinn, sem nefnist Arin eftir
strið, tekið miklum stakkaskipt-
um og lengzt a.m.k. fimm sinn-
um. Þessi kafli rekur sögu eftir-
striösáranna allt til þessa dags,
lýsir stjórnmálaflokkum og rikis-
stjórnum og þvi sem þær hafa lát-
ið af sérleiða.Gerð er grein fyrir
fjár- og atvinnumálum, varnar-
málum og deilum um þau,
þorskastríðum o.s.frv.
Alls eru i bókinni 245 myndir og
af þeim eru 78 myndir i siðasta
kaflanum einum, sem er rúmar
80 bls. að stærð. Vekur athygli, að
hér er ekki einungis um sögulegar
ljósmyndir af mönnum, mann-
virkjum og atburðum að ræða,
heldur einnig skopmyndir úr
Speglinum og dagblöðunum.
Bókinni fylgja nákvæmar
nafna- og atriðisorðaskrár, sem
gera hana auðvelt uppflettirit,
svo og skrá yfir sagnfræðirit, sem
snerta þetta timabil.
Frá einveldi til lýðveldis er 332
bls. að stærð unnin i prentsmiðj-
unni Odda. Bókin er pappirskilja.
NÝ ÞJÓÐ-
FÉLAGSFHÆÐI
Komin er út hjá Almenna bóka-
félaginu bókin íslenzka rlkiðeftir
Hjálmar W. Hannesson fyrrum
menntaskólkennara. Bókin er
ætluð sem kennslubók fyrir fram-
haldsskóla og er lýst þannig aftan
á kápu:
„íslenzka 'ikið eftirHjálmar W.
Hannesson er stuttorö lýsing á is-
lenzkri stjórnskipan eins og hún
nú er. Bókin er samin sem
kennslubók i þjóðfélagsfræðum
fyrir menntaskóla, fjölbrauta-
skóla og eöa framhaldsskóla en
getur einnig komiö að fullum not-
um hverjum þeim, sem fræðast
vill á eigin spýtur og kennara-
laust um islenzka rikiskerfið.
1 bókinni er fjöldi uppdrátta og
ljósmynda til skýringar á efn-
inu.”
lslenzk rikið er 102 bls að stærð,
pappirskilja. Hún er unnin i
Prentspiðju Arna Valdimars-
sonar og Bókbandsstofunni örk-
inni.
—
Veit íslenzk réttarvernd
hvað hún er að segja?
Ég sé i Timanum i dag að
vitnað er i ritið: Islenzk réttar-
vernd. Þar segir m.a.:
„Það er úr þessari gróðrar-
stiu nútlmafátæktar sem flest
alvarlegustu vandamálin
spretta i samskiptum manna á
milli. Þaöan koma taugasjúkl-
ingarnir, kverúlantarnir, alkó-
hólistarnir, rónarnir og allir
hinir, sem daglega þjást af hatri
til alls og allra.
Vera má að þetta megi að ein-
hverju leyti til sanns vegar
færa. Þó vil ég spyrja þá sem
standa að „Islenskri réttar-
vernd”:
Hafa þeir einhverjar tölur um
það úr hvaða stéttum Islenzkir
alkóhólistar eru komnir?
Hve mikill hluti þeirra hefur
háskólapróf?
Hve mikill hluti þeirra átti
feður sem höfðu tekjur yfir
meðallagi?
Hversu margir þeirra voru
komnir i virðuleg og vel launuð
trúnaðarstörf?
Ég held nefnilega að það séu
miklu meiri brögð að þvi á ís-
landi nú að drykkjuskapur sé
orsök fátæktar en afleiöing. Þaö
er svo algengt að sá sem er aö
drekka sig frá efnum og at-
vinnu, áliti og virðingu, „sér
ekkert nema svartnætti og von-
laysi” og þjáist af „lifsleiða og
hatri til alls og allra”.
Það gæti margur borgar
simareikninginn sinn á réttum
tima ef hann mæti það meira en
að stunda barina.
17. sept. 1977
H.Kr.
_______________________________/
Kynning
iðngreina í
Iðnskólanum m
Fulltrúar iðngreinanna, og kennarar ásamt nemend-
um Iðnskólans verða reiðubúnir að veita upplýsingar
fyrir gesti kynningarinnar.
Verkstæði skólans verða opin:
Föstudaginn 23/9 kl. 13:00 — 18:00
Laugardaginn 24/9 kl. 13:00 — 18:00
Á mánudag og þriðjudag verða skipulagðar heim-
sóknir grunnskólanemenda 9. bekkjar á iðnnáms-
kynninguna.
IÐNKYNNING í REYKJAVÍK
Kynning iðngreina í Iðnskólanum
I dag og á morgun verður sérstök iðnnámskynning í
Iðnskólanum. Kynntar verða flestar löggiltar iðn-
greinar, bæði með myn'dum og vinnudæmum á verk-
stæðum skólans.