Tíminn - 24.12.1977, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 24. desember 1977
JÓL í VESTMANNAEYJUM:
AfliGrimseyjarbáta er orbinnlOO tonnum meirien á sama tima i fyrra.
— Timainynd G.J.
Flestir sjómenn
heima um jólin
SKJ— t Vestmannaeyjum var
alauð jörð á Þorláksmessu, en
skreytingar settu jólalegan svip á
bæinn. Að sögn Sigurgeirs
Kristjánssonar hefur Herjóifur
annazt næralian flutning til Eyja
nú siðustu dagana fyrir jói, en
skipið hefur haldið uppi nær dag-
legum ferðum. Allt hefur þvi
bjargazt vel þrátt fyrir að flug
hafi gengiö erfiðlega.
Allir bátar i Vestmannaeyjum
eru i höfn, og sama er að segja
um togarana, svo að sjómenn
geta haldið jóli landi. Einn togari
er þó á leiö til landsins úr viðgerð
erlendis. Sigurgeir sagði að engin
stórtlðindi heföu gerzt i Vest-
mannaeyjum og jólin verða hald-
in þar hátiðleg meö hefðbundnum
hætti.
JOL I GRIMSEY:
Rólegheit eftir
gott fiskirí
FI — Það hefur verið svo gott
firskiri hérna, að veiðin er orðin
100 tonnum meiri en á sama tima
i fyrra, alveg eins og stefnt var
JÓL A GALTARVITA:
Laus við
umstang
þéttbýlisins
SKJ — Tveir menn um tvitugt
dvelja á Galtarvita um jólin,
Kristinn Þorsteinsson og Val-
geir Valgeirsson. Kristinn Þor-
steinsson vitavörður sagði að
undirbúningurinn fyrir jólin
væri i minna lagi. Jólamatinn
tóku peir félagar á Galtarvita
með sér er þeir komu vestur 25
nóvember, en enginn möguleiki
hefur verið að koma jólapósti,
bögglum og öðrum glaðningi að
Galtarvita þvi að varðskipin
sem færa vitavörðum nauðsynj-
ar hafa ekki getað komið jóla-
varningi til Galtarvita vegna
veðurs.
Kristinn kvað jólasnjóinn
ókominn en aðeins hefði þó
gránað i rót. Hann sagði að út-
varpið sæi um aö minna á jólin
en sjónvarp næst ekki á Galtar-
vita. Einnig hefur fundizt
gamalt gervitré arfur frá fyrri
vitavörðum sem skreytt verður
til hátiðabrigða. Timinn spuröi
Kristin hvernig honum þætti
að verða af jólaerli og kaupskap
sem ekki fer framhjá neinum i
þéttbýlinu. Hann kvaðst feginn
að vera laus við allt slikt það
hefði engin áhrif á jólaskapið og
komandi jól á Galtarvita leggj-
ast vel i Kristin.
að.
Bátarnir hættu allir að róa 20.
desember og menn sneru sér að
þvi að undirbúa jólin i róleghcit-
unum, sagði Guðmundur Jónsson
fréttaritari Timans i Grimsey.
Guðmundur sagði afkomu
manna allsæmilega, mikið væri
verzlað, enda samgöngur af-
bragðs góðar. Það vill svo vel til
frá náttúrunnar hendi, að nóg er
af eggjum i Grimsey, og konur
þar og, hver veit, karlar hafa þvi
getað bakað fjöllin öll af jóla-
brauði.
Skreytingar eru með mesta
móti i þorpinu og götur upplýstar
siðan i haust. Hvað andlegheitin
varðar, þá sjá prestarnir á Akur-
eyri Grimseyingum fyrir jóla-
messu eins og venjulega. Allt er
þvi i himnalagi i eyjunni að sögn
Guðmundar og allir i hátiða*
skapi.
Bátar f Friöarhöfn.
Rauð jól á
Egilsstöðum
KEJ — A Egilsstöðum eins og
viðar sjá menn fram á rauð jói,
Sagði Jón Kristjánsson fréttarit-
ari blaösins þar i simtaii við okk-
ur I gær. Þar var þoka og rigning,
snjólausta láglendi og færö mjög
góð.
