Tíminn - 11.01.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1978, Blaðsíða 8
8 Miövikudagur 11. janúar 1978 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HNOTUBHJÓTUEINN Ballett I tveim þáttum Marius Petipa, byggöi á sögu Hoffmanns. Tónlist: Tsjaikovski Búningar: Una Collins. Sviösetning og dansar: YURI CHATAL. Þjóöleikhúsiösýnirum þessar mundir Hnotubrjótinn, ballett I tveim þáttum viö sögu Maríus- ar Petipa, en hann hefur gert þrjá heimsfræga balletta viö tónlist Tsjaikovski, og þar á meöal sjálft Svanavatniö, sem margir telja einhvern fegursta ballett sem hægt er aö dansa. Maríus Petipa frumsamdi Svanavatniö þó ekki, en er höf- undur þeirrar geröar er frægöin byggöist á. Hnotubrjósturinn er líka eitt frægasta verk Petipa, en þaö samdi hann upp úr hryllings- sögu eftir E.T.A. Hoffmann um Hnotubrjótinn og músakónginn. Sagt er aö Tsjaikovski hafi ekki litizt neitt sérlega vel á aö gjöra tónlist viö þetta sérkenni- lega „barnaefni”, en hann haföi lesiö sögu Hoffmanns næstum þvl áratug áöur en Petipa kom meö handrit sitt, en þetta gerist kringum áriö 1890. Þaö var nýmæli I þá daga, aö tónskáld og ballettmeistarar störfuöu saman aö samningu verka. Aöur var þeirri aöferö beitt, aö hver sat I slnu horni. Tónskáldiö samdi tónlistina viö söguna án þess aö hafa minnstu hugmynd um þaö hvernig dansa ætti eftir henni, þvl auövitaö hafa balletthöfundar grófa mynd af því þegar I upphafi, hvernig þeir hyggjast leggja út af sögu. A vorum dögum þykir þaö ekki tiltökumál þótt hryllings- saga sé gerö handa börnum. Börn heyra og lesa fyrst og fremst hryllingssögur, þar sem hin maklegu málagjöld eru barlestin. Jafnvel Rauöhetta er hryllingssaga, og skilst þá llk- lega betur hvaö viö er átt. Þaö var áriö 1892 sem Hnotu- brjóturinn var frumsýndur I keisaralega ballettinum I Pét- ursborg, og hann hlaut fremur dræmar undirtektir, en Hnotu- brjóturinn liföi samt, og sum atriöi hans uröu heimsfræg I höndum eöa eigum viö aö segja fótum? ballettflokks Onnu Pavlovu. Hnotubrjóturinn mun vera vinsælt jólaefni hjá leikhúsun- um vlöa um heim, þvl leikurinn gerist einmitt I jólaboöi herra Silberhaus, konu hans og barna. A eigin fótum Viö frumsýningu og nokkrar sýningar þar á eftir komu þarna fram dansararnir Anna Aragno og Helgi Tómasson, ástamt Islenzka dansflokknum og leikurum Þjóöleikhússins, en núna eru stjörnurnar tvær farn- ar og aörir hafa komiö I þeirra staö. Dansflokkurinn veröur þvl aö standa á eigin fótum, án stuön- ings þeirra. Plómudísin er farin og hennar herra, en I staöinn hafa komiö þau Auöur Bjarna- dóttir/ólafla Bjarnleifsdóttir og Matti Tikkanen og I staöinn fyrir önnu Aragno koma nú I hlutverk snædrottningarinnar þær Asdis Magnúsdóttir og Helga Bernhard. Matti Tikkan- en og Þórarinn Baldvinsson munu skipta meö sér hlutverki Helga I Snækónginum. Þvl miöur átti undirritaöur þess ekki kost aö sjá verkiö flutt meö þeim önnu Aragno og Helga Tómassyni, vegna fjar- veru úr bænum, en sá fyrstu sýninguna eftir hrókeringuna, sem bar upp á sjálfan þrettándann. Af þessu er dálítill skaöi, þvl samanburöur heföi veriö fróölegur aö ekki sg nú meira sagt, þvl ekki er manni þaö grunlaust aö sálarstyrkinn sæki Islenzki dansflokkurinn fyrst og fremst til Helga Tómassonar, þvl hann segir manni þaö ótvlrætt meö fordæmi sínu, aö héröan er unnt aö fá dansara á heimsmælikvaröa, þrátt fyrir stirt göngulag þessarar þjóöar. En hvaö um þaö, nú veröur aö standa á eigin fótum, — eöa dansa á þeim. Annaö atriöi sem öröugt er aö átta sig á er (annaö en saman- buröurinn) aö sviösetning og samning dansa eru talin I leik- skrá vera eftir Yuri Chatal. Ber aö taka þetta sem svo, aö döns- um Petipa hafi hér algjörlega veriö hafnaö? Þar segir llka I kynningu á stjórnandanum, aö hann sjálfur samiö fjöl- marga balletta, en „frægastur mun hann vera fyrir hinar ýmsu sviösetningar sínar á Hnotu- brjótnum”. Þaö skal hreinlega játaö hér, aö þetta kemur manni undarlega fyrir sjónir, þar sem á öörum staö I skránni er sagt frá Hnotubrjótnum á þessa leiö: „Atriöi snædrottningarinnar og plómudlsarinnar uröu þó fljótlega vinsæl, þau voru á verkefnaskrá ballettflokks önnu Pavlovu frá þvl skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina og höföu veriö dönsuö I öllum heimsálfum, er Pavlova lézt 1931. En