Tíminn - 24.12.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.12.1977, Blaðsíða 12
’&KHBOBMm 12 Laugardagur 24. desember 1977 \ Ekki er hægt aö segja aö þaö sé nýmæli sem ég ætla aö voga mér aö bjóöa ykkur. baö er mál, sem hefur veriö meira og minna á dagskrá siðan á 17. öld, og fjöld- inn af okkar fróöustu mönnum lagt þar orö i belg. En engin niöurstaða hefur fengizt ennþá. Þó er þetta, sem vonlegt er, mál, sem allir íslendingar fylgjast með. Þaö er veriö aö bollaleggja um það, hvernig hún hafi orðið til, bókin, sem er sii vinsælasta, sem gefin hefur veriö út á Islandi og jafnvel viöar. Um þaö er enginn ágreiningur, aö bók sú er lista- verk á heimsmælikvarða. Þá hefur hún veitt íslendingum fleiri ánægjustundir en nokkur önnur bók frá öndveröu. Ég hef gert þaö meö vilja aö nefna ekki nafn á bókinni, svo aö fólk geti ráöiö þá gátu, hvað þessi forláta bók heitir. Samt er nú bezt til vonar og vara aö nefna nafniö., Hún heitirNjálssaga og fyrsta til- gátan um höfund hennar kom fram á 17. öld. Var þá taliö, að Sæmundur fróöi i Odda heföi skrifað hana. Snemma i sumar birtist grein í blaðinu Þjóöólfi á Selfossi, sem haföi þessa fyrirsögn: „Sæmund- ur fróöi frumhöfundur Njálu”. Þar meö var hringnum lokaö og sama manni kennd Njála, bæöi fyrst og nú siðast. Sá, sem grein þessa skrifaöi, er Helgi Hannes- son, þekktur Rangæingur. Meöal annars segir hann á þessa leið: „Njálssaga er, aö minu mati, merkilegust allra bóka, sem rit- aðar hafa veriö af Rangæingi eöa um Rangæinga. Hún er elzt, og hún er snjöllust og segir frá af- burðafólki íornrar tiöar. Hún er eiginlega heilög ritning okkar Rangæinga. Þetta ætti aö liggja i augum uppi. Þó lá viö, aö ég lyki ævi, án þess að glöggva mig á þessum sannleika”. Það, sem hér er sagt, get ég al- veg tekiö undir meö nafna minum og hef skrifað um þaö, aö frum- heimildin aö Njálu er auövitaö frá Odda komin. Við vitum, aö Sæ- mundur læröi bókagerö, ásamt ööru fleira, suöur i Frakklandi. Þaö má þvi alveg geta nærri, hvort ekki hefur komizt I tal og jafnvel á bók þeir atburöir, sem geröust i Rangárþingi á söguöld. Til dæmis saga Njáls, Gunnars, Brennu-Flosa og Sviöu-Kára. Til þess að leggja á þetta smiðshögg- ib er þaö, aö Rangæingar höföu góöan mann á bitanum i Oðda. Ég er nú ekki i neinum efa um þaö, aö strákpattinn, sem þeir tóku i fóstur vestan úr Dölum og var af Egilsætt, hafi borgað þeim eftir- minnilega fósturlaunin. Snorri Sturluson er af öllum viöurkenndur einn mesti snilling- ur heimsbókmenntanna á þeim tima ogjafnvel alltaf.Umþaö eru allir sammála. Hann hefur gert fleira fyrir Jón Loftsson, fóstra sinn, en skrifa um forfeður Jóns, Noregskonungana. Liggur þaö ekki eins nærri, aö hann hafi not- aö snilli sina til þess að rita um æskustöðvar sinar i Rangár- þingi? Að þvi kem ég siðar. Margir nafnfrægir fræðimenn ýmissa þjóða hafa ritað margar bækur um Njálurannsóknirsinar. Einn þeirra, Einar Ólafur Sveins- son, hefur skrifaö um Njálu nokkrar bækur og er mestur af spekingum okkar i þeim fræðum. Hann hefur bréf upp á þaö. Arið 1940 kom út bók eftir hann un» Sturlungaöldina, sem ber þennan undirtitil: Drög um islenzka menningu á þrettándu öld. 1 þess- ari bók er auðvitað margt vitur- lega sagt um þetta /furðulega timabil i okkar sögu, þegar ís- lendingar glutruðu niður sjálf- stæði sinu. Það verður aldrei af þessari öld skafið, að hún er gull- j öld islenzkra bókmennta. Ég hef j verið svo einfaldur að halda, að það vantaöi æði mikið I menningu I hans lifa áfram, flest