Tíminn - 25.11.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.11.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 25. nóvember 1977 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftiy kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 ú mánuöi. Blaöaprent h.f. Mikil útgj aldahækkun Bráðabirgðaathugun mun nú lokið á þeirri út- gjaldahækkun á fjárlagafrumvarpinu fyrir 1978, sem hlýzt beint og óbeint af kjarasamningunum við opinbera starfsmenn umfram það, sem þegar er áætlað i frumvarpinu. Athugun þessi mun hafa leitt i ljós, að þegar búið er að draga frá tekjurnar, sem rikið fær aftur af þessari útgjaldaaukningu, muni raunverulega hækkunin nema nálægt sjö milljörðum króna. Rikisstjórn og Alþingi standa þvi frammi fyrir þeim vanda að afla þessarar upp- hæðar, annað hvort með lækkun annarra útgjalda eða nýjum álögum, ef afgreiða á fjárlagafrum- varpið hallalaust. Það er frumskilyrði þess að hægt verði að ráðast gegn verðbólgunni, að fjár- lögin fyrir 1978 tryggi hallalausan rekstur rikisins. Vissulega er hér ekki um neitt smávaxinn vanda að ræða, þegar þess er jafnframt gætt, að búið er i fjárlagafrumvarpinu að skera niður flest framlög til framkvæmda eins mikið og frekast hefur verið talið hægt. Það mun hafa komið til orða, en ekkert mun þó endanlega ráðið i þeim efnum, að þessari nýju út- gjaldaaukningu verði skipt þannig, að aflað verði nýrra tekna, sem nemur helmingi hennar, en hinn helmingurinn verði fenginn með lækkun á öðrum útgjöldum. Ýmsar leiðir geta komið hér til greina, en það gildir jafnt um þær allar, að þeim fylgja nokkrir erfiðleikar fyrir þá, sem við þær verða að búa. Þess vegna geta orðið mjög skiptar skoðanir um þær. Rikisstjórnin og stjórnarflokkarnir mega samt ekki færast undan þvi, að fást við þennan vanda og reyna að leysa hann á þann hátt, sem heppileg- astur og réttastur verður talinn við nánari yfirsýn Það væri verst af öllu að láta hann óleys'tan og af- greiða fjárlögin með augljósum tekjuhalla, sem yrði til þess að auka öldu verðbólgunnar enn meira. Fyrsta skilyrðið til viðnáms gegn verðbólg- unni er að fjárlögin verði afgreidd hallalaus, jafn- framt þvi, sem þess er gætt, að ekki komi til at- vinnuleysis. Þennan siðari vanda verður að reyna að leysa með þvi, að örva framleiðsluna sem mest og auka atvinnustarfsemina og þjóðartekjurnar á þann hátt. En það er ekki aðeins skylda rikisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar að bregðast hér mann- lega við vandanum. Sú skylda hvilir einnig á stjórnarandstöðunni að bregðast hér við á ábyrgan hátt. Ef hún getur ekki fellt sig við þær tillögur, sem rikisstjórnin kann að bera fram, ber henni að benda á önnur úrræði, sem eru betri að hennar dómi. Þessi skylda stjónarandstöðunnar verður enn rikari, þegar þess er gætt, að hún hvatti til þess að fallizt yrði á enn meira af kröfum opin- berra starfsmanna en gert var. Vandinn hefði þvi orðið enn meiri, ef hún hefði fengið að ráða. Starf Alþingis fram til jólanna mun að verulegu leyti beinast að þvi, að fást við þennan vanda. Þjóðinni ber að fylgjast vel með þvi, hvernig hér verður haldið á málum. Sú athyglin mun eðlilega beinast mest að stjórninni og flokkum hennar. En hún verður einnig að beinast að stjórnarandstöð- unni og þvi, sem hún leggur til málanna. Þ.Þ. Joseph C. Harsch: Hafnar öldunga- deildin SALT II? Andstaðan getur átt eftir að verða hörð Veröur öldungadeildin enn andsnúin Carter? Þaö er nú taliö opinbert leyndarmál, aö Bandarikin og Sovétrikin séu búin aö ná samkomulagi i meginatriö- um um nýjan samning um takmörkun kjarnorkuvopna. Fyrri samningurinn, sem geröur var um þetta efni, hlaut nafniö SALT I, en þessi nýi samningur mun ganga undirnafninu SALT II. Horf- ur eru taldar á, aö þessi nýi samningur muni mæta verulegri andspyrnu i öld- ungadeild Bandarikjaþings, en hún veröur aö samþykkja hann meÖ tveimur þriöju meirihluta atkvæöa ef hann á aö öölast gildi. Einkum er búizt viö haröri andspyrnu frá Henry Jackson. t eftir- farandi grein ræöir Harsch um væntanlega meöferö samningsins i öldungadeild- inni: STJÖRNMALAMENN i kosn- ingabaráttu lýsa glæstum áformum. Forsetar i embætti verða aö fást viö kaldar staö- reyndirnar. Þetta er einmitt munurinná yfirlýstum áform- um Carters árið 1976 um aö draga stórlega úr fjölda skelfilegra gereyðingarvopna, sem Bandarikin og Sovétrikin beina hvor aö öörum og á upp- kasti þvi aö SALT II samning- um sem Carter mun innan tiö- ar freista aö koma gegnum öldungadeildina, sem full er tortryggni. 