Tíminn - 23.12.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.12.1977, Blaðsíða 10
10 Umræður utan dagskrár í efri deild alþingis: Föstudagur 23. desember 1977 Landbúnaðarframleiðslan og hollusta hennar — úrdráttur úr ræðum tveggja þingmanna Eins og frá hefur veriö greint hér i blaöinu uröu fyrir nokkru allmiklar umræöur utan dag- skrár I efri deild alþingis um fréttaflutning rikisfjölmiölanna. Meöal þeirra sem þátt tóku i þessum umræöum var Sverrir Bergmann læknir, sem þá sat á Alþingi í forföllum Einars Agústssonar og JónHelgason þingmaöur Sunnlendinga. Hér á eftirfer úrdráttur úr ræöum þess- ara tveggja þingmanna. Kynna þarf gildi is- lenzks landbúnaðar Sverrir Bergmann (F) vék i upphafi máls sins aö þeirri miklu gagnrýni sem bændastéttiri heföi oröiö fyrir nú um alllangt skeiö. Svo þörfog æskileg sem gagnrýni væri stæöi hún þó vart undir þvi nafni þegarallar röksemdir væru komnar langt út yfir öll sann- gimis- og skynsemdarmörk. Þá væri komiö aö áróöri og beinum árásum sem bændastéttin ætti sizt skiliö. Varla ætti aö þurfa aö ræöa hugmyndir eins og þær aö leggja þessa stétt og landbúnaö niöur á Islandi. öllu þarfara væri aö kynna þjóöinni gildi Islenzks landbúnaöar og starf fólksins i sveitunum og hver máttarstólpi þaö er þjóöinni. Meö sama hætti væri tæplega hægt aö bjóöa upp á rökræöu um þaö aö bændur væru aö gera at- lögu aö heilsufari þjóöarinnar meö þvi einu aö þvi er virtist nú aö hækka verö undanrennu hlut- fallslega umfram aörar afuröir enda yröi aö gæta þess, aö verö- lagning þessarar afuröar heföi veriö langt undir þvi, sem eölilegt heföi mátt teljast. Sverrir kvaöst hvorki hafa heyrt né séö umræöu- þætti þá I rikisfjölmiölum er leitt heföu til þessara umræöna og vildi þvl ekki né gæti lagt á þaö nokkurn dóm hvort þar heföi gætt hlutdrægni. Hins vegar væri þaö svo i þjóöfélagi þar sem vel- megunin væri tekinút meö streitu aö jarövegur skapaöist fyrir mjög afdráttarlaus sjónarmiö sem fylgt væri eftir nánast af trúarofstæki og sæist menn þá ekki fyrir. Slíkur baráttumáti vekur eftirtekt en er ekki líklegur til árangurs þegar til lengdar læt- ur. Ræöumaöur kvaöst ekki efast um, aö bændur þyrftu rétteins og aörir aö hyggja aö slnum bú- skaparháttum reglulega m.t.t. breyttra aöstæöna, skilyröa og krafna þjóöfélagsins á hverjum tima og vissulega yröu þeir aö horfa fram i tímann hverju sinni og búa sig sem bezt til þess aö mæta þessu. I þessu efni kæmi áreiöanlega farsælasta forystan frá þeim sjálfum og hér væri sanngjörn og rökstudd gagnrýni þeim til hjálpar. Hverjar eru orsakir hjarta og æðasjúk- dóma? Sverrir vék þvl næst aö hjarta- ogæðasjúkdómum.Sagöi hann aö ekki yröi fram hjá þeirri sorglegu staöreynd gengiö aö sjúkdómar þessir færöust i vöxt og læknar heföu af þvi miklar áhyggjur enda mættu þeir horfa upp á það nánast daglega aö þessir sjúk- dómar legöu fólk aö velli á bezta aldri, eöa skildu þaö eftir sjúkt og jafnvel sem öryrkja. öllum mætti Sverrir Bergmann þvl vera