Tíminn - 04.02.1978, Blaðsíða 11
Laugardagur 4. febrúar 1978
11
8. Reykjavikur-
skákmótið:
SST— Reykjavikurskákmótiö hiö
áttunda i rööinni hefst i dag á
Hótel Loftleiöum kl. 14 og af þvi
tilefni kynnir Timinn þá skák-
menn litlenda og innlenda sem
þar leiöa saman hesta sina.
Reykjavikurskákmótiö, sem nú
fer i hönd er þaö sterkasta fram
til þessa og er i 11. styrkleika-
flokki. Þaö telst til nýlundu aö
nýtt keppnisform veröur reynt á
mótinu. Tvö timamörk veröa nU í
hverri skák, leika skal 30 leiki á 90
minUtum og siöan 20 leiki á 60
minUtum eða 50 leiki fyrir biö i
stað40leikja áður. Þetta er m.a.
gert tíl þess að hleypa meiri
spennu i skákina fækka jafntefl-
um og fá þannig fleiri áhorfendur.
Samhliöa þessu veröa nU í fyrsta
skipti teknar upp bónusgreiöslur
til keppenda, þannig aö 50 Banda-
rikjadalir veröa greiddir fyrir
unnaskák 15 dalir fyrir tapaða og
lOdalir fyrir jafntefli. Á þann hátt
á að reyna að fá keppendur til aö
tefla hvassar og fækka hvim-
leiðum stórmeistarajafnteflum
og veröur fróölegt að sjá hvernig
þessi nýbreytni gefst.
Friðrik Ólafsson
Friörik Ólafsson
Fæddur 26.1. 1935
Elo-skákstig: 2530
Friðrik ólafsson þarf tæplega
aö kynna mörgum oröum jafn
þekktur og hann er fyrir frammi-
stööu sina viö skákborðiö siöast-
liöinn aldarfjórðung. Verulega
athygli vakti hann fyrst á jóla-
skákmótinu i Hastings 1954-55,
þegar hann öllum á óvart, varö i
1-2 sæti ásamt Kortsnoj. Siöan
hefur hann teflt á fjölda sterkra
skákmóta erlendis og jafnan
staðið sig vel. Friörik hefur nókk-
rum sinnum veriö meöal þátttak-
enda á millisvæöa mótum en ekki
komizt þaö langt aö veröa áskor-
andi heimsmeistara. Friörik
tefldi litiö um nokkurra áraskeið
vegna náms en hefur siöustu ár
helgaö sig skákinni og veriö at-
vinnumaöuri greininni. Segja má
að Friörik sé einn af fastakepp-
endum á Reykjavikurskákmót-
unum, þvi að hann hefur tekið
þátt i þeim öllum, sem haldin
hafa verið frá 1964 og þrisvar
oröiö i efsta sæti og mun hann
örugglega ekki gefa neitt eftír á
mótinu sem nú fer I hönd.
Guðmundur
Sigurjónsson
Guömundur Sigurjónsson
Fæddur 25.9 1947
Elo-skákstig: 2500
Guömundur Sigurjónsson
skauzt i hóp sterkustu skák-
manna Islenzkra með sigri sinum
á Skákþingi tslands 1965, þá aö-
eins 17 ára gamall og þótti ein-
stakt afrek. Siðan hefur hann bætt
stööugt viö sig og er nít annar
tveggja tslendinga sem hefur
stórmeistaratitil i skák. Guð-
mundur náöi sér i hálfan alþjóð-
legan titil á Reykjavikurskák-
Þeir taka þátt í mótinu
mótinu 1960 og varö siðan alþjóö-
legur meistari meö sigri sinum á
Reykjavikurskákmdtínu 1970 en
þar skaut hann mörgum sterkum
skákmönnum aftur fyrir sig og
hlaut 12 vinn. af 15. Guðmundur
lauk lögfræöiprófi frá H.t. 1973,
og frá þeim tima hefur hann verið
atvinnumaður iskákinni og tekiö
þátt i fjölda móta erlendis oftast
nær meö góðum árangri. Guö-
mundur náöi stórmeistaratitli á
Hastingsmótinu 1974-75. Guö-
mundur hefur tekiö þátt I öllum
Reykjavikurskákmótunum aö þvi
fyrsta undanskildu.
*
Jón L. Arnason
Jón L. Arnason
Fæddur 13.11. 1960
Elo-skákstig: 2470
Jón L. Arnason er nú meöal
keppenda á Reykjavikurskák-
móti I fyrsta sinn og má meö
sanni segja aö þar sé veröugur
fulltrúi þeirra ungu skákmanna
islenzkra, sem komið hafa fram á
allra siðustu árum. Skákferill
Jóns hefur verið óvenju glæsileg-
ur til þessa og þar ber auðvitað
hæst árangurinn sem hann náöi
úti i Frakklandi i haust, er hann
varð heimsmeistari unglinga i
skák 17 ára og yngri. Jón hóf
fyrst að iðka skák af alvöru eftir
einvigi þeirra Fischers og
Spasskys 1972 og hafa framfarir
hans veriö miklar siöan. Jón hef-
ur tekið þátt i nokkrum erlendum
skákmótum, m.a. I Bandarikjun-
um og Finnlandi. Andstæöingar
Jóns á Reykjavikurmótinu eru
ekki af lakara taginu, og nú er aö
sjá hvernig honum tekst upp á
mótí þrautreyndum skákköppum.
