Tíminn - 24.01.1978, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. janúar 1978.
1S3LSÍ.JJ
stm
7
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón SigurOsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á
mánuöi. , ,
Blaðaprent h.f.
Reynslan frá 1974
Alþingi hefur hafið störf að nýju eftir jólaleyfið.
Nú eins og oft áður i ársbyrjun, verða efnahagsmál-
in helzta viðfangsefni þess. Ákvörðun fiskverðs
mun leiða i ljós hver staða sjávarútvegsins og fisk-
iðnaðarins verður og hvaða ráðstafanir muni þurfa
að gera i þvi tilefni. Fiskiðnaðurinn hefur undanfar-
ið átt við mikinn rekstrarvanda að glima og hefur
um skeið verið haldið gangandi með sérstökum
framlögum úr Byggðasjóði. Til langframa verður
vandi fiskiðnaðarins ekki leystur með slikum hætti,
þar sem liklegt er einnig, að fiskverðsákvörðunin
muni auka hann. Þá býr annar útflutningsiðnaður
við stórfelldan rekstrarhalla,þar sem verð á vörum
hans hefur litið breytzt til hækkunar á sama tima og
kaupgjald hefur hækkað um 60-70%. Annar iðnaður
býr við mikla rekstrarerfiðleika af sömu ástæðum.
Siðast en ekki sizt er svo að nefna landbúnaðinn og
stórfelld vandamál hans.
Alþingi fær hér vissulega við erfið verkefni að
glima. Þessi verkefni verða ekki auðveldari sökum
þess, að þingkosningarnar eru á næsta leiti. Þá
skapast oft þau viðhorf að rétt sé að draga málin á
langinn og treysta á bráðabirgðaúrræði fram yfir
kosningar. Komið geti til mála, að flýta kosningum,
svo að Alþingi geti tekið á málum, án þess að hafa
þær yfirvofandi.
Þetta er i höfuðdráttum það viðhorf, sem blasir
við i byrjun framihaldsþingsins. Sitt getur sýnzt
hverjum. Aðstæður eru nú ekki ólikar þvi og þær
voru á vetrarþinginu 1974, sem var siðasta þing
fyrir kosningar. Eftir febrúarsamningana svoefndu
blasti við hraðvaxandi verðbólga og stórfellt at-
vinnuleysi i kjölfar hennar, ef ekki væri brugðizt við
i tima. Vinstri stjórnin lagði þá fram tillögur um
viðtækar viðnámsaðgerðir. Þær náðu ekki fram að
ganga sökum stöðvunarvalds, sem stjórnarand-
stæðingar höfðu eftir klofning Samtaka vinstri
manna og frjálslyndra. Stjórnin beitti takmörkuðu
valdi sinu til viðnáms og flýtti þingkosningum. Þótt
timinn, sem leið þangað til nýkjörið þing kom sam-
an, væri ekki langur, var hann nógu langur til þess,
að verðbólgan hafði náð að aukast svo mikið, að
þjóðin býr að þvi enn þann dag i dag.
Þessa reynslu frá vetrinum 1974 er gagnlegt að
hafa i huga, þegar Alþingi fer að fjalla um efna-
hagsmálin. Þessi reynsla skýrir það vel hvers
vegna ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknar-
flokksins, lagði áherzlu á það i áramótagrein sinni,
að viðnámsaðgerðir yrðu gerðar fyrir kosningar.
Vandi frændþjóðanna
Það er viðar en hérlendis sem efnahagsmál eru
meginverkefni rikisstjórna og löggjafarþinga um
þessar mundir. Þannig er það t.d. hjá hinum nor-
rænu frændþjóðum. Danir hafa búið við sivaxandi
atvinnuleysi um langt skeið og bitnar það þyngst á
yngri kynslóðinni. Hjá þeim hafa verið gerðar
bráðabirgðaráðstafanir á bráðabirgðaráðstafanir
ofan, þvi að engin hefur enzt nema til örskamms
tima i senn. Finnar glima bæði við mikla verðbólgu
og mikið atvinnuleysi og fara erfiðleikar þeirra si-
vaxandi. Sviar og Norðmenn sluppu um skeið býsna
vel við hvort tveggja, en nú hafa efnahagserfiðleik-
arnir einnig sótt þá heim. Sænska stjórnin hefur ný-
lega lagt fram mestu hallafjárlög i sögu Sviþjóðar
og boðar tekjurýrnun hjá almenningi, þvi að ella
verði ekki komizt hjá atvinnuleysi. Norska stjórnin
undirbýr viðtækar efnahagsráðstafanir og boðar að
rauntekjur megi ekki hækka. Þrátt fyrir þetta, eru
norrænar þjóðir betur á vegi staddar i þessu efni en
flestar aðrar. Þ.Þ.
Roland Evans og Robert Novak:
Carter talar ógæti-
lega, um alþjóðamál
Gæti lært af Nixon í þeim efnum
Eftirfarandi grein, sem Guö-
jón Teitsson, fyrrv. forstjóri,
hefur þýtt og sent blaöinu,
birtist i International Herald
Tribune, dótturblaöi The
New York Times og The
Washington Post, 9. þ.m.
