Tíminn - 01.02.1978, Page 2
2
l 'l 'l 11{ >1 1 't I1,
Mi&vikudagur 1. febrúar 1978
Skotland:
Kairó/Reuter Fri&arumleitanir i
Miöausturlöndum hófust aö nýju i
gær er ísraelsmenn sendu Egypt-
um nýjar hugmyndir varðandi
stjórnmálaviðræöurnar sem fóru
útum þúfur, og fulltrúatil að taka
þátt i hermálaviðræðunum sem
legið hafa niðri. Egypzki utan-
rikisráðherrann Mohammed
Ibrahim Kamel, sagði frétta-
mönnum að aðstoðarutanrikis-
ráðherra Bandarikjanna, Alfred
Atherton, hefði komið með nýjar
tillögur frá israelsku stjórninni.
Egypzkir leiðtogar hafa tillög-
urnar nú til athugunar. Kamel
bætti við að enn væru mörg mál
sem ,,við, Egyptar og Israels-
Sænskir hermdar-
verkamenn daemdir
Stokkhólmi/Reuter I gær féll
dómur i máli fimm forsprakka
sænskra „borgarskæruliða”, og
voru þeir dæmdir tii fangelsis-
vistar, frá mánuði til fjögurra
ára, fundnir sekir um skemmd-
arverk og samsæri um að ræna
frú Önnu-Gretu Leijon fyrrver-
andi innflytjendamálaráðherra
Sviþjóðar.
Nokkrir aðrir Sviar hlutu sekt-
ardóma við réttarhöldin fyrir að-
ild að samsærinu, eða tilraunir til
að sprengja upp opinberar bygg-
ingar. Enn aörir i hópnum hlutu
skilorðsbundna dóma, en tveir
voru sýknaðir.
Allir hinir ákærðu voru hand-
teknir i umfangsmiklum lög-
regluaðgerðum i Stokkhólmi og
nágrenni i aprilmánuði á siðast-
liðnu ári, en þá náðust einnig
Þjoðverjarnir Norbert Kröcher,
sem talinn er vera félagi i sam-
tökum Baader-Meinhofliða, og
Manfred Adomeit.
Þjóðverjarnir voru báðir fram-
seldir i hendur vestur-þýzkra
yfirvalda,en i heimalandi sinu eru
þeir einnig sekir um aðra glæpi.
Réttarhöldin i Stokkhólmi stóðu
i sjö mánuði og krafðist saksókn-
arinn dóms vegna tilrauna og
samsæris til að ræna frú
önnu-Gretu Leijon fyrrverandi
ráðherra. Hefðu hermdarverka-
mennirnir haft i hyggju aö halda
henni i gislingu til að fá félaga úr
Baader-Meinhof hópnum látna
lausa úr vestur-þýzkum fang-
elsum.
Lögregluyfirvöld i Sviþjóð álita
að Kröcher og félagar hans hafi
talið frú Leijon bera ábyrgð á þvi
að einn árasarmannanna á
vestur-þýzka sendiráðið i Stokk-
hólmi var framseldur þýzkum
yfirvöldum, en hann léztskömmu
siðai; af sáum þeim sem hann
hafði hlotið i árásinni.
Thatcher sökuð um kyn-
þáttahatur
London/ Reuter Leiðtogi
stjórnarandstööunnar i
Bretlandi, Margret Thatcher,var
i gær sökuð um kynþáttahatur, en
atvikið átti sér stað viö harðar
deilur um þeldökka innflytjend-
ur i neðri deild brezka þingsins.
Thatcher erhlynnt þvi að hömlur
veröi settar á fjölda þeldökkra
innflytjenda, og við umræður þar
sem hún reyndi að vinna stefnu
sinni fylgi, reiddust allmargir
stjórnarsinnar mjög og kölluðu
foringja ihaldsflokksins bæði kyn
þáttahatara og hentistefnumann.
Utan þingsins hafa leiðtogar 1,9
milljóna Asiumanna, og
Vestur-Indiabúa sýnt mikla and-
stöðu við stefnu Thatcher og telja
hana aöhyllast dilkadrátt eftir
kynþáttum
Thatcher gerði fyrirspurn á
þinginu um tölur um innflytjend-
ur á síöastliðnu ári, og fékk þau
svör hjá Callaghan forsætisráð-
herra að innflytjendur hefðu
verið 25% færri 1977 en árið á
undan. Frúin hefur visað gagn-
rýninni á sig á bug og sagt hana
algjörlega fráleita. Deilurnar
hófust er Thatcher lýsti þvi yfir i
sjónvarpsviötali, að óhæfilegt
væri að 45 þúsund til 50 þúsund
manns flyttust til Bretlands ár-
lega til að setjast þar að. Challag-
han hefur lýst þvi yfir að áfram
verði haldið að leyfa fólki frá
Samveldislöndunum, er hafa
brezk vegabréf að setjast að i
landinu.
Margaret Thatcher
menn, iitum ólikum augum.”
Stjórnmálaskýrendur telja þó að
engra verulegra stöðubreytinga
sé að vænta fyrr en eftir fund
þeirra Sadats og Carters i Was-
hington um helgina. Þó má segja
að nokkur skriður sé kominn á
málin frá þvi er var fyrir tveim
vikum er Sadat kailaði utanríkis-
ráðherra sinn heim, öllum að
óvörum.
Egyptar söku&u Isralesmenn
um óbilgirni hvað varðar grund-
vallaratriði fyrirhugaðra friðar-
samninga, en meginágreinings-
málin eru krafa ísraelsmanna
um áframhaldandi búsetu á her-
teknu svæðunum, og sjálfsstjórn
Palestinuaraba.
