Tíminn - 11.01.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.01.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. janúar 1978 Uiíllil' 5 á víðavangi Tekur í hnúkana Það lætur váiega I Morgun- blaðinu um þessar mundir. Annars vegar hafa ritstjdrar blaðsins gert sér það ljdst að sundrungin f forystuliði Sjálf- stæðisflokksins er komin á all- alvarlegt stig, og hins vegar hefur það runnið upp fyrir þeim að hinn hægrisinnaði árdður háværra nýkrata er farinn að hafa einhver áhrif á lausafylgi það sem f sfðustu kosningum þjappaði sér um framboð Sjálfstæðismanna, ekki sízt i höfuðborginni. 1 sunnudagsblaði Morgun- blaðsins fjallar leiöarinn um lýðskrumara þá sem nú eru hvað háværastir I opinberum umræðum á landi hér. Margt er vel sagt og réttilega I leiö- aranum, enda greinilegt að leiðarahöfundi er að vonum mikið niðri fyrir. Hann bendir m.a. á ýmis óæskileg og skað- leg áhrif óðaverðbólgunnar á efnahags- og þjóðlif íslend- inga og segir siðan: Að valda öngþveiti ,,En einhver alvarlegustu áhrif hennar eru þau, að hún hefur skapað jaröveg fyrir lýðskrumara. Hitlar og Mússdlinf komust til valda f Þýzkalandi og á Italfu fyrr á þessari öld vegna þess, að slfkt öngþveiti og upplausnar- ástand hafði skapast I löndum þeirra, að almenningur féll fyrir þvf lýðskrumi, sem þeir höfðu uppi. Hinir „sterku” menn með einföldu lausnirnar á fldknum vandamálum töl- uðu upp f eyrun á fdlki, sem lagði við hlustir með hinum hörmulegustu afleiöingum.” Um lýðskrumara segir Morgunblaðið sfðan og rétti- lega: „Þessir lýðskrumarar láta mikið að sér kveöa. Þeir boða einfaldar og ddýrar lausnir á þeim vandamálum sem Is- lendingar eiga við að etja og að sjálfsögðu lausnir, sem engum sársauka valda hjá nokkrum manni. Þeir tala upp f eyrun á fdlki á þann veg, sem þeir telja sér henta. Þeir tala eins og vindurinn blæs hverju sinni. Þeir eru eins og vind- hanar, sem sveiflast til eftir vindáttinni. Þeir skrifa f blöð, láta til sfn taka f stjdrnmála- baráttunni, ráðast á það, sem fyrir er og slá um sig með ein- földum staðhæfingum.” Tímabærar viðvaranir Ljdst er af forystugrein Morgunblaðsins I gær að leiö- arahöfundi var meira niðri fyrir en hin hörðu orð sunnu- dagsleiðarans báru vitni um, og herðir hann nú mjög á um- mælum sinum. Það er rétt að það komi greinilega fram aö undir flest ummæli Morgun- blaðsins um lýðskrumara i þessum tveimur forystugrein- um ber eindregið að taka og fagna þessum timabæru við- vörunum blaðsins. Þessi stuöningur við um- mæli leiðarahöfundar Morg- unblaðsins breytist ekkert út af fyrir sig, þdtt vitaö sé með sannindum að ástæða ummæl- anna er annars vegar innri vandi Sjálfstæðismanna og hins vegar dtti þeirra um það að lýöskrumarar úr rööum krata muni teygja til sfn eitt- hvaðaf fyrra fylgi Sjálfstæöis- flokksins. Þrífast á hinu neikvæða 1 leiðara Morgunblaösins I gær segir m.a.: „Þau merki spillingar, sem fram hafa komiö undanfarin misseri, eru einnig kærkomin lýðskrumurum. Þeir þrffast á hinu neikvæða, á dgæfu og dförum annarra. Lýðskrum- ararnir hafa ekki notað saka- málin og svikamálin, sem upp hafa komið undanfarin miss- eri til þess að leggja áherzlu á siðferðilega endurreisn eða jákvæða uppbyggingu eða þær úrbætur, sem gera má á þjdð- felagi okkar til þess að draga úr slfkri spillingu. Þvert á mdti. Þeir hafa notað þessi s.aka- og svikamál til þess að rffa niður og selja blöð. Þeir hafa gert dgæfu fdlks að sölu- vöru og höfða til þeirra nei- kvæðu þátta I skapgerð sumra manna að hlakka yfir