Tíminn - 06.01.1978, Side 13

Tíminn - 06.01.1978, Side 13
Föstudagur 6. janúar 1978 13 Jerzy Semkow stj./Sin- fóniuhljómsveitin Liége leikur Rúmenska rapsódiu i ’A-dúr op. 11 nr. 1 eftir Georges Enesco: Paul Strauss stj./Konunglega hljómsveitin i Kaupmanna- höfn leikur „Álfhól”, leik- hústónlist eftir Friedrich Kuhlau: Johan Hye-Knud- sen stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Á skönskunum” eftir Pál Hallbjörnsson Höfundur les (11). 15.00 Miðdegismónleikar Bernand Goldberg, Theo Salzman og Harry Franklin leika Trió fyrir flautu, selló og pianó eftir Carl Maria von Weber. Tónlistarflokk- urinn „Collegium con Basso” leikur Septett i C- dúr fyrir flautu, fiðlu, klari- nettu, selló, trompett, kontrabassaogpianóop. 114 eftir Johann Nepomuk Hummel. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp 17.00 Barnatimi i jólalok: Halldór S. Stefánsson stjórnar Flutt verður ýmis- legt efni tengt þrettándan- um. Lesari með umsjónar- manni: Helma Þórðar- dóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðfangsefni þjóðfélags- fræða Haraldur Ólafsson lektor talar um rannsóknir i félagslegri mannfræði. 20.00 „Sigenaljóö” op. 103 eftir Johannes Brahms Gach- inger-kórinn syngur. Söng- stjóri: Helmuth Rilling. Martin Galling leikur á pi- anó. 20.20 „Jólaferö noröur”, smá- saga eftir Jón frá Pálmholti Höfundur les. 20.50 Gestagluggi Hulda Valtýsdóttir stjórnar þætti um listir og menningarmál. 21.40 Lúörasveitin Svanur leikur i útvarpssal. Stjórn- andi: Snæbjörn Jónsson. 22.05 Kvöldssagan: Minningar Ara Arnalds Einar Laxness les (10). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Jólin dönsuö út Fyrri hálftimann leikur hljóm- sveit Guðjóns Matthiasson- ar. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Föstudagur < 6. janúar 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Vikivaki ( L ) Islensk-sænska rokkhljóm- sveitin Vikivaki skemmtir unglingum i sjónvarpssal. Stjórn upptöku Egill Eövarösson. 21.00 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maöur ómar Ragnarsson. 22.00 Undir Kentucky-sól (The Sun Shines Bright) Banda- rísk biómynd frá árinu 1953. Leikstjóri John Ford. Aðalhlutverk Charles Winninger, Arleen Whelan og John Russel. Myndin gerist I smáborg i Kentucky-fylki i Bandarikj- unum árið 1905. Kosningar eru i nánd, og Billy Priest dómari, sem lengi hefur ráðið lögum og lofum I borg- inni, hyggur á endurkjör. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 8S.S0 BegokrMok. [ David Graham Phillips: j 107 SUSANNA LENOX JánHélgason -—***' -v % þegar hann vildi fara að f leygja frá sér peningum í ein- hverju ráðleysi. Hann hló. ,,Ekkerf kossaflens. Við skulum enda þetta með ósvikinni veizlu. Á morgun byrja ég að vinna. Ég er búinn að ráða mig við Herald — fastakaupið 25 dalir á viku og svo borgað eftir línuf jölda — von um að fá eina fimmtíu eða sextíu dali alls". Hann f lýtti sér að segja þetta, eins og þetta væri eitt- hvað, sem hann kastaði f ram af tilviljun. Hann reyndi að sýnast giaður — en sökin beit hann. Nú sýndi hún, hve f rábærlega hyggin hún var, því að hún rauk ekki upp eins og naðra né neri honum um nasir hinni