Tíminn - 13.12.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.12.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagurinn 13. desember 1977 13 Þjóðsögur frá Finnum Alþýðleg þj óðháttaf ræði Daglegt lif á dögum Krists eftir A.C. Bouquet. Teikningar eftir Marjorie Quen ell. Dr. Jakob Jónsson þýddi. Bókaútgáfan örn og örlygur. Þýðandi segir i stuttum for- mála að einhver mesti lær- dómsmaður sem hann hafi kynnzt hafi bent sér á þessa bók til lestrar en sá maður er for- stöðumaður hinnar gyðinglegu deildar við konunglega bóka- safnið i Kaupmannahöfn og er sjálfur Gyðingur. Auðvitað þarf sérfræðing til að dæma um fræðileg atriði þessarar bókar. Þar verðum við almúgafólk að trúa þvi að bókin sé byggð á þeirri þekkingu sem visindamenn hafa nú mesta um lif fornþjóða þeirra sem frá er Krydduð sagnfræði Tryggvi Þorsteinsson. Varðeldasögur II. Sögur fyrir skáta yngri og eldri. Bókaútgáfan Skjaldborg. Séra Bolli Gústafsson I Laufási ritar inngang að þess- um varðeldasögum og minnist þar Tryggva Þorsteinssonar. Höfundur sagði um þessar varðeldasögur að þær væru „flestar hreinasta sagnfræði með svolitlu kryddi af öðru efni til bragðbætis”. Yfirleitt eru þetta sögur frá samveru skáta ferðum og útilegum. Og hvernig sem samsetning eða blanda af sagnfræði og kryddi kann að vera hygg ég að hér sé á borði gott og trútt sagnfræðirit sem heimild um skátahreyfinguna norðanlands um miðbik þessar- ar aldar. Hvort sem kryddið er meira eða minna er það skáta- krydd sem heyrir til sögu þeirra. Þannig kem.ur það mér fyrir sjónir. Hér eru margar skemmti- legar frásagnir af skátastarfi á Akureyri. Að visu eru þær bezt- ar fyrir kunnuga enda eru viða notuð önnur nöfn en þaú sem menn eru þekktastir af.En jafn- vel menn sem aldrei hafa verið skátar og aðeins komið sem gestir á Akureyri einsog sá er hérheldurá penna, svo að notað sé hátiðlegt rithöfundamál,lesa þetta eins og ósvikinn skemmti- lestur. Þaö er fjör og gáski af glöðu og heilbrigðu félagslifi sem fylgir þessum sögum og stafar frá þeim. H.Kr. íslenzk barnabók gefin út á dönsku GV — Barnabókin Pétur eftir Stefán Jónsson er nú komin Ut hjá Birgitte Hövring Biblioteksforlag i Danmörku. Bókin er fallega myndskreytt myndum frá tslandi, er ekkert þvi til fyrirstöðu að hún gæti oröið Islenzkum lesendum til mikillar ánægju. „Pétur” er fimmta islenzka barnabókin sem forlagiö sendir frá sér og i ritdómi um Grassklret (Glerbrotið) eftir Ölaf Jóhann Sigurðsson og um Drengen og hunden eftir Stefán Jónsson, tvær slöustu bækurnar sem forlagiö sendi frá sér, kemur fram að það er vaxandi skilning- ur á islenzkum barnabókmennt- um i Danmörku. sagt. En það þarf engan sér- fræðing til að finna og skilja aö bókin er skrifuð i alþýðlegum stíl og er létt og skemmtileg af- lestrar. Það þarf heldur ekki sérfræðing til að finna það að höfundur virðist varfærinn i fullyrðingum og tekur oft fram hvað telja má vitað og hvað eru tilgátur. Gerir þetta bókina og frásögn alla drjúgum trú- verðugri. Grandvar maður full- yrðir ekki meira en hann veit. Þetta er bók um menningu Rómverja, Grikkja og Gyðinga og er þó viðar komið við i Austurlöndum. Hér er sagt hvernig menn bjuggu, unnu, skemmtusér og hvildust. Það er tr,úmin að mörgum muni þykja þessi bók skemmti- leg aflestrar og það mun vera óhættað fullyrða aö lestur henn- ar leiði til fyllri skilnings á Dr. Jakob Jónsson. ýmsu i Bibliunniog öðrum forn- um bókmenntum þar sem vest- ræn menning á rætur sinar. Ekki man ég eftir að fyrir liggi önnur bók á islenzku sem jafn- mikið hefur að segja af þjóð- háttafræði fyrir tvö þúsund ár- um. Þvi held ég að hér sé bók sem skipar autt rúm og fengur er að. Sr. Jakob hefur unnið gott verk með þýðingu þessarar bók- ar. H.Kr. Finnsk ævintýri. Sigurjón Guöjónsson sneri á is- lenzku eftir nýnorskri þýðingu Turid Farbregd lektor i Hel- sinki. Myndir eftir Erkki Alajá'rvi. Það er kannski ekki margt sérstakt að segja um þessa ævintýrabók. Þar kennir margra grasa og eitthvað af efninu kannast menn við og þarna er t.d. Eineyg, Tvieyg og Þrieyg. Margar sögurnar eru af þvi tagi að öllu beinna lægi við aðnefna þær þjóðsögur en bein- linis ævintýri. Hér eru skopsög- ur og gamansögur af ýmsu tagi sögur af heimsku fólki en jafn- framt segir frá dýrum sem ræö- ast við eins og mennskir menn. Stundum hefur verið sagt að Finnar séu að ýmsu leyti likir Islendingum. Ég held að þessi finnsku ævintýri geri frekar aö styrkja þá skoðun en veikja. Það er mismunandi eftir lönd- um hvað vel okkur falla sögur og gamansemi einnar þjóðar nærbetur en annarrar til okkar. Margar sögurnar þarna held ég að gætu verið islenzkar að upp- runa. Sumar þeirra eiga eflaust heima viðar en i Finnlandi. Það er sizt ástæða til að forð- ast þetta kver vegna þess að það er finnskt. H.Kr. bokmenntir með svalandi og hressandi piparmyntubragði. Nú kynnir Wrigley’s Dentokej með xylitol. Xylitol er náttúrulegt sætiefni, sem notað er í Dentokej til verndar tönnum þínum. REYNDU DENTOKEJ í DAG. ÞAÐ FÆST í NÆSTU BÚÐ. dentokej með xylitol, Sérstaklega gert fyrir tennurnar. j WRIGLEY’S þekktustu tyggigúmmíframleiðendur heims.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.