breytist, en 1 sumt deyr. Hinn mikli andans | kraftur frá þeim tima sést á þvi, nið um 1290 ritar einhver ókunnur nillingurNjálssögu, sem vist ber merki sins tima, en heldur þó enn sinni fornu snilld. Svipur inn er einkennilega margbreytt- ur. Hann minnir á litadýrö haust- skógarins”. Þá hafa menn þaö, og þetta hefur lengi verið nokkurs konar guðspjall allra fræöimanna i þessu landi: Óþekktur snillingur hefur skrifaö Njálu. Þetta væri nú fyrirgefanlegt, ef viö hefðum enga höfuðsnillinga átt á 13. öld, en þaö er eitthvað annaö, þvi aö allir eru viö á sama máli um þaö, að þá voru hér snillingar á heims- mælikvarða. Ég hef I áratugi brotið um þaö heilann, hvernig Njála er tilkom- in og er alveg sannfærður um hvernig þaö var. Nú er hægt að sanna það, aö ekki var lokið við aö rita Njálu fyrr en um 1280-1290, og er þá bezt, að ég nefni þann snillinginn, sem ég held, að hafi lagt siöustu hönd aö þessu snilld- arverki. Hann hét Sturla Þórðar- son, og er nú bezt mönn—-m til glöggvunar að rifja upp smáþátt úr ævi hans. ■ Sturla Þóröarson er átta ár bú- settur I Noregi og hafði þar sér við hlið Helgu, konu sina, og báða nauðulega undan. Frá þessu er sagt i Njálu á þann hátt, aö þaö er eitt af perlum islenzkra bók- mennta. Viöurkénna sagnfræö- ingar.aöNjála sé frumheimild að sögu Þorsteins Siöu-Hallssonar? Látum svo útrætt um snillinginn, sem lagði siöustu hönd á Njálu um 1280. En nú er bezt að vlkja málinu beint aö höfuðsnillingnum sjálf- um, Snorra Sturlusyni. Þegar ég var aö brjóta heilann um höfund- inn fyrir um fjórum áratugum, varö mér fyrst aö hugsa til þess, hvort þessi mesti töframaður is- lenzkrar tungu og tvimælalaust bezti kennari á islenzku, sem við höfum átt fram á þennan dag, hefði veriö svo léttstigur, aö hann skildi engin spor eftir sig bókina til enda. Þá kom upp I mér smal- inn, sem gerir meira en aö lita i kringum sig. Hann litur lika niöur fyrir tærnar til þess aö gæta að sporum, og eftir þeirri leið hefur mörg kindin fundizt. Þess er þá fyrst aö gæta, hvern- ig höfundur kynnir sögumennina. Það var fyrsta sporið, sem ég fann. Ég vona, að engum leiöist þegar ég rek þau spor úr Njálu, fyrir, aö bærsá sé vestur I Dölum, þvl aö þar vorum viö slöast stadd- ir. Hvernig má þaö vera, aö höf- undi fatist svona hrapallega frá- sagnargáfan, þegar hann víkur sögunnifyrstl Borgarfjörðinn? Á þessu er til aðeins ein skýring. Þaö er islenzk málvenja aö nafn- greina ekki sveitina, þegar bær- inn er i nágrenninu. Nú ti’um viö nefnilega komin i örskotshelgi viö höfund Njálu. Varmilækur er að kalla næsti bær viö Reykholt, þar sem ég held, að Njála hafi veriö skrifuö um 1230. Næst skulum viö athuga, hvernig höfundur Njálu miöar áttir. Hann segir: Vestur i Dali, austurá Rangárvelli og suö- ur I Engey og Laugarnes. Þaö þarf engan sagnfræöing til þess að sjá, hvar þessi maöur á heima, sem skrifar svo. Annaö er ein- kennilegt, aö hann nefnir alltaf i sömu andráEngey og Laugarnes. Höfundi Njálu hefur verið tamt aö nefna þessi tvö staöarnöfn sam- an. En bæöi Engey og Laugarnes voru i eigu Snorra Sturlusonar. Ég hef nú vogað mér að staö- setja höfund Njálu i Reykholti og er raunar alltaf að finna fleiri og fleiri sannanir fyrir þvi máli. Ég ir þaö, ,aö Snorri hafi skrifað- Njálu? Hún er þó fyrsta sagan 1 handritinu. Hitt er ekki hægt aö draga i efa, aö báöar sögurnar erui höndum Sturlunga laust eftir 1300. ^ 1 Mööruvallabók lýkur Njáls- sögu svo: „Lýk ég hér Brennu- Njálssögu”. Sagnfræöingar hampa þessari setningu, en eng- um