Tíminn - 24.01.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.01.1978, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 24. janúar 1978. Árni Benediktsson: MILLJARÐAHEIMT OG MÆLIKVARÐAR Svar við skrifum Þjóðviljans s.l. föstu- dag um fisksöluna í Bandaríkjunum Það var ekki átakalaust að afla markaða fyrir hraðfrystar fisk- afurðir á fyrstu árum og ára- tugum hraðfrystingar hér á landi. Framan af hugöust menn hasla sér völl á markaði i Evrópu og gekk þar á ýmsu. Fyrstu tilraunir til þess að opna bandariska markaðinn mis- heppnuðust algjörlega. Það var ekki fyrr en það gæfuspor var stigið aö reisa eigin verksmiðj- ur og koma upp sjálfstæðu sölu- kerfi i Bandarikjunum að veru- lega fór að rætast úr i markaðs- málum og nauðsynleg festa skapaðist i sölumálum. Þessi fyrirtæki voru i upphafi reist af miklum vanefnum, en hafa smátt og smátt getaö byggt sig upp og hafa nú orðið viðunandi aðstöðu. Þau hafa nú viðunandi afkomu fjárhagslega, eru langt komin meö að byggja upp fram- leiðsluaðstöðu sina á þann hátt, að ekki gerist betra hjá öörum fyrirtækjum i sömu grein, og þau hafa byggt upp sölukerfi sem fuílnægir ýtrustu þörfum. Að sjálfsögðu hefur þessi starfsemi orðið fyrir áföllum öðru hverju. Bandariski mark- aðurinn er harður samkeppnis- markaður, þar sem litið má út af bera. Það eru ekki fátiðar fréttir frá Bandarikjunum, að fyrirtækii fiskiðnaöi og fisksölu veröi gjaldþrota. Islenzku fyrir- tækin hafa sem betur fer ekki lent i slikum áföllum og er þess að vænta að þeim hafi nú báðum vaxið svo fiskur um hrygg að ekki þurfi að óttast um hag þeirra héðan i frá. Ekki er þó r^ttlætan- legt að fyllast óeðlilegri bjartsýni, mistök veröa gerð eins og alltaf hefur verið iþess- um heimi og mun væntanlega alltaf verða, og skiptir þá miklu máli að undirstaðan sé trygg. Tilgangur og starfsemi islenzku fisksölufyrir- tækjanna í Bandarikj- unum. tslenzku fisksölufyrirtækin i Bandarikjunum eru stofnuð með það meginhlutverk i huga að skila hæsta fáanlegu verði fyrir fiskafurðir hingaö heim. Þetta hafa þau gert svikalaust og með þvi er stöðugt fylgst af Viðskiptaráðuneytinu og að sjálfsögöu fylgist Gjaldeyris- eftirlitSeðlabankansmeð þvi að peningarnir komi hingað heim og er þar ekkert undanfæri. Vitaskuld hafa fisksölufyrirtæk- in orðið að lúta bandariskum lögum. Bandaríkjamenn hafa að sjálfsögðu lög og reglur um starfsemi erlendra fyrirtækja eins og allar aðrar þjóðir, þar á meðal við íslendingar. Það hefur borið nokkuð á þvi hjá mönnum af þrælakyni, aö gera ætti kröfur um aö sérstakar bónbjargarreglur ættu að gilda fyrir okkur Islendinga i samskiptum við Banda- rikjamenn. Fram á slíkt hefur ekki verið farið né verður farið I sambandi við fiskvið- skipti, og munum við þvi una þvi, aö um okkar viöskipti gildi sömu reglur og fyrir aðra. Annar mikilvægur þáttur i starfsemi fisksölufyrirtækjanna er sú þekking, sem fæst af á- standi og horfum i markaðs- málum hverju sinni, en það er þekking, sem aldrei næst Ur fjarlægð. Þetta veröur til þess að hægt er að þróa framleiðslu- vörur