Margeir
Pétursson
Margeir Pétursson
Fæddur 15. 2. 1960
Elo-skákstig 2350
Margeir Pétursson vakti fyrst
verulega athygli við skákboröiö
aöeins 14 ára gamall, er hann
varö i fjóröa sæti á Reykjavikur-
skákþingi 1975. Staðfesting á
þessum góöa árangri hans var
frammistaða hans á Skákþingi
Islands sama ár,en þá tefldi hann
um 1.-4. sæti, aöeins 15 ára gam-
all. Eitt af sterkustu mótum, sem
Margeir hefur tekiö þátt I, var
Reykjavikurskákmótiö 1976, en
þá var hann 16 ára gamall og
langyngstur keppenda og stóö sig
að vonum gegn jafnsterkum
skákmönnum og þar tefldu. Mar-
geir hefur tekiö þátt i mörgum
sterkum unglingaskákmótum er-
lendis og jafnan staöiö sig vel. Og
nú er aö vita hvort Margeiri tekst
aö skjóta einhverjum stór-
meistaranna skelk i bringu á
mótinu, sem nú er að byrja.
Helgi Olafsson
Helgi Ólafsson
Fæddur 15. 8. 1956
Elo-skákstig: 2420
Helgi Ólafsson er einn þeirra
ungu skákmanna, sem komið
hafa fram hér á siðustu árum og
er nú i hópi sterkustu skákmanna
landsins. Hann hefur unnið flesta
þá titla sem hægt er aö vinna hér
álandi.þótt ekki hafihonum enn-
þá tekizt að verða Islands-
meistari. Sá áfangi sem Helgi
stefnir nú aö, er siöari hluti al-
þjóðlegs meistaratitils, en fyrri
áfanganum náöi hann á alþjóð-
legu skákmóti i Bandaríkjunum
fyrir tveim árum. Á siöasta ári
var hann aöeins einum vinningi
frá því marki á skákmóti, sem
haldið var i New York, en þar
varð hann 19. sæti meö 9 vinninga
af 18 keppendum. Þetta er annaö
Reykjavikurskákmótiö sem Helgi
tekur þátt i en hann var meðal
keppenda á mótinu 1976. Þar
geröi hann jafntefli viö tvo stór-
meistara i siöustu umferðum
mótsins þá Najdorf og Tukmakov
og nú er aö sjá hvernig hann
stendur sig.
Vlastimil Hort
Vlastimil Hort, Tékkóslóvakiu
Fæddur 1944
Elo-skákstig 2620
Vlastmil Hort stórmeistari frá
Tékkóslóvakiu er nú kominn
hingaö ööru sinni meö skömmu
millibili en eins og allir muna
tefldi hann hér við Spassky
siöastliöið vor um réttinn til að
skora á Karpov heimsmeistara
og þar varö hann aö þola tap.
Hann fékk þó uppreisn æru er
hann setti skömmu eftir einvigiö
glæsilegt heimsmet i fjöltefli
tefldi viö 550 manns. Hort hefur
einu sinni áöur teflt á Reykja-
vikurskákmóti árið 1972 og varð
hann þá í 1.-3. sæti ásamt Friörik
Ólafesyni og Gheorgiu. Hann hef-
ur veriö i röö fremstu skákmanna
heims frá þvi upp úr 1960 og tekiö
þátt I aragrúa sterkra skákmóta.
Hann þykir búa yfir mikilli þekk-
ingu á byrjunum og er öflugur
endataflsmaöur. Hann hefur hins
vegar aldrei viljað helga sig
skákinni alfarið og hefur imugust
á skákmunkum sem hann talar
um af mikilli vandlætingu.
William
Lombardy
William Lombardy, Banda-
rikjunum
Fæddur 1937
Elo-skákstig: 2540
Margir muna eflaust vel eftir
„föður Lombardy” frá einvigi
þeirra Fischers og Spasskys áriö
1972 iLaugardalshöllinni. Fischer
valdiLombardy þá sem aöstoðar-
mann. Hlutur hans i þvi einvigi er
ekki svo smár og segir þaö sina
sögu um þaö álit sem hann nýtur
vestan hafs. Lombardy hefur
verið viðloöandi skákina slöustu
20 árin ef frá er skiliö nokkurra
ára hlé sem hann gerði á tafl-
iðkun meöan hann var aö ljúka
guöfræöinámi. Lombardy varð
heimsmeistari unglinga 1957 og
gerði sér þá litið fyrir og vann
mótiö meö 11 vinningum af 11
mögulegum. Lombardy hefur
unniö mikið aö æskulýösmálum,
og eins og kunnugt er var hann
hér á feröinni um áramótin sem
fararstjóri unglinga, sem tefldu
viö jafnaldra sina hér á landi.
