Tíminn - 01.11.1977, Qupperneq 15

Tíminn - 01.11.1977, Qupperneq 15
Þriðjudagur 1. nóvember 1977 15 þýddi. Þórhallur Sigurðsson Íes (16). 15.00 Miódegistónleikar Blásarasveitin i Lundiínum leikur Divertimento I Es- dúr (K166) eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Jack Brymer stjórnar/ Daniel Barenboim leikur og stjórn- ar Ensku kammersveitinni við flutningá Píanókonsert i D-dúr eftir Ludwig van Beethoven. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Sagan: „Patrick og Rut” eftir K.M. Peyton Silja ABalsteinsdóttir les þyBingu sfna, sögulok (12). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 VeBurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Sameindir og lffDr. GuB- mundur Eggertsson pró- fessor flytur sIBara erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins Rafn Ragnarsson kynnir. 21.00 Iþróttir Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 21.20 Hljómsveitarsvita nr. 1 i c-dúr eftir Johann Sebastian Bach Bach hljómsveitin i Munchen leikur, Karl Richter stjórnar. 21.45 Nokkur smáijóB eftir Piet Hein AuBunn Bragi Sveinsson les þýBingar sfn- ar. 22.00 Fréttir 22.15 VeBurfregnir Kvöldsag- an: „Dægradvöl” eftir Benedikt Gröndal Flosi Ólafsson leikari les (24). 22.40 Harmonikulög Hans Wahlgren leikur ásamt hljómsveit. 23.00 A hljóBbergi Úr einka- dagbókum Samuels Pepys. Enski leikarinn Ian Richardson les. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. ■ w sjonvarp Þriöjudagur l. nóvember 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 LandkönnuBir Leikinn, breskur heimildamynda- flokkur i 10 þáttum umi ýmsa þekkta landkönnuöi. 3. þáttur Henry Morton Stanley (1841-1904). AB Livingstone látnum lætur Stanley I ljós áhuga á a& ljúka ýmsum verkefnum, sem læknirinn haföi byrjaö á. Einkum langar hann aö kanna hiB dularfulla Lualaba-fljót og leggur upp I leiöangur áriö 1874 ásamt 353 buröarmönnum. Hand- rit Jesse Lasky og Pat Silvers. Leikstjóri Fred Burnley. Aöalhlutverk Sean Lynch. Þýöandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.20 MorBiö á áuglýsinga- stofunni (L) Breskur saka- málamyndaflokkur I fjórum þáttum, byggöur á skáld- sögu eftir Dorothy L. Sayers. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Wimsey lávaröur tekur aö sér rannsókn á dularfullu and- láti auglýsingamannsins Victors Deans og ræöst i vinnu á auglýsingastofuna, þar sem hann starfaöi. Hann kemst brátt aö þvi, aö maöurinn haföi veriö óvin- sæll og metnaöargjarn og' veriö i tygjum viö stúlku af aöalsættum. Wimsey fer á dansleik, sem haldinn er á heimili stúlkunnar, ásamt Pamelu Dean, systur Victors. Þau taka ekki eftir þvi, aö þeim er veitt eftir- för. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. 22.10 Sjónhending Erlendar myndir og málefni. 