Tíminn - 04.02.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.02.1978, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 4. febrúar 1978 Ingjaldur Tómasson: (Fyrri grein) Vandamál íslenzks landbúnaðar Orsakir þess vanda, sem landbúnaðurinn ernú i, eru efa- laust margar. Hæst ber þar þó verðbólguna og verðbólguhugs- unarháttinn, sem hefir grafið um sig i hugum flestra, þar á meðal bændanna sjálfra. Þegar ég var ungur drengur, voru engar vélar notaðar við landbúnaðinn, aðeins handverk- færi, orf, ljár, hrifa, sk,ófla, gaffall, ristuspaði og hesturinn til flutninga. A þessum tíma voru stofnuð rjómabú til að vinna smjörið úr rjómanum. Siðan var það flutt á hestvögn- um austan yfir f jall til Reykja- vfkur, og þaðan á enskan mark- að, þar sem það stóðst fyllilega samkeppni við háþróuð land- búnaðarlönd, eins og t.d. Dan- mörku. Nii er landbúnaðurinn orðinn eins vel, eða jafnvel bet- ur vélvæddur en i ýmsum ná- lægum landbúnaðarlöndum. En þrátt fyrir það getum við hvergi keppt á erlendum mörkuðum nema með miklum Utflutningsbótum. Hvernig geturstaðið A þessu? Ef til vill geta hagspekingarnir leyst gátuna. Ég hefi hugsað mér að reyna að athuga þessi vandamál, ef það mætti verða til ábendingar um umbætur i landbúnaði, svo að hann verði að mestu samkeppnisfær, bæði hér og erlendis. Verðbólguhugarfarið, sem hefir þróazt um árabil i hugsun og athöfnum þjóðarinnar, er ef- laust ein stærsta orsök niður- lægingar islenzks lnadbúnaðar. Sparnaður og hagsýni er tæpast lengur i hávegum haft i land- búnaði frekar en annars staðar hjá okkar þjóð. Eftir þvi sem til- kostnaður eykst t.d. af kjarn- fóðurs-, véla- og áburðarkaup- um, þa á það að greiðast i hækk- uðu verði. Kjarnfóður og heynýting Einhver hinn skaðlegasti kostnaðarþatturlandbunaðar er gifurleg notkun erlends kjarn- fóðurs. Það má nú þegar heita sannað, að þessi miklu kaup kraftfóðurs eru að mestu leyti óþörf. Við höfum nefnilega meir en nóg og miklu betri innlend efni i fóðurbæti. Mig minnir, að það hafi komið i ljós á tilrauna- bUinu i Laugardælum, að mátu- lega sprottin islenzk taða (há) sé eitt bezta fóður, sem til er. Með þessu fóðri þarf litinn sem engan fóðurbæti, nema þá helzt i kýr i mjög hárri nyt. Og þá er þaðeillfðarmálið, sem seint ætl- ar að meltast i skynjunarfærum bænda og forráðamanna þeirra, hvernig á að geyma og verka þetta ágæta, næstum alhliða fóður yfir veturinn, svo það missi sem minnst fóðurgildi. Aðeins ein leið er löngu þekkt, oghefir reynzt ágætlega, en það er hin margnefnda votheys- verkun. Ég hefi áður skrifað um reynslu, bæði mina og annarra, af þessari ágætu og einu þekktu aðferð, þar sem mjög litið tap- ast af lifrænum efnum við geymsluna. Samt held ég að ég verði enn einu sinni að telja upp helztu kosti þessarar hey- verkunar i þeirrí von að menn stingi ekki höfðinu i sandinn, þegar augljósar staðreyndir blasavið: Auðvelt er aðhirða og verka gott vothey, jafnvel þótt mikil rosatið sé. Þegar upp styttir og mátulega er sprottið, er farið með tilheyrandi vélar (eftir efnum og ástæðum) Ut á slægjulandið, slegið, rakað og flutt i heygeymslur samdægurs. Engar áhyggjur vegna „Ur sér sprettu", hraknings, foks eða heybruna en allt þetta hefir valdið islenzkum bændum og is- lenzku þjóðinni óútreiknanlegu fjárhagstjóni. Nýlega eru liðin tvö mikil rosasumur. Það má segja að bændur hafi „sloppið með skrekkinn" siðastliðið sumar. Þo hefi ég fulla vissu um, að Viða misstu snemm- sprottin tUn mikið fóðurgildi vegna trénunar hjá þeim bænd- um sem litiðeða ekkert vothey höfðu.