Tíminn - 06.01.1978, Síða 10

Tíminn - 06.01.1978, Síða 10
10 Föstudagur 6. janúar 1978 HEIÐUR FRAKKLANI Tahitibúar meö blúmsveig um höfuö mótmæia kjarnorkuspreng- ingu Frakka: „Viö viljum lifa I friöi” og „Friöur og heilbrigöi” og fleira i þá átt stendur á spjöldunum. „Hiroshima, mon amour”, heit- ir fræg kvikmynd, sem gerö var fyrir eitthvað tuttugu árum. „Moruroa, mon amour” heitir ný bók eftir Sviann Bengt Danielsson og franska konu hans. Bengt Danielsson var sæfari fyrr á árum og kynntist þá vel fólki á eyjum i Kyrrahafi. Eins og kunnugt er hafa Frakk- ar gert tilraunir meö kjarnorku- sprengingar á Kyrrahafi, eink- um á eyjaklasa þeim, sem nefn- ist Moruroa. Hafa ibúar á Kyrrahafseyjum mótmælt þess- um kjarnorkutilraunum harð- lega, en Frakkar haft þau mót- mæli aö engu. begar de Gaulle komst til valda i Frakklandi árið 1958, hafði hann tæpast á reiðum höndum neinar áætlanir um það, hvernig hann ætlaði að stjórna landinu. Margt, sem gerðist, kom engu siöur flatt upp á hann sjálfan heldur en aðra, þar á meðal að Alsir skyldi takast að brjóstast undan veldi Frakka. Aftur á móti hafði mjög þrútnað sú hugsun meðal Frakka, að Frakkland skyldi á ný verða stórveldi, hvað sem tautaði og- raulaöi, og dulúðug lotning fyrir þvi, er fólk kallaði heiður þjóðarinnar, festi djúpar rætur. Það var ósjálfrátt and- svar við þeirri lægingu, sem Frakkar höfðu orðið að þola á styrjaldarárunum, þegar fjöldi manna af hæstu stigum gekk erinda nazista og stjórnaði að fyrirmælum frá Berlin. Að dómi de Gulles var þaö einn þátturinn i „heiðri Frakklands”, að það kæmi sér upp k jarnorkuvopnum. Að sjálf- sögðu varð hann að skjóta sér bak við einhverja pólitiska nauösyn til þess aö koma fram þessari hugmynd, sem kostaði drjúgum meira en einhverja smáskildinga. Röksemda- færslan var þessi: Meö lang- drægum eldflaugum og kjarn- orkuvopnum skyldi Frakkland vera þess umkomið að bjóöa Sovétmönnum byrginn, enda þótt Bandarikjamenn tækju þann kost að láta Vestur- Evrópu lönd og leið, ef þeim byði svo við að horfa. Þannig áttu Frakkar einnig að verða sú þjóð, sem aðrar Vestur-Evrópu- þjóðir litu upp til og fylgdu að málum. í reynd var þetta uppreisn Frakka gegn áhrifavaldi Bandarikjamanna og ögrun viö þá. Þegar öllum umbúðum var flett af boðskápnum, stóð þetta eftir: Hvenær sem til harðra átaka kemur, geta Frakkar gripið til kjarnorkuvopna sinna og neytt hin vesturveldin til þess að beita einnig ereyðingarvopn- um sinum. Með þessum hætti, ogengum öðrum, voru Frakkar ógnun við Rússa, þvi að sjálfir höfðu þeir ekki mátt til annars meira. Ef einhvern tima kemur aö þvi að greiða reikninginn fyrir þetta kjarnorkukapphlaup F’rakka, þá munu þjóðir Evrópu gera það með lifi sinu og tilveru. En annaö samfélag hefur þegar fengið að greiða sinn reikning. Það eru eitt hundrað og fimmtiu eyjabúar i Pólýnesiu — fólkið, sem á heima á eyjunum þeim i suðurhöfum, þar sem Frakkar hafa iðkað tilraunasprengingar sinar á annan tug ára. Þar hafði de Gaulle sjálfur staðið á heiðurspalli einn góöan veður- dag áriö 1956 og hrópað út yfir mannfjöldann: „I þeim heimi, sem helsprengjurnar ógna og biður okkar handan við