22.30 Dagskrárlok SÚSANNA LENOX JánHelgason Törfar leiksins hrifu hana undir eins og Tempest haföi sagt f yrstu setninuna. Og þeir héldu henni f östum tökum meðan Burlingham og Fjóla léku hjónarimmu, Eshwell og Mabel misklíð og séttargerð elskenda og Tempest flutti þáttinn um hinztu stund Lössu, sem forðar hjarð- sveininum frá því að bíða bana undir klauf um hjarðar- innar og lætur sjálf líf ið í hans stað. Tárin runnu úr aug- um Súsönnu, er Tempest mælti fram síðustu Ijóðlínurn- ar: O. hvers vegna sættir ei hjarta mittsig við líf ið eins og það er? Hvers vegna skyldi hjarta mittenn vera á hnotskóg við Rio Grande? Hún sá í anda legstaðinn í auðninni. Himinninn var blár og víður, og gammarnir svif u f ram og aftur. Henni fannst það vera Tempest sjálfur sem vakið hafði hina heitu ást stúlkunnar og misst hana á þennan hátt. Það var ekki f urða, þótt hann væri magur og tekinn til augn- anna og fölur. Hrifningin rénaðiekki, þótt allir áhorfendurnir væru komnir i land ogleikfólkið farið að henda gaman að frammistöðu sinni og undirtektum gestanna yf ir kvöld- verðarborðinu. Súsanna heyrði það ekki. Hún var hreyk- in af því, að henni skyldi auðnast að komast í annan eins félagsskap. Allt ógeðfellt gleymdist. Hún leyfði sér ekki að jaf na þessum þjónum listarinnar saman við það fólk, það sljóva, hverdagslega fólk, sem hún hafði alizt upp með. Ó, að hún yrði þess verðug að eiga sæti meðal þessara frábæru listamanna! En henni fannst hún vera likt stödd og skríðandi ormur, sem vildi verða stjarna uppi í himingeimnum. Tempest, sem henni hafði geðjazt verst að við f yrstu sýn, vakti nú óskerta aðdáun hennar. Hún sá allan harmleik lífs hans birtast í andlitsdráttum hans. Hún gatekki litiðá hann án þess að hjarta hennar herotist saman af sársauka. Það leið ekki á löngu, unz Tempest, sem hélt sjálfan sig vera hið mesta kvennagull, tók eftir aðdáunarsvipn- um á stúlkunni og fór að reyna að bera sig sem manna- legast. Þá kom reiðiglampi í augu Mabelar og háðs- hreimur i rödd hennar, er hún ávarpaði hann. En Sú- sanna tók ekki eftir því. Þau háttuðu strax að máltíðinni lokinni. Burlingham dró tjöldin fyrir beddann, sem Súsönnu var ætlaður. Aðrir hirtu ekki um slíkt í þeim hita, sem var þetta kvöld. Þau slökktu Ijósið og háttuðu við glætuna, sem lagði inn um stóru bakdyrnar og litlu dyrnar tvær að framan- verðu. Patdró upp bæði leiksviðstjöldin og opnaði dyrn- ar út á f ramþiljurnar, til þess að betri súgur myndaðist. Flugnanet voru þanin yf ir öll rúmin, því að án slíks um- búnaðar hefði mývargurinn ekki veitt neinn svefnfrið. Suðið í þúsundum flugna, sem ekki komust að fólkinu í hvílunum, hélt vöku fyrir Súsönnu. Eftir nokkra stund reis Súsanna á fætur og læddist í náttfötunum út á þilfarið til þess að sefa huga sinn eftir allt það, sem fyrir hana hafði borið um kvöldið. Þar úti var gola, svo að mýflugurnar gerðu henni ekki neitt ónæði. Hún horfði lengi á dauf Ijósin hér og þar í bænum, og svo fór hún að skima upp í himinhvolfið á stjörnu- grúa, sem þar blikaði. Hinn liðni dagur var henni nú hér um bil úr minni horf inn, því að unga fólkið er alltaf með hugann bundinn við morgundaginn. Hún gat ekki slitið hugann frá hinum fyrsta raunverulega morgni, sem henni fannst hún eiga í vændum. Hún ætlaði að leggja hart að sér vegna hinnar dásamlegu listar — listar sinn- ar— vera árvökul og lítllát. Sá dagur hlaut að koma, að hún fyndi fögnuð streyma um sál sína með máttugu lófataki fólksins. Hún var í enn meiri geðshræringu en nokkru sinni f yrr, er hún læddist aftur inn í káetuna og skeið upp í hvílu sína. Hrotur tveggja sofandi manna yfirgnæfðu suðið í flugunum, eins og stormgnýr í skógi