með tilliti til markaðsá- stands á hverjum tima og oft er hægt að sjá þróunina fyrir og Einnig gefur þetta dýrmæt tækifæri til þess að kanna stöö- ugt möguleika á sölu nýrra fram leiðslutegunda. I þriðja lagi kemur svo sú starfsemi, sem ekki er sizt mikilvæg, en það er aö vinna markað fyrir þær vörutegundir, sem við hér heima viljum fram- leiða.en markaöurinn hefur ekki áhuga á að taka á móti. Á þessu sviöi hefur veriö unnið gifurlegt starf, og ég held að fullyrða megi að langmestur hluti starfstima sölumanna okkar vestra hafi farið i það. Oft á tið- um er um vörutegundir aö ræða^ sem alls ekki seldust ef viö hefð- um ekki okkar eigin sölufyrir- tæki i Bandarikjunum, sem gegna þessu sérstaka hlutverki. I fjórða lagi er svo þess að geta, að vegna fyrirtækja okkar i Bandarikjunum er sölukostn- aður við fiskafurðir okkar aðeins brot af þvi, sem annars væri. Sölukostnaður freðfisks frá Islandi er löngum á bilinu frá einu að einu og hálfu pró- senti af verðmæti og er það langt undir þvi, sem annars staðar þekkist. Og þó er ekki i þeim kostnaði falin ýmisleg þjónusta, sem ekki heyrir beint undir sölukostnað, og er óviða annars staðar i heiminum innt af hendi af söluaðilum. Má þar til nefna ýmsa tækniþjónustu. Ekki veit ég hvað kann að vera meðaltal sölukostnaðar i heim- inum. Um það hef ég engar staðfestar uppiýsingar. Hins vegar eru þær tölur, sem ég hef upplýsingar um yfirleitt á bilinu frá fimm til sex prósent og hæst tiu prósent, en nokkru lægri hjá þeim þjóðum, sem hafa valið svipaö sölufyrirkomulag og við, en þó verulega hærra en hér. Meginástæðan fyrir þessum lága sölukostnaði er sú, að jafn- framt þvi að sölumenn okkar vestra eru sölumenn fýrirtækj- anna i Bandarikjunum og taka laun hjá þeim, eru þeir i reynd sölumennokkarhérheima. Með öðrum orðum, með þessu skipu- lagi sleppum viðúr einum múli- lið. Árásir á sölustarfsem- ina i Bandarikjunum. Þess hefur gætt að undan- förnu að ýmsir hafi fundiö hjá sér hvöt til þess að hnýta i þessa starfsemi, og keyrir um þver- bak sl. föstudag, en þá um morguninn birtist á forsiðu Þjóöviljans rosafrétt: „Hvað var um milljarðana 26?”, þar sem gefið er i skyn að sölufyrir- tækin vestra hafi ekki skilað hingað heim 26-27 milljörðum króna, eða að sú fjárhæð hafi að minnsta kosti ekki komið fram. Þessari frétt er svo fylgt eftir i leiðara, þar sem krafizt er opin- berrar rannsóknar. Um hádeg- isbilið tisti svo Visir undir með grein, sem bar höfundarnafnið Svarthöfði. Þó aö þær blekkingar, sem fram eru settar I frétt Þjóðvilj- ans og leiðara, séu neöan við allt velsæmi, verður ekki hjá þvi komiztaðfara um þær nokkrum orðum, þar sem augljóst er að þær eru ekki settar fram af þekkingarskorti, heldur eru þær þrauthugsaðar bæöi um efni og samsetningu, tilreiddar vitandi vits sem beita ástriðuveiði- mannsins, sem fiskar á grugg- uðu vatni. Ég segi vitandi vits, vegna þess að allar réttar upp- lýsingar um þetta tilbúna mál eru fyrir hendi á ritstjórn Þjóð- viljans, i opinberum gögnum frá Þjóðhagsstofnun, Hagstofu og Seðlabankans. Gögnum, sem