Tíminn - 08.11.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.11.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. nóvember 1977 3 Framboð í Austurlands- kjördæmi A fjölmennu kjördæmisþingi sem haldið var á Reyðarfiröi um helgina, var ákveöið að eft- irtaldir menn skuli skipa sex efstu sætin á framboöslista Framsóknarflokksins I Austur- landskjördæmi 1 þingkosning- unum næsta vor: 1. Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráð- herra, Brekku í Mjóa- firði. 2. Tómas Árnason, al- þingismaður, Reykja- vík. 3. Halldór Ásgrímsson, alþingismaður, Reykjavík. 4. Jón Kristjánsson, inn- kaupastjóri Egilsstöð- um. 5. Þorleifur Kristmunds- son, prestur Kolfreyju- stað i Fáskrúðsfirði. 6. Kristján Magnússon, sveitarstjóri, Vopna- firði. Vilhálmur Hjálmarsson, Tómas Arnason, alþingismað- menntamálaráðherra ur, Reykjavik Halldór Asgrfmsson, alþingis- Jön Kristjánsson, innkaupa- maöur, Reykjavlk. stjóri, Egilsstööum. Þorleifur Kristmundsson prest- Kristján Magnússon sveitar- ur Kolfreyjustaö. stjóri, Vopnafirði. „Engar innbyrðis deilur á fundunum” F.l. Reykjavík. — Fundir okkar hafa verið mjög vel sóttir og höfum við náð til nokkur hundruð manns. Andinn á þessum fundum hefur og verið mjög góður og þær blaðafregnir, sem reyna að sýna fram á ann- að, svo sem ihnbyrðis déil- ur og ágreining, eru á mis- skilningi byggðar, sagði Halldór E. Sigurðsson ráðherra i samtali við Tímann i gær, þegar hann var spurður álits á þeim fundum, sem frambjóð- endur Framsóknarflokks- ins í Vesturlandskjördæmi hafa staðið fyrir i kjör- dæminu, en fréttir i blöð- um um fundahöldin hafa ekki verið á einn veg, og m.a. verið gripið til um- sagna um innbyrðis deilur. — Deilur á fundum okkar hafa aldrei verið og um það er ekki að ræöa i þessu sambandi, sagði Halldór. Hins vegar eru þessir fundir nauðsynlegir nýliðum okk- ar, sem ekki hafa starfað að stjórnmálum eins lengi og við hinir. Þeir þurfa að kynna sig og viðhorf sin. Þeir mega til að gera grein fyrir þvi, hvers vegna þeir eru komnir á vegum Framsókn- arflokksins, en ekki einhvers ann- ars stjórnmálaflokks. Og þeir verða að greina frá afstöðu sinni til þeirra mála sem samkomulag hefur ekki náðst um i flokknum. Hvað reyndari mönnum við vikur, þá eruþessirfundir kjörinn umræðugrundvöllur fyrir ýmis mál kjördæmisins. Menn bera fram góðar spurningar og rétt- mætar yfirleitt. Enda þótt spurn- ingu sé beint til eins, og við sitjum öll sex fyrir svörum. Ég get sagt, að ég hef haft ánægju af þessum fundum. Það er gleðilegt til þess að vita, að Framsóknarflokkur- inn á fóik á öllum aldri, sem fúst er til að leggja fram störf fyrir flokkinn og kjördæmið. Og það er okkur sem búnir eru að vera i þessu lengi mikið gleðiefni, að sjá hvað við eigum mikið af góðu fólki til að taka við forystuliði flokksins. Þá sagði Halldór það hafa ein- kennt alla fundina, hve fólk hefði vel kunnað að meta og þakkað störf Asgeirs Bjarnasonar, for- seta Sameinaðs þings sem lætur að störfum næsta kjörtimabil að eigin ósk eftir 30 ára giftudrjúgan starfsferil. — Ef einhver af okkar flokks- fólki hefur kviðið þvi, að við myndum með þessum fundahöld- um verða til þess að veikja flokk- inn og efla til innbyrðis deilna, þá er slikt á misskilningi byggt. 