Tíminn - 20.12.1977, Page 9

Tíminn - 20.12.1977, Page 9
Þriöjudagur 20. desember 1977 9 laiMMi'f, ,,Ef Mosfellssveit væri úthverfi i Reykja- vik.....” — Hvað tókst þú þér fyrir hendur i Vestmannaeyjum? — Ég gerðist bæjargjaldkeri þarog varþaði átta árÞar var ég tvisvar kosinn i bæjarstjórn og átti sæti i henni i átta ár, ég var kosinn 1950 og aftur 1954. Ég var i framboði 1962, en vantaði þá að- eins brot úr atkvæði til þess að komast að i öðru sæti. Og eins og starf mitt i bankanum á Seyðis- firði forðum hafði i raun og veru ráðið úrslitum um lif mitt, svo varð nú þetta brot úr atkvæði til þess að breyta lifsferliminum. Ef ég hefði fengið þetta brot út at- kvæði, — sem ég ekkifékk — hefði ég að likindum aldrei farið frá Vestmannaeyjum. Þá hefðum við unnið sætið, og þá hefði mér f und- izt ég skuldbundinn þvi fölki, sem kaus mig. En af þvi að ég hafði fallið, fannst mér ég i raun og veru vera frjáls. Þegar hér var komið sögu, fluttist ég austur á Seyðisfjörð, en það var ekki neinn flokksmeiri- hluti, sem réði mig þangað, og þegar styrkleikahlutföll breyttust þar, fluttist ég hingað suður. Já, það er margt undarlegt i veröld- inni, og margt sem verður til þess, að maður gerir þetta en ekki hitt. — Og svo varðst þú sveitar- stjóri hér i Mosfellssveit. — Já, ég var það i fjögur ár. verið mér ákaflega hugleikin, en hins vegar hef ég ekki verið við eina fjölina felldur i þeim efnum. Ég hef verió startándi i þrem stjórnmálaflokkum, — en ég held ég nenni ekki að bæta þeim fjórða við! Ég er uppalinn i Alþýðuflokkn- um, og i kosningunum á Seyöis- firði forðum.varégi bæði skiptin kosinn i bæjarstjórn fyrir þann flokk. 1 Vestmannaeyjum var ég lika kosinn fyrir Alþýðuflokkinn árið 1950. En ég hef alltaf verið heldur bágrækur i flokki og viljað fara minar eigin leiðir. Sumir kunna að vilja kalla það frekju og einræðishneigð, aðrir kunna ef til vill að nota fallegri orö, eins og til dæmis sjálfstæöi i skoðunum. En hvort sem við viljum tala um einræðishneigð eða sjálfstæði i sambandi við mig, þá er hitt staðreynd, aö árið 1951 var ég rekinn úr Alþýðuflokknum. Siðan hafa verið litil samskipti á milli min og þess flokks. Ég hélt þó áfram að sitja i bæjarstjórninni, enárið 1953 gekkég iÞjóðvarnar- flokkinn, og i næstu kosningum ar ég kosinn i bæjarstjórn Vest- mannaeyja fyrir þann flokk, og var einn af þremur bæjarfulltrú- um, sem Þjóðvarnarflokkurinn eignaðist á öllu landinu I þeim kosningum. Hinir voru Bárður Danielsson i Reykjavik og Marteinn Sigurðsson á Akureyri. Árið 1959 kaus ég Framsóknar- flokkinn i fyrsta skipti. Það átti ég ekki hvort það væri heldur æskilegt. — Það kann að vera, að á fyrstu árum minum I Alþýðu- flokknum hafi ég verið nógu ung- ur og vitlaus til þess að vera ánægður með allt, en slikur barnaskapur eldist af mönnum, þegar árunum f jölgar og þroskinn vex. ,,Ég verð að heiman” — Þú nefndir iþróttir snemma I spjalli okkar. Viltu ekki segja mér meira um athafnir þinar á þeim vettvangi? — Jú, með ánægju. Ég varð mjög hrifinn af iþróttum, strax á unga aldri, þegar ég kom I barna- skóla niu ára gamall. Mér þótti leikfimin einhver skemmtileg- asta námsgreinin. Seinna fengum við ágætan kennara, Þórarin Sveinsson, síðar kennara á