1 kosningaræöum sinum lýsti Carter þvi yfir, aö hann mundi semja viö Sovétmenn um aö fækka verulega þeim vlgvélum sem mundu, ef not- aöar yröu, koma báöum þjóö- um á steinaldarstigiö I einu vetfangi. Carter stóö viö orö sin, og lagöi til viö Sovétmenn aö verulega yröi dregiö úr vopna- búnaöi, en þvi var snarlega neitaö. t Kreml höföu menn ekki minnsta áhuga á þvl aö draga svoneinu næmiúrstyrk þeirra vopna, sem þeir telja sig þurfa sér til varnar i ver- öld, þar sem flestir eru á móti þeim og stjórnkerfi þeirra. Sovétmenn kynnu aö hafa sýnt hugmyndum Carters meiri áhuga, ef ennþá væru einungis tvö kjarnorkuveldi i heiminum. En þvi er ekki lengur aö heilsa. Bretland og Frakkland eru kjarnorku- veldi, og Kina sömuleiöis. Þess vegna nægir Sovétmönn- um ekki aö einblina á fjölda kjarnavopna I Bandarikjunum — Þeir veröa aö telja meö þaö sem finnst i vopnabúrúm Breta, Frakka, Kinverja og enn fleiri þjó.öa, sem enginn veit meö vissu hverjar eru. Indverjar hafa sprengt kjarnasprengju. Þrálátar fréttir herma, aö tsraelsmenn gætu þurrkaö út alla ná- granna sina, og átt þó skot eftir I byssunni. ÞESS VEGNA varhugmyndin um verulega fækkun kjarna- vopna nú, og algera útrým- ingu þeirra i framtiöinni, prýöilegt kosningaloforð, sem kringumstæöurnar leyfa ekki efndir á. Carter varð aö sætta sig viö þá staöreynd. Hann varö meira aö segja aö ganga lengra, og viöurkenna aö hann getur ekki vænzt meiri árang- urs en þess, sem fyrirrennar- ar hans I repúblikanastjórn Nixons voru aö stefna aö á valdaskeiöi Kissingers. SALT II tillögurnar, sem brátt veröa sendar öldunga- deildinni til umfjöllunar, munu þvi valda öllum von- brigöum, jafnt harölinumönn- um sem friðarsinnum. Þær ganga miklu skemur I afvopn- unarátt en friðarsinnar höföu vænzt og búizt viö af Carter. Og þær tryggja ekki yfirburöi Bandarikjanna yfir Sovétrikj- unum, eins og harölinumenn- imir heimta. 1 tillögunum felst sú staða, sem bandariska utanrikisþjónustan gat frekast náö i samningum viö Sovét- menn — sem þýöir, að bæöi af- vopnunarsinnar og harðlinu- menn munu halda þvi fram aö betra væri aö semja alls ekki en aö sætta sig viö frumvarp- iö. Kannski hér sé of djúpt i ár- inni tekið. Aö minnsta kosti verða vigbúiiaöarkapphlaup- inu einhverjar leikreglur sett- ar, sem vernda báöa aöila fyrir þeimháska, aö annarnái algerum yfirráöum-Slik yfir- ráö væru aö geta eyöilagt flug- skeyti óvinarins án þess aö biöa óbætanlegt tjón sjálfur. UFPKASTIÐ sem samninga- menn Bandaríkjanna og So- vétrikjanna hafa sætzt á, er einmitt i þessum anda. Sam- kvæmt þvi skulu Sovétrikin takmarka fjölda „fjölhöföa” (multiple warhead) við 800, og hinna griðarstóru og lang- drægu S-18 eldflauga (ICBM) viö 308. Sömuleiöis skulu þeir fresta þvi i þrjú ár aö reyna eða framleiöa ýmsar nýjar vopnategundir, sem nú er ver- iö aö þróa. A móti munu Bandarikin fallast á að fresta i þrjú ár frekari tilraunum og fram- leiöslu á svifskeytum slnum og hinu fyrirhugaöa MX skeyti, sem veröur skotiö af hreyfanlegum palliá landi, og á aö geta forðazt stórskeyti Rússanna. Ef jöfnuöur i þessum skipt- um? Um þaö geta leikmenn meö engu móti dæmt. Hér er um geysilega flókna hluti aö ræöa tæknilega. Eitt atriöi, sem hugleiöa þarf, er þaö, hvaö hinn aðilinn mundi gera ef ekki næðist samkomulag. Eru sum þessara nýju vopna, sem sögö eru á þróunarstigi, kannski ekkert annaö en gervipeð i taflinu, til aö bæta samningsaöstöðuna? Bæöi I Washington og Moskvu eru menn, sem hafa þaö hlutverk eitt aö meta kjamorkuvopna- birgöir stórveldanna. Frá sjónarmiði áhorfandans hlýtur þaö að vera kjarni málsins, þegar öldungadeild- arþingmenn taka aö ræöa samningsuppkast demókrata, að þaö er i öllum aöalatriðum hið sama og repúblikanar hefðu lagt fyrir þingiö um þessar mundir, hefði Gerald Ford unniö kosningarnar, og Kissinger væri ennþá aöal- samningamaður hans. (S.S. þýddi) Henry Jackson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.