þaö vel skiljanlegt, aö þeirberöust hart gegn hverjuþvi er þeir teldu aö stuöluöu aö þess- um sjúkdómum. Hins vegar mættu þeir kannski sizt allra láta þaö eftir sér aö nefna ekki allar kunnar eöa liklegar staöreyndir um orsakir þessara sjúkdóma. Þaö væri t.d. staöreynd aö frumorsök æöakölkunar væri þvt miöur enn óþekkt og færustu menn létu hafa þaö eftir sér aö þess gæti jafnvel oröiö langt aö blöa aö sú lausn lægi á boröinu. Þaö væri kannski þessi staöreynd ööru fremur sem heföi leitt til þess aö læknar beindu baráttu sinni aö hugsanlegum áhættu- þáttum til þess aö reyna aö sporna gegn aukningu þessara sjúkdóma og fyrirbyggja þá þannig, hugsanlega aö einhverju marki. Raunar væru allir þessir áhættuþættir umdeilanlegir, þótt nær allir læknar væru sammála um skaösemi háþrýstings.streitu reykinga og hreyfingarleysis, auk þess sem vitaö væri aö ýmsir sjúkdómar sem kannski eiga sér eldislegar orsakir skemma æöa- kerfi. Um þetta eru ekki svo mjög skiptar skoðanir meöal lækna. Meiri ágreiningur er um neyzlu salt- sykur og fiturikrar fæöu en þó er sá hópurlækna miklum mun stærri sem telur aö neyzlu slikrar fæöu beri aö stilla mjög I hóf. Samspil margra áhættu- þátta Ræöumaöur kvaöst sammála þeim ráöleggingum sem læknar þeir sem mest fást viö hjarta- og æöasjúkdóma gæfu fólki en meö öllu væri ástæöulaust aö einfalda málin um of fyrir sér enda yröi þá mjög svo langt I lausn vandans sem væri erfiöari úrlausnar en svo aö eingöngu dygöi undan- renna. Benti hann á, aö niöur- stööur af samspili margra og mismargra áhættuþátta er væru breytilegir viö óllkar aöstæöur og á ýmsum aldurskeiöum hlytu aö vera næsta stjarnfræöilegir. Vægi áhættuþátta er mjög breytilegt hjá eiiTstaklingunum og alhæfing i þessu efni ekki visindaleg vinnu- brögö. Jón Heigason Sú staöreynd veriö ljós næsta lengi aö neyti fólk fjölbreyttrar fæöu og alls I hófi farast fæstir um aldur fram úr sjúkdómum sem getum er leitt aö.aö eigi eldisleg- ar orsakir. Komi til heilbrigt lif- emiaöööru leyti er litil ástæöa til þess aö óttast um heilsu fjöldans. Þessi staðreynd er hverjum manniljós enda hafa menn dæm- in fyrir sér og sá hópur fólks er litilljsem er sennilega fyrir erföa sakir óeöiilega næmur fyrir áhættuþáttunum m.a. neyzlu feit- metis, jafnvel þótt I hófi sé. Þenn- an hóp er hægt aö þekkja og von- andi veröur i framtiöinni mögu- legt aö greina áhættuþætti hvers einstaklings og ráöleggja ein- staklingsbundiö samkvæmt þvi þótt erfiöara veröi aö þekkja samspil margra þátta. Hollasta fæða þjóðar- innar Þingmaöurinn kvaö þaö oft viljagleymastiumræöu um þessi mál aö landbúnaöarframleiösla væri hollasta fæöa þjóöarinnar. Hins vegar væri rétt aö stýra þessari framleiöslu i þann farveg aö hollusta hennar væri á hverj- um tima sem allra mest miöuð viö þá þekkingusem hverjusinni lægi sönnust fyrir en lengra yröi ekki komizt meöan frumorsakir ýmissa sjúkdóma væru ókunnar. Ekki væri slöur mikilvægt aö auka fjölbreytni landbúnaöar- framleiöslunnar