Þegar túnineruorðin svo mikil flæmi sem sjá má, þá gengur það vitfirringu næst að hugsa sér að þurrka allt það geysimikla hey i rosasumrum. Ég hefi haft samtal við fólk, sem vann við þurrheyskap sið- asta sumar. Þaö kvartaði um ótrUlegustu vinnuþrælkun og vökur þa daga sem þurrkurinn var. Menn verða að þræla svefnliuir dag eftir dag, ýmist akandi á skröltandi heyvinnu- vélum eða vinna að stöflun hey- bagga sem er ein erfiðasta vinna sem nú þekkist. t slæmri tið neyðast bændur oft til að binda heyið illa þurrt, og er það þá oft grútmyglaður óþverri, sem ekki er mögulegt að föðra nokkra skepnu á, nema með mjög miklu kráftfóðri. Ég heyrði samtal við kaup- félagsstjóra af Vestfjörðum. Hann sagði aðreikningar bænda sýndu ljóslega hverjir verkuðu mest vothey. Afkoma þeirra væri mjög góð, en þurrheys- bændur sætu fastir i skuldasúp- unni. Þingmaður að vestan sagði i Utvarpi að bændur á Ströndum kæmust vel af með bU af meðalstærð, aðallega vegna þess að þeir væru fljótir að heyja og verkuðu allt i vothey. Fyrrverandi bóndi af Rauða- sandi sagði mér þetta skemmti- lega dæmi um ágæti votheys. Einhver kunningi hans bað hann að fóðra fyrir sig hest, sem var orðinn mjög holdarýr. Hann var settur við stall með öðrum hest- um, sem voru vel aldir og f engu eingöngu vothey. Aðkomu- hesturinn var mjög lystugur, og þegar hann var bUinn með sinn skammt, var honum gefið vot- heysmoðiðfráhinum hestunum, sem hann gerði góð skil. Af þessu fóðri eingöngu tók að- komuhesturinn svo skjótum bata, að þótti með ólikindum, hljóp sem sagt i spik á stuttum tima. Áburður og nýting hans Nýlega kom það fram i Ut- varpi, að nýjar rannsóknir sýndu, að mikil og langvinn notkun gerviáburðar orsakaði lélegri og efnasnauðari afurðir. Þetta gæti orðið alvarlegt vandamál, bæði f yrir bændur og neytendur. Þó að köfnunarefni, fosfór og kali sé borið á, þá vantarum 20 þekktar tegundir af litlu efnunum (snefilefnun- um). Þaðerað vísu sjaldgæft en á sér þó stað, að húsdýraáburð- ur sé ýmist illa eða ekki nýttur. Þegar ég var vinnumaður á Sel- tjarnarnesi, um 1918, var þar allur hUsdýraáburður hrærður Ut í vatni. Þegar þvag ogskolp frá heimilinu þraut, var dælt vatni með handdælu, stundum jafnvel heilan dag i einu. Siðan var Utþynntum áburðinum aust- ið i forarkassa með dreifara, sem dreifði áburðinum jafnt yf- ir tUnið. Ég hefi heyrt að bænd- ur á Egilsstöðum hafi sjálfir smiðað mjög gott tæki, sem dreifir fljótandi áburði mjög vel. Þessi áburðaraðferð gerir það að verkum, að jörðin nýtir áburðinn til fulls, þótt mikil þurrkavor séu. Islenzkir bænd- ur þyrftu að fá hentugar vélar til að dreifa öllum husdýra- áburði i fijótandi formi. Fjöl- mörg lifræn áburðarefni eru ekki nýtt hér á landi. úrgangur frá sláturhúsum og fiskvinnslu- stöðvum er látinn rotna i sjó eða vötnum. Frárennsli frá þéttbýli rennur óheinsað i sjó, ár eða vötn, og veldur gifurlegri meng- un, t.d. frá Faxaflóasvæðinu og Akureyri. Ráðamenn og al- menningur virðast vera staur- blindir á þá stórhættu, sem af þessu stafar fyrir lifrfki Faxa- flóans. Efalaust mætti vinna áburð úr þvi gifurlega magni lifefnasem þarna ónýtast. Þang og þari var mikið notað áður fyrr, en nU litið sem ekki. Hið bestai jarðvegi er lifrænt. „Þangið er dýrgripaskrln lif- rænna efna." Fiskimjöl er gott bæði sem skepnufóður og til áburðar. Er það ekki orðin lifs- nauðsyn að nýta sem bezt hin ágætu lifefni sem við eigum i stað þess að kaupa bæði fóður- vörur og áburð erlendis? Með . þvi bæði spörum við erlendan, dýrmætangjaldeyri og stuðlum að meiri hollustu landbUnaðar- vara og þar með að heilbrigði fólks og fénaðar. Það er vist, að gerviáburð má spara mikið, án þessað árangur verði minni. Ég heyrði fyrir nokkru, að ein hUs- freyja austur i Grimsnesi hefði borið á um 1/3 minni áburð en bændur yfirleitt notuðu, en samt fengið eins mikla uppskeru, og að likum miklu betri en bændur almennt. Þessi kona er vel menntuð i jarðvegsliffræði. Alltof litið er gert til að mennta bændur í þessari visindagrein, það gæti með öðru stuðlað að af- komuöryggi bænda. Einhver sagði mér að bændur i Kanada „smökkuðu" á gróðurmoldinni og finni á bragðinu hvaða áburður hæfir bezt. Ingjaldur Tómasson Stórgjafir til Thor Thors sjóðsins HEI — Thor Thors sjóðnum i New York, sem starfar á vegum American Scandinavian Founda- tion, hefur nýlega borizt vegleg gjöf að upphæð 48.500 dollarar frá dánarbúi Einars Þorkelssonar I samræmi