Tíminn - 08.11.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.11.1977, Blaðsíða 10
10 iv Þriðjudagur 8. nóvember 1977 Ríkið eigi allar jarðir og gögn og gæði landsins — frumvarp til laga flutt af þingmönnum Alþýðuflokks Allmiklar umræður urðu i gær i efri deild Alþingis um lagafrumvarp Eggerts G. Þor- steinssonar (A) og Jóns Arm. Héðinssonar (A) um eigna- ráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum. Jón Árm. Héðinsson mælti fyrir frumvarpinu, en i þvi er gert að aðalreglu, ,,að landið allt, gögn þess og gæði, sem og miðin umhverfis landið séu sam- eign þjóðarinnar allrar”. Um- róðarétturinn skuli vera i hönd- um Aiþingis. Þá segir I frumvarpinu: 3. gr. Þrátt fyrir 1. gr. laga þessara skal bændum frjálst ef og meðan þeir svo kjósa að eiga jarðir til eigin búrekstrar. Bújörðum skulu fylgja þau hlunnindi sem þeim hafa fylgt, ef einhver eru, og bændur hafa nýtt til bútekna, svo sem dúntekja eggjataka, selver og reki, þó ekki veiðiréttur i ám né vötnum sbr. 5. gr. 4. gr. Rikinu skal skylt að kaupa bú- jarðir af bændum, ef þeir óska og miðist kaupverð við gildandi gangverð jarða til búrekstrar milli bænda hverju sinni. Sömuleiðis skal rikinu skylt að kaupa af bændum hús og ræktun á jörðum sem fara úr byggð vegna óbyggis eða afbýlis, og skal i reglugerð setja nákvæm fyrir- mæli um það. hvernig slikar eign- ir skuli meta til verðs. 1 fimmtu grein er kveðið ,,af- dráttarlaust á um það, að ár og vötn séu sameign þjóðarinnar allrar, þar með talinn virkjunar- réttur og veiðiréttur”. Bætur skulu koma fyrir til þeirra sem réttinn missa. 1 7. grein er kveðið á ,,að ó- byggðir og afréttir utan heima- landa séu eign ríkisins. Er það til að taka öll tvimæli af um það, að sveitarfélög og/eða upprekstrar- félög hafi einungis notarétt af af- réttum til beitar búfjár, en eigi eignarráð. Ætti þetta ákvæði að koma i veg fyrir kostnaðarsöm og óviðfelldin málaferli um eignar- ráð yfir óbyggðum og afréttum landsins, en i engu er þvi á annan hátt ætlað að raska notum né skyldum sveitar- og upprekstrar- félaga varðandi afréttarlönd.” t 8. grein er sú „skylda lögð á rikið sem umráðaréttarhafa landsins alls, sameignar þjóðar- innar,aðþaðsá.ium að anna eftir- spurn þéttbýlisbúa eftir ióðum undir sumarbústaði. Það skulu vera leigulóðir, enda markmiðið að hindra sölubrask á landi undir slika bústaði.” 1 9. grein er „kveðið á um, að allur jarðhiti undir 200 m dýpi skuli vera sameign almennings, rikisins.” I. 10. grein segir að „öll verð- mæti i jörðu á landi og land- grunni, sem finnast fyrir atbeina rikisins og leyfis þess þarf til að leita eftir og vinna, eru eign rikis- ins og háð valdi Alþingis.” Um 11. grein segir, að „enda þótt meginreglan verði með sam- þykkt þessa frumvarps að þjóðin, rikið, eigi landið allt, eru þar tvö frávik: Bónda er frjálst, ef vill að eiga bújörð sina, meðan hann býr á henni, þéttbýlis- og sveitarfélög skulu samkv. þessari grein vera eigendur lóða og lendna þeirra, er þau ná yfir. Er þá enda um slika sameign að ræða að ekki ætti að þurfa að óttast brask með fóstur- jörðina. Ekki er hér lögð til eignarupp- taka á lóðum og lendum, sem i einkae'«n 1 inna að vera, þegar frumvaip þetta öðlast lagagildi, en undir þann leka sett með bóta- reglum, að um braskágóða verði að ræða, og sveitarfélögum markaður ákveðinn frestur til lóðakaupa svo að þeim byndist