send eru jafnharðan til allra fjölmiöla á íslandi. Um grein Svarthöfða i Visi gegnir öðru máli. A hana þarf ekki aö eyða orðum. Hún er gjörsamlega vit- vana og þar að auki tilfinninga- snauð, fyrir utan illgirnina, sem er þó sennilega upplogin. I rosafrétt Þjóðviljans segir: Fyrir þremur árum seldu þessi fyrirtæki fyrir 24-25 milljarða króna, og hefur þvi heildarsölu- verðmætið meira en tvöfaldast á þremur árum, og á siðasta ári fékkst 26-27 milljörðum króna meira fyrir fiskinn, sem fór á Bandarikjamarkað, heldur en 1974. Er þá mælt i dollurum i báðum tilvikum miðað við nú- verandi gengi krónunnar.”. Ennfremur segir: „Svo gifurleg hefur hækkunin verið, og hér er ekki um neina marklausa krónutölu að ræða, heldur hækkun i dollurum, sem flokka má til raunverulegra verð- mæta, Mest stafar þessi hækkun af hækkun söluverðs á hverja einingu, en einnig er um nokkra magnaukningu að ræða. Það er furðulegt til þess að hugsa, að þrátt fyrir þessa gifurlegu hækkun heildarsöluverðmætis á aðalútflutningsmarkaði okkar, þá skuli laun fólksins, sem hér vinnur við framleiðsluna hafa verið alls ekkert hærri 1977 en 1974, jafnvel heldur lægri, eins og opinberar tölur sýna. Þess vegna er spurt: Hvað varð um allt þetta fjármagn? Um þessi mál er fjallað i leiðara Þjóðvilj- ans i dag, og þar er borin fram krafa um opinbera rannsókn”. 1 leiðaranum er svo að sjálf-j sögðu hnykktá öllu saman enda^ á að lesa það upp i útvarpinu: „Þessar auknu sölutekjur hafa að sjálfsögðu verið greiddar I dollurum, i. raunverulegum verðmætum, en ekki hrapandi islenzkum krónum”. „Hvað varð um alla þessa peninga?’ Það væri fróðlegt að fá itarlega skýrslu um það”. Tilvitnunum i Þjóðviljann lýkur hér með. Það er rétt, að sala islenzku fyrirtækjanna i Bandarikjunum hefur rúmlega tvöfaldazt i doll- urum frá 1974 til 1977. Um doll- arann sem raunverulegt verð- mæt kann aö orka meira tvi- mælisoger langt síðan dollar- inn hefur fengið jafn afdráttar- lausa traustsyfirlýsingu, og vonandi endist doliaranum traust Þjóðviljans til þess að hætta að falla. Þessi söluaukn- ing á sér eftirfarandi orsakir: t fyrsta lagi hefur meöalverð á einingu hækkað um 59% frá meðaltali ársins 1974 til meðal- tals ársins 1977, reiknað i dollur- um. Sé aftur á móti reiknað frá ársbyrjun 1974 til ársloka 1977 hefur hækkunin orðið rúm 35%. I raun og veru hefur hækkunin verið verulega minni en þetta, vegna þess að þær einingar, sem nú eru seldar á Banda- rikjamarkað, er i sjálfu sér verðmætari nú. Lögð hefur verið meiri áherzla á fram- leiðslu flaka og annarra verð- mætari pakkninga en áður var. Þessi þróun hefur að sjálfsögöu komið fram i hærra verði á framleiðslunni og meiri vinnu hér heima, og þar með hærri launagreiðslum. Einnig hefur það komið fram i hráefnisverði hér innanlands. Verðhækkanir miðaðar við sambærilegar pakkningar eru yfirleitt um það 10% lægri en framangreindar- tölur. I öðru lagi hefur orðið fram- leiðsluaukning á þessu timabili. Framleiðslan 1977 er um 20% meiri en framleiðslan 1974. Sú framleiðsluaukning kemur óhjákvæmilega