Tíminn - 13.12.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.12.1977, Blaðsíða 9
Þriöjudagurinn 13. desember 1977 9 UlAMH'ilí 1897 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR 1977 Ævintýri konungs- sonarins munaðar- lausa Astrid Lindgren. Elsku Mió minn. Heimir Pálsson þýddi. Mál og menning. Þessi bók er gefin út meö styrk frá Norræna þýðingar- sjóðnum. Það ættu strax að vera nokkur meðmæli með bókinni. 1 öðru lagi vitum við að Astrid Lindgren er höfundur sem hefur náð vel til lesenda sinna. t þriðja lagi ætti Heimir Pálsson að kunna að snúa sögu á is- lenzku. Af þessu öllu saman binda menn talsverðar vonir við þessa bók. Ég hef ekki orðið fyrir von- brigðum i þvi sambandi. Þó finnst mér að benda megi á önn- ur rit sem engu siðun hefðu verC skuldað styrk úr þýðingarsjóðn- um. Þessi saga er um margt ólik þvi sem mest hefur stuðlað að frægð höfundarins og minnir á Bróður minn ljónshjarta miklu fremur en Emil i Katt- holti. Og ekki kann ég við þetta málfar: „Ég var jú konungs- sonur”. Þessi saga er ævintýri og ger- ist ekki hér i heimi. Segja má að kjarni hennar sé það sem kalla mætti minni frá guðfræði eða átrúnaði. Söguhetjan missti móður sina hér i heimi nýfædd- ur, var aldrei feðraður og ólst upp hjá vandalausum við tak- markað ástriki unz hann týndist algjörlega svo að enginn vissi hvað af honum varð. En þetta gerðist allt áður en saga okkar hefst. En það er enginn svo munaðarlaus að hann eigi sér ekki föður ofan og utan við þennan heim og sá íaðir er kon- ungur og munaðarlausi drengurinn er elsku Mió hans. En hann er ekki kominn til áhyggjulausrar hvildar og si- fellds munaðar hjá föður sinum konunginum, heldur biða hans mannraunir og tvisýn barátta öðrum til liknar og hjálpar. Frágangur bókarinnar virðist allur þokkalegur. Hún er skreytt myndum eftir Ilon Wik- lund og eru þær að sjálfsögðu úr Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Búrið eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur. Undirtitill er: Saga handa unglingum og öðru fólki. Búrið er önnur frum- samda bók Olgu Guðrúnar, en hún hefur jafnframt þýtt nokkrar sög- ur handa börnum og hljómplötur hennar hafa einnig notið mikilla vinsælda. Búriö fjallar um ung- lingsstúlku semlendiri útistöðum við heimilisitt og skóla og fer upp frá þviað skoða umhverfisitt allt i nýju ljósi. Umfjöllun höfundar um skólakerfið er óvægin og hispurs- laus. Megineinkenni sögunnar eru ferskar og lifandi persónu- lýsingar, fjörleg og skemmtileg frásögn. Guðrún Svava Svavars- dóttir hefur myndskreytt bókina. sænskri útgáfu sögunnar. Og mál og still er yfirleitt skemmti- legt og gott og mér finnst það falla vel við þetta ævintýri sem að öðrum þræði er helgisögn en i og með riddarasaga, — ævin- týrið um munaðarleysingjann sem hvarf svo enginn vissi hvað af honum varð, en er nú á Land- inu i fjarskanum og liður svo vel hjá föður sinum konunginum. H.Kr. Gamansaga úr hversdagslífinu Indriði Úlfsson: Loksins fékk pabbi að ráða. Gamansaga fyrir börn og ungl- inga. Bókaútgáfan Skjaldborg. Myndir eftir Bjarna Jónsson. Það er ýkjulaust að kalla þetta gamansögu. Hér segir frá hjónum og fimmtán ára gamalli dóttur þeirra. Þau eru heimilis- föst i höfuðstaðnum en húsbónd- inn norðlenzkur en konan aust- firzk. Og aldrei sliku vant verð- ur um það samið að nú fái hús- bóndinn öllu að ráða nokkrar vikur likt og þegar