enginn háskagreiðslubaggi þar af. Flestir mótfallnir Einar Agústs- son, utanrikis- ráðherra (F) tók næstur til máls á eftir Jóni Arm. Héð- inssyni. Kvaðst hann ekki vilja lengja umræður um þetta mál, en taldi augljóst að lagafrumvarp þetta hefði að stefnumörkun, að allar bújarðir i landinu yrðu i rik- Benedikt Gröndal: Deildarskipting Al- þingis hefur fellt margar ríkisstjórnir — síðast stjórn Olafs Jóhannessonar BenedikCGröndal (A) mælti i gær fyrir frumvarpi til stjórn- skipunarlaga um breytingar á fs- lenzku stjórnarskránni. Inntak breytinganna er niðurfelling deildarskiptingar Alþingis. Flutningsmenn ásamt Benedikt eru Gylfi Þ. Gfslason og Sighvat- ur Björgvinsson. þingmenn Alþýðuflokksins. Sagði Benedikt Gröndal í ræðu sinni að deildaskipting Aljángis hér á landi væri ónáttúruleg og óeðlileg enda troöið upp á okkur að erlendri fyrirmynd. Þá sagöi hann að hún heföi ósjaldan valdiö vandræðum og gert ríkisstjórn- um, sem studdar voru af hreinum meirihluta alingismanna, erfitt að gegna hlutverki sinu. Afleiðing hefur orðið veikara stjórnarfar, sem oft hefur jaðrað við upplausn og ýtt undir ábyrgðarleysi og ævintýrapólitik. 1 greinargerð með frumvarpinu og efnislega samhljóða ræðu Benedikts segir m.a.: „Hins vegar hefur þvi ekki ver- ið gaumur gefinn, að Alþingi hef- ur i raun réttri ekki tvær málstof- ur, heldur þrjár. Sameinað þing hafði sáralitið hlutverk í fyrstu. Einar Arnórsson segir i Réttar- sögu Alþingis um störf þess eftir breytinguna 1874: „Það má telja undantekningu, að Alþingi starfi i einni málstofu, þvi að venjulega fara störf þess fram i deildun- um”. Eftir þvi sem árin hafa lið- ið, hefur sameinað þing þó vaxið að verkefnum og völdum og hefur nú meiri þýðingu en deildirnar. Fjárlögin voru upphaflega af- greidd i deildum, en flutt til sam- einaðs þings 1934. Þingsálykt- unartillögur þekktust varla fyrr á árum, en eru nú ekki aðeins um- fangsmikið form þingmála, held- ur eru þær notaðar til að stofna lýðveldi, gera mikilvægustu alþjóðasamninga og ákveða aöild að alþjóðlegum samtökum, marka stefnu i landhelgismálum og fleiri stórmálum, staðfesta áætlanir um . framkvæmdir og margs fleira. Fyrirspurnir höfðu áður litla þýðingu og voru fáar, en eru nú loftvog landsmálanna og eftirlætis auglýsingaform þing- manna. Allt hefur þetta valdið þvi, að sameinað þing tekur nú oft tvo af fjórum fundadögum Alþingis i viku hverri. Störf Alþingis mundu án efa verða einfaldari og ódýrari i einni málstofu en þrem. Breyting á nefndaskipan mundi hafa mikla þýðingu, þar eð nefndum mætti fækkaúr24i 13, og hver þingmað- ur mundi sitja i færri nefndum, sem hann gæti sinnt betur en nú gerist. Slikar endurbætur á nefndastarfi Alþingis eru aðkali- andi. Þá mundi timi ráðherra nýtast betur, ef þeir þyrftu ekki að taka þátt i umræðum um mál sin i tveim deildum. Veigamikil röksemd fyrir af- námideildaskiptingar Alþingis er áhrif hennar á meirihlutavald og rikisstjórn. Þingmenn eru nú 60, en ekki nægir fyrir flokk eða flokka að hafa 31 þingmann til að stjórna landinu. Til þess þarf meirihluta i báðum deildum, aö minnsta kosti 21:19 i neðri deild og 11:9 i efri deild, og veröur rikisstjórn þvi aö hafa 32 stuðn- ingsmenn hið minnsta — eða 53.3%. Stundum hefur verið haldið fram, að þessi krafa um aukinn meirihluta stuðlaði að sterkum rikisstjórnum. Reynslan hefur þó sýnt hið