næstu nótt, geturTahiti, sem guð hefur gef- ið svo dásamlega vernd út i miðju veraldarhafi, orðið griða- staður og endurnýjunarmiðstöð heimsmenningarinnar.” En þetta voru orð, sem féllu fljótt i gleymsku, þegar löngun i vald og dýrð tók að tala tælimáli sinu. Þar sem, ekki reyndust til- tök að nota Sahara til kjarn- orkutilrauna, varö Pólýnesia fyrir valinu. Um eyjarnar i Kyrrahafi gild- irhið sama og um aðrar nýlend- ur. Vandkvæðin þar hófust samstundis og Norðurálfumenn „fundu” þær. Englendingar komu fyrstir, svona um miðja átjándu öld. Þessar eyjar buðu upp á afbragðsgóða skipalegu', og þar var auðvelt aö fá mat- væli, þegar skip vörpuðu þar akkerum. Yfir hin smáu sam- félög á eyjunum helltust alls kyns nýjungar, og fyrst og fremst bárust þangað vopn, brennivin og sjúkdómar, eink- um berklar og kynsjúkdómar. A þessa sömu sveif hefur allt hnigið i skiptum við þetta fólk fram á okkar daga. Englendingar voru ekki nema i meðallagi ginnkeyptir fyrir þessum eyjum. Þar voru engir málmar, og eyjar voru dreifðar um hafsvæði, sem jafnaðist við alla Norðurálfu að stærð, og óralangt á milli þeirra. Það var kostnaðarsamt að hafa tök á þeim. Fyrir einkaframtak fransks sjóliðsforingja komu þær i hlut Frakka, er settust þar landstjóra, er ekki þurftu að standa franska þinginu ýkjanákvæman reikningsskap gerða sinna á þessum úthafs- eyjum. Þessir landstjórar voru ekki allir grandvarari en verða vill, þegar menn eru með öllu einráðir. En eyjaskeggjar voru yfirleitt góðlyndir, og þess vegna héldu þeir yfirleitt tryggð við móðurlandið, er þeim var sagt, að þeir ættu i fjarska. Ariö 1940 fór fram atkvæðagreiðsla um allar þessar eyjar, var þá samþykkt, að þær skyldu vera hluti af hinu frjálsa Frakklandi — það var með öðrum orðum de Gaulle, er fylgt skyldi, en ekki það Frakkland, sem var fóta- skinn nazista. Við nafn de Gaulle voru þá tengdar miklar vonir um velvild i garð þeirr- ar þjóðerniskenndar, sem vakn- að hafði meðal Pólýnesiu- manna. Þessi sjálfstæðishugur glædd- ist enn við ræðu þá, er de Gaulle flutti árið 1956, og þegar hann sem forseti franska lýðveldisins bauð nýlendunum að velja á milli fullkomins sjálfstæðis og áframhaldandi tengsla við Frakkland, vildu margir Pólýnesiumenn gripa tækifærið, þeirra á meðal sá maöur, sem mest traust hafði og fylgi á bak við sig, Pouvanaa o Oopa, er stutt hafði de Gaulle öll Gunnar Eyjólfsson f. 12. janúar 1927 d. 10. október 1977 Ég vil með örfáum orðum minnast Gunnars heitins, fráfall hans kom svo óvænt, að viö sam- ferðamenn hans i Ólafsvik erum varla búniraðátta okkur áþvi, að hann sé horf inn úr daglegu lifi hér i þorpinu. Hann varð bráökvadd- ur á heimilisinu lO.októbers.l. og fór útför hans fram frá Ölafs- vikurkirkju 15. október, að við- stöddu miklu fjölmenni, sem sýndi bezt, að hann átti vináttu allra, sem honum kynntust. Gunnar Eyjólfsson fæddist 12. janúar 1927 að Húsatóftum á Skeiðum, yngstur barna hjón- anna Guðrúnar Sigmundsdóttur og Eyjólfs Gestssonar. Móður sina missti Gunnar heitinn, er hann var tveggja ára, en var svo lánsamur að vera tekinn i fóstur að Brjánsstöðum, sem er nábýli viö Húsatóftir. Naut hann for- eldraástar og umhyggju fóstur- foreldra sinna Helgu Þórðar- dóttur og Jóns Sigurðssonar svo og eldri fóstursystkina. 