Tíminn - 06.01.1978, Page 7
Föstudagur 6. janúar 1978
iiia'ítíití
7
Hvernig gekk rekstur kaup-
félaganna almennt siðasta
ár og hvernig var afkoma
þeirra? Eru horfur á að rekstur
þeirra gangi betur á nýbyrjuöu
ári en þvi siðasta? Þessar
spurningar ásamt nokkrum öðr-
um lögöum við fyrir einn kaup-
félagsstjóranna úti á lands-
byggðinni, Helga R. Traustason
á Sauðárkróki. Þaö kom fram
hjá Helga að margt fór miður
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga
eins og vafalaust mörgum öðr-
um kaupfélögum á landinu, og
leggst þar margt á eitt til að
gera reksturinn erfiöan, m.a.
hækkandi rekstrarkostnaöur,
vaxtaokur, ranglátur söluskatt-
ur og margt fl. Helgi var fyrst
spurður hvernig reksturinn á
siðasta ári hefði gengið eftir þvi
sem vitað væri nú, og svaraði
Helgi:
Arið 1977 var erfitt rekstrar-
ár. Rekstrarkostnaöur hefur
hækkað um 50% en almenn
vörusala hefur ekki aukizt nema
um 30% Má þvi búast við veru-
legum halla á verzluninni á siö-
asta ári.
Það vaxtaokur sem viö búum
nú við er til þess eins að auka
enn meira á erfiðleikana. Mjög
erfitt er að fjármagna allan
rekstur og vaxtaþátturinn hefur
oröið æ stærri og erfiðari i
heildarrekstrarkostnaði fyrir
tækja. Vandséð er hverju þetta
vaxtaokur þjónar, þvi þessi
kostnaður hlýtur að lenda með
einum eða öðrum hætti i verö-
laginu og auka enn meira á
verðbólguna og er ekki þar á
bætandi sem kunnugt er. Verð-
lagsþróun undanfarinna ára
kallar á stóraukið fjármagn til
alls verzlunarreksturs, þar sem
vörur eru I sumum tilfellum
dýrari frá heildverzluninni,
þegar þarf að endurnýja þær,
heldur en þær voru út úr búð ef
umsetningin er ekki nægilega
hröð.
Landbúnaðurinn
Um landþúnaðinn sagði
Helgi: Verzlunarfyrirtæki, sem
hafa mikil viðskipti og umsýslu
við og fyrir bændur hafa ekki
Hvernig gekk rekstur kaupfélaganna
síöasta ár?
Töluverður
samdráttur í
starfsemi KS
síðastliðið ár og vart
betri horfur á þessu
— sagði Helgi R. Traustason,
kaupfélagsstjóri á
Sauðárkróki
siöur orðið fyrir þeim erfiðleik-
um sem landbúnaðurinn hefur
orðið fyrir og kunnar eru af um-
ræöum sem fram hafa farið að
undanförnu. Mikil birgðasöfnun
landbúnaðarvara hefur skapað
stóran vanda og gert mörgum
fyrirtækjum sem reka vinnslu-
stöövar landbúnaðarins, erfitt
fyrir. Orðiö hefur að draga
verulega úr allri fyrirgreiðslu
og beita sérstöku aðhaldi I út-
lánum. Vandséð er um þessi
áramót hvernig þau mjólkur-
samlög, sem eru með gifurlegar
vörubirgöir fara að þvi aö
greiða til bænda uppbætur á
innlegg siðasta árs nema með
sérstakri aðstoð og fyrir-
greiðslu lánastofnana. A siðasta
ári hefur orðið verulegur drátt-
ur á skilum á útflutningsbótum
frá rikinu og rýrir það vegna
vaxtakostnaðar, þar sem rikis-
sjóður hefur ekki greitt vexti af
greiðsludrætti, greiðslugetu til
bænda og lokaverð á afurðum á
viðkomandi útflutningsvörum.