yfirgnæfir ýlið í stráunum. Hún var varla búin að rétta úr sér í þröngum beddanum, er hún heyrði einhvern læðast á tánum eftir gólf inu og sá, aðtjöldin voru dregin til hliðar. „Hver er þar?" hvíslaði hún grunlaus, því að hún sá ekki nema óljósa mannsmynd á þeim, sem gægðist á milli hvilutjaldanna. Henni var svarað lágri, hásri röddu: „Elsku litla hjartað!" Hún spratt upp, barði út í loftið og æpti eins hátt hún gat. Tjöldin færðust í samt lag. Hroturnr hættu. Súsanna hélt niðri í sér andanum. Hún nötraði f rá hvirf li til ilja, og sviti spratt út um hana alla. Hást hvískur heyrðisf, svo rödd Burlinghams —hranaleq og skipandi: „Snautaðu t fletið þift og láttu hana afskiptalausa bölv aour pursinn”. Pao ia svo djúp fyrirlitning í síðustu orð- unum, að það var ekki unnt að hugsa sér, að nokkur gæti látið óvirðingu sína ótvfræðar í Ijós við annan mann. Síð- an varð aftur þögn, og fám mínútum síðar hófu menn- irnir hrotur sínar á ný við undirleik mývargsins. Súsanna svaf aðeins lítiðog óvært um nóttina. Hún var glaðvöknuð, er Fjóla kom og mælti: „Ég skal sækja handa þér fötu af vatni, ef þú vilt baða þig. Þú getur lagt beddann til hliðar og verið með fötuna bak við tjöldin". Súsanna þakkaði henni f yrir. Hún þvoði sig hátt og lágt og hresstist mikið við það. Þegar hún gægðist út, sá hún, að karlmennirnir voru úti á þiljum. Fjóla var að búa til morgunverðinn, og Konnemora var að greiða stutt, þunnt hár sitt fyrir framan spegil sem hékk við aðrar framdyrnar. Konnemora varð hennarstrax vör í spegl- inum, brosti til hennar og kirtkaði kolli. „Hérna geturðu lagfært á þér hárið", sagði hún. „Ég er að verða búin. Þú getur notað burstann minn". Meðan Súsanna snurf usaði sig fyrir f raman spegilinn, lá Mabel endilöng á bekk rétt hjá henni og reykti sígar- ettur. „Ég vildi óska, að ég hefði hárið þitt", sagði hún. „Svona yndirlegur vöxtur hef ur aldrei verið á kollinum á mér. Það detta orðið af mér flygsurnar í hvert skipti sem ég greiði mér. Það verður bráðum ekki nema hálft f jórða hár á mér,eins og Fjólu. Þú hefur auðvitað ekki séð hana án falska hársins? O-jæja, það er ekki heldur nein dýrðarsjón. Ég skil ekki, hvernig Burling- ham getur......". Hún þagnaði, blés frá sér reykjar- mekki og brosti, bæði að því, sem henni datt í hug, og af samúð með þessari saklausu stúlku, sem hún hafði tekið að sér að vernda — eða kannski öllu heldur var smám saman og með mestu varúð að sýna inn í af kima lífsins. „Hver var að gera sig heimakominn í nótt?" „Það veit ég ekki", sagði Súsanna og huldi andlitið með hrokknu hári sínu, sem hún burstaði af kappi. „Veiztu það ekki? Þú ættir að hafa eitthvert hugboð um það, myndi ég halda". Stúlkan svaraði ekki. „O-jæja. Það skiptir ekki heldur neinu máli. Það var ekki þín sök". Mabel hélt áf ram að reykja og var hugsi. „Ég er ekki afbrýðisöm vegna hans — það gæti enginn kvenmaður verið. Nei, ég vildi ekki gefa svo mikið sem sigarettustubb fyrir þá horrenglu. En ég verð alltaf að hafa einhvern". Hún hló. „En sú grunnhyggni að halda, að þú kærðir þig um hann! Það er ekki lýgi að karlmenn séu ímyndunarveikir!" Súsanna skildi hana. Henni var það ekki lengur hulið,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.