gagnstæða. Deildaskipt- ingin hefur hvað eftir annað veikt stjórnir, sem þó höfðu meirihluta þingmanna að baki sér, og leitt til margvislegra erfiðleika. Eftir kosningarnar 1931 hafði Framsóknarflokkurinn 23 þing- menn af 42, eða hreinan meiri- hluta. Vegna landskjörinna þing- manna i efri deild voru atkvæði þar þó jöfn. Hafði rfkisstjórn Tryggva Þórhallssonar þvi ekki starfhæfan meirihluta á þingi og hraktist fljótlega frá völdum. Hún var að visu veik, af þvi að hún hafði aðeins 35% kjósenda á bak við þinglið sitt, en þannig var kjördæmaskipan þá. Eftir kosningarnar 1934 höfðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn 25 þingmenn af 49. Þá skorti eitt atkvæði i neðri deild til þess að hafa starfhæfan meirihluta, en Asgeir Asgeirsson, kom þeim til bjargar, svo og Magnús Torfason. Eftiraðstjórn Emils Jónssonar var mynduð 1959, skapaðist það ástand, að með stuðningi Sjálf- stæðisflokksins haföi hún 27 þing- menn gegn 25. Samt hafði stjórn- arandstaðan (Framsóknarflokk- ur og Alþýðubandalag) meiri- Framhald á bls. 23 alþingi iseign, og sagðist hann vera þvi mótfallinn enda hefði það ekki gefizt vel þar sem reynt hafi ver- ið. Þá sagði Einar að sér væri ekki alveg ljóst ef taka ætti mark á á- kvæðum frumvarpsins um að bændum skuli heimilt að eiga þær jarðir sem þeir byggja, hvernig fara eigi að þegar bændur hyggj- ast hætta búskap. Hvort það segði sig þá ekki sjálft að rikið keypti jörðina og þannig mundi bújörð- um i eign bænda fækka. Þá þyrfti hitt einnig athugunar við hvernig aðrir, sem hefja vildu búskap kæmust yfir jarðir og hvort þeir fengju þær til eignar. Oddur Ólafsson (S) taldi það eignarréttarfyrirkomulag sem nú væri á Islandi vel aðgengilegt og enga nauðsyn bæri til að ganga svo langt i byltingarátt sem frumvarp þetta gerði ráð fyrir til að leiðrétta einhverjar misfellur sem þó kynnu að vera á eignar- réttarlögum okkar, Mótmælti hann siðan frumvarpinu i flestum greinum og fjallaði um nokkrar sérstaklega. Jón G. Sólnes ' Jv (S) var á sama máli og sagði frumvarpið striða gegn lifs- skoðun sinni, sérstaklega þau ákvæði sem i fælist skerðing almenns eign- arréttar. Þá vildi hann mótmæla þeim hugmyndum sem frum- varpið byggði m.a. á, að verð- mætasköpun einstaklinga væri af hinu illa komin, þvert á móti, sagði hann, er allt sem við búum við komið frá frjálsum upplýstum kapitalisma. Ingi Tryggvason (F) taldi frumvarpið ganga allt of langt i byltingarátt og minnti á, að að- eins væri ár um liðið siðan Alþingi samþykkti jarðarlög til að tryggja m.a. að lönd yrðu nýtt sem allta bezt og að koma i veg fyrir brask með jarðir. Sagði Ingi að svokallaðar jarðanefndir ættu að korna i veg fyrir að jarðir yrðu seldar til afnota, er ekki sam- rýmdust hagsmunum viðkom- andi sveitarfélaga, án þess að jarðarseljandi biði tjón af. Til að koma i veg fyrir slikt mundi rikis- sjóður eða viðkomandi sveitarfé- lag koma til. Þá minnti Ingi á að nauðsyn bæri til og hagkvæmara væri að bóndi ætti þá jörð er hann nytjaði, slikt skapaði þó ekki annað en meiri vinnugleði þar sem bóndinn fyndi jörðina nákomna sér. Þá sagði hann að hlunnindi sem fylgja jörðum, veiðiréttindi og fleira hefðu á undanförnum árum mjög stuðlað að þvi að jarðir héldust i ábúð þar sem landbún- aður ætti nú mjög undir högg að sækja- Sagði Ingi að fengin reynsla af jarðarlögum væri að sínu mati góðog ekki kominn