Tíminn - 04.02.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.02.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. febrúar 1978 9 á víðavangi Þríblöðin Eins og aö likum lætur hafa umræöur manna á meöal nú siöustu daga snúizt að veru- legu leyti um þær aðgeröir i efnahagsmáium sem vitaö er aö fyrir dyrum standa. Ríkis- stjórnin hefur þegar kunngert fyrir nokkru að nu dragi brátt til tiðinda I þessum efnum og drógu ráöherrarnir Ólafur Jóhannesson og Geir Hall- grimsson enga dul á það fyrir skemmstu i sjónvarpi að þessi mál væru aö komast á ákvaröanastig. Nú siðasthefur þaö auövitaö vakiö mikla athygli aö af- greiðsla gjaldeyris hefur verið hneppt ströngum hömlum siðan i fyrradag, og ber þaö óneitanlega vitni þess aö aö- gerðir séu á næsta leiti. Eins og þegar hefur komiö fram hér i Timanum og ráðherrarnir lögöu sérstaka áherzlu á i sjón varpsþættinum, sem áður var nefndur munu væntanlegar aögeröir stjórn- valda beinlinis miöast viö þaö að treysta stööu útflutningsat- vinnuvega landsmanna og verja lifskjör almennings, einkum hinna tekjulægri. Það sem ekki hefur vakiö minni eftirtekt undanfarna dagaer hinneinkennilegimál- flutningur og fréttameöferö Þjóöviljans, Vfeis og Dag- blaösins af þessum málum. Það er engu likara en þessi "okltur *r htl. ?eri**kk. ir »«'»'> „¥»»» prósent »e»EiSiii, Rætt um skerðingu vís biöö öll og hvert ööru framar séu sérstök málgögn fyrir þá aöila i þjóðfélaginu sem hags- muna hafa að gæta af þvi aö verðbólgan og óðagotið á markaöinum veröi sem mest. Þessi gullkálfasjónarmiö hafa ráöiö mestu um þær æsilegu forsiðufregnir sem þessi blöö hafa flutt undanfarna daga i þvi skyni einu aö vekja óhug og vantru almennings og æsa þannig tii kaupæöis og spekúlasjóna. Látum vera þótt Visir og Dagbiaðið geriskyldu sina viö innflytjendur og braskara en hlutskipti Þjóöviljans i málinu er ekki siöur athyglisvert og sýnir innrætiö á þeim bæ. An þess aö slíkt veröi fullyrt að sinni má gera ráð fyrir þvi að þessi óábyrgi máiflutning- ur þriblaöanna hafi haft megináhrif á þaö aö stjórn- völd urðu að gripa til þeirrar hömlunar gjaldeyrfeviöskipta sem raun hefur orðið á síöan i fyrradag. JS Vilhjálmur Hjálmarsson Bæta og jafna kjör kennara og búa betur að kennaramenntuninni A þriðjudaginn var svaraði ég spurningum á Alþingi um mennt- un kennara. Fjölmiðlar sögðu frá málinu. Ég sé ástæðu til að árétta örfá meginatriði. Það sem einkum brennur á okkur i dag er ófullnægjandi menntun hluta grunnskólakenn- ara. Veit sú hliðin að nemendum. Hins vegar er svo stéttarlegur réttur kennarasamtakanna og ónógir möguleikar kennara án réttinda að afla sér viðbótar- menntunar og fullra réttinda. Skýrsla um menntun kennara á grunnskólastigi 1976-’77 var gerð og birt i „Fréttabréfi” i vetur leið. Sams konar uppgjöri er aö ljúka fyrir yfirstandandi skólaár. Helzta breyting milli ára er sú að hlutfall kennaraprófsmanna lækkar úr 77,7% i 74,7%. Jafn- framt hækkar hlutfall annarra kennara einkum stúdenta. Sambærileg „tJttekt” til langs tima hefur ekki farið fram. En vart virðist ástæða til að reikna með langtimaþróun i þessa stefnu. Orsakir kennaraskortsins eru m.a. þessar: Óánægja með launakjör. Kennaramenntun nýt- ist vel til fleiri starfa en kennslu. Almenn tregða fólks i sumum starfsgrednum að fara ,,út á land”. Auk þess eru skólar þar stundum styttri og laun þá lægri af þeim sökum. ónógir möguleik- ar fyrir eldri kennara réttinda- lausá aö aíla sér viðbótarmennt- unar og fullra réttinda. Tima- bundin fækkun brautskráninga úr Kennaraháskóla Islands. En þess ber raunar að geta að