hátíðlegu heit- strengingu hans um að ,,lifa eða deyja sem leitrita- skáld". „ Ég verð tilbúin eftir örstutta stund", sagði hún, annað ekki. Hún f lýtti sér að klæða sig. Hann lá endilangur á legu- bekknum og virti hana fyrir sér. Honum þótti gaman að sjá hana klæða sig, hreyfingar hennar voru svo fallegar og yndisþokki hins mjúkvaxna líkama kom ennþá betur í Ijós en ella. ,,Þú ert eitthvað óstyrk í höndunum í kvöld", sagði hann. ,,Ég hef aldrei séð þér fipast svona — og annar sokkurinn er ranghverfur". Hún brosti til hans i speglinum. „Pilsið hylur það. Ég held, að ég sé syf juð". „Ekki ero augun í þér þessleg. Hvað ertu að hugsa um?" „Matinn", sagði hún. „Ég er svöng. Ég hafði ekki skap í mér til þess að borða alein". „Ekki get égalltaf verið hér", sagði hann reiðilega — og hún skildi, að hann grunaði, hvað hún var í rauninni að hugsa um. „Ég var ekki að álasa þér", sagði hún vingjarnlega. „Þú veizt, að ég skil, hvað umstang þitt er tímafrekt". „Já, ég veit það", sagði hann. „Ég get farið allra minna ferða fyrir þér". „Já, sannarlega", sagði hún hlægjandi. „Þú veizt, að mér er sama um allt annað, ef þú sigrar". Ósjálfrátt hafði hún aldrei sagt „við" síðan orðaskiptin urðu á Breiðgötu fyrsta kvöldið, þau voru í New York. Þegar þau voru setzt inn í veitingahúsið og hann hafði drukkiðtvöeða þrjústaupaf víni til viðbótar, varð hann margmálli og berorðari um það, hve litlu skipti, þótt hann yrði að leggja leikritaskáldskapinn á hilluna í bili. Þetta væri líka versti tími ársins til þess að brjótast í sliku. Leikhússtjórarnir höfðu yfrið af leikritum, og hann þurfti að breyta ýmsu í leikriti sínu. Starf við blað, sérstaklega jafn víðlesið blað og Herald, gat orðið hori- um til stórmikils hagræðis, þegar að því kæmi, að hann þyrfti að vekja athygli leikhússtjóranna á sér. Hún hlust- aði á hann, og það leit út f yrir, að hún væri honum alveg sammála. Augu hennar voru djúpblá, það vottaði ekki fyrir gráa litnum. Daginn eftir tóku þau á leigu tvö herbergi með aðgangi að baði i gömlu og tígulegu húsi við Fertugustu-og- f jórðu-götu. Súsanna vildi heldur sólrikari íbúð á kyrir- látari stað, þótthenni fylgdi ekki neitt baðherbergi, held- ur aðeins stórt þvottaborð. Leigan eftir hana var ekki nema tíu dalir á viku. En Spenser hló að henni og tók hina ibúðina, þótt leigan væri átján dalir. Hann fór í búðir með henni til þess að kaupa föt, og fyrir áeggjan hans eyddi hún nærri því hundrað dölum í það, sem henni hefðu nægt tuttugu og fimm dalir. „Ég vil reyna að fá sem mest fyrir peningana", sagði hún. „Ég hef nógan tíma". En hann vildi ekki hlusta á slíkt. I tómstundum sínum átti hún að lesa, dunda sitthvað sér til skemmtun- ar, tensa sig og snyrta. „Ég er hreykinn af útliti þínu", sagði hann. „Þetta andlitá ég. Gættu vel að því, sem ég á, ungfrú góð". Hún leit til hans. Augnaráðið var hikandi og f jarrænt, f ullt af sársauka og trega. Svo rak hún upp nístandi óp og fleygði sér í fangið á honum. Hún kreisti aftur augun andspænis þeirri sýn, sem benti henni að koma. „NéL nei!" umlaði hún. „Hér á ég heima — hér, hér". „Hvað ertu að segja?" spurði hann. „Ekkert, ekkert", svaraði