Eið- um, sem segja má, að sé faöir sið- ari tima Iþróttalifs á Austurlandi. Hjá Þórarni byrjaði ég að keppa i frjálsum iþróttum, og keppti þá bæði i stuttum hlaupum og stökk- um. Uppáhaldsgrein min var hundrað metra hlaup. Þar var ég „hinn ósigrandi” á öllum mótum fyrir austan i mörg ár. Ég gæti bezt trúað þvi, að ég hefði verið fótfráasti maður, þeirra sem lögðu stund á slikt, á öllu Austur- og Norðurlandi, og jafnvel hvar sem var á landinu utan Reykja- vikur. Ég varð formaður iþrótta- félagsins heima á Seyöisfiröi átján ára gamall, og stóð framar- lega i féiaginu um margra ára skeið. En svo gerðist það sama árið, að ég gekk i hjónaband og var kosinn i bæjarstjórn, og þá varð um fleira að hugsa. Það er allt annað að vera laus og liðugur strákur eða virðulegur heimilis- faðir og bæjarfulltrúi! — Og nú stendur þú á sextugu, fæddur 20. desember 1917. Hvernig ætlar þú að halda upp á daginn. — Þvi er mjög fljótsvaraö: Ég verð að heiman. ,,Ég hef glimt við svo margt...” — En hvernig er þér nú i hug, þegar þú litur yfir farinn veg? Hvað hefur þér þótt skemmtileg- ast af þvi sem þú hefur glimt við um dagana? . — Ég veit ekki, ég hef glimt við svo margt. Þó er mér nær aö halda, að eftirminnilegasta glim- an hafi verið vatnsstriðið á Seyðisfirði. Það liðurmér seint úr minni. Það var lika ákaflega gaman að sigra i hundraö metra hlaupi, og það gerði ég oft. Ég þótti hafa mikið keppnisskap, en hvort það hefur einhvern tima orðiö á kostnaö hins sanna iþróttaanda, veröa aðrir um að dæma. Ég man alltaf eftir þvi, að einu sinni var ég aö keppa i hundrað metra hlaupi á móti góð- um kunningja minum og ágætum iþróttamanni, Haraldi Jónssyni frá Einarsstöðum i Reykjadal. 1 þetta sinnvorum við svo jafnir aö þegar við höfðum hlaupið áttatiu metra, vorum við álveg brjóst viö brjóst. Það var ekki hægt að sá neinn mun á okkur. En nú gerði ég það, sem ég man ekki til að ég hafi gert i annan tima á meöan á hlaupakeppni stóð: Ég fór að hugsa. Og nú hugsaöi ég með mér: Éggetekki hlaupiö hraðara en þetta. Hér eru takmörkin, ég getekki meira. Enþá gerðisteitt- hvað, ef til vill hefur þaö verið keppnisskapið —eða fólskan, sem sumir sögðu að ég ætti til — eitt- hvað rykkti mér örlitið áfram, svo að ég komst hálfa brjóst- breidd fram fyrir Harald, svo að það var sjónarmunur á okkur, en sami tlmi. 1 það skipti tel ég að ég hafi hlaupiö á skapinu. -VS. TvöhverfiiMosfellssveit. t einbýlishúsahverfinu, sem fjær er á myndinni, er Markhoit, þar sem Hrólfur Ingólfsson býr. Það byggðist ekki á neinum flokksmeirihluta, en mér þótti mjög gott að starfa með hrepps- nefndinni hér. Það er mesta prýðisfólk sem býr hérna, og ég ber hlýjan hug til þess. — Og þetta samfélag hér i sveitinni er kannski svo mjög ólikt, til dæmis hvað mannfjöld- ann snertir, og æskubær þinn, Seyðisfjörður? — Ef Mosfellssveit væri út- hverfi i Reykjavik, þá myndi ég sennilega ekki þekkja nema svo sem tiu eða tuttugu manns I næsta nágrenni minu. En hér þekki ég mörg hundruð manna. En þetta er fjölmennara samfélag en á Seyðisfirði. Þegar ég kom hingað voru hér eitthvað á tiunda hundr- að ibúa, en núna, fyrsta desem- ber, held ég ibúarnir hafi verið orðnir eitthvað yfir tvö þúsund, þvi að á sama tima i fyrra vantaði