fram i aukinni sölu sölufyrirtækjanna fyrir vestan, þvi að vist þarf að selja framleiðsluna. I þriðja lagi var veruleg sölu- tregða árið 1974, einkum fram- an af árinu, eða þangað til verð- ið féll. Þetta varð til þess, að minni hluti framleiðslu þess árs seldistá þvi sama ári, heldur en æskilegt hefði verið, t.d. voru 9 mánaða birgðir af flökum þess árs óseld hjá Iceland Products i árslok, ogvafalausthafa birgðir einnig aukizt hjá Coldwater þetta ár. Þessi sölutregða hefur siðan komið fram i aukningu á sölu á þeim árum, sem siðan eru liðin,og um siðustu áramót eru birgðir i lágmarki. I fjórða lagi hefur svo verið lögð meiri áherzla á Banda- rikjamarkað en áður. Árið 1977 var framleitt og útflutt til Bandarikjanna verulegt magn af karfa, sem áður fór næstum eingöngu á annan markað, og einnig hefur verið lögð meiri áherzla á framleiðslu ufsa á Bandarikjamarkað,en áður var, og kemur þetta að sjálfsögðu fram i hækkuðum sölutölum fyrirtækjanna fyrir vestan. Þar að auki eru sölutölur fyrirtækjanna i Bandarikjun- um ekki að fullu sambærilegar við framleiðslutölur frá íslandi, þar sem bæði fyrirtækin annast sölu á öðrum vörum. Coldwater annast sölu á færeyskum fiski og Iceland Products framleiðir önnur vörumerki en islenzk i þeim vörutegundum þar sem is- lenzk framleiðsla er ekki nægi- leg til þess að halda uppi eðli- legri markaðsstarfsemi, og ég hygg að Coldwater geri slikt hið sama. Og hvar eru þá millj- arðarnir? Að mati þessarar frettar og leiðara Þjóðviljans er dollarinn „raunverulegt verðmæti”. Ég segi þessarar fréttar og leiðara vegna þess að Þjóðviljinn notar ekki alltaf þennan mælikvarða, heldur aðeins þegar þaö hentar honum. Hann skiptir um mælikvaðra þegar jafnvægislist blekkinganna býður. Laun I al- mennasta taxta fiskvinnslu var 1.1. 1974 1.93 dollarar á klst. en var um siðustu áramót 3.13 doll- arar, eða hafa hækkað um 62% I dollurum, „raunverulegum verðmætum”, samkvæmt ein- um mælikvarða Þjóðviljans. En nú hentar þessi mælikvarði ekki lengur og Þjóðviljinn skiptir um fót. A þann mælikvarða sem nú hentar að mæla hljóðar þetta svo i Þjóðviljanum: „Eitt er vist: ekkert, alls ekkertaf þeim (þ.e. milljörðunum) kom i hlut þess fólks, sem vinnur I i hrað- frystihúsunum hringinn i kring- um Island” Laun starfsfólks i fiskiðnaði hafa eins og áður er sagt hækkað um 62% I dollurum á þessu timabili, þar að auki hefur vinnumagnið i hraðfrysti- húsunum aukizt vegna fram- leiðsluaukningar og einnig vegna vinnufrekari pakkninga, þannigaðfrystihúsingreiða nú i laun yfir 90% meira i dollurum „raunverulegum verðmætum”, heldur en i ársbyrjun 1974. Hráefnisverð á fiski hér inn- anlands hefur hækkað frá árs- meðaltali 1974 umreiknað i doll- ara miðað við meðalútflutnings- gengi 1974 og gengis um síðustu áramót,um 57% Þegar við bæt- ist hráefnisaukningin greiða frystihúsin nú á milli 80 og 90% meira fyrir hráefni en þau geröu árið 1974. Þannig hafa allir kostnaðarliðir hraðfrystihús- anna hækkað um eitthvað svip- að og tekjurnar, nema vextir hafa hækkað miklu meira. Enda er