Tíminn - 14.10.1977, Side 13
Föstudagur 14. oktöber 1977
13
Fram
haldsstofn
fundur
sAA
Á framhaldsstofnfundi Sam-
taka áhugafólks um áfengis-
vandamáliö SAA, sem haldinn
var aö Hótel Sögu sunnudaginn 9.
október, var Hilmar Helgason
verslunarmaöur kosinn formaöur
samtakanna. Á fundinum var
kosin 36 manna aöalstjórn, sem
siöan kaus fimm manna fram-
kvæmdastjórn. A fundinum voru
lög samtakanna samþykkt og
ákveöið var aö halda áfram söfn-
unfélaga og þeir sem gerast meb-
limirfyrir 1. nóvember skulu telj-
ast stofnfélagar. Félagsgjald var
ákveðið eitt þúsund krónur lág-
mark á fyrsta starfsári.
Sem fyrr segir var Hilmar
Helgason kjörinn formaöur og
meö honum eiga sæti i fram-
kvæmdastjórn þeir Hendrik
Berndsen, verslunarmaöur, Ein-
ar Sverrisson, verslunarmaöur,
John Aikman, sölumaöur og
Björgölfur Guðmundsson, for-
stjóri. Til vara Ingibjörg Björns-
dóttir, félagsfræöingur, Eyjólfur
Jónsson, skrifstofust jóri og
Sveinsina Tryggvadóttir, hús-
móðir. Endurskoöendur voru
kosnir þeir Þorsteinn Guölaugs-
son, endurskoðandi og Gunnar
Jónsson, framkvæmdastjóri. Til
vara Emil Agústsson borgardöm-
ari og Ogmundur Haukur Guö-
mundsson skrifstofumaöur.
136 manna aöalstjórn SAA voru
kosnir eftirtaldir:
Hilmar Helgason verslunarm.,
Haraldur Sigmundsson, bókari,
SigurðurÞ.Guðmundsson læknir,
Hendrik Berndsen, verslunar-
maöur, Ingibjörg Björnsdóttir,
félagsfr., Einar Sverrisson,
verslunarm., Ingibjörg R.
Magnúsdóttir, deildarstjóri,
Ewald Berndsen, forstööum.,
Sveinsina Tryggvadóttir, hús-
móðir, John Aikman, sölum.,
Björgólfur Guömundsson, for-
stjóri, Eggert G. Þorsteinsson,
alþingismaöur, Martin Petersen,
framkvæmdastj., Pétur Sigurös-
son, alþingism., sr. Halldór Grön-
dal, Gunnlaugur Ragnarsson,
framreiöslum., Stefán Hilmars-
son, bankastjóri, Valur JUliusson,
læknir, Albert Guðmunds-
son, borgarfulltrúi, Eyjólfur
Jónsson, skrifstofustj., Pjetur
Maack, forstöðum., Höröur
Viktorsson, verkam., Bjarni
Pálsson, skólastj. Núpi, Baldur
Guölaugsson, framvkæmdastj.,
Bjarki Eliasson yfirlögregluþj.,
Þórhallur Einarsson, bilasali
Akureyri, Guðmundur J. Guð-
mundsson, form. Verkamanna-
samb., Árni Isleifsson, tónlistar-
kennari Egilsstööum, Kristján
Benediktsson, borgarf ulltrui,
Sverrir Garöarsson, form. FIH,
Aöalheiöur Bjarnfreðsdóttir,
form. Sóknar, Páll Stefánsson,
auglýsingastj., Jón Pétursson,
lögregluvarðstj., Jón Kjartans-
son, form. verklýösfél. Vest-
mannaeyjum, Vilhjálmur Páls-
son, verslumarmaöur og Ingi-
björg Þorsteinsdóttir skrifstofu-
stúlka.
Varamenn: Birgir Indriöason,
verkam., sr. Siguröur Haukur
Guðjónsson, Þórunn Felixdóttir,
kennari, Sævar Proppé, fram-
leiðslum. og Þórir Danielsson,
framkvæmdastjóri.
David Graham Phillips:
SUSANNA LENOX
laufið og mynduðu geislakögur um laufbeðjurnar frá
fyrra ári. Fuglarnir kvökuðu og sungu, lækurinn niðaði
þýtt og svæfandi. Hún var hræðilega þreytt og nagandi
svöng. Spölkorn neðar lokuðu tvö stærðarbjörg* sem
hrunið höfðu úr brekkukambinum, farvegi læksins, svo
að myndaðist lítið lón, sem mjög lítið bar á.