Það er þvi fagnaðarefni, að um
þessi áramót, hafa verið gefin
af hálfu rikisstjórnarinnar fyr-
irheitum það, að þessar greiðsl-
ur verði inntar af hendi jafnóð-
um og þær verða gjaldkræfar á
þessu nýbyrjaða ári og hefur nú
á fyrstu dögum þessa árs verið
gerð skil á verulegum upphæð-
um af vangoldnum greiðslum
fyrra árs.
Söluskattur
Söluskattsmál bar næst á góma
og um þau sagði Helgi: Miklar
umræöur hafa orðið um sölu-
skatt af kjöti og kjötvörum og it
rekaðar óskir hafa komið fram
hjá bændum um allt land, að
söluskattur yrði afnuminn af
þessum nauðsynjavörum. Það
er undarlegt að rikissjóður skuli
greiða niöur kjöt og verja til
þess miklum fjármunum, bæði
Helgi R. Traustason kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Skagfirð-
inga.
vegna kaupgjalds visitölunnar
og til þess að halda verölagi
þessara vara innan hæfilegra
marka, en setja siðan söluskatt
á þessar sömu vörur, sem I
sumum tilfellum eru hærri en
niðurgreiöslan. Hvaöa tilgangi
þjónar slik vitleysa? Ef sölu-
skatturinn yröi afnuminn, mætti
búast við aukinni sölu á þessum
þýðingarmiklu neyzluvörum
innanlands og þar með létta á
útflutningnum og þeirri
greiðslubyröi sem kvartaö er
undan hjá útflutningsbótasjóöi.
Margar þýðingarmiklar neyzlu-
vörur eru undanþegnar sölu-
skatti s.s. mjólk, mjólkurvörur
og fiskmeti fyrir nú utan útgerö-
arvörur og tóbak. Su viðbára
fjármálaráðuneytisins, að ef
söluskatturinn væri afnuminn af
kjöti og kjötvörum, þá gæfi það
lausan tauminn til hvers konar
söluskattssvika, fær ekki staö-
izt. Einfalt mál er fyrir ráöu-
neytið að gefa út hvaða verö má
reikna á heilskrokka hjá verzl-
uninni pr. kg. sem frádráttarlið
á söluskattsskýrslu. Eins ber
þegar að fella niður söluskatt af
flutningskostnaði á söluvörum.
Hvaða réttlæti er I þvi aö þeir
sem búa utan Reykjavikur-
svæðisins og verða aö flytja
þaðan vörur meö ærnum til-
kostnaði, verða að greiða mun
hærri söluskatt til rikisins af
sömu vörum heldur en ef þær
væru seldar á Reykjavikur-
svæðinu þar sem söluskattur er
reiknaður á flutningskostnað-
inn. Það er mjög einfalt fyrir
rikisvaldið að leiðrétta þennan
mismun meö þvi að gera flutn-
ingskostnaöinn frádráttarbær-
an frá söluskatti.
Fjárfestingar
Að lokum ræddi Helgi litillega
um þá óvissu sem rikja myndi I
fjárfestingarmálum á nýbyrj-
uðu ári og sagöi: Vegna þeirrar
óvissu sem rikti i upph. siðasta
árs ^ai ákveðið hjá Kaupfélagi
Skagfiröinga aö fjárfestingar
yrðu I algeru lágmarki og það
svo.að ýmsar mjög brýnar fjár-
festingar uröu að biöa. Hvaö
framundan er I þessum efnum á
nýbyrjuöu ári er mjög óljóst,
þar sem verzlunin er ekki flokk-
uö undir atvinnurekstur og eng-
ir lánasjóöir til fjárfestingar á
vegum verzlana.
Styrkumsóknir
til Vísindasjóðs
Styrkir Vlsindasjóðs árið 1978
hafa verið auglýstir lausir til um-
sóknar og er umsóknarfrestur til
1. marz. Sjóðurinn skiptist i tvær
deildir: Raunvisindadeild og
Hugvisindadeild. Raunvisinda-
deild annast styrkveitingar á
sviöi náttúruvisinda, þ.e. I eölis-
fræði og kjarnorkuvisindum,
efnafræði, stæröfræði, læknis-
fræði, liffræði, lifeðlisfræði, jarð-
fræði, jarðeðlisfræði, dýrafræði,
grasafræði, erfðafræði, búvisind-
um, fiskifræði, verkfræði og
tæknifræði.