timi til breyt- inga. Auk þess taldi hann frum- varp þingmanna Alþýðuflokks mjög óheppilegt að flestu leyti og lýsti yfir að hann mundi greiða atkvæði gegn þvi Axel Jónsson (S) tók næstur til máls og lét i ljós andstöðu við frumvarpið. Kvað hann það ganga allt of langt fyrst og fremst varð- andi eignarrétt- arákvæði. Hann tók undir orð Inga um jarðarlögin, þau mætti reyna að laga þar sem ákvæði væru ekki nógu skýr, en kvaðst undrandi á að þessi draugur Al- þýðuflokksins skyldi vera vakinn upp enn á ný, sér væri málið i heild á móti skapi. Helgi Seljan (Abl) fagnaði framför þing- manna Alþýðu- flokksins i öll- um málflutn- ingi, en kvaðst telja að jarðir væru bezt komnar i eign bænda, einkum með tilliti til þess rikisvalds sem við búum við. Að lokinni ræðu Helga var um- ræðum frestað. Auk frumvarpa til stjórnskip- unarlaga og til laga um eignar- ráö yfir landinu, gögnum þess og gæöum, voru flutt á Alþingi I gærdag frumvörp til laga um sjónvarpssendingar á fiskimiö- in viö landiö og siöan til breyt- inga á umferöarlögum. Karvel Pálmason (Sfv) mælti fyrir frumvarpi til laga um sjónvarpssendingar, en aörir flutningsntenn eru Lúðvik Jó- sefsson (ABL) og Garöar Sig- urösson (Abl). Efni frumvarps- ins er eftirfarandi: 1. gr. Rikisstjórnin skal þegar láta gera áætlun um dreifíngu sjón- varps fyrir fiskimiöin viö land- iö. Skal viö þaö miöaö aö sæmi- leg sjónvarpsskilyröi náist á sem flestum fiskimiöum viö iandiö á næstu 4 árum. Framkvæmdir skv. áætlun- inni hefjist á árinu 1978. 2. gr. Hikisstjórninni er heimilt aö taka lán til þessara fram- kvæmda. 3. gr. Lög þessi öölast þegar gildi. Frumvarp til laga um breyt- ingar á umferöarlögum er flutt af Sigurlaugu Bjarnadóttur (S) og Ellert B. Schram (S) og mælti Sigurlaug fyrir frum- varpinu. 1 1. gr. frumvarpsins er „kveöiö svo á, aö gildistimi bráöabrigöaökuskirteina skuli lengdur úr einu í tvö ár”. 1 2. gr. er gert ráö fyrir aö viö endur- nýjun fullnaöarskirteinis skuli hlutaöeigandi ganga undir skriflegtpróf í umferöarlöggjöf. 3.gr.hljóöarsvo: „Aftan viö 27. gr. laganna bætist nýtt ákvæöi: Viö embætti lögreglustjórans f Reykjavik skal færö skrá i spjaldskrárformi yfir ökuferil handhafa ökuskirteinis í öllum lögsagnarumdæmum landsins. A skrána skulu færö brot, er varöa öryggisreglur í umferö, svo sem ölvun viö akstur, of hraöan akstur, brot á biöskyldu, stöövunarskyldu eöa almennum umferöarrétti, brot á reglum um umferöarljós o.s.frv. 1 skrána skal enn fremur færö að- ild ökumanna aö umferðarslys- um og óhöppum, sem lögreglu- skýrslur eru gefnar um, hvort sem aöiii er talinn i sök eöa ekki. Lögreglustjórar og dóm- arar tilkynni til ökuferilsskrár afgreiðslu á framangreindum brotum svo og aðild ökumanna að umferöarslysum eða óhöpp- um. Dómsmálaráöherra setji nánari reglur um hvaða brot skuli færð á ökuferilsskra og hvernig haga skuli upplýsinga- skiptum milli ökuferilsskrár og einstakra lögsagnarumdæma. Komi I ljós, að ökumaður eigi i- trekað sök á umferöarslysi eöa gerist ítrekaö brotlegur gegn örvggisreglum i umferð veröi það tilkynnt lögreglustjóra i viö komandi umdæmi. Skal þá beitt ökuleyfissviptingu til bráða- birgöa. Rikissaksóknari gefi út leiöbeiningar um vægi ein- stakra brota og timalengd i öku- ferilsskrá, svo og um fram- kvæmd bráöabirgöaökuleyfis- sviptingar.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.