Tíminn - 25.11.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.11.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 25. nóvember 1977 15 Föstudagur 25. nóvember 7.00 M o r g u n ú t v a r p . Veöurfregnir kl. 7.00,8,15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15(og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.00: Rögnvaldur Finnbogason les „Ævintyri frá Narniu” eftir C.S.Lewis (11). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög milliatriöa. Morgunpoppkl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Skakkt númer — rétt númer” eftir Þórunni Elfu Magnúsd. Höfundur les (15). 15.00 Miödegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Útilegubörnin i Fannadal” eftir Guömund G. Hagalin. Sigriður Hagalin les (9). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 19.35 Austurá Borgarfiröi. Gi'sli Kristjánsson talar við Þorstein Kristjánsson bónda á Jökulsá. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar tslands i Háskóla- biói kvöldið áður, — fyrri hluti. 20.50 Gestagluggi. Hulda Valtýsdóttir stjórnar þætti um listir og menningarmál. 21.40 Korsöngur i útvarpssal: Skagfirska söngsveitin syngur lög eftir Sigurð Helgason, Skúla Halldórs- son, Sigfús Halldórsson, Macagni og Bizet. 22.05 Kvöldsagan: „Fóst- bræöra saga”. Dr. Jónas Kristjánsson les (6). 22.30 Veðurfregnir og fréttir. 22.45 Frá Sameinuöu þjóö- unum.Vilborg Harðardóttir blaðamaður flytur pistil frá allsherjarþinginu. 23.00 Afangar. Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson sjá um þáttinn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Föstudagur 25. nóvember 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Heimskautseyja f hættu Kanadisk heimildamynd um dýralif og náttúru Ellesmere-eyju við Norður- Kanada. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.00 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Helgi E. Helgason. 22.00 Týndi hermaöurinn (I Girasoli) ítölsk-frönsk bió- mynd frá árinu 1970. Leik- stjóri Vittorio de Sica. Að- alhlutverk Sophia Loren og Marcello Mastroianni. Antonio og Giovanna gift- ast, meðan seinni heims- styrjöldin stendur yfir. Hann reynir að losna úr hernum, en tekst ekki og er sendur til Rússlands. Mynd- in er sýnd með ensku tali. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 23.35 Dagskrárlok StíMiii. SÚSANNA LENOX Enn sama þögnin. „Þú vilt ekki svara þessari spurningu?" „Nei," sagði hún. „Hvert ætlarðu núna?" ,,í sjúkrahúsið". „Má ég fylgja þér þangað? Ég á heima í Klifton. Ég get eins vel farið þá leiðina heim". „Jja — vertu þá sæl. — Hittumst klukkan þrjú á morg- un". Hann rétti fram höndina. Hann varð að teygja sig eftir hendi hennar til þess að taka utan um hana. „Þú ert þó ekki — ekki reið?" „Nei". Hann virti hana blíðlega fyrir sér. „Þú ert svo falleg. Þú veizt ekki, hvað mig langar til þess að kyssa þig. Þykir þér fyrir því að skilja við mig — yfirgefa mig hérna — þykir þér óskö lítið fyrir því...? Ég gleymdi því annars, að þú kærir þig ekki um svona spurningar. Jæja — vertu sæl, vina min". „Vertu sæll", sagði hún, sneri við honum bakinu og gekk löturhægt vestur eftir, án þess að Iíta upp. Hún var ekki komin að næsta götuhorni, er hún fann allt í einu, að hún myndi hníga niður, ef hún gæti hvergi fengið sæti. Hún leit upp og renndi augunum í kringum sig. Hún var stödd fyrir franan hús með steinþrepum. I einum glugganum var spjald, og á það var letrað: „Til leigu". Hún settist á neðsta þrepið, studdi olnboganum á hné sér og lét höf uðið hvíla í höndum sér. Böggull hennar valt niður á gangstéttina og staðnæmdist við fætur hennar. Maður, sem átti leið framhjá, tók hann upp, og rétti henni með kurteislegri hneigingu. Hún horfði for- viða á hann og tók við bögglinum með þeim svip, sem gaf til kynna, að hún væri alls ekki viss um, að þetta væri hennar böggull. „Þér hafið ekki þol að hitann, ungfrú", sagði maður- inn. Hún hristi höf uðið. Hann dokaði við og fór að tala við hana — fyrst um veðrið og svo um það, hversu svalt myndi vera uppi á hæðunum. „Við getum skroppið