hún. 25. kafli Þau höfðu kallað sig Spenser og f rú Spenser í gistihús- inu En þegar þau fluttu þaðan neytti hann allra bragða til þess að breyta þessu. En það var óhjákvæmilegt, að hann léti nafnanna getið i leiguskrifstofunni, og miðlar- inn, frú Pershall, með sínar gömlu, fölsku tennur og visnu brjóst, var ekki af þeirri tegundinni, að homrni þætti ráðlegt að læða neinum grun um ósiðsamlegt f rawi- ferði í huga hennar. Og hann vildi ekki búa nema i gó©u og siðlátlegu húsi — hvað var að vita, hverju Súsanna j kynni annars að finna upp á? Þess vegna héldu þau yf áfram að heita Spenser og frú Spenser, og það voru að- eins örfáir kunningjar þeirra, sem gátu sér til um sann- leikann, en ekki nema tveir eða þrír vissu, hvernig í öllu lá. Það var yndi hans að segja við hana — stundum hlæj- j andi, stundum í keskni, stundum reiðilega, stundum spottandi: „Þú ert nógu sakleysisleg á svipinn. En þessir fallegu ~ fætur eru allt of ginnandi til þess, að þú getir verið eins saklaus i hjarta þinu — eða neittá þig aðtreysta". Þessi ímyndun um lausung hennar hafði algerlega náð á honum tökum. Því meir sem hann hugsaði um fegurð hennar, þeim mun meir miklaði hann f yrir sér þá hættu, að hún kynni að reynast honum ótrygg. Því er ætíð þann- ig farið, að þeir, sem hugsa einvörðungu um líkamsfeg- urð maka síns, eru af brýðisamir. Vinna hans við Herald bannaði honum allt eftirlit. Það eina, sem hann gat grip- ið til bragðs, var að koma endrum og sinnum heim óvænt, vera sígrúskandi í dóti hennar, rengja frásagnir hennar um það, hvert hún hefði farið og hvenær hún hefði komið heim, spyrja vinnukonurnar í húsinu um gerðir hennar og það, sem var veigamest af öllu: leggja fyrir hana gildrur og yfirheyra hana og þráspyrja. Hún varð að segja honum allt, sem hún aðhafðist — hvert smáatvik — og hann taldi saman mínúturnar til þess að sannfæra sig um, að ekki væri nú hálftími eða svo, sem hún hefði ekki getað.gert grein fyrir. Hefði hún verið að_ sauma, vildi hann fá að sjá saumana. Ef hún hafði verið að lesa, vildi hann fá að vita hvemargar síður hún hafði lesið og hvert hefði verið meginefni bókarinnar. Og þar eð hún hvorki vildi né gat valdið honum vonbrigðum i neinu, hversu smávægflegt, sem það var, þá sá hún þann kost vænstan að hætta að hugsa um að vinna fyrir sér á einn eða annan hátt, þótt það kynni að hafa verið unnt. Fyrst í stað leitaðist hann við að dulbúa þessar eftir- grennslanir sínar, því að hann skammaðist sin f yrir tor- tryggnina. En þegar hann tók aftur að laðast að drykk og leggja lag sitt við sams konar f ólk og það, sem rænt haf ði tómstundum hans í Cincinnati, varð hann flótlega opin- skárri og harðsvíraðri í yfirheyrslum sinum. Hann kvaldi hana, og hann kvaldi sjálfan sig. Henni sárnaði mjög þessi auðmýking, en þó olli það henni ennþá meiri sársauka aðsjá, hve tortryggnin kvaldi hann. Og i niður- lægingu sinni, ráðaleysi við spurningum hans, enda lang- aði hana ekkert til jáess. Og hún reyndi að líta á þessa sjúku af brýðisemi eins og „Það er ekki allt I rusli. Það litur bara út fyrir það.” DFNNI 'AaAAIAU>

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.