Greininni fylgir eftirmáli frá
þýöanda:
HIN FURÐULEGU mistök
Carters forseta i málflutningi
til aö reyna aö geöjast öllum
aöilum aö stjórnmálalegum
samningum um friö I
Miö-Austurlöndum hafa fram-
kallaö kviöablandiö hróp um
hjálp, aö visu einstaklings-
bundiö, frá mjög velþekktum
demókrata tengdum Hvfta
húsinu, Robert Lipshutz.
I litlu hádegisveröarsam-
kvæmi kvartaöi þessi demó-
krati yfir þvi, aö i ræöum sin-
um um hin flóknustu málefni
slengdi Carter fram mót-
sagnakenndum oröum, þannig
aö enginn gæti vitaö hver hin
raunverulega stefna Banda-
rikjanna væri. „Endi veröur
aö binda á skipulagsleysi og
tvöfeldni, sagöi Lipshutz.
Svariö hjálpar til aö sýna
flækjurnar i málflutningi
Carters, sem setti slikan blæ á
för hans til Egyptalands, aö
áhyggjum veldur um framtiö-
ina. Um þetta sagöi Lips-
hutz:,, „Jimmy Carter fyrir-
litur vandlega stefnumörkun
Nixons og heldur að frihjólatal
sitt veiti betri árangur.”
Forsetinn raunverulega
meinar þaö, þegar hann segist
vilja hafa „opið stjórnarfar”,
sagði Lipshutz gestum sfnum.
„Hann ætlar sér aö halda
áfram i þeim anda. Nixon
sagöi aldrei neitt, sem ekki
var vandlega yfirvegaö (nev-
er said a word that was not
weighed and tested). Það var
ekkert tilviljunarkennt eöa
ósjálfrátt i skipulagi hans á
utanrikismálunum. Jimmy er
öðru visi. Hann talar frjáls-
lega og segir meiningu sina.
Jafnvel þótt löngun til aö
vera blátt áfram og ööru visi
en Nixon — býsna stirðbusa-
legur — vissulega skýri hras-
anir i tali Carters, þá eyöir
þaö ekki þeirri hrellingu, sem
endurteknar mótsagnir hans
hafa valdiö i höfuöborgum
Miö-Austurlanda, og er sjón-
varpsviötal hans hinn 28. des.
s.l., við lok utanlandsferöar,
nýtt dæmi upp á þetta.
MARGYFIRLÝST andstaöa
Carters gegn sjálfstæöu
Palestinuriki vakti ekki
undrun Sadats forseta heldur
skyndileg framkoma nýrrar
hugmyndar Carters: „Þessir
rikifangslausu Palestinumenn
undir hernaöaryfirsjórn tsra-
els kynnu aö ákveöa aö vera..
israelskir borgarar.. og raun-
verulega gerast kjörgengir til
Knesset (lögþings Israels)”.
Þessi hugmynd, i alvarleg-
um umræöum um stjórnmál
Miö-Austurlanda, vakti undr-
un Sadats og annarra Araba-
leiötoga, og þótti leiöa i ljós
dæmalausan misskilning
Carters forseta á málefninu.
1 hinu snemmborna heima-
landstali Carters, sem fram
kom án fyrirfram hugsunar i
Clinton, Mass. 21. marz s. 1.,
sagði Mr. Carter umhyggju-
samlega: „Flóttafólkinu frá
Palestinu, sem hefir þjáðst i
mörg, mörg ár, verður aö sjá
fyrir heimalandi,” og ekki
minnzt á, aö þaö yröi þar
undir forræöi tsraela.
Þegar Carter var aö þvi
spurður á blaöamannafundi 8.
april, eftir heimsókn Sadats,
hvort hugmyndin væri, aö
Carter forseti
heimaland Palestinumanna
skyldi vera undir jórdönskum
yfirráöum, sneri hann sig
(jockeyed) út úr málinu á
þessa leið: ,,t>aö er spurning,
sem ég vil ekki taka aö mér aö
svara fyrir Sadat. Ég vil aö
hann gefi sinar opinberu yfir-
lýsingar sjálfur, og ætla mér
ekki að skýra frá þvi, sem
hann segir mér einslega,” og
hljómaði þetta sem staögott
svar.
Spuröur á ný um heima-
landiö sagöi Carter hinn 12.
júli, aö þvi er viröist fyrir
þrýsting frá tsrael, aö ósk sin
væri sambandsriki (entity)
bundið Jórdaniu, en, ekki
sjálfstætt riki.
AUK lausatals um heima-
landsmálið viö ýms tækifæri,
hefir Carter sýnt mikinn skort
gerhygli varöandi byggöir
Israels á hinum herteknu
landsvæöum Araba.
Skömmu eftir komu Begins
forsætisráöherra Israels til
Bandarikjanna i júlf, sagöist
Carter hafa tilkynnt Begin þaö
mjög ákveðið, að Bandarikin
myndu lita mjög alvarlegum
augum á nýjar byggöir tsra-
ela á nefndum landsvæöum.