dettur i hug sá einfaldi sann- leiki, aö þessi setning sannar hver hefur skrifaö Njálu. Þaö er eng- inn, sem hefur nefnt Njál þetta nema Snorri Sturluson. Þaö er á móti allri venju aö nefna Njál þetta. Njáll brenndi engan, og i Landnámu er hann nefndur Njáll, sem inni var brenndur. En við vitum, aö Snorri nefndi hann þetta, þvi að i Snorra-Eddu er visa, sem hefur þessa yfirskrift: „Eins og Brennu-Njáll kvað”. Nú hefur þvi verið slegið föstu, að Snorri hafi skrifað Egils sögu Skallagrimssonar, og við það hef ég ekkert að athuga. En mér finnst, að ég hafi komið með eins sterkar likur fyrir þvi, aö hann hafi einnig skrifað Njálu. Þá vaknar þessi spurning: Er nokk- uö, sem er hliöstætt i þessum sög- Helgi Haraldsson: ORÐ í BELG sonu, Á þessum árum skrifar hann Hákonarsögu gamla sögu Magnúsar lagabætis og siöast lögbókina Járnsiöu. Þessiþáttur i ævi Sturlu Þóröarsonar er likari ævintýri en veruleika. Hann var hrakinn frá Islandi 1263, og er þá 49 ára gamall og I fullkominni ó- náö hjá Magnúsi konungi, sem ekki tekur einu sinni undir kveðju hans, þegar hann heilsar honum. Þá eru þaö andlegu yfirburöirnir eins og oftar, sem bjarga Islend- ingnum. Fyrst tröllkonusagan, sem hann segir hirömönnunum, svo kvæöin um konungana Magn- úsog Hákon, sem konungur sagöi um: — Þaö hygg ég, aö þú kveöir betur en páfinn. Eftir átta ár kemur hann heim sem lögmaöur konungs yfir öllu landinu, æösti embættismaöur konungs. Þarna kemur skýringin á allri lögfræöinni i Njálu, sem mörgum hefur þótt furðuleg. En þarna er lögmaöurinn sjálfur aö kenna, hvernig á aö sækja og verja mál. Ég fæ ekki betur séö en þetta sé alveg pottþétt sönnun á þaö, að Sturla hafi hér um f jall- að. Þarna er skotið inn lögum, sem ekki eru þekkt fyrr en Járn- 3iöa kemur til sögunnar. Nú er eyfilegt aö spyrja: Hver er svo kunnugur nýju lögbókinni annar en Sturla? Fræðimönnum hefur ekki dottið þetta i hug. Svo þeim dettur ekki heldur Snorri i hug sem höfundur Njálu. Nú féll Snorri Sturlusonóvæntfrá, og eru likur til þess, að hann hafi ekki verið búinn að ljúka við Njálu, og svo hefur frændi hans og læri- sveinn, Sturla Þórðarson, tekið viö og fellt inn i Kristnisöguna, sem viö vitum, aö hann hefur rit- að, þvi að hún er aftan við Land- námu I Sturlubók. Hverer liklegri að gera þetta en höfundurinn Isiandi getað skrifað eins þeirra hefur Sturla getað aflað sér I Noregi og þótt það viðeig- andi að láta söguna koma aftan við Njálu, af þvi að þar féllu fimmtán brennumenn og Þor- steinn Siðu-Hallsson komst Helgi Haraldsson. sem byrja svo: Mörður hét mað- ur, er kallaður var gigja. Hann bjóaö Velli á Rangárvöllum. Sög- unni vikur til Breiöafjaröardala. Maður er nefndur Höskuldur. Hann var Dala-Kollsson. Höskuldur bjó á Höskuldsstöðum I Laxárdal. Hrútur hét bróðir hans. Hann bjó á Hrútsstöðum. Þetta er fyrsti þátturinn. Seinna segir: Maður er nefndur Þorvald- ur. Hann var Ósvifursson. Hann bjó út á Meðalfellsströndinni und- irFelli. Og litlu siðar segir hann: Maður er nefndur Svanur. Hann bjó i Bjarnarfirði á bæ þeim, er heitir á Svanshóli. Það er norður frá Steingrimsfirði. Fra m að þes su eru allir menn, sem koraa vi 5 sögi a, rækilega færðii • til st; aðai r og sv eitar. Meira norðu *g]a ; ova y taki? er saGour eftir: nar. ur \ i Þórarinn Þórar inn v ar stórvi Hann bjó Varm; alæk. Ekki meira l um þ að. Hvern ig stendur á þvi, að höfundur nefnir ekki, að Varmilækureri Borgarfirði. Eins og orðum er hagaö er alit útlit er ekkert að tina þaö allt hér upp, en þó ætla ég aö