Jólasvipur var þó að færastyfir
bæinn, sagöi Jón. Biða skreytt
jólatré i görðum og stórt tré á
vegum hreppsins upp I klettum i
miðjumbænum og annaö fyrirut-
an Kaupfélag Héraösbúa. Jóla-
verzlun er meö liflegasta móti,
bætti Jón við.
Annars væri jólahaldið með
hefðbundnum hætti, sagði hann.
Aftansöngur i Egilsstaðakirkju i
dag og messað út um sveitir.
Kvikmyndasýningar verða um og
eftir hátiðina, en jólatrés-
skemmtun barnanna verður ekki
haldin fyrr en 2. janúar, sagði Jón
að lokum.
Og Timinn óskar Egilstaðabú-
um sem öðrum gleðilegra jdla.
Flugleiðir:
Afgreiðslu-
tími um
jólin
Um jólin verða afgreiðslur
Flugleiða i Reykjavik og Keflavik
opnar sem hér segir:
Flugafgreiðslan á Keflavíkur-
flugveili: Vakt verður i flugum-
sjón alla jólahelgina. Farþegaaf-
greiðslan verður lokuð frá þvi sið-
degis á aðfangadag og allan jóla-
dag. Afgreiðslan verður op nuð
um hádegi annan i jólum. Auk
þess sem flugumsjónarmenn
verða á vakt verða flugþjónustu-
menn á vellinum til eftirlits og
starfa ef flugvélar, sem ekki er
vitað um fyrirfram koma inn til
lendingar.
Afgreiðsla innaniandsflugs
Rey kja vfkurflugvelli: A af-
greiðslu innanlandsflug verður
svarað i sima 26622 alla jólahelg-
ina. Þar verður afgreiðslufólk á
. vakt enda þótt ekkert verði flogið
innanlands á jóladag.
Afgreiösla millilandaflugs,
Ilótel Loftlciðum : Farþegaaf-
greiðsla millilandaflugs verður
opin til kl. 14.00 á aðfangadag lok-
uðjóladagen opnuð aftur kl. 10.00
annan jóladag.
Um jólin sem nú fara i hönd svo
og um áramót mun allmargt
starfsfólk flugíélaganna verða
erlendis vegna starfa sinna.
Fimm áhafnir verða erlendis um
jólin i Luxemborg verða tvær af
áhöfnum Loftleiða og tvær i New
York, en á Las Palmas verður ein
áhöfn frá Flugfélagi Islands.
Um áramót verður sömuleiðis
ein Flugfélagsáhöfn á Kanarieyj-
um en tvær Loftleiðaáhafnir i
New York og þrjár i Luxemborg.
í hverri Loftleiðaáhöfn eru átta
manns en sjö manns i Flugfélags-
áhöfnum. Þannig munu 39 flug-
liðar verða erlendis um jólin og 47
um áramótin.
JOL A ISAFIRÐI:
Jólavörur í búðir
á Þorláksmessu
SKJ — isfirðingar fengu
langþráðar jólavörur i
fyrradag, að sögn Sigur-
geirs Bóassonar kaup-
félagsst jóra. Vörurnar
voru þvi fyrst á boðstólum
á Þorláksmessu og
verzlunin var því óvenju-
lega fjörugt svo skömmu
fyrir jól. ’Flug til isa-
fjarðar lá niðri fram til
miðvikudags en þá fóru
fimm vélar með fólk og
varning vestur. Á meðan
flugið lá niðri var brugðið
á það ráð að senda jóla-
varninginn til Isafjarðar
með skipum.
Sigurgeir sagði að jólalegt væri
á tsafirði og fólk þar i jólaskapi.
Snjór er ekki mikill en snjóföl á
jörðu og allt útlit er þar fyrir hvit
jól. Liklegt var talið aö flogið yrði
til tsafjarðar á Þorláksmessu en
fáir eiga eftir að komast til tsa-
fjarðar fyrir jól og ekkert vantar
þar lengur til að hægt sé að halda
jól með hefðbundnum hætti.