En nokkru siöar, eða 5. ágúst,
eftir aö Begin hélt áfram aö
leyfa nýjar byggöir og lög-
helga eldri, sagöi Carter viö
fréttamenn: „Ég held aö það,
sem hann (Begin) geröi, hafi
veriö I samræmi viö óskir
israelsku þjóðarinar.” —
Þetta var nýr þáttur I byggöa-
málinu, lifsins brauð fyrir
Israela, sem þyrsti eftir sam-
úð Bandarikjanna, en fól f sér
óvænt högg i andlit Araba.
Enn hefir engin umsögn
komiö frá forsetaembættinu
um ákvörðun tsraela I siöustu
viku um aö senda nýja land-
nema til hins hernumda
egypzka Sinailandsvæöis, og
veldur þaö engri undrun eftir
sveiflur Carters i málefnum
Mið-Austurlanda.
Þaöer þvi svo, aö losaralegt
tal Carters um mál, sem
varöa lif og dauöa Gyöinga og
,\raba i Mið-Austurlöndum,
hefír skapaö þungar áhyggjur
margra manna, og þar meö
sumra hinna öflugustu stuðn-
ingsmanna forsetans I Banda-
rikjunum. Enn sem komiö er,
hefir þó ekki oröið neinn
óbætanlegur hnekkir varöandi
umræddar sáttatilraunir
Carters, sem hann hefir fram-
fylgt með meiri ástundun en
fyrirrennarar hans i Hvita
húsinu.
Það, sem nú er brýnast, er
minni sýndarmennska og
minni ástundun þess aö
Jimmy Carter skuli vera frá-
brugöinn Richard Nixon. Þvi
var þaö, aö þegar Carter
skýröi frá niðurstöðum
45-minútna viöræðna viö Sad-
at forseta s.l. miövikudag, þar
sem hann m.a. reifaöi nauö-
vörn þá, er hann haföi búiö sér
i umræddu máli, og las i þvi
sambandi skriflega greinar-
gerö, sem sjaldgæft má telja,
þá létti mörgum aö heyra
slikt.
A.m.k. í þetta tiltekna sinn,
vorunauðsynlegir varnaglar á
báðar hliöar, gætilega skil-
greindir, og kynni þetta aö
vera merki um hægfara
vaxtarbrodd fagmennsku,
eftir hina viövaningslegu og
lausbeizluöu stjórnarstefnu.
Viðauki þýðanda
Er ég dvaldi erlendis fyrr i
þessum mánuði, rakst ég á
grein þá, er birtist hér að
framan i islenzkri þýðingu
minni undir fyrirsögninni:
Ógætilegt tal Carters —
Áherzluletur er ákveðið af
mér.
Ekki er það ætlun min með
birtingu þessarar greinar að
kasta rýrð á Carter forseta
hér á landi, enda hefir mér lit-
izt vel á boðaða stefnu hans i
ýmsum málum, svo sem um
mannréttindi, orkumál o.f 1.,
en eins og áður nefnd grein
bendir til, virðist Carter þó
enn skorta reynslu til að fjalla
af nægri gætni og innsæi um
sum stórmál. — Vonandi ræt-
ist þó úr, og óska ég forsetan-
um velfarnaðar i þvi efni.
Kveikjan að þvi að umrædd
grein vakti athygli mina, var
fyrst og fremst hin óvænta
viðurkenning á mikilli hæfni
Richards Nixons i meðferð
utanrikismála Bandarikj-
anna, og undraði það mig ekki
sizt, að þetta skyldi birtast i
dótturblaði Washington Post,
sem var brautryðjandi að þvi
að hrekja Nixon af forsetastóli
með þvi að stofna til gifurlegs
hávaða og áróðurs út af_þvi,
sem ég hefi frá upphafi taliö
nauðaómerkilegt mál i eðli
sinu, samanber grein, er ég
ritaði og birtist i Timanum 22.
mai 1973.
Minnist ég þess, að eftir að
nefnd grein min birtist, sagði
við mig mjög þekktur borgari,
að hann byggist við, að ég
væri eini vinur Nixons á
lslandi. — Svona hafði hinn
taumlausi og ég vil segja sjúk-
legi bandariski áróöur — meö
einhvers konar stjórnlausa
peningaveltu á bak við sig,
breitt úr sér, einnig hér á
landi.
En i Kina, með sinar 800 —
900 millj. ibúa, og i Sovétrikj-
unum, með sinar 250-260 millj.
ibúa, virtist litið raunsærri
augum á málið. Nixon hafði
stigið stór og merk spor til að
draga úr ófriðarspennu við
þessi riki, sem enn er búið að,
og hlotið að launum traust og
virðingu stjórnenda og al-
mennings þar, án þess af
nokkrum að vera grunaður
um að hafa með ógætilegum
hætti fórnað öryggi eða hags-
munum umbjóðenda sinna.
Var þetta eftirminnilega
staðfest af rikisstjórn Kina,
sem bauð Nixon til sin sem
opinberum heiðursgesti, eftir
að búið var að hrekja hann úr
forsetaembættinu með þeim
óskapalátum, að i raun og
veru má undarlegt telja, að
hann skuli enn vera i lifenda
tölu.
Guöjón F. Teitsson