þaö var ekki fyrr en 1934, aö Hnotubrjóturinn var sýndur I fullri lengd utan Sovét- rikjanna. Þaö var I Sadler’s Wells leikhúsinu I London. Mar- got Fonteyn dansaöi. þá eitt snjókornanna og þremur árum seinna dansaöi hún plómudís- ina I fyrsta skipti, 17 ára gömul. Fyrsta sýningin á Hnotubrjótn- um I Bandarlkjunum var I New York 1940 á vegum Ballet Russe de Monte Carlo. Konunglegi 'danski ballettinn frumsýndi Hnotubrjótinn 1950. Ariö 1954 samdi George Balanchine nýja útgáfu af Hnotubrjótnum fyrir New York City Ballet og var þaö fyrsti heilskvöldsballettinn, sem flokkurinn sýndi. Um þetta er þaö m.a. aö segja, aö manni finnst þaö I meira lagi undarlegt aö þau Anna Aragno og Helgi Tómas- son hafi kunnaö dansana hans Yuri Chatal út I hörgul án þess aö hafa æft meö flokknum frá byrjun, hvaö sem um annaö má segja. Fyrsta sýning eftir hrókering- una var ekki neitt sérlega vel heppnuö og voru atriöin ákaf- lega misjöfn. Sýningin hefst meö jólaboö- inu, þar sem prúöbúiö fólk kem- ur saman ásamt börnum sínum á heimili Silberhaushjónanna (Steinunn Jóhannesdóttir og Sigmundur Orn Arngrlmsson). Eftir fremur bragödaufar stundir á heimili hjónanna kem- ur töframaöur I heimsókn, Drosselmeyer bæjarfulltrúi, sem leikinn er meö ágætum af Arna Tryggvasyni. Hann finnur upp á ýmsu, fremur galdra og töfrabrögö, og hann gefur börnunum gjafir. Þaö eru leikarar Þjóöleik- hússins, sem þarna bera uppi fyrsta hluta sýningarinnar. Ég veit ekki hvort þaö er almennur siöur aö nota „venjulega” leik- ara I þessu atriöi erlendis, en þaö viröist þó ekki vera til neinnar fyrirstööu. Þeir standa sig meö prýöi, enda er ekki um flókin dansatriöi aö ræöa þarna, heldur aö fýlgja „kore- ographiu” og fremja rétt lát- bragö. Þarna kemur fram fjöldi barna, sem fæst I rauninni viö þaö sama og dansa lítiö. Höfuöpersónan er Klara, þvl siöari hluti Hnotubrjótsins er draumur hennar, eöa eins og segir I skránni: „Þegar veizlunni lýkur sofnar Klara og hana dreymir hnotu- brjótinn, Drosselmeyer og jóla- tréö. Alltí einu tekur jólatréö aö stækka, tindátarnir vakna til lifs og mýs spretta fram úr hverju skoti. Þaö slær I bardaga milli músanna og tindátanna, sem berjast undir stjórn hnotu- brjótsins. Hnotubrjóturinn kemst I hann krappan en Klöru tekst aö bjara honum úr klóm músakóngsins meö því aö lemja hann I höfuöiö meö skónum sln- um. Tindátarnir fara meö sigur af hólmi og hnotubrjóturinn breytist I fagran prins, sem fer meö Klöru I feröalag til Sælgæt- islandsins. Leiöin liggur um rlki Snædrottningarinnar og Snæ- kóngsins, sem taka þeim tveim höndum.” Dansinn og tjöldin. Síöari hluti Hnotubrjótsins er meira dansaöur og ævintýriö, eöa draumurinn, sker sig frá veruleika fyrri þáttarins. Þetta eru mjög fagir dansar og oft frumlegir, en þaö veröur aö segjasteins og er, aö mér fannst stúlkurnar standa sig bezt á þeim vettvangi, betur en karl- arnir, án þess aö reynt sé aö rökstyöja þetta frekar. Enda er hér byggt á tilfinningu einni saman. Enginn má samt skilja þetta sem svo aö hyldýpi skilji á milli og áhorfendur nutu sýningar- innar vel. Leiktjöld Sigurjóns Jóhanns- sonar voru óvenju skemmtileg og skrautleg, einkum þau sem notuð eru I slðari þættinum, en þau eru gerö af óvenjulegum hagleik. Búningar Unu Collins voru llka skemmtilegir og fagrir. Jónas Guðmundsson leiklist Rússneskir úlfar í Svíþjóð Rússneskir úlfar hafa lagt leiö slna til Svíþjóöar og ef til vill veröa þeir til þess aö úlfar deyja ekki út I Svlþjóö. Náttúruverndarstofnunin sænska telur aö a.m .k. fimm ef ekki fleiri úlfar séu nú I land- inu. Fréttir bárust um þrjá úlfa sem komu til Svíþjóðar I veturog skömmu síöar komu tveir til viöbótar . úlfarnir hafa m.a. sést I noröanverðu Jamtalandi. Tal- iö er aö þeir hafi komið frá Sovétrlkjunum yfir Noröur Finnland og til Sviþjóðar. Norskir úlfar gætu einnig komizt til Svlþjóöar og álitiö er aö sumir úlfanna I Svíþjóö séu þaöan. Aöur var taliö aö einn ein- asti úlfur væri eftir á lífi I Svl- þjóö. Samar eru ekki hrifnir af þeirri ráöagerö náttúru- verndarmanna aö fjölga úlf- um og segja þá hafa ílutt þá inn I landiö en náttúru- verndarmenn neita því. En hvaö um þaö e.t.v. veröur þessi tilflutningur úlfanna til þess aö bjarga sænska úlfa- stofninum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.