Tíminn - 13.12.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.12.1977, Blaðsíða 17
Þriðjudagurinn 13. desember 1977 17 Hér birtist síðari hluti hins mikla ritverks um sævík- inga fyrri tíma við Breiða- fjörð/ sannar frásagnir mikillar sóknar á opnum bátum við erfiðar aðstæður/ sem stundum snerist upp í vörn eða jafnvel fullan ósig- ur. Nær hvert ár var vígt skiptöpum og hrakningum/ þar sem hinar horfnu hetjur buðu óbliðum örlögum byrg- inn/ æðru- og óttalaust. Afl- raunin við Ægi stóð nánast óslitið árið um kring og þessir veðurglöggu/ þraut- seigu víkingar/ snillingar við dragreipi/ tóku illviðrum og sjávarháska með karl- mennsku/ þeir stækkuðu í stormi og stórsjó og sýndu djörf- ung í dauðanum, enda var líf þeirra helgað hættum. — Um það bil 3000 manna er getið í þessu mikla safni. Minningarorð um hjónin Helgu Þorkelsdóttur Einar Einarsson f. 30. des. 1894, d. 25. okt. 1977 Mig langar til aö minnast i nokkrum orðum heiðurshjónanna og Guðsvinanna frú Helgu Þor- kelsdtíttur og Einars Einarssonar fyrrverandi klæðskera Hafnar- firði. Þau dóu með nokkra mán- aða millibili, hann fyrst, siöan hún. Þau hjónin fluttu ung til Hafnarfjarðar og bjuggu allan sinn búskap þar. Einar hafði lært klæðskeraiðn og rak sitt eigið fyrirtæki með mesta myndarbrag og hafði gott orð fyrir heiðarleik og vandvirkni i starfi. Einar var ljúfmenni og var sá hógværasti maður sem ég hef kynnzt. Eigin- kona hans var mesta myndar- kona, stjórnsöm, einlæg og af- dráttarlaus i skoðunum hverju sinni. Þau eignuðust 9 börn og eru 7 þeirra á lifi. Einnig áttu þau fósturdóttur, sem reyndist þeim einstaklega vel. Ég kynntist þeim fyrir milli- göngu Guðs orðs. Ég orða það þannig, vegna trúar þeirra og þjónustu, þar sem þau lánuöu heimili sitttil boðunar Fagnaðar- erindisins, við lestur Guðsorðs og bænarsamfélags. Sú þjtínusta var veitt i hógværð og litillæti og kær- leika. Þau vildu miðla öörum af þvi sem Drottinn hafði gefið þeim. Þau eru ógleymanleg þeim sem kynntust þeirra trúarstaöfestu i að taka ekkert af Fagnaöarerind- inu eða bæta við. Allt vildu þau afhenda Drottni sinum, hvort sem það væri gleði eða sorg. Ef einhver varveikurþá skyldi biðja Drottinn að lækna hann og hugga. Ritningagreinarnar töluðu til þeirra. Það þykir ekki skynsam- legt eða fint i þessum heimi að þiggja slika náð af Drottni, til að breyta svo guðrækilega, en Guös orð skýrir það: (Mark. 9.k. 23. v.) Sá getur allt sem trúna hefur. (Matt 8.k. 11.v.) Hann tók veik- indi vor og bar sjúkdóma vora. (Mark. 16.k. 18.v.) Og þeir munu leggja hendur yfir sjúka og þeir munu verða heilir. Viö höfum mannlegt samfélag, og i þvi eru margar atvinnustétt- ir, svo sem lækna- og hjúkrunar- stétt, einnig ýmiskonar liknar- störf i mannlegri samhjdlp. Þau hjónin kunnu að meta allt sem til- heyrði mannlegu samfélagi, ef það væri byggt á Jesú Kristi og boðskapi hans. (Kól. 2.k. 3.v.) En i honum eru allir fjársjtíðir spek- innar og þekkingarinnar fólgnir. Ekkert fyrir utan Krist, en allt i samfélagi viö hann. „Það var f. 13. des. 1893, d. 16. des. 1976 fullkomin samhjálp i þeirra aug- um”. Eins og ég sagði frá þá var Guðs Orðið haft um hönd á heimili þeirra. „Hvllik Guðs blessun”. Mikið má þjóðin sakna þeirra breytinga sem orðin er, að það er aöeins undantekning aö fjölskyldan komi saman til að lesa Guös Orð en sú athöfn var nefnd hér áður fyrr „húslestur”. Þau þekktu þessa ritningargrein: Þar sem ég er þar skal og þjónn minn vera. Það