Tíminn - 23.09.1977, Side 13

Tíminn - 23.09.1977, Side 13
Föstudagur 23. september 1977 13 KRAKKAR Hjálpið okkur að velja nöfn á mjaltakonuna og kúna, sem sjást hér að ofan. Þcer eru tákn mjólkur og mjólkurafurða, sem hafa verið orkulind okkar og heilsugjafi um aldir. Verólaim Arsnyt úr fyrsta kálfs kvígu á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi, Amessýslu. Sigurvegara gcetu þannig áskotnast 200 - 300 þúsund krónur. Sendíð tillögur til Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, Bcendahöllinni, pósthólf 7040\ Reykjavík fyrir 31. október n.k. mjólk og nijólkurafunðir orkulind okkar og heilsugjafi Ég legg til að kýrin heiti: og mjaltakomn: Nafn sendanda: Heimili: Sími: Kanpstaður/Sýsla: Fagur er himinn blár Laugardag 24. og sunnudag 25. september nk. kl. 16.00 verður á- deilukvikmyndin „Dejlig er den himmel blS” sýnd i Norræna hús- inu. Veturinn 1974 setti danski leik- hópurinn „Solvognen” á svið upp- ákomu, þar sem leikararnir fóru i jóalsveinagervi inn i stórverzlun- ina Magasin i Kaupmannahöfn og tóku að deila þar út gjöfum af mikilli rausn. Siðar gerði hópur- inn i „þykjustunni” árás á byggingu atvinnudómstólsins i Kaupmannahöfn. t kvikmynd- inni, sem John Bang Carlsen stýrir, er ennfremur fylgzt með leikhópnum, sem fer á rúllu- skautum eftir „Strikinu” og hvet- ur bankastarfsmenn til að láta gott af sér leiða fyrir jólin með þvi að deila úr sneisafullum fjár- hirzlum meðal fólksins. öll þessi mjög svo umtalaða uppákoma, sem lauk með mála- ferlum, var kvikmynduð, og út- koman varð skemmtileg en jafn- framt alvarleg frásögn um trúar- hátiðina, sem ár hvert er gerð að verzlunarhátfð. Tveggja mánaða orlofsferðin: Ekki eins heitt á þessum árstíma og af er látið Kás-Reykjavfk. Vegna fréttar sem birtist hér í blaðinu nýlega urn {veggja mánaða orlofsferð fyrir eftirlaunafólk til Spánar á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu, vill Adda Bára Sigfúsdótt- ir veðurfræðingur koma eftirfar- andiá framfæri, þar sem töluvert hefur verið hringt á Veðurstofuna út af umræddri grein. Veðurfar f Palma á Mallorca: Meðalhiti f nóvember er 14,3 stig, og 8 stiga munur er milli dags og nætur. Meðalúrkoma í nóvember i Palma er 56 mm. Til saman- burðar er meðalúrkoma í Reykjavik I ágústmánuði 66 mm, en var t.d. i ágúst i ár 57 mm, eöa 1 mm meiri en í nóvember i Palma. Hins vegar er rétt að koma fram, að meðaltals úrkoma á dag I nóvember i Palma er ekki nema 8 mm. Meðalfjöldi sólskins- stunda er 5,5 á dag. Leiðrétting I sunnudagsblaði i viðtali við Steinbjörn iónsson söölasmið I Hverageröi hafa skolazt til nokk- ur orö I visu sem höfð var eftir honum. Rétt er hún á þessa leið: Góðum málum lagði lið, lengi verka hraður. Hofteig kenndur var hann við, virtur fræðimaður. Steinbjörn er beðin velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. Blóma- markaður Ýrar ÝR, félag aöstandenda land- helgisgæzlumanna, heldur ný- stárlegan blómamarkað að Hall- veigarstöðum, laugardaginn 24. september frá kl. 2 e.h. bar verða til sölu pottaplöntur i úrvali, sem félagar og velunnarar hafa komið upp og gefa á- mark- aöinn. Sömuleiöis verða til sölu ýmsar blómaskreytingar, hnýt- ingar, kerti og fleira mætti telja. Félagið Ýr hefur nú starfað á annað ár og staðið fyrir ýmsum fjáröflunarleiðum, svo og haldið fundi og skemmtanir fyrir félaga sina. Formaður Ýrar er Elin Skeggjadóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.