dförum annarra. Þeir hafa notað saka-og svikamálin til þess að grafa undan trausti almenn- ings á helztu stofnunum hins Islenzka samfélags, f stað þess að leggja áherzlu á jákvæða uppbyggingu þeirra stofnana frammi fyrir nýjum við- horfum.” Undir þessi orð ber eindreg- ið að taka, og má reyndar bæta þvf við að einhvern tfma hefðu einhverjir Sjálfstæðis- menn sagt eitthvaö ef þesst orð hefðu upphaflega birzt I Timanum. Er eftir aö sjá hvað þeir hinir sömu segja nú um Morgunblaðið. Hamast á bændum Það er alveg greinilegt að það hefur gengiö fram af leiö- arahöfundi Morgunblaösins að fylgjast með þeim umræöum sem oröið hafa undan farna mánuði um landbúnaöarmál- in, og var tfmi til kominn aö barniö fyndi til bragðsins. Um þau efni segir Morgunblaðið I gær: „Ein stétt landsins hefur orðið sérstaklega fyrir barðinu á þessum vindhönum, en þaö eru bændur. Bændur framleiða helztu neyzluvöru almennings og lýðskrumarar vita dsköp vel, að neytendur á þéttbýlissvæöum eru viö- kvæmir fyrir veröhækkunum á landbúnaðarvörum. Þeir vita lfka, að bændur eru miklu fámennari heldur en neytend- ur I þéttbýli. Þess vegna ham- ast þeir við að ala á tortryggni milli bænda og neytenda f þéttbýli. Alls staðar i heimin- um er landbúnaður atvinnu- grein, sem býr við mjög flókið kerfi I verðlagsmálum, en lýð- skrumararnir láta svo sem þaö sé aðeins hér á íslandi, sem slfkt kerfi sé við lýði og reyna að telja fdlki trú um, að hin fldknu vandamál landbún- aðarins sé hægt að leysa helzt með þvf að leggja niður allan landbúnaö á tslandi og verða öðrum þjdðum háðar um inn- flutning á þessum helztu mat- vælum landsmanna. Svo ein- falt er málið ekki, en það kem- ur vindhönum og kraftaverka- mönnum ekki viö”. Þetta er einfaldlega hárrétt hjá Morgunblaöinu, og mætti kveða þessa vfsu oftar. í glerhúsum Undir lok leiðara sins færist leiðarahöfundur Morgun- blaðsins enn f aukana, og enn hefur hann lög að mæla: „Loks er það sérkenni á málflutningiog vinnubrögðum lýðskrumara, að þeir gera heiftarlegar persdnulegar árásir á einstaklinga og þá aö- ila, sem standa fyrir ábyrgð og sanngirni og jákvæðum viðhorfum. Þjdðmálaum- ræður á Islandi voru á gdðri leið með að losna við þá per- sdnulegu rætni, sem f áratugi hafði einkennt þessar umræð- ur, en nú hafa lýöskrumarar tekið hana upp á ný. Þeir vita sem er, að þeir eiga engan leik á borði I málefnalegum um- ræðum, þar sem vfðsýni og sanngirni rfkir. Þess vegna grípa þeir til þess ráðs, að gera persónulegar og rætnar árásirá einstaklinga f von um, að einhverjirhafiánægju af að hlusta á slikt og lesa slikan þvætting. Þessir niðurrifsmenn setja blett á þjdðlff okkar. Þeir eitra andrúmsloftið og þeir þrffast þvf aöeins, að fdlk leggi við hlustir. Við þurfum að losna við þá spiliingu, sem nú rföur bersýnilega húsum f okkar landi. En við þurfum lfka að setja lýöskrumarana á sinn bás. Af þvf yrði mikil hreins- un. Sumir þeirra eiga heima I glerhúsum.” Af eðlilegum og augljósum ástæðum telur Timinn sjaldan tilefni til að fagna málflutn- ingi þeirra Morgunblaðs- manna. En þegar svo ber viö að Morgunblaðið birtir leiðara eins og sl. sunnudag og i gær þá er skylt að taka eindregið undir. JS frleg- I þau, uppi. Hinir 'sKrumarar lala mfkið áó gengur. Óðaverðbólgan „sterku" menn með ein- sér kveða. Þeir boða ein- hér hefur skapað jarðveg Visum lýð- skrumurum á bug földu lausnirnar á flóknum faldar og ódýrar lausnir á fyrir lýðskrumara og þeir vandamálum töluðu upp í þeim vandamálum, sem ls- eru og hafa verið utn