ekki nema rúmlega þrjátiu manneskjur i tvö þúsund. En á Seyðisfirði held ég að fbúatalan hafi aldrei farið yfir þúsund, sið- an ég man eftir. Það er engu lik- ara en að þorpum úti á landi sé sniðinn ákveðinn stakkur, það er eins og þau nái tiltekinni stærð, en ekki meira. Þetta er alveg sér- staklega augljóst með sveita- þorpin, sem lifa nærri eingöngu á þjónustu við umhverfi sitt, — sveitirnar I kring, — en það á lika i verulegum mæli viö um sjóþorp- in, og væri hægt að nefna mörg dæmi um það* en það er I raun og veru utan við ramma þessa við- tals okkar. Hefur siðan fylgt Fram- sóknarflokknum — Þií tókst svo til oröa fyrir stundu, að þú hefðirsnemma ver- ið mjög pólitiskur. Viltu kannski segja eitthvað meira um þá hluti? — Já, þaö þætti mér gaman, þvi að stjórnmál hafa löngum sér margar ástæður, en sennilegá hefur kjördæmabreytingin þó ráðið úrslitum að ég steig þetta skref. Ég var aö visu farinn að hallast-að flokknum fyrr, enþetta reið baggamuninn,þviaðég hafði vantrú á þessum stóru kjördæm- um, — og það viðhorf mitt er óbreytt enn. Ég held, að þetta skipulag, sem nú rikir i kjör- dæmamálum, sé ekki heppilegt. Ég sagði áðan, að ég hefði verið rekinn úr Alþýðuflokknum, en ég átti eftir að gera grein fyrir þvi hvernig leiðir skildi með mér og Þjóövarnarflokknum. 1 kosningunum 1953 var ég i framboði fyrir flokkinn, og þá fékk hann mann kjörinn I Reykja- vik. Arið 1956 voru aftur kosn- ingar, og þá var ég aftur i fram- boði fyrir Þjóðvarnarflokkinn. En i þeim kosningum tapaði flokkur- inn manni sinum i Reykjavik, og þurrkaðist þar með út af Alþingi. Nú fannst mér ég vera likt stadd- ur og maður sem stendur uppi bátlaus. Eftir að fleyta hans er sokkin. í næstu kosningum vildu þjóðvarnarmenn endilega fá mig i framboð einu sinni enn, en ég svaraði: Sýnið þið fyrst árangur i Reykjavík. Það er vonlaust fyrir okkur aö vera að berjast úti á landi.þarsem engin minnsta von er til þess að koma manni að. Vonin um uppbótarsætið var eina skynsamlega röksemdin fyrir þvi að bjóða sig fram utan Reykja- vikur. En þessa sögu þarf ekki að rekja, hana þekkja allir. Gengi Þjóðvarnarflokksins fór minnk- andi, það kom aldrei oftar til mála að ég byði mig fram fyrir hann, og ég var alveg laus og liöugur, þegar ég byrjaði að nálg- ast Framsóknarflokkinn um 1958. Og siðan hef ég verið stuðnings- maður hans. A hinu er mér hins vegar ekki nein launung, að ég hef aldrei veriö I neinum flokki, þar sem ég hef verið fullkomlega ánægður með alla hluti, enda veit ^ ^Prúðu* I) leikararnir \rwfVMvmr~ %i»« AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 Nú geta börnin sjálf sýnt Prúðu- leikarana því að í kassanum er bæði leiksvið og persónur - Gleðjið börnin og gefið þeim Prúðu-leikhúsið NÆG BÍLASTÆÐI - PÓSTSEIMDUM Þeir sem velja vandada jólagjöf ve/ja hana í fíSTUflD AUSTURVERI Bóka- & sportvöruverz/un Háoleitisbraut 68 • Slmi 8-42-40 FRÁ HOFI Kínverskir munir LJ C Ingólfsstræti 1 I | Gegnt Gamla Bíói. Listiðnaður frá Taiwan og Filipseyjum. Ennfremur bastvörur. Nýjar tegundir gler, keramik og Capiz. Norsku kollstólarnir komnir. Hannyrðavörur. Tilbúnir púðar, dúkar og jóla- dúkaefni. Gjafir fyrir fjölskylduna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.