1 samtöl- um viðGunnarheitinn kom ávallt fram, hvað hann bar hlýjan hug til bernskustöðvanna, ættingja og vina á Brjánsstöðum og Húsatðft- um. Gunnar kvæntist áriö 1954 eftir- lifandi konu sinni Laufeyju Páls- dóttur frá ólafsvik. Bjuggu þau fyrstu þrjú árin i Reykjavik, en fluttu til Ólafsvikur og áttu hér heima siöan eða i tuttugu ár, sið- ustu árin að Vallholti 7. Þau hjónin eignuðust 4 börn saman, en misstu eitt þeirra, Óskar Eyjólf, á unga aldri. Hin börnin eru Helga Guðrún, Sæþór og Sigurður Þröstur. Tvö börn Laufeyjar,Pállog Ólöf ólustupp á heimili þeirra. Reyndist Gunnar þeim hinn bezti faðir. Gunnar heitinn lagði sig allan fram við að búa eiginkonu og börnum sem bezta heimilisaö- stöðu, það varhans aðaltakmark. Við samferðamenn Gunnars heitins munum ávallt minnast harisfyrir glaölegt og hlýlegt við- mót. Hann kom sér sérstaklega vel við vinnufélaga sina, var ávallt tilbúinn að gera öðrum greiða með góðum huga. Hann var sérstaklega félagslyndur og hrókur allsfagnaðar i vinahópi og það fylgdi honum hrekklaus glað- værð, hvar sem hann fór. Hann tók virkan þátt i félags- málum, var félagi i Leikfélagi Ólafsvikur, þar sem hann iék mörg hlutverk og var virkur i starfi, félagi i Kiwaniskiúbbi Ólafsvikur, félagi i Samkór Ólafs- vikur, átti sérstæða sönggleði. Gunnar hafði mikla ánægju af búskap, átti öll árin hér sauðfé, sem hann lagði mikla rækt við i fritimum sinum, naut hann sin vel i þessu búvafstri og geislaði af ánægju við réttir og göngur. Var hann fjallkóngur hér mörg haust. Nú er þessi glaðværi vinur okkar horfinn. Við Ólafsvikur- búar þökkum honum samfylgdina um leiðog við vottum eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öörum ástvinum dýpstu samúö og biöjum þeim öllum guðsbless- unar. Alexander Stefánsson Jónas Ingimundarson á Háskólatónleikum Háskólatónleikar verða haldnir f Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut laugardaginn 7. janiiar kl. 17. Jónas Ingimundarson píanó- leikari leikur þrjár sónötur eftir Beethoven, Tunglskins- sónötuna, Waldsteinsónötuna og sónötu op. 111, sem er síð- asta píanósónatan sem Beet- hoven samdi. Tónleika þessa átti að halda 17. des. sl„ en þeim varð að fresta. Tón- leikarnir hefjast núna kl. 5 slð- degis og verður svo um þá Há- skólatónleika sem eftir eru i vetur. Aðgangur er öllum heimill og kostar 600 kr. Ljóð, þýdd af Einari Braga Ót er komin bókin Kringum húsið læðast vegprestarnir, þýdd Ijóð eftir Einar Braga. t henni eru 30 Ijóð eftir 10 lettnesk samtima- skáld sum búsett I ættlandi slnu, önnur I útlegð. Einar Bragi getur þess I inn- gangi aö þýöingarnar séu gerðar i samstarfi við lettneska ljóðskáld- iö Andrejs Irbe sem er búsett I Stokkhólmi. Mun þetta vera I fyrsta sinn semlettnesk ljóðlist er kynnt hérá landi. Aður hafa kom- ið út eftir Einar Braga þrjú söfn þýddra ljóða: Hrafnar I skýjum 1970,Hljómleikar I hvltu húsi 1973, Létt laufblaö og vængur fugls 1975. Gtgefandi lettneska ljóða- safnsins er bókaútgáfan LETUR.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.