við erfðaskrá hans. Hefur sjóðurinn eflzt mjög á s.l. mánuðum þar sem honum hafa einnig verið afhentir 60.000 dollarar i tilefni af 200 ára afmæli Bandarikjanna. Eru þetta þvl samtals um 2.3 milljónir. I erfðaskrá sinni gerði Einar Þorkelsson ráðstafanir til að þetta fé hans gengi til styrktar is- lenzkum námsmönnum I Banda- rikjunum svo og til styrktar ameriskum námsmönnum á Is- Einar Þorkelsson, Skaftfellingur, er starfaði sem tizkuhönnuður I New York f yfir 30 ár. landi. Hefur þessu fé nu verið ráðstafað til Thor Thors sjóðsins, er hefur m.a. það markmið að styrkja Islendinga til náms I Bandarikjunum. Einar Þorkelsson fæddist i V- Skaftafellssýslu árið 1917. Hann fluttist tíl New York 1942 og starf- aði þar sem tizkuhönnuður til dauðadags árið 1975. Einar var sagður hvers manns hugljUfi er vildi allra götur greiða. Þótt hann byggi fjarri ættlandinu, var hug- urinn ávallt á Islandi, enda ráð- stafaði hann eignum sinum til málefnis sem hann taldi verða is- lenzku þjóðinni til góðs. Einar komst mjög langt i sinni grein, og var mikils metinn af stéttarbræðrum sinuin. Laugarneskirkja Bach-tónleikar, guðsþjónustur og kirkjukaffi HEI —Næstkomandi sunnudag 5. febr. verður mikið um að vera i Laugarneskirkju. Kl. 11 verður barnaguðsþjónustu og er ástæða til aö minna foreldra á að hvetja börn sin til að sækja þessar guðs- þjónustur og gjarnan koma með þeim. Kl. 14 verður messa og mun safnaðarsystirin, Margrét Hró- bjartsdóttir, predika. Ei'tir messu verður boðið upp á kirkjukaffi i safnaðarsal kirkjunnar meðan hUsrUm leyfir. Er þetta nylunda en verður vonandi oftar. Kl. 17 verða svo Bach-tónleikar i kirkjunni. GUstaf Jóhannesson organisti leikur verk eftir J.S. Bach. GUstaf Jóhannesson er góður tónlistarmaður og með dugmeiri organistum hérá landi, svo hér er um athyglisverða tón- leika að ræða. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis, en fólki gefst kostur á að leggja fram sinn skerf til safnaðarheimilisins að þeim loknum. Sýnir á Kjarvalsstöðum JB Þann 4. febrúar opnar Guðbergur Auðunsson sina fyrstu einkasýningu á Kjar- valsstöðum i Reykjavfk. Guð- bergur er fæddur 1942. Hann nam við Kunsthaandværker- skolen i Kaupmannahöfn 1959-1963.vann við teiknistörf i New York 1964-1965 og stuud- aði sfðan nám við málaradeild Myndlista- og handiðaskóla islands veturinn 1976-1977. A sýningunni verða tuttugu og þrjár myndir, f lestar unnar I akryllitum, en nokkrar með oliutog eins og listamaðurínn sjálfur segir þá er kveikjan að myndunum ys og þys stór- borga, gömul og ný skilaboð og sitthvað fleira. Sýningin verður opin til fimmtánda febrúar. Myndin er af Guð- bergi fyrir framan eitt verka sinna. Timamynd: Robert. »» Starfshópur um „STOMA' aðgerðir Hér á landi mun vera allstór hópur fólks á ýmsum aldri sem þurft hefur að gangast undir svo- nefndar „colostomy", „ileost- omy" og „urostomy" skurðað- gerðir vegna sjUkdóma i melting- arfærum og þvagfærum. Nokkrir einstaklingar sem eiga beinna hagsmuna að gæta I þessu sam- bandi, eða vilja stuðla að velferð þessa fólks, mynduðu starfshóp I haust sem hefur haldið nokkra umræðufundi i Reykjavik. Unnið er að þvi að auðvelda Utvegun þeirra. hjálpartækja sem þessu fólki eru nauðsynleg og kanna þörfina fyrir þau I iandinu. Auk þess er m.a. áformað að koma á fræðslu- og upplýsingastarfsemi um þessi efni i samráði við starfs- fólk heilbrigðismála, en mikill skortur er á henni. Við skipulagningu slikrar starf- semi, sem e.t.v. gæti leitt til fé- lagsstofnunar, er nauðsynlegt að komast i samband við sem flesta er hafa gengizt undir ofangreind- ar aðgerðir, bæði hér á landi og á erlendum spitölum, eða aðstand- endur, t.d. þegar um börn er að ræða. Þeir sem áhuga hafa á þessu þarflega máli eru vinsam- legast beðnir að gefa sig fram skriflega, þ.e.a.s. senda nafn, heimilisfang og simanUmer og geta um tegund aðgerðar. Utaná- skriftin er: Starfshópur CIU (trUnaðarmál) Pósthólf 523 101 Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.