Tíminn - 11.01.1978, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1978, Blaðsíða 4
4 íl-ilili'li Miðvikudagur 11. janúar 1978 Prófkjör í Reykjavík Alþingi Geir V. Vilhjálmsson, sálfr.: Mannúðarstefna ísland stendur á timamótum. Við erum sem þjóö komin aö krossgötum, og það varðar miklu fyrir heill okkar allra hverja stefnu við tökum. Viö höfum nokkurra áratuga reynslu af hægri og vinstri stefnu, samspil og átök milli þeirra hafa i aðalatriðum mótað stjórnmálalif landsins undan- farið skeiö og hafa leitt okkur að þeim stað I sögu okkar og þróun, sem viö erum nú komin aö. Bæöi hægri og vinstri stefna leggja áherzlu á rétt og nauðsynleg grundvallaratriði mannlifsins, á frelsi einstaklingsins, ein- staklingsframtak, sjálfsábyrgð annars vegar og á þarfir heildarinnar, félagslega sam- vinnu og samábyrgð hins vegar. Báðar þessar stefnur þurfa þvi aö vinna saman og taka tillit til hvor annarrar, svo að heilbrigt mannlif megi blómgast og svo hefur veríð I reynd I hinum ýmsu samsteypustjórnum, en viö erum þó enn langt frá þvi aö ná þvi fyrirmyndarþjóöfélagi sem okkur innst inni flest dreymir um. Slðustu áratugina hafa ný atriði komiö til vitundar fólks, atriöi sem sýna menningarlegt ójafnvægi I ýmsum myndum. Erlendis er sterkasta dæmiö viöa vaxandi mengun og þverr- andi auðlindir, afleiðing af miklu vaxtarskeiði iðnaðar og tækni, en aukning félagslegra og andlegra vandamála valda mönnum ekki siður áhyggjum, svo og hiö mikla hungur og ör- birgð meðal þriöja hluta jarðar- búa. Hér á Islandi eru slik mál ekki lengur óþekkt. Við fengum lexíu I náttúruvernd þegar við, með dyggilegri aðstoð frænda okkar Norðmanna, höföum næstum þvi útrýmt sildinni. Nú eru aðrir mikilvægir nytjafiskar okkar i hættu afbrot hafa aukizt geösjúkdómum og streitusjúk- dómum hefur fjölgað og mistök I fjárfestingu og I því að ráöa við veröbólguna hafa dregið úr trausti fólks á ráöamönnum og valdakerfi þjóðarinnar. Flestir skynja aö þaö er eitthvað meira en lltið aö I þjóöfélagi okkar, á það minnir veröbólgan okkur svo að segja daglega, svo ekki sé talaö um hraöann og vinnu- álagiö. En hvar er orsakanna aö leita, og hvaö þarf að breytast I þjóðfélagi okkar, til þess að þjóðmálin taki heillavænlegri stefnu en nú horfir? Menningarrætur efnahagsvandans Það hefur verið mikið rætt og skrifaö um veröbólguna og efnahagsvandamál nú um og eftir áramótin og er það vel, þvl nær allir skynja, að viö svo búiö má ekki lengur standa. Efna- hagslegt og þar með stjórn- málalegt sjálfstæöi landsins er að veði. Um orsakir verðbólgunnar efnahagslega séð virðist ekki rlkja mikill ágreiningur yfir- leitt, en kjarni málsins er þessi: Við höfum lifaö um efni fram, almennt séð, og við höfum notaö erlerid lán I vaxandi mæli til þess að brúa bilið og til þess að stuðla að langtum meiri fjár- festingu og þenslu I efnahagslíf- inu en þjóðin getur til langs tíma staðiö undir. Hvernig við bregðumst viö þessum kringumstæðum skiptir meginmáli, og hér er komið aö krossgötunum, sem ég minntist á I upphafi. Höldum viö áfram að lifa um efni fram, höldum viö áfram að láta hagvaxtarsjónarmið og efnahagslegt gildismat iðntím- ans hvetja okkur til aö skuld- setja okkur sjálf, börnin okkar og barnabörnin langt fram I tlmann I þágu hverfuls munaðar eöa erlendra stórfyrirtækja? Eöa höfnum viö þvl að halda lengra I þá átt til batnandi llfs- kjara og hrakandi lífsgæða, sem hagvaxtarstefnan hefur haft I för með sér svo vlöa I hinum ið- vædda heimi, og snúum við okk- ur aö fjölþættri menningarupp- byggingu, þróun félagslegra samskipta og eflingu mann- legra hæfileika I rlkari mæli? Ég er I engum vafa um að seinni kosturinn, áherzla á manngildið, er sú stefna sem rétt er að taka, því það er á mannlegri kunnáttu, þekkingu og sköpunarkrafti sem menn- ingin og efnahagslífiö er reist. Og það eru mannlegir