1 gegnum fundina höfum við kynnt okkur þau vandamál kjördæmis- ins, sem mest eru aðkaliandi og — segir Halldór E. Sigurðsson ráðherra um f ramboðsfundi Framsóknar- flokksins í .:• Vesturlands- kjördæmi hagað málflutningi á þann veg að skyra mál, en ekki að deila. — Ég vona, að niðurstaðan verði á þann veg, að allir muni við una og styrkja flokkinn i barátt- unni, þegar út i kosningar kemur, sagði Halldór E. Sigurðsson að lokum. Skoðanakönnunin til alþingis á vegum Framsóknarflokksins fer fram dagana 25.-27. nóv. og kem- ur þannig upp á föstudag.laugar- dag og sunnudag. Kjörstaðir verða nánar auglýstir siðar. • •• eystra Kjördæmisþing Framsóknar- manna I Norðurlandskjördæmi eystra ákvaðá lundi um helgina að þessir sex menn verði elstir á lista flokksins I kjördæminu við þingkosningarnar að voru: 1. Stefán Valgeírsson, al- þingismaður að Auð- brekku i Hörgárdal. 2. Ingvar Gíslason, al- þingismaður á Akur- eyri. 3. Ingi Tryggvason, al- þingismaður á Lauga- bóli í Reykjadal. 4. Pétur Björnsson, fisk- tækniskólanemi á Raufarhöfn. 5. Heimir Hannesson, lög- fræðingur í Reykjavík. 6. Valgerður Sverrisdótt ir, kennariá Lómatjörn í Höfðahverfi. Stefán Valgeirsson, alþingis- Ingvar Glslason, alþingismað- maður, Auðbrckku ur, Akureyri. Heildarsöltun suðurlands- sildar 104.952 tunnur Samkvæmt söltunar- skýrslum SÚN nam heildarsöltun Suður- landssildar siðastliðið laugardagskvöld (5/11) 104.952 tunnum. Fer á eftir yfirlit um söltun- ina á hinum einstöku söltunarstöðum. Sfldin er söltuð á mismunandi hátt i samræmi við óskir kaup- enda i hinum ýmsu markaðslönd- um, auk þesssem hun er flokkuð i þrjá stærðarflokka við söltun. Samkvæmt tilkynningum sölt- unarstöðvanna til Sildarútvegs- nefndar hafa um 67% þeirrar sildar sem söltuð hefir verið til þessa, farið i 1. stærðarflokk 24% i 2. stærðarflokk og 9% i 3. stærð- arflokk. Sildin er seld til Sviþjóðar, Finnlands, Danmerkur V-Þýzka- lands, Sovétrikjanna og Banda- rikjanna. (Upplýsingábréf SÚN) Söltunarstaðir Hringnótasild Reknetasild Samtals Seyðisfjörður 1.020 - 1.020 Eskifjörður 6.986 995 7.981 Reyðarfjörður 2.048 348 2.396 Fáskrúðsfjörður 4.917 1.219 6.136 Stöðvarfjörður - 1.127 1.127 Breiðdalsvik - 952 952 Djúpivogur - 4.421 4.421 Hornafjörður - 32.282 32.282 Vestmannaeyjar 11.011 3.178 14.189 Þorlákshöfn 6.582 425 . 7.007 Grindavik 12.960 1.797 14.757 Sandgerði 513 - 513 Keflavik 2.442 392 2.834 Reykjavik 3.377 396 3.773 Akranes 3.111 - 3.111 Rif 1.374 1.374 Stykkishólmur 1.079 - 1.079 57.420 47.532 104.952 Ingi Tryggvason, alþingismað- ur, Laugabóii. Heimir Hannesson, lögfræðing- ur, Reykjavlk Pétur Björnsson, fisktækni- nemi, Raufarhöfn. Valgeröur Sverrisdóttir, kenn- ari, Lómatjörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.