Hugvisindadeild annast styrk-
veitingar á sviði sagnfræði, bók-
menntafræði, málvfsinda, félags-
fræði, lögfræði, hagfræði, heim-
speki, guðfræði, sálfræði og upp-
eldisfræði.
Hlutverk Visindasjóðs er að
efla Islenzkar vfsindarannsóknir,
og I þeim tilgangi styrkir hann I
fyrsta lagi einstaklinga og vis-
indastofnana vegna tiltekinna
rannsóknarverkefna, i öðru lagi
kandidata til visindalegs sérnáms
og þjálfunar en kandidat verður
að vinna að tilteknum sérfræði-
legum rannsóknum til þess að
koma til greina með styrkveit-
ingu, og i þriðja lagi rannsókna-
stofnanir til kaupa á tækjum, rit-
um eða til greiðslu á öðrum
kostnaði við starfsemi er sjóður-
inn styrkir.
Umsóknareyðublöð, ásamt
upplýsingum, fást hjá deildarrit-
urum, I skrifstofu Háskóla ís-
lands og hjá sendiráöum Islands
erlendis. Umóknir skal senda
deildarriturum, en þeir eru Guð-
mundur Arnlaugsson rektor,
Menntaskólanum við Hamrahlfð,
fyrir Raunvisindadeild, og Bjarni
Vilhjálmsson þjóðskjalavöröur,
Þjóðskjalasafni tslands fyrir
Hugvisindadeild.
Blaðaútgáfa APN á íslandi:
ÚTGÁFUAÐILI ÞARF
AÐ VERA ÍSLENZKUR
GV —Skömmu eftir áramót kom
út fyrsta tölublað Frétta frá So-
vétrikjunum, en þær eiga að
koma út aðra hvora viku. Frétta-
stofa APN á Islandi stendur að út-
gáfu blaðsins, sem er 16 siöur.
Ritstjórar eru Maria Þorsteins-
dóttir sem er jafnframt ábyrgð-
armaöur, og Evgéni P. Bar-
bukho. Dómsmálaráðuneytið
hefur að beiðni utanrikisráðu-
neytisins tekið málið tilumsagn-
ar þar sem ýmsu mun vera áfátt
varðandi lagalegan rétt útgáf-
unnar. — Niðurstaða utanrikis-
ráðuneytisins mun vera sú, að út-
gáfa blaðsins fullnægi ekki skil-
málum laga um prentrétt, að út-
gáfunni þarf að standa innlennd-
ur aðili, sagði Baldur Möller
ráðuneytisstjóri i dómsmála-
ráðuneytinu i samtali við blaðið i
gær. — Mér vitanlega erþetta það
eina sem þarna er áfátt sagði
Baldur.
— Utanrikisráöuneytið hefur
spurzt fyrir um okkar afstööu og
hvernig við viljum standa að mál-
inu, og er okkar niðurstöðu að
vænta innan fárra daga, sagði
Baldur.
Að sögn Baldurs hóf Frétta-
stofa APN útgáfu mánaðartima-
rits áriö 1970, og var þaö I fullu
samráði við utanríkisráöuneytið.
Staða lögreglumanns
við rannsóknarlögregludeild embættisins
er laus til umsóknar. Umsóknir sendist
undirrituðum fyrir 5. febrúar nk.
Lögreglustjórinn i Keflavik, Njarðvík,
Grindavik og Gullbringusýslu 2. janúar
1978.
Skákæfingar fyrir
unglinga
eru á laugardögum kl. 13.30 að Pósthús-
stræti 13.
Skákfélagið Mjölnir.
Húsaviðgerðir
Tökum að okkur viöhald og viðgerðir á
húseignum stórum og smáum svo sem:
Sprunguviðgerðir, ál, járn stálklæðning-
ar, glerisetningar og gluggaviðgerðir,
uppsetningar á eldhúsinnréttingum, milli-
veggjum, hurðum, parketi o. fl.
Húsprýði h.f.
Simar: 7-29-87 og 5-05-13 eftir kl. 7.