Henni datt strax í hug, hve hressandi það myndi vera
að baða sig i köldu vatninu. Hún litaðist um og læddist
niður á milli steinanna. Hún gægðist niður í hylinn, hún
hlustaði. Hún var örugg hér. Það var lítil, þurr grastó við
annað bjargið, þar afklæddi húnsig í skyndi. Hún stóð
ofurlitla sund í unaðslegri sólarhlýjunni og óð svo út í
pollinn. Hana hefði langað til þess að busla þar og özla,
en hún var smeyk við að gera mikinn hávaða. Sem betur
fór beljaði lækurinn fram með þungum niði, er hann
slapp úr kreppunni, sem björgin settu hann í. Hér sást
ekki heldur eitt einasta spor, ekkert, sem minnt gæti á
mennina, sem höfðu rekið hana á dyr, lagt hana í einelti
og kvalið hana á líkama og sál. Hér í auðninni óx henni
kjarkur, og hún gat aftur litið ungum vonaraugum til
framtíðarinnar. Henni fundust ógnir tveggja siðustu
daga og hinar hræðilegu lyktir þeirra eins og vondur
draumur, sem sólin hefði hrakið á brott.
En eitt egg var aðeins til þess að æra upp í henni sult.
Hún teygði höndina aftur inn í hreiðrið. Hún vildi ekki
ganga nærri rétti þessarar góðu hænu, sem þarna átti sér
bú, svo að hún brá egginu upp í loftið milli fingra sinna
og skyggndi það, eins og hún hafði svo oft séð eldhús-
stúlkuna heima gera. Henni virtist þetta egg grunsam-
legt, en var þó ekki viss i sinni sök. Hún lagði það samt til
hliðar og tók annað. Það var heiðara, og hún gerði sér
gott af því á sama hátt og hinu fyrra. Hið þriðja, f jórða
og fimmta lagði húntil hliðar. Þaðsjötta virtistgott — en
var það ekki. Sem betur fór hafði hún ekki stungið því
upp í sig í heilu lagi, áður en hún bragðaði það. Keimur-
inn, sem var af þessu eggi, vakti hjá henni þá hugsun, að
tvöegg myndu kannski nægjanlegur morgunmatur, sér-
staklega þgar þess var gætt, að hér varð hún líka að
minnsta kosti að borða hádegisverð og kvöldverð. Til
þess að komast hjá þvi að klifra aftur niður í tóna, þar
sem eggin voru, tók hún til að aðgreina þau. Hún fann
f jögur, sem voru eða virtust vera góð. Þau þrettán, sem
eitthvað voru grunsamleg eða sýnilega skemmd, lét hún
aftur í hreiðrið og reyndi að ganga eins f rá öllu og það
hafði verið.
Þessi f jögur egg lét hún undir blússuna sína og klif raði
siðan aftur upp. Skyndilega færðist á hana þetta dásam-
lega magnleysi, sem er viðvörun náttúrunnar um það, að
nú sé svefninn á næsta leiti, hvort sem hann nú kemur
boðinn eða óboðinn. Hún var ekki lengur neitt smeyk og
svipaðist um eftir góðu fylgsni. Hún f ann brátt hentugan
stað, þar sem grasið var óvenjujiátt og runnarnir þéttir.
Hún tók eggin undan biússu sinni og stakk þeim undir
gamla rótarhnyðju og breiddi yfir þau stór laufblöð, svo
að þau hitnuðu síður. Síðan reytti hún gras og lét undir
höfuðið á sér, tók af sér flibbann og lagðist til svefns.
Sólin sá víst ekki fegurri sjón þennan dag en þessa sof-
andi stúlku.
Þegar hún vaknaði, hress og endurnærð, var sólin tek-
in að hníga til vesturs. Hún settist upp og brosti. Það var
svo unaðslegt að vera frjáls. Andstreymið hafði ekki
dregið neitt úr bjartsýni hennar — dýrlegustu og jafn-
framt hættulegustu eigind æskunnar. Hún skreið gegn-
um biómstóðið fram á brúnina og gægðist út á milli
þéttra runnanna. Nú liðaðist ekki neinn reykur upp úr
strompi hússins. Konan sat á dyraþrepinu með prjóna
sina. Hún var í bláum léreftskjól. Úti á ekrunum sá hún
einnig fáeina menn við vinnu — þó ekki f leiri en svo sem
tíu. Frá hlöðu, sem hún sá langt vestur f rá, bárust dauf ir
skellir gufu-þreskivélar, og henni virtist hún eygja tólk
við vinnu í grennd við þessa byggingu. En þó gat það ver-
ið ímyndun. Þetta var sviphýrt og sumarfagurt land,
sem við henni blasti. Og loks varð henni litið til f Ijótsins,
sem glampaði á i fjarska.