Við komuna til Kairó i gær til
viðræða við hermálaráðherra
Egypta, Gamasy, minntist varn-
armálaráðherra Israels, Ezer
Weizman á „grýtta götu friðar-
ins”. Hann vildi annars fátt segja
við fréttamenn.
Kamel utanriki sráðherra
Egyptalands sat tvær klukku-
Gamasy og Weizman
stundir á fundi með Ahterton i
gær, og búizt er við að þeir ræðist
við öðru sinni i 'dag.
„Við vonum að öll fyrirhöfn
Bandarikjamanna verði til þess
að varanlegur friður komist á”,
sagði Atherton. Egyptarhafa lýst
þvi yfir að þeir muni ekki snúa
aftur til samningaborðsins i Jerú-
salem nema samkomulag náist
um yfirlýsingu varðandi höfuð-
markmið friðarumleitananna, og
Ahterton sagði að næsta skref i
friðarviðræðunum yrði að berja
saman yfirlýsingu um stefnu i
meginmálum.
Viðræður hafnar í
Kairó
Egyptar ihuga tillögur ísraelsmanna
Takeo Fukuda
Fukuda æskir fundar við
Carter um sig dollarans
Ofviðri veldur mann-
tjóni og gifurlegum
örðugleikum
Tokyo/Reuter Japanski forsætis-
raðherrann Takeo Fukuda sagði
á japanska þinginu i gær, að hann
myndi fara þess á leit viö Jimmy
Carter Bandarikjaforseta, að
hann hæfi aðgeröir til aö stöðva
sig dollarans. Fukuda hyggst
færa þetta i tal við Carter ef fund-
um leiðtoganna bersaman siðar á
þessu ári. Japanska yenið hefur
hækkað um 20% miðað við dollar-
ann á siðastliönu ári.
Fukuda hefur farið fram á fund
með Carter og hyggst hann með
þvi móti styrkja samvinnu þjóð-
anna. Sambandið milli Banda-
rikjamanna og Japana hefur
verið nokkuð þvingað vegna gif-
urlegs hagnaðar Japana i við-
skiptum milli landanna. Fyrr i
þessum mánuði samþykktu
stjórnir Bandarikjanna og Jap-
ans ýmsar aðgerðir, er draga
eiga úr viðskiptahagnaði Japana.
Enn hefur ekkert verið tilkynnt
um það hvenær fyrirhugaður
fundur leiðtoganna fer fram.
Edinborg/Reuter. Mesta stór-
hrfð, er gengið hefur yfir Skotland
i 30 ár, geisaði i gær á iðnaðar-
svæðunum kringum Glasgow og
Edinborg. Olli snjókoman þvi að
loka varð flugvöllum og miklar
tafir urðu á umferð á vegum og
járnbrautum. Héruðin sem verst
urðu úti eru i Norður-Skotlandi,
en þar hafa þorp einangrazt og
bflar setið fastir á vegum. Hingað
til hafa þó einungis fimm látið lif-
ið af völdum ofviðrisins.
Reynt hefur verið að nota þyrl-
ur við hjálparstarfið, en erfitt
hefur verið að nota þær vegna
veðurofsans. Mikilvirk snjó-
moksturstæki hafa verið flutt til
þessara svæða, meðal annars
snjóplógar frá Sviss.
Rafmagnsveitur i Norður-Skot-
landi gáfu i gær þær upplýsingar
að 85.000 manns væru nú án raf-
magns.
Inneignirnar í Danmörku:
Reikningseigendur
hafa ekki talið fram
vaxtatekjur
SKJ — Að sögn Garöars Valdi-
marssonar skattrannsóknar-
stjóra er enn unnið að öflun upp-
lýsinga hjá þeim einstaklingum
er eiga inneignir I dönskum
bönkum, samkvæmt upplýsing-
um er bárust frá dönskum
skattayfirvöldum fyrir jól. Er
Garðar var inntur eftir þvi
hvort fyrirhugaö væri að visa
málum reikningseigenda til
saksóknara, kvaö hann málið
e.in ekki komið á sliki stig, en
ljóst væri að enn væri ekki vitaö
um neinn reikningseiganda er
talið hefði fram vaxtatekjur af'
inneignum sinum i Danmörku.
Augljóst viröist þvi að all-
margir eigendur innistæöa i
Danmörku hafi brotið 36. gr.
skattalaganna, sem kveður á
um að framtalsskyldum aðilum
beriað gefa upplýsingar um arö
af bankainnistæðu 1 beinu fram
haldi af þvi virðist ekki fráleitt
að ætla að 50. grein skattalag-
anna verði beitt og saksóknari
fái mál gjaldenda til meðferðar,
en rlkisskattstjóri og skattrann-
sóknarstjóri hlutast siðan til um
frekari meðferð málsins.
Svíþjóð:
Leiðtogi Frjálslynda-
flokksins dregnr sig
út úr stjórnmálum
Stokkhólmur/Reuter Leiðtogi
Frjálslynda flokksins sænska Per
Ahlmark tilkynnti i gær aö hann
segði af sér sem leiðtogi flokks-
ins, aðstoðar forsætisráðherra og
atvinnumálaráðherra af persónu-
legum ástæðum. Ahlmark er 38
ára, fyrrverandi blaðamaður, og
yngsti flokksforingi i Sviþjóö.
Ahlmark sagði á blaðamanna-
fundi, að „hörmulegur atburöur í
einkalifi si'nu, er gerzt heföi fyrir
ári siðan hefði gjörsamlega
breytt lifsskoðunum sinum.”
Talið er að dauði náins vinar
Ahlmark sé atburðurinn sem
hann á við. Nýr foringi Frjáls-
lynda flokksins verður kjörinn á
sérstakri ráðstefnu í marz næst-
komandi. Ahlmark mun sitja á
þingi fram að næstu kosningum i
september 1979.