nafni hans Jörundur hundadagakóngur var hæstráðandi til sjós og lands á tslandi. Það hefur tekizt mjög vel að gera úr þessu gamansögu. Eng- inn þarf að finna það að þessari sögu að hún sé reyfarakennd og borin upp af æsilegum og ævin- týrakenndum fyrirbærum. Hér er allt ósköp hversdagslegt og venjulegt á þann hátt. Skrif- stofumaður fer i orlof sitt, selur bilinn sinn og kaupir annan, fer svo með konu og dóttur norður i land til að komast i sólskinið, fær að renna þar fyrir silung og svo er farið suður aftur. Hvernig er nú hægt að finna hversdagslegra söguefni úr samtið okkar? Nú er það að visu ágætt að bókmenntir sögur séu skemmtilegar og hægt að hlæja að þeim. Til þess þarf ekki mikinn skáldskap. Þó mun mega segja um þessa sögu að hún sé sögð það liðlega að hún verður óslitin skemmti- saga. En auk þess leynir hún á sér. Að baki frásögninni liggur nefnilega heilbrigður og hollur lifsskilningur. Það kemur t.d. vel og skemmtilega i ljós hve allt gengur betur og verður ljúf- ara þegar þvi er tekið með léttri lund svo að striðni og óhöpp ná ekki tökum á fólki. Hvort tveggja ber við i þessari sögu svo að munurinn er augljós. Þvi held ég að hér hafi vel heppnazt að skrifa gamansögu fyrir börn og unglinga og ég þykist hafa séð það og fundið að unglingarn- ir njóta gamanseminnar þó að þeir séu komnir á sjöunda ára- tug. H.Kr. ið börnunum bækur eftir íslenzka höfunda. Á 80 ára afmæli Bókaforlags Odds Björnssonar sendir forlagið frá sér eftirtaldar barna- og unglingabæk- ur, allar eftir íslenzka höfunda: Ármann Kr. Einarsson: ÖMMUSTELPA Þessi athyglisverða barnasaga er að mestu leyti byggð á dagbók höfundarins um timabil á þroskaferli litillar dótturdóttur. Sagan er skrifuð af næmum skilningi og víða brugðið upp litrikum myndum af skrýtnum og skemmtilegum uppátækjum barna. Fögur bók sem gleður unga og aldna. — Verð kr. 2.400. Ármann Kr. Einarsson: FLOGIÐ YFIR FLÆÐARMÁLI Hér kemur I nýjum búningi ein af hinum vinsælu sögum Ármanns um þau Árna og Rúnu I Hraunkoti. Látið engar bækur vanta I ritsafn Ármanns Kr. Einarssonar. — Verð kr. 2.880. Hreiðar Stefánsson: MAMMA MÍN ER LÖGGA Hreiðar Stefánsson er einn af vinsælustu barnabókahöfundum hérlendis. Hann er barnakennari af llfi og sál, hefur ánægju af þvl að umgangast börnin, sem kunna vel að meta vingjarnlega leiðsögn hans. Bækurnar hans eru sniðnar við hæfi þeirra barna, sem eru að byrja að læra að lesa og prentaðar með stóru og greinilegu letri. — Verð kr. 2.400. Jenna og Hreiðar: ADDA ADDA f MENNTASKÓLA ADDA TRÚLOFAST Hinar sígildu Öddubækur hafa löngum ver- ið meðal vinsælustu barnabókanna og nú eru allar 7 öddubækurnar aftur fáanlegar. — Hver bók kr. 1.440. Heiðdls Norðfjörð: ÆVINTÝRI FRÁ ANNARRI STJÖRNU Þessi fagurlega myndskreytta ævintýrabók er sérlega- skemmtileg bæði fyrir börn og fullorðna. Hún minnir einna helst á hin'ar ágætu barnabækur Thorbjörns Egners, saga sem börnin vilja fá að heyra aftur og aftur. Myndskreyting eftir listakonuna Þóru Sigurðardóttur. — Verð kr. 2.400. Ragnar Þorsteinsson: FLÖSKUSKEYTIÐ Þetta er þriðja unglingabókin um hin spennandi ævintýri tvlburanna Silju og Sindra, en fyrri bækurnar, „Upp á llf og dauða" og „Skjótráður skipstjóri" hafa náð miklum vinsældum og hlotið einróma lof gagnrýnenda. — Verð kr. 2.880. Ævintyrifeá nnamstjomu SBHIÍS NOHDKKMtl) Búrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.