Bent Larsen
Bent Larsen Danmörku
Fæddur 1935
Eloskákstig: 2620
Sjálfsagt hyggja margir skák-
unnendur gott til glóðarinnar aö
fylgjast meö Larsen ágætum
kunningja sinum úr Danaveldi, á
Reykjavikurskákmótinu sem nú
er að hefjast. Það þykir ávallt
mikill fengur aö Larsen á skák-
mótum og kemur þar til aö hann
fer einatt sinar eigin leiðir jafnt
viö skákboröiö sem annars staðar
og vilar ekki fyrir sér að hafa þau
orðummennog málefni sem hon-
um sýnist. Larsen eru svonefnd
stórmeistarajafntefli mjög á móti
skapi og teflir stift til vinnings i
hverri skák. Þetta viðhorf hans
hefuraflaö honum vinsælda meö-
al áhorfenda og er kannski öðru
fremur ástæöan til þess, aö fáir
eru meiri aufúsugestir á alþjóö-
legum skákmótum en Larsen.
Um árangur hans i skák undan-
farna áratugi er óþarft aö fjöl-
yröa hann hefur alltaf verið i
fremstu röð, þótt hann hafi aldrei
teflt um heimsmeistaratitilinn.
Leif Ögaard
Leif ögaard, Noregi
Fæddur 1952
Elo-skákstig: 2435
Leif ögaard tekur nú þátt i
Reykjavikurskákmótinu öðru
sinni, en hann var meöal þátttak-
enda á Reykjavikurskákmótinu
1974. Þar náöi hann sinum bezta
árangri og varö i 5. sæti. Hann
var fyrir ofan alla islenzku kepp-
endurna og átti eiginlega alls
kostarviö þá. Hanntefldi viö9 Is-
lendinga og náði 8 1/2 vinning úr
þeim viöureignum. Af þessari
frammistööu hlaut hann viöur-
nefniö „Islandsbani” og nú er
eftir aö vita hvort islenzku kepp-
endurnir veröa honum eins
auöveldir viðureignarogsiöast er
hann tefldi hér. ögaard hefur um
árabil verið talinn einn öflugasti
skákmaöur Noregs. Ogaard varö
Noregsmeistari 1974 og 1975. Til
greina hefur komið aö Islands-
meistarinn Jón L. Árnason og
ögaard Noregsmeistari tefli út-
varpsskák sem myndi hefjast um
svipað leyti og Reykjavikurskák-
mótiö.
Walter S. Browne
Waiter S. Browne, Banda-
rikjunum
Fæddur 1946
Elo-skákstig: 2550
Walter S. Browne er nú meö
sterkustu skákmönnum Banda-
rikjanna. Hann hóf ungur að tefla
og ávann sér fjölda unglingatitla
á skákmótum vestan hafs. Hann
hefur nokkrum sinnum oröiö
Bandarikjameistari og auk þess
tekizt aö vinna nokkur öflug al-
þjóðleg skákmót, en hann hefur
tekið þátt i fjölda slikra móta.
Browne er atvinnumaöur I skák
en meöfram skákiökun hefur
hann mikla nautn af hvers kyns
spilum svo sem póker og öörum
ámóta spilum. Viö skákboröið er
hann sagður fremur óstyrkur og
þykir aUt að þvi truflandi. Hann
er góöur hraöskákmaður og kem-
ur það honum til góöa, þar sem
hann er einn þeirra fjölmörgu
skákmanna sem lendir iöulega i
bullandi timahraki.
Gennady Kuzmin
Gennady Kuzmin Sovétrikjunum
Fæddur 1946
Elo-skákstig: 2535
Sovétmaðurinn Kuzmin teflir
nú i fyrsta sinni hér á landi. Hann
er ekki mjög kunnur af þátttöku
sinni I alþjóðlegum mótum, en er
einn af öflugri yngri skákmönn-
um i Sovétrikjunum. Hann vakti
fyrst verulega athygli á 40.
meistaramóti Sovétrikjanna 1972,
en þarhafnaði hann i 3.-5. sæti. A
41. meistaramóti Sovétrikjanna
bættí hannum betur og varö i 2.-6.
sæti ásamt þeim Karpov, Korts-
noj, Petrosjan ogPolUgaevsky en
Spassky varð i fyrsta sæti. Eftir
þennan glæsilega árangur var
álitiöaö þarværiá feröinni ásamt
Karpov arftaki gömlu meistar-
anna, en hvernig sem á þvi
stendur hefur hann ekki uppfyllt
þær vonir sem viö hann voru
bundnar aö loknu mótinu 1973.
Kuzminhefur rólegan og öruggan
skákstil og tapar sjaldan skák.
Framhald á bls. 12.