eiginleik- ar eins og ástúð, vinátta, sam- hugur og samstarfsvilji sem hamingjuríkt fjölskyldu- og félagsllf grundvallast á. Ef viö viljum byggja upp varanlega farsælt mannllf á lslandi, þá þarf þvl mannfólkiö, þarfir þess og vaxtarmöguleikar, að vera I miðju athyglinnar. Þetta er kjarni mannúöarstefnu. Fjölþætt gildismat Til þess að komast upp úr.ein- stefnu hins efnahagslega giídis- mats, þarf aö koma til breytt gildismat og mannúðlegri hugsunarháttur en sá, sem tlðarandi tækninnar hefur haft I för með sér. A þetta hafa marg- ir bent og sterkir straumar hnlga I þessa átt, einkum meöal yngra fólks, en lika meöal hinna eldri. En þaö sem mest hefur á skort er að finna fjölþættara gildismati leiðir til áhrifa, þar sem mestu máli skiptir fyrir heildina, I stjórnun, I stjórnmál- um, I stefnumótun og mark- miðssetningu, viö skipulagn- ingu og framkvæmdir. Hefði fjölþættu gildismati t.d. verið beitt við markmiðsgreiningu til undirbúnings Kröfluvirkunar, er ég sannfærður um aö horfið hefði verið frá byggingu sllkrar stórvirkjunar þar, minni virkj- un e.t.v. 1/3 að stærð, heföi veriö látin nægja eöa byggðallna orö- iö fyrir valinu. Til þess að taka upp fjölþætt gildismat I stjórn og stjórnun er nauösynlegt fyrst að gera sér grein fyrir aðalsvæðum menn- ingarinnar og mannllfsins og skoða slöan valkosti f ljósi hinna mismunandi sjónarhóla. Þetta er nokkuð, sem góðir stjórnend- ur og stjórnmálaleiðtogar gera og hafa ætíð gert I nokkrum mæli á grundvelli heilbrigðrar skynsemi og innsæis. En til þess að vel megi takast tel ég nauð- synlegt, að tekin verði upp skipuleg vinnuaöferð við fjöl- þætt gildismat og mun ég lýsa henni nánar I annarri grein. í höfuöatriöum byggist þessi vinnuaðferö á athugun mála út frá eftirfarandi sjö gildissjónar- miðum: nytsemi og hagsýni — efna- hagslegt gildismat mannleg samskipti — félags- legt gildismat vald og stjórnun — stjórn- málalegt gildismat þekking og menntun — fræði- legt gildismat eining tilverunnar — andlegt gildismat fegurð og samræmi — listrænt gildismat heildarsamhengi — heildrænt gildismat, og er náttúruverndarsjónar- miðið eitt aðalatriðið, sem at- hugað er út frá 7. liðnum, heildarsamhenginu. Út frá hverju þessara sjónarmiöa eru efnisatriði viökomandi máls svo athuguð, þannig að allgóð heildaryfirsýn næst. Framtiðin er björt Við Islendingar höfum allar aðstæður til þess aö skapa á Is- landi fyrirmyndarþjóöfélag, þar sem hugsjónir aldanna um frelsi, jafnrétti og bræöralag veröa að raunveruleika innan ramma fjölþætts menningar- rlkis.Sennilegaerhvergi á jörð- inni eins mikiö einstaklings- frelsi og hér, hvergi stendur lýð- ræðið á eins fornum grunni, hvergi er ein þjóö tengd svo sterkum fjölskyldu- og bræðra- lagsböndum, og hvergi held ég aö jafn fáir hafi yfir jafn mikl- um náttúruauðlindum að ráða. Til þess aö nýta þessa góðu möguleika þarf samhug og samvinnu, ekki eigingirni og valdatafl. Og það þarf stjórnun og stefnumótun, sem tekur mið af fólki og þörfum þess, ekki frumhlaup og stórframkvæmdir til þess að halda þenslu i at- vinnulífinu og tryggja fámenn- um hóp sifelldan verðbólgugóöa á kostnað heildarinnar. Gott at- vinnulff er afleiðing af 'góðu mannllfi, ekki forsenda þess, nema rétt meðan verið er að komast uppúr örbirgöarstiginu, sem við erum fyrir löngu komin uppúr. Veröbólgan er ekkert óyfir- stiganlegt afl. Ef við stöndum saman má meö samræmdum aðgeröum minnka veröbólguna skipulega um 5-6% á ári, án þess að það kosti nema skynsamleg- an sparnaö og aöhaldssemi I framkvæmdum um skeið. Þannig mætti ná verðbólgunni niður I skynsamleg mörk, 10-15%, á 4 árum, einu kjör- tlmabili, ef nægilegur stjórn- málalegur vilji er fyrir hendi og fjölþættum efnahags og menn- ingarlegum aðgerðum er beitt. ffiXltumR 4 AMP. hleðslutækin er þægilegt að hafa í bílskúrn- um eða verkfærageymslunni til