og gefa fólki þannig fleiri kosti. Sagöi ræöu- maöur enga ástæöu til þess aö ætla aö bændur geröu sér ekki jafn glögga grein fyrir þessu og hverjir aðrir og fávizkulegt aö halda þvi fram aö þeim væri ekki jafnannt um heilsufar þjóöarinn- ar og hverjum öörum þótt þeir vildu fá viöunandi verö fyrir framleiöslu sina. Langfarsælast væri i þessu efni öfgalaus sam- vinna ergæti mótaö stefnu og sett markmiö I ljósi marktækustu upplýsinga á hverjum tima. Engar saiinanir að dýrafita valdi hjarta og æðasjúkdómum Jón Helgason tók einnig þátt i umræöunum og sagöi m.a., aö aöalástæöan fyrir þvl aö hana tæki þátt I þessari umræöu væri aö hann heföi undir höndum ívær blaöagreinar þar sem varaö er mjög alvarlega viö þvi aö tekinn sé alvarlega áróöur þeirra sem vinna gegn neyzlu fitu sérstak- lega mettaörar fitu. Siöan rakti þingmaöurinn efni þessara blaöa- greina. önnur greininereftirH. Astrup prófessor viö Kaupmannahafnar- háskóla. 1 greininni hefur hann mál sitt meö þvl aö skýra frá þvi aö á s.l. ári hafi hann ásamt þremur öðrum prófessorum við Kaupmannahafnarháskóla hafiö umræöu um mataræöi til þess aö andmæla þeimy sem þar I landi hafa predikaö þá kenningu aö Danir eigi aö neyta minni fitu einkum mettaörar fitu. Þeim fjórmenningum fannst nauösyn- legt aö læknisfræöilegt álit kæmi fram um þetta, þar sem rök þeirra sem þessari kenningu hafa haldiö fram væri haldlítil. Hann rekur siðan fjölmörg atriöi máli sinu til stuönings. Hann varar viö aö nota hvers konar eftirlikingar af þeim fæöutegundum sem framleiddar eru úr jurta- og dýrarikinu. Þetta er gervikaffi þeytirjómi o.fl., sem seldar eru sem eftirllkingar og sérstaklega alþingi tekur hann fram aö hann telji smjörliki meðal þessara eftirlik- inga og segir aö fólk eigi aö foröast neyzlu þess eins og þaö getur. Hann færir siöan rök fyrir þeim skoöunum sinum.að engar sannanir séu fyrir þvf aö neyzla fitu og þá sérstaklega dýrafitu valdi hjarta- og æöasjúkdómum. En ástæöuna fyrir ágreiningi um þaö sé fyrst og fremst sú aö nægjanlegar rannsóknir vanti. Sérstaklega bendir hann á aö svai þurfiaö fást viö þvlaf hverju engin aukning hefur oröiö á hjarta- og æöasjúkdómum hjá ungum og miöaldra konum heldur aöeins hjá karlmönnum enda þótt þeir neyti sömu fæöu. Það er ekki grundvöllur fyrir þvi að skipta á smjöri og jurtaolium Síðan rakti þingmaöurinn efni annarrar greinar en hún er eftir Beng Orström sem er prófessor við háskólann i Lundi. Fyrirsögn á grein hans er „Það er ekki grundvöllur fyrir þvi aö skipta á smjöri og jurtaolium.” Greinin hefst á þvi að greinar- höfundur segir aö viö höfum siöasta mannsaldurinn lifað á þeirri lifslygi aö þaö væri áriöandi aö velja á milli tveggja tegunda fitu, mettaörar og ómettaörar og velja þá þær ómettuöu. En hann segir aö æ fleiri visindamenn leggi nú áherzlu á aö menn viti allt of lltiö um orsakirnar fyrir hjarta- og æðasjúkdómum til aö geta fallizt á þá kenningu aö taka eigi smjör- llki og jurtaoiiu fram yfir smjör, mjólk og