Tíminn - 13.12.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.12.1977, Blaðsíða 5
Þriðjudagurinn 13. desember 1977 5 á víðavangi Vilmundur Gylfason hefur af miklum ákafa stundaö þá iðju um alllangt skeiö aö afla sér viöhlæjenda á ódýran hátt. Til þessa hefur hann fundiö sér gamalkunna formdlu og er svo aö skilja aö hann hafi til þessa haft erindi meira en erfiöi nam. Formúlan er ekki aðeins gamalkunn, heldur er hún harla einföld. Hún er þessi: skamma aöra nógu of- boöslega til þess aö fólk reki i rogastanz og endurtaka svi- viröingarnar sföan isibylju, ef veröa mætti aö menn færu aö leggja nokkum trúnaö viö þær aö lokum. Aö sjálfsögöu beinir Vil- mundur Gylfason upphlaupi sinu aö Framsóknarmönnum. Reyndar mætti segja aö i þvi felist meiri viröing og viöur- kenning en Framsóknarmenn gátu vænzt af þessum siöbúna postula. En úr þvl aö hann veitir Framsóknarmönnum slika viöurkenningu kunna þeir honum maklegar þakkir fyrir. 1 ööru lagi er sú ástæöa til óhróöurs Vilmundar um Framsóknarmenn, aö hann hyggst afla sér fylgis meðal ihaidsfólks og hægrisinnaöra kjósenda. Þaö þarf minni gáfur en vit Vilmundar til aö vita þaö aö I eyrum þessa fólks lætur fátt biiöara en nfö um Framsóknarmenn. Framsóknar- menn í hverju skoti Sumir menn hafa reynt aö leiörétta augljósustu og hraksmánarlegustu vitleys- urnar i áróöri Vilmundar Gylfasonarog lýstisú viöleitni nokkurri bjartsýni. Aftur á móti virtist svo um skeiö nú i haust aö Vilmundur hygöist ekki taka upp málefnaflutning I framboði sinu I Reykjavfk. Alla vega haföi hann sig i hófi á siðum Dagblaðsins um stund. Vinir Vilmundar le'tu meira aö segja f Ijós þá frómu ósk aö honum entist þolin- mæöin til þess aö halda aftur af sér meöan Alþýöuflokknum riöur mest á aö afla sér trausts á ný. En Vilmundur Gylfason vill ekki vinna sér traust. Hann vill safna aö sér viöhlæjendum og njóta sviösljóssins meöan þaö varir. Hann viröist ekki mega ritföng eöa pappirsjá án þess aö á hann renni viðstöðu- laus æöibunugangur. Og hugarfari hans er svo háttaö aö ef æðibunugangurinn nær einu sinni tökum á hugsunum hans, þá sér hann Fram- sóknarmenn i hverju skoti. Þessu kunna Framsóknar- menn mætavel og vildu gjarn- an aö satt væri aö flokkur þeirra væri svo fjölmennur sem Vilmundur telur þegar sá gállinn er á honum. Vilmundur hefur ímynd- unarafl SI. sunnudag skrifar Vil- mundur grein i Dagblaöiö i Reykjavik og heldur þar enn einu sinni fram öllum þeim staölausu ýkjum og ósköpum um Framsóknarmenn sem hann hefur áöur boöiö lesend- um sinum upp á og heldur vist aö sé góögæti. Um Framsókn segir Vilmundur m.a.: „Þar er þéttriönasta fyrirgreiöslu- net landsins... Þar er varin meö kjafti og klóm dýrasta og ihaldssamasta atvinnupólitik siöari tima... Þar er gefið út þröngsýnasta flokksblaö Is- landssögunnar... Þar eru ræktaöir ritsóöar... söfnuöur- inn samanstendur fyrst og fremst af atvinnupólitikusum, kaupfélagsstjórum og nýrri stétt braskara sem eru á bóla- kafi I leyfisveitingum, verö- bólgubraski og dansa Unudans á landslögum”. Siöan endurtekur Vilmund- ur