er þjónusta að lesaGuðsOrö. Það erþjónusta að hafa þakkargjörð og bænarsam- félag við Drottinn. Einnig er það þjónusta að sækja kirkju eða samfélag um orð Guðs þar sem sérhver velur sér stað til. Einar hóf útgáfu blaösins „Fagnaðarboðinn” ásamt fleiri Drottins vinum. Það blað inni- heldur m.a. vitnisburði fólks um unnin náðarverk Guðs þeim til handa. Ég vil minnast orða Drottins þjóns sira Garðars Þorsteinsson- ar I minningarræðu hans um frú Helgu þegar hann sagði, að „Mammon” hafi ekki verið dýrkaður á heimili Einars og Helgu. Hann hafi ekki þekkzt þar. Það var mikill vitnisburður þeim til handa. Þegar heilsu Einars og Helgu fór að hnigna þá voru þau umvaf- in elsku og kærleik barna sinna og fósturdóttur, sem skiptust á að hafa þau heima hjá sér eftir ástæðum. Þaö var mikil gleði fyrir okkur sem höfðum þekkt þau og notið góðs af þeirra þjón- ustu að vita af sh'kum myndar- skap og kærleika. Að lokum þessi ritningargrein og sálmur (1 Pét. 6.v.) Þá munuð þér fagna þóttþér nú um skamma stund ef svo verður að vera, hafið hryggzt í margs konar raunum til þess að trúarstaðfesta yðar langt- um dýrmætari en forgengilegt gull sem þó stenzt eldraunina geti orðið yður til lifs dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists (9. vers) Þér munuð fagna með óumræöilegri og dýrðlegri gleði, þegar þér náið takmarkinu fyrir trú yðar frelsun sálna yðar. Þegar ævibrautin dvln, þegar lokast augun min, þegar ég viö sælli sól sé þinn dóms- og veldistól: Bjargið alda borgin min byrg mig þá I skjóli þin. (M. Joch.) Ásdís Erlingsdóttir Er andinn mikilvægari en ef nið? Hefur góður hugur og fyrirbænir eitthvert gildi? Skiptir það máli hvernig þú verð lífi þínu? Þessar áleitnu spurningar vilja vefjast fyrir mönnum og víst á þessi bók ekki skýlaus svör við þeim ölium, en hún undirstrikar mikilvægi fag- urra hugsana, vammlauss lifs og gildi hins góða. Hún segir einnig frá dulrænni reynslu níu kunnra manna, hugboðum þeirra, sálförum, merkum draumum og fleiri dularfullum fyrirbærum, jafnvel samtali látins manns og lifandi, sem sam- leið áttu í bíl. Og hér er langt viðtal við völvuna Þor- björgu Þórðardóttur, sem gædd er óvenjulegum og fjölbreyttum dulargáfum. — Vissulega á þessi bók erindi við marga, en á hún erindi við þig? Ert þú einn þeirra, sem tekur andann fram yfir efnið? Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar á kvöld- og næturvaktir. Hlutavinna kemur til greina. Upplýsingar g;efur forstöðukona i sima 6-62-00 á venjulegum skrifstofutima. Vinnuheimilið Reykjalundi. Fást hjá öllum bóksölum. LEIFTUR HIMNESKT ER AÐ LIFA, V: Nú dvínar dagsins kliður SJÁLFSÆVISAGA SIGURBJÖRNS ÞORKELSSONAR í Vísi. Þetta er fimmta og síðasta bindi hinnar fróðlegu og skemmtilegu sjálfsævisögu Sigurbjarnar. - Ekki koma öll kurl til grafar í þessu bindi, en einhvern tíma varð að hætta, enda varð Sigurbjörn 92 ára 25. ágúst s I „EKKI SVlKUR BJÖSSI“. HÖRPUKLIÐUR BLÁRRA FJALLA Ljóð. Þessi Ijóðabók er gefin út í tilefni 80 ára afmælis höfund- ar, í litlu upplagi, en hlaut mjög góðar viðtökur og er þess vegna á þrotum. Höfundúr: STEFÁN ÁGÚST. STKl'ÁN A< a sr „Nýja testamentið og Uphanishadurnar, þessi tvö há- leitu verk trúarvitundar mannkyns eru hvergi í ósam- ræmanlegri mótsögn, þegar athugaðar eru hinar dýpri merkingar þeirra, heldur skýra þau og fullkomna hvort annað á hinn fegursta hátt." Sören Sörenson endursagði úr frummálinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.