aöeins 55,5% kennara sem útskrifazt hafa siðustu lOárin eru i kennslu i vetur. Kennaramenntað fólk er þvi i raun til i landinu. Miklu hærra hlutfall er i kennslu af siðustu árgöngum. Og miklu meiri aðsókn er nú aö Kennara- háskóla Islands svo ætla má að ástandið lagist verulega á næstu árum. Varðandi hæfni kennara án fullraréttinda er vertaö ihuga að liðlega 9% eru sérmenntaðir i kennslugrein sinni en skortir próf i uppeldis- og kennslufræði. Dæmi: Háskólapróf i tungumál- um og fleiri greinum, próf frá tækniskólum og iðnskólum, lista- skólum, verzlunarskólum o.fl. Ætla má aðþetta fólk sé allveg i stakk búið að kenna sin fög. Þess ber og að geta aðfullur helmingur þeirra 90 kennara sem aðeins tóku landspróf eða gagnfræðapróf hefur kennt 5 ár eðalengur þar af 25 i meira en 10 ár. Reynsla þess- ara manna ásamt viðbótar- fræðslu á námskeiðum hjálpar mikið. Þetta ber að hafa i huga þegar rætt er um hæfni þessa fólks enda þótt markmiðið sé að sjálfsögðu að allir kennarar hafi hlotið tilskilda menntun. Enn er rétt að geta þess að reynt er að auka og efla kennara- námskeið í ýmsum greinum. Eru þau haldin bæði i Reykjavik og viðar á landinu. I tvö sumur hafa staðið yfir i Reykjavik námskeið fyrir háskólamenntaða kennara (og raunar fleiri) i uppeldis- og kennslufræðum. Nú verða lögð fram á Alþingi frv. um embættisgengi kennara og um kennaraháskóla. Þar verður að finna ákvæði sem greiða eiga fyrir réttindalausum eldri kennurum að afla sér fræðslu og fullra réttinda. Tel ég nauðsynlegt að lögfesta slikt ákvæði. Leitazt hefur verið við að samræma sjónarmið mennta- málaráðuneytisins og kennara- samtakanna og er líklegt að það takist. Gæti þá svo farið, að a.m.k. frv. um embættisgengi kennara eigi greiða leið gegnum Alþingi. I dag er framboð i kennara- stöður á grunnskólastigi ófullngj- andi. Afleiðingarnareru m.a. þær sem ég vék að i upphafi þessa pistils. Orræði til að bæta úr kennaraskortinum eru að minni hyggju einkum þau að bæta og jafna kjör kennara og búa kennaramenntuninni betri starfs- skilyrði en hún býr við nú. Hagræðingar- ráðunautur Vinnumálasamband samvinnufélaganna ósk- ar eftir að ráða hagræðingarráðunaut til starfa. Verkefni verða m.a. uppsetning og eftirlit með hvetjandi launakerfum, einkum í fiskiðnaði, svo og almenn vinnurannsókna- og hagræðingarstörf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar fyrir 15. febrúar n.k. til starf smannastjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, Sambandshúsinu við Sölv- hólsgötu, sem veitir nánari upplýsingar. Hraðfrystitæki Til sölu sem nýtt, Clarke, plötufrystitæki, með innbyggðum vélum i ryðfrium skáp. Þarf aðeins að tengjast við rafmagn og vatn. Simar 3-43-49 og 3-05-05. Bændur - Verktakar Höfum stóraukið varahlutalager okkar, og höfum fyrirliggjandi flestalla varahluti i Perkingsmotora og Massey Ferguson dráttarvélar og traktor gröfur. Vélar og þjónusta h.f. Smiðshöfða 21, simi 8-32-66. Tek að mér að leysa út vörur fyrir innflytjendur, með l-2ja mánaða greiðslufresti. Þeir sem hafa áhuga, leggi tilboð inn á afgreiðslu blaðsins, merkt, Fyrirgreiðsla. BÍLAPARTA- SALAN auglýsir ITIR í: Mersedez Benz 220D árg. '70 Peugot 404 árg. '67 B.M.V. árg. '66 Volkswagen 1300 ár9- 70 Saab 96 árg. '65 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97 Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar og jeppabifreið.er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudag 7. febrúar kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. SALA VARNALIÐSEIGNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.