Tíminn - 23.09.1977, Síða 21

Tíminn - 23.09.1977, Síða 21
Föstudagur 23. september 1977 21 INGI BJÖRN ALBERTSSON.-.fagnar marki slnu, sem tryggöi isiandi sigur (1:0) yfir N-trum i Laugardalsvellinum. Ingi Björn var þá þjöOhetja. NU hef- ur veriö gerö ödrengileg aöför aö þessum knattspyrnumanni, sem hefur förnaö nær öilum frftimum sinum I þágu knattspyrnunnar. Ósvífin aðför að þremur landsliðsmönnum Einhver ódrengilegasta og öiþröttamannlegasta aöför, sem hefur veriö gerö aö iþrötta- mönnum, hefur nú veriö gerö i einu dagblaöanna. Þessi aöför er gerö aö þeim landsliösmönn- um okkar, sem sáu sér ekki fært aö fara meö landsiiöinu I knatt- spyrnu til N-trlands, af per- sónulegum ástæöum. Er þar um aö ræöa þá Valsmennina Inga Björn Albertsson, Guömund Þorbjörnsson og Dýra Guö- mundsson — og þeim er gefiö aö sök aö svikjast viljandi undan merkjum, og þeir hafi bundizt samtökum um, aö hunza lands- leikinn gegn N-trum meö þvi aö gefa ekki kost á sér I iandsliöiö. Blaðamaöurinn, Hallur Simonarson hjá Dagblaöinu, hefur skorið upp herör gegn þessum þremur leikmönnum, sem hafa eytt mestu af sinum fritímum undanfarin ár í þágu knattspyrnunnar, og fær aöstoð við aðför sina. Blaðamaðurinn leitaði til Jóns Péturssonar, fyrrum bakvarðar Framliðsins i knattspyrnu, og fær Jón til að láta gamminn geisa — og þvilikt rugl. Jón segir i viðtali við Dag- blaðið: „Það hefur komið mér á óvart sem fleirum þau forföll sum, sem átt hafa sér staö I sambandi við landsliöið nú. Ég tel, aö leikmenn þurfi að hafa mjög góða ástæöu til aö neita að gefa kost á sér i landsliðiö. Ef ástæður, sem leikmenn gefa, þegar þeir segjast ekki geta leikið með landsliðinu, eru ekki fullnægjandi — beinlinis fyrir- sláttur — og slik mál á KSI aö kanna niður i kjölinn — þá á að dæma slika leikmenn I keppnis- bann frá landsliðinu, — lands- leikjum — I eitt til tvö ár. Þaö getur lika verið betra aö leika án leikmanna, sem fara i landsleiki með hálfum huga. Leggja sig ekki alla fram i þeim. Við slika menn hefur landsliðið ekkert að gera.” Og Jón heldur áfram og segir: Peim er borið á brýn, að hafa komið sér undan að leika með landsliðinu gegn N-írum i Belfast GUÐMUNDUR ÞORBJöRNSSON...landsliösmiöherji, sést hér í bar áttu I landsleik. NU hefur veriö gerö ódrengileg aöför aö þessum knatt- spyrnumanni, sem hefur fórnaö frfstundum sinum f þágu knattspyrn-unnar. „Hér áður fyrr var talaö um að ekki væri gert nóg fyrir leik- menn landsliösins. Þeir töpuðu beinlinis fé á því að leika I landsliðinu. Nú er þvi ekki leng- ur til að dreifa. Auk vinnutaps fá leikmenn greidda dagpen- inga, svo að fjárhagslegt tjón i sambandi við landsleiki er ekki lengur fyrir hendi. Þess vegna er lika hægt fyrir KSt aö krefj- ast meira”. Svo mörg eru orð Jóns i viðtali við blaðamann Dagblaðsins. Aöur en við könnum málin nánar, skulum við lita á fyrir- sögnina á viðtalinu við Jón, sem er hvorki meira né minna en 5 dálkar — hún er þannig: „Það á að dæma slika leikmenn I keppnisbann frá landsliöinu”. En nú skulum við renna aftur yfir viötaliö og ihuga þaö nánar. Jón telur, að þaö sé fyrirsláttur, aö leikmenn sjái sér ekki fært að ferðast til útlanda með landslið- inu, vegna persónulegra ástæðna. Jón segir að „SLIK- IR” leikmenn eigi skilyrðislaust að fara i landsleikjabann. Þarna tekur Jón stórt upp i sig. Ef þessir, „SLIKIR MENN”, eru Valsmennirnir þrir, þá er hægtað fræða Jón um, að blaða- maður Timans ræddi viö Jens Sumarliðason, formann lands- liðsnefndar, þegar landsliðið var valið — og sagði Jens þá, aö þeir Guðmundur og Ingi Björn hefðu skyrt sin mál fyrir lands- liðsnefndinni og landsliðsnefnd- in hafi gert sér fullkomlega ljóst, aö þeir ættu erfitt með að fara til N-lrlands. „Þaö var ekkert við þær skýringar að at- huga”, sagði Jens. Þá er hægt að benda blaðamanni Dagblaðs- ins og Jóni á, að Dýri Guð- mundsson er i prófum i háskólanum, eins og Gisli Torfason — og þvi miður gat Dýri ekki látiö fresta þeim próf- um. Jón segir siðan, að það sé betra að vera án leikmanna, sem fara i landsleiki meö hálf- um huga. Jón getur kannski frætt menn um, hverjir þaö væru, sem færu i landsleiki með hálfum huga. Það væri fróðlegt að vita þaö, þvi að það yrði þá einsdæmi i heiminum. Þá segir Jón að nú tapi leik- menn ekki fé, við að ferðast með landsliðinu, þar sem þeir fái vinnutap greitt og einnig dag- peninga. 1 þessu sambandi má Framhald á bls. 20

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.