Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 19
ER ÞÍN EIGN AUGLÝST HÉR? MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 4.30 13.34 22.35
Akureyri 3.57 13.19 22.37
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
Fasteignasalan Hof hefur til sölu 218
fermetra raðhúsaíbúð með bílskúr í
Ljósalandi í Fossvoginum.
Íbúðin er 194 fermetrar en henni fylgir 24
fermetra bílskúr til sölu. Húsið er í Ljósa-
landi í Fossvoginum og því fylgir fallegur
og gróinn suðurgarður. Á lóðinni er einnig
stór timburverönd meðfram allri suður-
hliðinni, skjólveggir og blómaker. Húsið
lítur vel út og hefur að sögn eigenda fengið
gott viðhald í gegnum árin.
Forstofa hússins er flísalögð með fata-
skápum og snyrtingu. Borðstofan er björt
með ljósu ullarteppi á gólfi og Palesander-
þiljum á einum veggnum. Eldhúsið er dúka-
lagt með AEG eldavél, viftu og borðkróki.
Út frá svefngangi liggja fjögur herbergi,
þrjú parketlögð og eitt teppalagt. Baðher-
bergi er flísalagt í hólf og gólf, með lítilli
innréttingu og baðkari. Á hæðinni er einnig
hol með sérinngangi og forstofu frá kjall-
aratröppum norðanmegin. Þar er eitt her-
bergi, lítið eldhús, snyrting, köld geymsla
og stórt þvottahúsi með sturtuklefa.
Nokkur þrep liggja frá aðalhæð upp í
stóra stofu og samliggjandi arinstofu en
þar er ullarteppi á gólfum og útgengt á
suðursvalir sem ná meðfram allri suður-
hliðinni.
Ásett verð er 49,9 milljónir.
Falleg eign í
Fossvoginum
Lóðin við húsið er falleg og þar er góð verönd. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Byggt af kappi í Reykjanesbæ
BYGGINGALEYFUM FJÖLGAÐI VERULEGA HJÁ REYKJANESBÆ Á
SÍÐUSTU MÁNUÐUM MIÐAÐ VIÐ SAMA TÍMA Í FYRRA.
Hundrað og sex byggingaleyfi fyrir nýjar íbúðir voru gefin út í júní
og júlí í Reykjanesbæ en sömu mánuði í fyrra voru þau þrjátíu
og fjögur. Í apríl og maí dróst útgáfa byggingaleyfa hins vegar
saman á milli áranna en á heildina litið virðist um fjölgun að
ræða á ársgrundvelli. Alls hafa verið gefin út 238 byggingaleyfi í
Reykjanesbæ það sem af er þessu ári en allt árið í fyrra voru þau
486 talsins. Miklar sveiflur eru á milli mánaða hvað útgáfuna
varðar, t.d. voru gefin út 76 byggingaleyfi núna í júlí en ekki
nema 8 í apríl þegar þau voru fæst.
Í Víkurfréttum er haft eftir Steinþóri Jónssyni, formanni
Umhverfis- og skipulagsráðs bæjarins, að útlit sé fyrir kraftmikla
uppbyggingu á næstu misserum enda sjái fólk sér hag í að
setjast að á Suðurnesjum.
GÓÐAN DAG!
Í dag er mánudagurinn
31. júlí, 212. dagur ársins
2006.
FASTEIGNASÖLUR
101Reykjavík 8 og 9
Ás 16,17,18,
Draumahús 6
Eignamiðlun Suðurn. 15
Eignastýring 19
Fasteignafélag Austurl. 14
Fast.miðlunin 11 og 14
Fast.miðlun Reykjav. 21
Fast.salan Árborgir 20
Fast.salan Framtíðin 14
Hof 5
Kjöreign 7
Lundur 12 og 13
Lögmenn Suðurlandi 19
HVER GARÐUR
HEFUR SINN SVIP
Unglingar í vinnuskólanum
taka til í görðum eldri
borgara.
HÚS 4