kjöt. Og áróöurinn fyrir þvi sé litt æskilegur frá læknis- fræöilegu sjónarmiöi og bendir á aöra sjúkdóma sem slik breyting hafi sannanlega i för meö sér. En þessi kenning byggist á trú sem menn taka en ekki staöreyndum. Hann hafi sjálfur veriö I hópum hinna trúuöu fyrir 5-6 árum en þróunin á rannsóknum hafi kippt stoöunum undan þeirri trú og samvizka hans neyddi hann til þess aö skýra frá þvi og þaö sama sé aö gerast hjá leiöandi aöilum i læknisfræöi i Bandarikjunum, Bretlandi og Danmörku. Niöur- staöa Borgström er þvi hin sama og hjá dr. Paul Astrup. Vorkennum þeim sem létu glepjast af þessu auglýsingarskrumi Undir lok ræöu sinnar sagði þingmaðurinn aö hann gæti ekki skiliö annaö en þaö sé betra fyrir fólk aö neyta hollrar fæöu en óhollrar, ef þaö hefur þörf fyrir aö takmarka fæöuneyzluna. — Þaö er óhóf og ofneyzla sem getur verið hættuleg en ekki þaö aö neyta hollrar fæöu sagöi þingmaöurinn. Ef viö flettum blööum og tlma- ritum frá upphafi þessarar aldar eru mjög áberandi auglýsingar um svokallaðan Kinalifselexir sem átti aö vera allra meina bót að mati auglýsenda og var reynt aö fá neytendur hans til aö vitna um ágæti hans. Viö sem lesum þetta nú, vorkennum þeim, sem létu þá glepjast af þessu fánýta auglýsingaskrumi. En þaö viröist eftir oröum þeirra lækna/Sem ég vitnaöi hér til áöan aö þaö sé nú aö fara eins fyrir þeim sem aö undanförnu hafa prédikaö og bariztgegn neyzlu Islenzkra land- búnaöarvara haldnir fordómum og trú á sinn llfselexir enda þótt enns e reyntaðblása llfi i áróöur- inn meö þvi aö misnota fjölmiöla. Ný hljómplata Fjórtán íslenzk sönglög með Einari Markan FI — Nýkomin er á markaðinn hljómplata meö söng Einars Markans „Fjórtán islenzk söng- lög”, og hefur hún að geyma meirihluta þeirra islenzku laga, sem hann söng á plötur. Útgef- andi er ekkja Einars, frú Vil- helmina Markan, og naut hún að- stoðar Fálkans viö útgáfuna. Rik- isútvarpið sá um eftirritun, en upptökurnar eru frá His Masters Voice 1926 og Columbia 1930. Einar Markan var fæddur i Ólafsvik árið 1902, en lézt i Reykjavik árið 1973. Söngferill hans var. eftirminnilegur, þótt ekki væri hann ýkja langur. Hann stundaði söngnám i Osló og Bérlin og hélt um það leyti tónleika ytra og heima. Tónlistargagnrýnend- ur i Osló lofuðu rödd hinsunga barýtons mjög og kváöu hana hlýja og svipmikla. Baldur Pálmason ritar nokkur orö á plötuumslagið og segir þar m.a., að Einar hafi átt sér fleiri hugöarefni en sönginn. Hann samdi lög við eigin ljóð og ann- arra — og hafa um 50 sönglög eft- ir hann birzt á prenti. Hann gaf út ljóðabækur og málaði myndir i tuga- eða hundraöatali, aöallega vatnslitamyndir. Meöal hinna fjórtán islenzku sönglaga á plötunni er Rósin eftir A. Thorsteinsson — G. Guð- mundsson, Asareiðin (S. Kalda- lóns — G. Thomsen) Ég lit I anda liðna tið (S. Kaldalóns — H. Eyj- ólfsdóttur), Gigjan (Sigf. Einars- son — B. Gröndal) og Dlsa (Þór, Guðmundsson — Gestur).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.