Tíminn - 06.01.1978, Síða 17

Tíminn - 06.01.1978, Síða 17
Föstudagur 6. janúar 1978 17 íþróttir Guðmundur stýrði Fram til sigurs Frajnarar urðu Reykjavíkurmeist- arar í innanhússknattspyrnu — eftir að hafa unnið hlutkesti, eftir jafnteflisleik (6:6) gegn KR Framarar, undir stjórn Guðmundar Jónssonar/ þjálfara/ tryggðu sér Reykjavíkurmeista ratitil- inn i knattspyrnu innan- húss í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. Framarar mættu KR-ing- um í úrslitaleik og réði hlutkesti úrslitum/ en liðin skildu jöfn 6:6 eftir fram- lengdan leik. Framarar voru áberandi beztir i mótinu — þeir fóru létt með Valsliðið i riðlakeppninni og unnu stórsigur 7:3 yfir Valsmönnum. Það var greinilegt að Guðmundur Jónsson hefur mjög góð áhrif á leikmenn Fram, sem léku mjög góða knattspyrnu. Fram — Valur..........7:3 Framarar tóku strax öll völd i leiknum og komust yfir 4:0. Vals- menn áttu aldrei svar við stór- góðum leik Framara. Kristinn Jörundsson skoraði 3 mörk fyrir Fram, en þeir Eggert Stein- grimsson (2), Pétur Ormslev 1 og Jón Pétursson 1. Fram — KR.................6:6 KR-ingar höfðu yfir 3:2 i leik- hléi, en Kristinn Jörundsson kom Fram yfir (4:3) i siöari hálfleik, með tveimur góðum mörkum. Sverri Herbertssyni tókst siðan að jafna (4:4) rétt fyrir leikslok, en stuttu siðar fengu Framarar gullið tækifæri til að gera út um leikinn, þegar vitaspyrna var dæmd á KR-inga, en Framarar misnotuðu spyrnuna, og þurfti þvi að framlengja leikinn. Sverrir skoraði (5:4) fyrir KR i fram- lengingunni, en þeir Jón Péturs- son og Pétur Orfnslev svöruðu fyrir Fram — 6:5. Stefán Sigurðs- son jafnaði siðan, 6:6, fyrir KR- inga. Þar sem liðin skildu jöfn, þurfti að varpa hlutkesti — Framarar höfðu heppnina með sér, unnu hlutkestið og þar með Reykja- GUÐMUNDUR JÓNSSON... hinn snjalli þjálfari Fram. vikurmeistartaratitilinn. Mörkin i leiknum skoruðux Fram: Kristinn 2, Eggert 2, Pétur 1 og Jón 1. KR: Stefán 2 Sverrir 3 og eitt markið var sjálfsmark Pét- urs Ormslev. Úrslit i riðlakeppninni urðu bessi: A-riðill: Vikingur — Leiknir..........10:2 Þróttur —KR..................6:9 KR—leiknir..................11:5 Vikingur —Þróttur............6:7 KRISTINN... skoraði 12 mörk fyrir F'ram-liðið. KR —Vikingur...............6:6 Þróttur — Leiknir.........14:2 B-riðill: Valur —Fylkir..............8:4 Armann —Fram...............2:8 Fram — Fylkir.............10:3 Valur —Ármann..............9:5 Valur —Fram................3:7 Fylkir — Armann ...........7:2 Úrslit um 3. sæti: Valur — Þróttur............9:6 Sleppa þeir lifandi úr STUART PEARSON... og félagar hans fá erfitt verkefni. , ,Kir kj ugarðinum’ ’ ? Vörn Manchester United á bikarnum hefst í Carlisle, en Liverpool mætir Chelsea á „Brúnni” Það verður Iwt barizt á mörgum vigstöðvum i Englandi á morgun/ en þá fer fram 3. umferð entku bikarkeppninnar, sem er ávallt spennandi og býður upp á óvænta atburði. Bik- armeistarar Manchester United fá erfitt verkefni, þegar þeir fara að verja bikarinn eftirsótta — leik- menn United, Rauðu djöfl- arnir, eins og þeir eru kall- aðir, fara upp að landa- mærum Skotlands, þar sem þeir leika gegn Car- lisle á Burton Park. Leik- völlur Carlisle hefur oft verið nefndur „Kirkju- garðurinn" þar