Hún skoðaði allan stapann, en það tók ekki nema
orðin skráþurr, og greiddi sér rækilega. Svo fór hún að
hugsa um, hvernig hún ætti að eyða tímanum.
Húnskoðaði allan stapann, en það tók ekki nema
stundarf jórðung, því að gnípan var lítil um sig. Samt
fann hún þarna mikið af villiblómum og tíndi sér stóran
vönd. Þessu næst varði hún góðri stund til þess að skoða
grösin, sem uxu á milli runnanna — í stuttu máli sagt:
hún reyndi að binda hugann við það, sem fyrir augun
bar, til þess að halda hinum Ijóta draumi frá sér. En
brátt þraut sérhvert rannsóknarefni, sem gnípan hafði
að bjóða. Henni varð litið norður yfir lægðina, sem hún
hafði komið eftir. Hún gat auðvitað farið þangað og rölt
þar um sér til afþreyingar. Hún var svo ung og óþolin-
móð, að henni fannst hún varla geta eirt lengur þarna
uppi í þessari sjálfheldu.
Hún var að því komin að borða síðustu eggin tvö og
yfirgefa bólstaðinn, er henni datt í hug, að vissara væri
kannski að svipast um einu sinni enn. Hún fór aftur f ram
á brúnina fyrir ofan bæinn.
Konan var hætt að prjóna og starði vestur í dalverpið,
þar sem vegurinn norðan að lá inn gegnum byggðina. Sú-
sönnu varð litið í sömu átt. Þar voru tveir riðandi menn á
ferð, stef ndu suður eftir og fóru geyst. Hún var í tryggu
f ylgsni, en samt sem áður færði hún sig ósjálf rátt lengra
inn á milli runnanna — þó ekki svo langt, að hún missti
sjónar á þessum tveim reiðgörpum, sem höfðu svo hrað-
an á. Vegurinn lá niður i laut, og mennirnir hurfu um
stund. Súsanna hvessti augun á brekkubrúnina, þar sem
vegurinn kom aftur í augsýn. Hver taug líkamans skalf.
Þegar þeir kæmu aftur í Ijós, myndi hún komast að raun
um hið sanna.
Allt í einu komu þeir í augsýn á brekkubrúninni, og
enn riðu þeir harðastökk. Þetta voru Jeppi og Zeke.
Snöggvast hafði allt runnið í móðu fyrir augum hennar,
en nú skýrðist það aftur.
Þeir linntu ekki á sprettinum f yrr en þeir voru komnir
heim að hliðinu. Konan stóð upp, lagði frá sér prjónana
og gekk út að girðingunni. Það var logn, en samt gat Sú-
sanna ekki greint, hvað sagt var, enda þótt hún legði við
hlustirnar. Hún hrökk saman, er þeim varð öllum þrem-
ur litið upptil gnípunnar. Var fylgsni hennar jafn öruggt
og hún hafði haldið? Höfðu þau kannski séð henni bregða
fyrir — kannski séð i kjólinn hennar?
Hún fékk ofsalegan hjartslátt, er Jeppi snaraðist af
baki — og gaf sig á tal við konuna, sískimandi upp að
klettinum. Zeke Warham sneri hesti sínum við og reið
hægt af stað. Hann var kominn út á brekkubrúnina, er
Jeppi, sem enn stóð við hliðið, kallaði til hans:
„ Bíddu, Warham. Þetta er sjálf sagt rétt, sem þú sagð-
ir". Warham stöðvaði hest sinn, og Jeppi snaraðist á bak
og reið á eftir honum. Konan settist aftur á dyraþrepið,
en mennirnir riðu samsiða niður í lægðina. Þegar þeir
komu aftur í augsýn, héldu þeir sömu leið og þeir höfðu
komið. Og nú vissi Súsanna, að eftirleit í þessa átt —
réttu áttina — myndi lokið. Henni var áþekkt innan
brjósts og f ugli, sem sleppt er úr búri. Hún nötraði öll f rá
hvirf li til ilja og hneig niður. Svo brutust tárin fram. Án
þess að vita, hvers vegna hún gerði það, reif hún af sér
„Ég ætla að fá mér brauð með
sultu. Kalliði á mig þegar þau
eru búin að jafna sig”.
DENNI ■
rDÆMALAUSI