heildarniðurstaðan sú, að rekstur hraðfrystihúsa er ennþá vonlausari nú.en hann var árið 1974, og var þó nógu svart I álinn þá. Sem sagt, einsog Þjóðviljinn veit mætavel, og þarf ekki ann- að en að lita i sinar eigin skrif- borðsskúffur til þess að full- vissa sig um, söluaukning is- lenzku sölufyrirtækjanna i Bandarikjunum hefur öll komið til skila, og hefur öll og meira til komið til greiðslu hér innan- lands. Það þarf þvi ekki frekari leit að þessum 26 milljörðum og hefur aldrei þurft. En ekki veit ég hvers vegna Þjóðviljinn snýr að þessu sinni geiri sinum að islenzku sölu- fyrirtækjunum i Banda- rikjunum, en til þess hlýt- ur að vera einhver sérstök ástæða. Það var nefnilega alveg eins hægt aö snúa þessum talna- blekkingum upp á ýmsa aðila I þjóðfélaginu, t.d. Flugleiðir, Al- veriði Straumsvik, Kisiliðjuna, alveg eftir þvi hverjum þótti henta að ná sér niðri á. Það var meira að segja hægt að reikna út sams konar dæmi fyrir Þjóð- viljann, en þess var varla að væntaað hann gerði það. En hin raunverulega ástæða á væntan- lega eftir að koma i ljós. Milljarðarnir, sem hafa týnzt. Annað mál er svo það, að við höfum týnt mörgum milljörðum á undanförnum árum. Innflutn- ingur okkar á sl. ári var um 40 milljörðum dýrarien hann hefði orðið á siðasta verðlagi fyrir oliukreppu. Allir þeir, sem hafa verið með einhverju lifi nú sið- ustu árin vita mætavel hvað hefur verið að gerast i verðlagi I heiminum nú siðustu árin. Stór- hækkun hefur orðið á oliu, nátt- úrugæði verða sifellt torsóttari og kostnaöarsamara að afla þeirra, náttúruverndarsjónar- mið þau, sem hafa verið að festa rætur að undanförnu, hafa vald- ið verðhækkunum og munu valda enn meiri verðhækkun- um, sama er að segja um meng- unarvarnir, nema að þær hafa fram til þessa valdið ennþá meiri verðhækkunum. Og siðast veldur sókn þriðja heimsins eftir auknum hlut i lifsgæðum heimsins verðhækkunum hér um slóðir, en þetta veldur minnstum hluta af hækkunun- um, enda gengur sú sókn grát- lega seint. Alls hefur þetta kostaö okkur verðhækkanir upp á 40 millj- arða. Ég veit ekki betur, en að Þjóðviljinn hafi stutt öll þau sjónarmið, sem þessum verð- hækkunum hafa valdið, þar sem þvi hefur verið við komið. Hins vegar hefur Þjóðviljinn annan mælikvarðaþegar kemur að afleiðingunum, þá er þetta allt saman vont og vondri rikis- stjórn á Islandi að kenna. Sama er að segja um verðbólguna. Þjóðviljinn styður undantekn- ingarlaust allar kröfur, sem leiða til verðbólgu, en i verð- bólgunni töpum við þó nokkrum milljörðum á ári. Hinn mæli- kvarði Þjóðviljans er að verð- bólga sé vond og islenzkum stjórnarvöldum að kenna. Svona eru baráttuaðferðir Þjóð- viljans, og ég held að beri að harma það. Ég held aö lifskjör á Islandi væru ennþá betri, ef stjórnmálabaráttan væri ekki háð á röngum vettvangi, en rit- stjórar Þjóðviljans verða að sjálfsögðu að meta það sjálfir, hvað þeim þykir mest um vert. Grein þessi er send Þjóðvilj- anum, Morgunblaðinu og Tim- anum til birtingar. Árni Benediktsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.