skeiö engud leystI vandJ innaií innail strikil gera f að vj um i sem j fólkiJ lokuif starffl ábyrf hával þrauf semi Niðurrifsstarf- semi lýðskrumara ^eír lýðskrumarar — vind- stofnana frammi fyrir nýjum hanar — kraftaverkamenn — viðhorfum. Akveðið í dag hver hlýtur bókmenntaverðlaun N or ðurlandar áðs Hugsjónir og fyrirsagnir Dómnefndin sem ákveður bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, kemur saman til fundar i Kaupmannahöfni dag. Að fundin- um loknum verður tilkynnt hver hlýtur bókmenntaverðlaunin 1978. Verðlaunin nema nú 75 þús- und dönskum krinum. Þau verða afhent 19. febrúar i Osló, þar sem 26. þing Noröurlandaráðs veröur haldið. Eftirtalin verk voru tilnefnd fyrir úthlutun bókmenntaverð- launanna að þessu sinni: Danmörk: Elsa Gress: Sala- mander (skáldsaga 1977) Tage. Skou-Hansen: Den harde frugt (skáldsaga 1977). Finnland: Ralf Nordgren: Det har aldrig hSnt (skáldsaga 1976) Pentti Saari- koski: Dansgolvet pa berget (ljóð 1977) Island: Thor Vil- hjálmsson: Mánasigð (skáldsaga 1976) Tryggvi Emilsson: Fátækt fólk (sjálfsævisagá 1976) Noreg- ur: Kjartan Flögstad: Dalen Portland (skáldsaga 1977) Stein Mehren: Det trettende stjerne- bilde (ljóð 1977) Sviþjóð: Elsa Grave: Slutförbannelser (ljóð 1977) Sara Lidman: Din tjanare hör (skáldsaga 1977) 1 dómnefndinni eiga sæti eftir- taldir menn: Danmörk: Torben Broström, lektor, Mogens Brönsted, próf- essor. F.J. Billeskov Jansen, prófessor (varamaöur). Finn- landi: Kai Laitinen, fil. dr., Sven Willner, rithöfundur, Irmeli Ni- emi, prófessor (varamaður) Ing- mar Svedberg, ritstjóri. Island: Njörður P. Njarðvik, lektor (for- maður) Hjörtur Pálsson, dag- skrárstjóri, Andrés Björnsson, útvarpsstjóri (varamaður) Nor- egur: Arne Hannevik, dr. philos., Leif Mæhle, prófessor, Odd Solumsmoen, bókmenntagagn- rýnandi (varamaður) Sviþjóð: Petter Bergman, rithöfundur, Per Olof Sundman, rithöfúndur, Ake Leander, ritstjóri (varamaö- ur) Þeir eru gamansamir (?) blaðamennirnir viö blað vort Tlmann. Þegar ég hef rakið þeim margvlsleg umsvif I skóla- og öðrum menningarmálum á liönu ári og sagt frá fyrir- hugaöri lagasetningu og bygg- ingaráformum upp á nokkra milljarða á þvl næsta, þá velja þeir frásögn minni að yfirskrift og einkunnarorðum: „SAM- DRATTUR ER FÖGUR HUG- SJÖN-------.”!!! Nafngjöfin er þó ekki með öllu tilefnislaus, þvl I niöurlagsorðum sagði ég I hálf- kæringi: „Nú er mikiö talað um samdráttlumsvifum rlkisins og er það fögur hugsjón, ekki síst með fámennri þjóð þar sem llf liggur við að yfirbyggja ekki skútuna. Þetta má þó aldrei veröa á kostnaö þeirrar þjón- ustu sem þegnarnir mega hvaö slst án vera.” Þaö er samt sem áöur meö öllu fráleitt aö meöhöndla þessi ummæli á þann hátt, sem gert er I fyrirsögn blaösins. Þetta er lika dálltið grátt gaman I minn garö vegna þess aö ég læt ekkert tækifæri ónotaö til þess aö vara viö þvl óskilgreinda sparnaöar- Vilhjálmur Hjálmarsson. og samdráttarrausi sem nú er svo mjög í hávegum haft. Ég held nú samt aö fyrra met Tlmans I hrekkjum viö undir- ritaöan standi óhaggaö! En þaö var sett hér um áriöþegar ég haföi skrifaö eftirmæli um lát- inn sveitunga minn og sent blaö- inu. Tlminn tók þau fyrir ritdóm og gaf þeim heitiö „Múlaþing”! Vilhjálmur Hjálmarsson Sendibifreið af gerðinni Hanomag Henzel F 46 model 1972 burðarþol um 3.1 tonn. Nánari upplýsingar um bifreiðina veitir Kristján Halldórsson verkstióri i sima 10020. Osta- og smjörsalan s.f. Snorrabraut 54 Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.