koma hér meö eitt. Eitt frægasta handritiö okk- ar, sem nú er nýkomiö heim i Árnagarð, heitir Mööruvallabók. Hún er eitt af elztu handritunum, ogþar eru margar íslendingasög- urritaöar. Fyrsta sagan er Njála og næst kemur Egilssaga Skalla- grlmssonar. Mér er sagt af fræöi- mönnum, aö þarna séu beztu handritin aö þessum sögum báö- um, sem haldizt hafa óbrengluð fram á þennan dag. Á milli Njálu og Eglu er eyöa I handritinu. A hana voru ritaðar tvær linur, sem voruólæsilegar meö öllu, og töldu menn þærlittmerkilegar.Dr. Jón Helgason i Arnasafni fór aö rýna I þessar linur með nýrri ljóstækni og gat lesiö þær. Þá kom á dag- inn, aö þær voru ekki eins ó- merkilegar og menn höföu haldið. Þar stóð þetta: „Láttu rita hér við Gauks sögu Trandilssonar. Mérersagt, að herra Grimur eigi hana”. Jón Helgason segir, að þarna sjáist það svart á hvítu, að Gauks saga var til, en illu heilli var hún aldrei skrifuð i eyöuna. En hver var hann, þessi herra Grimur, sem átti hana? Það vill svo veltil.að við vitum þaö. Hann er herra Grimur i Stafholti i Borgarfirði, einn af Sturlungum, niðji Ólafs hvitaskálds. Dr. Jón Helgason segir enn fremur, hvar þessi orð hafa verið skrifuð. Auð- vitað er það i grennd við Stafholt, þegar aðeins er tekið svo til orða, en ekki nánar: — herra Grimur á hana. Eðlilega kemur manni fyrst i hug Reykholt. En hver býr þá á þeim fræga stað? Þaö eru lika Sturlungar, niðjar Helgu, ai- systur Snorra Sturlusonar. Þar með er lika hægt að ákveöa aldur skinnbókarinnar, þvi að Grimur var herraðúr 1313 og dó 1330, svo Jóni Helgasyni, og það held ég muni reynast erfitt að véfengja^ verðúr þá ekki lika að telja, að það renni einnig stoðum und- um, sem minnir á sama höfund? Sumir halda þvi fram, aö þær séu óllkar og geti ekki veriö eftir sama höfund.Satt er þaö, efniö er ólikt, sem von er, þar sem Egils- saga gerist mest i Noregi og fyrir vestan haf. Þó má nefna hliðstæð- ur i þessum bókum. Hvaö segja menn til dæmis um róg Hildiriö- arsona i Egilssögu og róg Maröar Valgarðssonar i Njálu. Ég man ekki eftir öðrum hliðstæðum i fomsögunum. Skritin eru tildrög- in til þess, sem verða vill. Vilja menn hugleiða þaö, ef Hildiriöar- synir heföu ekki rægt Þórólf dauðarógi og bróöir hans, Skalla- grimur, hefði búiö búi sinu i Nor- egi til æviloka, þá ættum viö hvorki Egil né Snorra, og hvorki Egilssaga né Njála hefðu veriö skrifaöar. En þaö er fleira likt i þessum bókum. Áriö 1973 kom út bók eftir Arnór Sigurjónsson, sem heitir „Frá árdögum islenskrar þjóð- ar”. Þar birtist ljómandi skemmtileg grein um Brjánsbar- daga, og þá sérstaklega um Darr- aöarljóðin, sem hvergi eru til nema i Njálu. Það kemur nefni- lega upp úr kafinu, að Höfuðlausn Egils og Darraðarljóöin em, að dómi Arnórs, alveg furðulega lik. Um það segir hann svo i bók sinni: „Darraðarljóðin minna furöulega á Höfuðlausn Egils Skallagrimssonar. Skáldlegu kenninguna að nefna orrustu vef Darraðar, er hvergi að finna i fornu, islenzku máli nema i Höfuðlausn Egils, og svo er hún i Darraðarljóðum, sem hin skáld- lega imynd orrústunnar miklu, sem fyrir höndum er, Brjánsbar- daga. Skyldleikikvæðanna er svo mikili, að vel má láta sér finnast, að bæðbkvæðin séu úr sama afli”. úr sam a aflinum í Reykholti? A einum stað i Njálu er þessi póstur: „Bróðir Vaigarðs hins gráa var Ulfur aurgoði, er Odda- verjar eru frá komnir. Oifur aur- goði var faðir Svarts, föður Loð- mundar, föður Sigfúss, föður Sæ- mundar hins fróða, en frá Val-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.