lygasögur sinar af Halldóri E. Sigurössyni og Ólafi Jó- hannessyni enn einu sinni og ber þar vott nokkurrar vönt- unar svo oft sem hann hefur klifaöá þeim þvættingi og svo oft sem þvi hefur veriö svaraö meö rökum. En rökum sinnir Vilmundur ekki, enda þekkir hann þau orö Oscars Wilde heitins aö „röksemdir eru bara fyrir þá sem skortir imyndunarafl”. Ætlar hann nú að draga í land? En hvaö dettur ekki siöan upp úr blessuðum manninum i þessari sömu Dagblaösgrein? Eftir allar skammiraar sem hér hefur veriö getiö litillega, segir Vilmundur Gylfason: „Vissulega eru svona al- hæfingar ekki sannar nema aö marki. Vissulega eru undan- tekningarnar fjölmargar.” Þaö skyldi þó ekki vera aö Vilmundi sé yfirleitt ekki ljós munurinn á reglu og undan- tekningu? Getur þaö veriö aö hann ætli aö draga I land meö flest eöa jafnvel flestallt þaö sem hann hefur slegiö sig til riddara meö á undan förnum árum? Þaö kemur enn einu sinni fram i grein Vilmundar sl. föstudag, aö hann hefur ekki hugmynd um aö þaö er grund- vallaratriði réttarrikis aö dómsmálaráöherra ræöur ekki yfir störfum dómstól- anna. Látum þaö nú vera aö Vilmundurskiljiþetta ekki, en hitt er nokkuö langt gengið þegarhann heldur þvi fram aö tafir dómsmála sem Ólafur Jóhannesson hefur lagt mikla áherzlu á aö bæta úr, „stafi af hefndarfýsn” dómaranna og rannsóknaraðiljanna eins og Vilmundur segir I grein sinni. Og skyldi þaö nú vera aö eitthvaö sé um of „alhæft” að „undantekningarnar” séu ef til lika „fjölmargar” þegar hann lýkur grein sinni meö þessum oröum: „Þaö er eitthvað veiklaö i þessubákni. Og þaö er einhver blanda af veiklun og sljóleika hjá þvi fólki sem veitir þvi brautargengi”. JS Mest se/du herraskyrtur i Danmörku komnar til íslands HI NT-veggsamstæður Húsgögn og innréttíngar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla BIBLÍAN, hið ritaða orð, hcfur sama markmið og hin upphaflcga, munnlega boðun fagnaðar- erindisins. BlBLlAN er rituð og fram borin til þess að vekja trú á Jesúm sem frelsara. BIBLlAN vill leiða menn til lifandi trúar (Jóh. ?.0,30-31). I»ess vegna krefst hún þess að vera lesin, og tekin alvarlega, meðtekin, og borin áfram frá manni til manns.- „Gleðifréttir þola enga bið“. BIBLlAN fæst nú í tveim útgáfum (stærðum) og í fjölbreyttu bandi og á verði við allra hæfi. Útsölustaðir: Bókaverzlanir um land allt, kristi- legu félögin og HIÐ ISL BIBLlUFÉLAG ðuöbranbgátotu Hallgrimskirkju Reykjavik slmi 17805 opið 3—5 e.h. BIBLÍAN spara ai/t nema H/TANN 30% ódýrara að nota runtal rxmtal OFNAR Síðumúla 27 — Reykjavík — Sími 91-842-44 Lögtaksúrskurður Samkvæmt úrskuröi fógetaréttar Þingeyjarsýslu og Húsavikur sem kveöinn var upp 23. nóv. s.l. er heimilt aö innheimta öll gjaldfallin og ógreidd opinber gjöld þar meö talin útsvör, fasteignagjöld og aöstööugjöld I Skútustaöa- hreppi, S-Þingeyjarsýslu fyrir áriö 1977 meö lögtaki aö átta dögum liönum frá birtingu auglýsingar þessarar, á ábyrgö geröarbeiðanda, en á kostnaö geröarþola. Sveitastjórinn Skútustaðahreppi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.