Fréttablaðið - 31.07.2006, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 31. júlí 2006 3
Guðmundur Óli Scheving
SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR
Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is.
Saga húsagerðar og byggingar-
tækni í Reykjavík um hundrað
ára skeið er aðgengileg á sýn-
ingu í Árbæjarsafni.
Ný sýning hefur verið sett upp í
Árbæjarsafni sem vitnar um
húsagerð í höfuðborginni á tíma-
bilinu 1840-1940. Henni er skipt
upp í þrjá hluta. Í fyrsta lagi
hlaðin steinhús, en steinbærinn
telst vera sérreykvísk húsagerð.
Í öðrum hlutanum eru timbur-
hús, einkum svokölluð sveitser-
hús er voru reist þegar vélvæð-
ing í timburiðnaði hafði hafið
innreið sína. Þriðji hlutinn er
tími steinsteypunnar, þar sem
sjónum er beint að funkishúsun-
um. Verkamannabústaðirnir við
Hringbraut eru teknir sem dæmi
því þegar þeir voru byggðir
höfðu menn náð góðu valdi á
notkun steinsteypunnar og járn-
bindingu.
Menntafélag byggingariðnað-
arins stendur að sýningunni í
félagi við Árbæjarsafn. Það
hefur á stefnuskrá sinni að varð-
veita hefðbundnar vinnuaðferðir
og handverk.
Hundrað ára saga
bygginga í borginni
Steinbærinn að Hrísateigi 6 er ein af ómetanlegum heimildum um sérreykvíska húsagerð.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
���������������������������������
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið virka daga frá kl. 10-18
Lokað á laugardögum í júlí
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
06
�������������������������
���������������������
��������������������������
���������������������
������������������������
���������������������
������������������������
���������������������
�������������������������������
����������������������
���������������������������
���������������������
����������������
���������������������
������������������
���������������������
���������
���������������������
�������� �
���������������������
������������������������
���������������������
�����������������������
���������������������
Á vorin og fram á sumar, fer eftir
árferði, má oft sjá margar teg-
undir af flugum í hópi tvívængja
(Diptera). Tvívængjur teljast fjöl-
skipaðasti ættbálkur skordýra og
eru um 60.000 þúsund tegundir í
heiminum. Hér á landi telur hann
um 270 tegundir. Hér verður fjall-
að um nokkrar þessara tegunda,
nokkurs konar „vorflugur“, sem
svo eru nefndar vegna þess að þær
eru sýnilegastar á þeim árstíma og
fram á haust.
Þær lifa við vötn og ár og við
sjávarsíðuna.
Vorflugur (Trichoptera)
Á Íslandi hafa greinst 12 tegundir
af vorflugum og þær finnast allvíða
um landið. Fullorðnar vorflugur
eru eins og smá fiðrildi. Lirfurnar
lifa í ám og stöðuvötnum. Nokkrar
tegundir vorflugna eru bæði í ám
og stöðuvötnum en sumar eru þó
eingöngu við ár og aðrar eingöngu
í tjörnum eða stöðuvötnum. Vor-
flugurnar hafa tvenn pör vængja
og liggja þeir yfir afturbolinn líkt
og þak á húsi.
Klaktími flugnanna er afar
breytilegur eftir tegundum. Þær
verpa í botngróður og eggin eru
hlaupkennd og föst saman og lím-
ast við botngróðurinn. Vorflugur og
lirfur þeirra eru afar mikilvæg fæða
fyrir fiska.
Útlit flugnanna er eins og teg-
undirnar mjög breytilegt. Þó virðist
sem gulbrúnn og móbrúnn litur
sé samnefnari fyrir þær. Lirfur vor-
flugna eru nokkuð merkilegar en
þær búa til utan um sig hylki úr
silki, sandkornum og gróðurleifum
til að verja sig.
Lirfuhylkin eru úr sand-
kornum hjá þeim sem
lifa í ám en úr gróður-
leifum hjá þeim sem
lifa í stöðuvötnum.
Þær geta orðið allt að
tveggja cm langar. Það er líka
breytilegt hver fæða lirfanna er,
sumar lifa á jurtaleifum en aðrar
eru rándýr.
Ekki eru þessar flugur samt
greindar sem meindýr og er
umfjöllun mín um þær eingöngu
sem fróðleikur því mörgum er illa
við þær og vilja helst ekki hafa þær
í eða við híbýli sín.
Hrossaflugan (Crane fly)
Hrossaflugan (Tipula rufina) er
nokkuð stór tvívængja af hrossa-
fluguætt (Tipulidae).
Hún er vel þekkt í V-Evrópu og
mjög algeng í Bretlandi, en hefur
ekki náð fótfestu í Skandinavíu.
Tvívængum er skipt í tvo ættbálka,
þ.e. mýflugur og flugur nefndar
hálfflugur. Þrjár tegundir hrossa-
flugna hafa greinst á Íslandi.
Hrossafluga er af mýfluguætt
og er oft sagt að hún sé stóra systir
mýflugunnar. Undirtitill hennar er
hrossafluguætt, en í þeim hópi má
telja hrossaflugu (Tipula rufina),
trippaflugu (Tipula marmorata)
og kaplaflugu (Prionocera turci-
ca). Mýflugur eru einmitt
þekktar fyrir hina löngu
fálmara, sér í lagi hjá karl-
dýrum.
Hrossaflugan er
gulgrá að lit og er
mjög mjó og þunn. Lirfan
(Tipulidae) lifir í rökum
jarðvegi og mosa, í leðju og
votlendi og má sjá afturenda lirf-
unnar standa upp úr vatninu. Hún
nagar rætur í jarðvegi.
Hrossaflugan sækist í að verpa
í jarðveg þar sem hiti er til stað-
ar. Þekktir varpstaðir eru í kring-
um hveri sunnanlands en þær er
þó að finna nær alls staðar. Lirfan
leggst í vetrardvala en á vorin og
allt sumarið skríður hún úr púpum
sem fullvaxin fluga. Margir þekkja
og hafa séð tilhugalíf hrossaflugna
er þær hanga saman á afturendun-
um. Hrossafluga er oft nefnd hesta-
fluga. Ekki er ástæða til neinna
aðgerða vegna hrossaflugurnar.
Í næsta pistli verður fjallað um
þangflugur og steinflugur.
Heimildir: Upplýsingar og fróð-
leikur um meindýr og varnir 2004.
Hrossafluga, þangfluga, steinfluga, vorflugur