viðhalds rafgeyminum. — Wipac hleðslutækin eru próf uð og viðurkennd af Rafmagns- eftirliti ríkisins. Helstu varahlutir jafnan fyrir- liggjandi. Tnr? ARMULA 7 - SIMI 84450 Skjálftarnir koma eins og bylgjur, segir Friðrik Jónsson oddviti á Kópaskeri AÞ — Menn veröa varir viö jarð- skjálftana, en það er ekki mikið. Ljósakrónur dingla til og helzt verður vart viö þá ef menn sitja I stól, eöa liggja I rúmi, sagði Frið- rik Jónsson, oddviti á Kópaskeri. J — Þaö fundust nokkrir jarö- ' skjálftar I nótt, en þeir voru ekki j eins haröir eins og þeir voru áður j en sá stóri kom þann 13. janúar I hittifyrra. Skjálftarnir eru hér ekki eins og högg heldur koma þeir eins og bylgja. Vegaskemmdir hafa oröið I Kelduhverfi, og þá aöallega ofan viö Lyngás og að svokölluðum Veggjarenda. Sumsstaðar hafa myndazt þverhniptir veggir. I gær var veriö að vinna aö við- gerðum og sagði Friörik, aö vöru- bfii og jarðýta hefðu verið send frá Kópaskeri. Tiltölulega lltið magn af jarðvegi þarf til að gera við veginn, en hann var orðin ófær fólksbllum — Það ber svolítið á því hjá sumum einstaklingum að þeim liöur illa I þessum jarðhræringum sagði Friðrik, — og auövitað get- ur enginn sagt um hvað gerist á næstu klukkutlmum. En viö von- um það bezta, og hræringarnar hljóta að fara að hætta hvað úr hverju. Orlofsheimilahappdrætti Landhelgisgæslumanna Dregið var 23. desember eftirtalin númer komu upp: 1. vinningur á miða nr. 7326, 2. vinningur á nr.4599r3. vinningur á nr. 5935,4. vinningur á nr. 14947 5. vinningur á nr. 14603( 6. vinn- ingur á nr. 944 , 7. vinningur á nr. 10507 8. vinningur á nr. 10076, 9. vinningur á nr. 6618, 10. vinningur á nr. 12926, 11. vinningur á nr. 2693. 12. vinningur á nr. 10078, 13. vinningur á nr. 2015. Vinninganna má vitja i flugskýli Land- helgisgæzlunnar Reykjavikurflugvelli, simi 10230 á skrifstofutima. Kafs traumur tekinn af án viðvörunar daglangt — Rafmagnsleysi hefur leikiö okkur hart hér um slóðir aö undanförnu, sagði Jónas R. Jóns- son á Melum I Hrútafirði I samtali við Tlmann I gær. Kvað hann raf magniö hafa veriö tekið af klukk an eitt um daginn, og var ekki kominn á straumur á sjötta tlmanum. Var þaö 1 fjórða skipti á vikutlma, að þeir, sem við þessa llnu búa, sitja uppi rafmagns- lausir. Ég veit ekki, hver ber ábyrgö- ina á þessu, sagði Jónas, en hygg þó, að veriö sé að setja upp mæla fyrir væntanlegt orkubú Vest- fjaröa. Finnst okkur hér hart, aö það skuli ekki gert aö nóttunni eins og venja viröist annars staö- ar. En út yfir tekur, þegar straumurinn er rofinn og fólk haft rafmagnslaust daglangt I fyrri skiptin þrjú var þaö þó tilkynnt, að straumurinn yrði rof- inn og rafmagnslaust yrði fram eftir degi. Var til dæmis einn dag- inn rafmagnslaust allan daginn, frá klukkan eitt til niu. — Mér býöur I grun, sagöi Jónas að lokum, aö það myndi vekja talsverðan styr, ef það GV — Dregiö var I Happdrætti Krabbameinsfélagsins 24. des- ember s.l. Vinningar voru átta talsins og hefur enn ekki veriö vitjað um vinninga, sem komu upp á nr. 48660 (BMW-bifreiö) og 19319 (Grundig-litasjónvarps- tæki). Miöar þessir voruseldir I lausa- sölu en ekki er vitaö hvort þeir seldust á Akureyri, I Keflavlk eða gerðist I þéttbýli, aö hafa fólk raf- magnslaust daglangt, þótt út yfir taki, þegar rafstraumurinn er rof inn án nokkurrar viðvörunar. Þessari meðferð vil ég mótmæla og tel hana alls staðar óhæfa, jafnt 1 sveit og kaupstað, séu ein- hver tök á öðrum vinnubrögðum. úr happdrættisbllnum I Reykja- vlk. Krabbameinsfélagið biður þá sem hafa keypt miða á þessum stööum sérstaklega að gæta að þvi hvort þeir eigi þá miða sem hér um ræðir. Handhafar mið- anna eru beðnir að hafa samband viö skrifstofu Krabbameinsfélags Reykjavikur aö Suðurgötu 24 (slmi 19820) sem allra fyrst. Hver á vinninginn?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.