þangað upp eftir", sagði hann loks, „ef þér hafið ekki öðru að sinna". „Nei, þakka yfður fyrir", sagði hún. „Ég skal koma með yður, hvert sem yður langar til að fara. Ég hef talsvert af peningum, sem ég ætla ekki til neins sérstaks". Hún hristi höfuðið. ,, Ég hef ekki neitt illt í huga," f lytti hann sér að segja — það gaf þó alltaf nýtt tækifæri til þess að tala nánar um þetta. „Ég get ekki farið með yður", sagði hún dapurlega. „Verið svo góður að kvelja mig ekki meira með þessu". „Ö— fyrirgefið!" Og maðurinn hélt leiðar sinnar. Hún reis upp og hélt áfram í áttina til sjúkrahússins. Hún fann ekki lengur til þreytu. Innan við afgreiðsluborðið stóð bókari, sem húnhafði ekki séðfyrr. „Ég kem til þess að grennslast eftir líðan Burlingsham— Bu— Bur-------", tautaði hann við sjálfan sig og blaðaði ó bókinni. „Jú hér er hann". Hann leit á hana. „Þér eruð dóttir hans?" „Nei, ég er ein af vinum hans". ,, Jæja — nú-já. Já, hann dó klukkan f imm — f yrir einni klukkustund". Hann leit upp — og sá augu hennar — aðeins augu hennar. Þau voru nú dimmblá, stór og lostin ósegjanleg- um harmi. Hann f lýtti sér áð líta undan, f ullur lotningar, óttasleginn og skömmustulegur. 18. Næst vissi hún það af áer, að einhver þreif þéttfast i handlegginn á henni. Hún leit sofandalega í kringum sig. Hún var komin út á götu — hún haf ði ekki hugmynd um, hvernig hún hafði komizt þangað. Sá, sem þreif í hand- legginn á henni, var ungi læknirinn, Hamilton. „Ég er búinn að kalla tvívegis til yðar", sagði hann, „en þér tókuð ekkert eftir því". Hann er dáinn", sagði hún. Hamilton virti andlit hennar fyrir sér. Allt barnslegt hafði þurrkazt út úr því. Honum varð litið í augu hennar — þau voru eins og tvær einmanalegar, dimmbláar stjörnur. „Þér verðið að fara oa hvila yður", sagði hann hlýlega. „Þér eruð mjög þreytuleg". Súsanna tók tuttugu dali úr barmi sér og rétti honum. „Hann á þetta", sagði hún. „Látið þá fá það upp í út- fararkostnaðinn". Og hún ætlaði að fara. „Hvert eruð þér að fara?" spurði ungi maðurinn. Súsanna nam staðar og skotraði til hans augunum. „Verið þér sælir", sagði hún. „Þér hafið verið mér svo góður". „ Eruð þér búin að koma yður f yrir í góðu mötuneyti?" „Ég sé um mig". „Langar yður til þess að sjá hann?" „Nei, hann mun alltaf standa mér lifandi fyrir nug- skotssjónum". Þér ættuð að nota þessa peninga í yðar þarf ir. Bærinn sér um útförina". „Hann á þá. Ég get ekki notað þá í mínar þarfir. Ég verð að halda áfram". „Sé ég yður ekki framar?" „Ég mun ekki koma aftur". „Leyfið mér að fylgja yður þangað, sem þér ætlið". ,, Ég er — hálf-lasin. Ég vildi helzt fá að vera ein — ef yður væri það ekki á móti skapi". „Það er alls ekki ætlun mín að þrengja mér...". „Ég bjarga mér", sagði hún. „Hafið ekki áhyggjur út af mér". „En þér eruð allt of ung til þess...". „ Ég hef verið gift.... Þakka yður svo f yrir, og — verið þér sælir". Hann gat ekki látið sér detta neitt í hug til þess að halda aftur af henni. Hún olli honum talsverðum heila- brotum. Sennilega hafði hún hlaupið brott af góðu heimili, en var nú búin að reka sig á og þol a sína hegn- ingu og vildi losna sem fyrst úr þeirri klípu, sem hún hafði lent i og komast aftur í samfélag þess fólks, sem hún var fædd af. Hann stóð kyrr og horfði á eftir þessari hávöxnu, grönnu, ungu stúlku, unz hún hvarf í manngrú- ann á götunni. Súsanna gekk niður Álmstræti til Garfield-garðsins og settist á einn bekkinn undir trjánum. Hún gaf hvorki gaum að tíma né rúmi, og hún var hvorki hrygg né glöð. Hún sað aðeins þarna með böggulinn í keltu sinni og hendurnar ofan á honum. Maður í einkennisbúningi nam staðar hjá henni. „Lok- unartími", sagði hann í embættistón. „Nú loka ég hlið- unum". Hún leit á hann. Þá sagði hann dálítið mildara og með afsökunar- hreim: „Ég ætla að fara að loka hliðunum. Lögin bjóða það". Hún skildi hann ekki til f ulls, en stóð samt upp og gekk brott. „Þaö er eitt gött viö skólann. Nú getum viö fariö um allt nágrenniö án þess aö eiga á hættu aö rekast á Margréti.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.