sem mörg af frægustu liðum Eng- lands hafa undanfarin ár verið slegin út úr bikar- keppninni á honum. Mancehster United þarf að taka á honum stóra sinum á Burton Park, en það má ekki búast við að þetta fræga félag riði feitum hesti þaðan. Liverpool,sem mátti þola tap fyrir United á Wembley sl. keppnistimabil, mætir Chelsea á Stamford Bridge i Lundúnum, og þar má einnig búast við fjörugum og skemmtilegum leik. Nokkrir aðrir stórleikir verða leiknir i bikarkeppninni á morg- un. Leeds fær Manhcester City i heimsókn á Elland Road — Joe Jordan mun að öllum likindum ekki leika með Leeds, þar sem hann hefur verið settur á sölulista hjá félaginu. Everton og Aston Villa — liðin sem háðu harða keppni i deildar- bikarkeppninni sl. keppnistjma- bil með þvi að leika þrjá úrslita- leiki, mætast á Goodison Park i Liverpool. Leikmenn Everton, með þá Bob Latchford og Duncan McKenzie fremsta i flokki, munu LIAM BRIDV... og félagar nans hjá Arsenal fara til SHeffield. örugglega reyna að hefna ófar- anna i deildarbikarkeppninni, en þeir máttu þola tap fyrir Aston Villa i þriðja úrslitaleiknum sl. vetur. Arsenalfær erfiða keppinauta, þar sem Sheffield United er á Bramall Line i Sheffield. Ipswich leikur á Ninian Park i Cardiff og má búast við að róðurinn verði erfiður hjá Angeliu-liðinu. Tott- enham og Bolton— Toppliðið i 2. deildarkeppninni, mætast á White Hart Lane i London. Nottingham Forest leikur á heimavelli sinum — gegn Swin- don. West Ham leikur gegn öðru Lundúnaliði, Watford. Middles- brough fær Covcntry i heimsókn og W.B.A.leikur gegn Blackpool. Nokkur af stóru félögunum fá létta mótherja Ilcrby leikur gegn Southend, Stoke gegn utandeild- arliðinu Tilbury og Q.P.R. gegn utandeildarliðinu Wealdstone. Hópferð á heims- meistaramótið i handknattleik 26. janúar til 5. febrúar VERÐ KR. 98.100 w TTT INNIFALIÐ: Flug, /útuferöir. gisting, morgunverður og aðgöngumiðar á alla leikina BEINT FLUG til Árósa og heim frá Kaupmannahöfn. 'C- Samvinnuferöir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 ASGEIR ELÍASSON... stjórnaöi leik Fram-iiðsins. r. íþróttamaður ársins 1977 kjörinn í dag Margir kall- aðir — en aðeins einn útvalinn HREINN HALLDÓRSSON... varð íþróttamaður ársins 1976. Hver verður iþrótta- maður ársins 1977? Svar við þessari spurningu fæsi í dag, en þá verður Iþróttamaður ársins 1977 útnefndur í hófi, sem Samtök íþrótta- fréttamanna efnatil. Hreinn Halldórsson varð iþróttamaður ársins 1976 og á þessi sterki kúluvarpari góða möguleika að verða iþróttamaður ársins 1977. Þá kemur Vilmundur Vilhjálms- son, spretthlauparinn sterki úr KR, einnig til greina, en hann var mikið i sviðsljósinu sl. sumar — setti þá nýtt ís- landsmet i 20U m hlaupi og jafnaði metið i 100 m hlaupi á mótum i V-Þýzkalandi. Lyft- ingamennirnir sterku Gústaf Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson koma þá einnig til greina — þeir urðu báðir Noröurlandameistarar á sið- astliðnu ári. Sem sagt — margir verða kallaðir, en aðeins einn útval- inn. Það verður spennandi að sjá hvaða iþróttamaður veröur kjörinn lþróttamaður arsins 1977. Við munum segja frá kjörinu hér á iþróttasiö- unni á morgun. v___/

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.