Tíminn - 04.02.1978, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.02.1978, Blaðsíða 20
Laugardagur 4. febrúar 1978 18-300 Auglýsingadeild Tímans. Sýrð éik er sigild eign HU&CiQGH TRÉSMIDJAN MEIDUR \\ SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Ragnar Kjartans- son gerir minnis- varða um drukkn- aða sjómenn //. SJ — Grindvikingar hafa bundizt samtökum um aðreisa minnis- varða um drukknaða sjómenn i Grindavik. Þeir hafa fengið Ragnar Kjartansson myndhöggv- ara til að gera listaverkiö og á það að vera tílbúið til afsteypu i bronz um áramótin 1978-79. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar i Grindavik listaverkið hlýtur stað. Mynd Ragnars er af sjómanns- ekkjunni með börnin sin, þar sem hún er ein eftir á ströndinni og heldur á reknum bjarghring. Ijanúar 1952 stofnaði kvenfélag Grindavik-ur ,,M inningarsjóð drukknaðra sjómanna frá Grindavik”. Tekjur sjóðsins voru ágóði af sölu minningakorta. Vegna verðbólgunnar varð sjóðurinn aldrei það afl, sem hon- um hafði veriö ætlað að veröa, þ.e. að standa undir kostnaði við gerð minnisvarða. A 25 ára afmæli sjóðsins, I janú- ar 1977, var samþykkt aö óska eftir samstarfi við bæjarfélagið og sjómannafélagið um að hrinda málinu i framkvæmd. Fékk málið góðar undirtektir og var skipuð 8 manna nefndjUndirbúningsnefnd með þátttöku fyrrgreindra aðila og útvegsbændafélags Grinda- víkur, sem óskaöi eftir aðild að málinu. Nefndina skipa: Sæunn Krist- jánsdóttir, formaður, og Ólina Ragnarsdóttir, ritari, frá kvenfé- laginu, Helga Emilsdóttir, gjald- keri, og Sigurpáll Einarsson frá bæjarstjórn, Kjartan Kristófers- son og Haraldur Tómasson frá sjómannafélaginu ogTómas Þor- valdsson og Einar Simonarson frá Útvegsbændafélaginu. Akveðið var aö reisa minnis- varða eftir verki Ragnars Kjart- anssonar myndhöggvara og voru 3 tillögumyndir eftir hann sýndar i Félagsheimilinu Festi á sjó- mannadaginn 1977. Var siðan ein þeirra mynda valin sem fyrir- mynd varðans, og undirbúnings- nefndinni falið hlutverk fram- kvæmdanefndar. Gerð þessa minnisvaröa er nefndarmönnum sem og Grind- vikingum öllum mikið metnaðar- mál, en vist er, að hún mun kosta mikið fé. Fyrsta fjáröflun nefnd- arinnar fórfram i Festi 3. desem- ber s.l. og vill nefndin þakka þeim mörgu.sem studdu þetta malefni þá. Margir einstaklingar hafa gefið fé til minningar um látna ástvini. Verkalýðsfélag Grinda- vikur gaf 500.000 kr. og Skip- stjóra- og stýrimannafélagiö Vis- ir í Keflavík 300.000 kr. Ýmsir aðrir, félög og einstaklingar, hafa lofað fjárframlögum, og þakkar nefndin öllum þessum aðilum höfðinglegar gjafir og góðar und- irtektir. Ragnar Kjartansson ásamt fyrirmynd sinni að minnisvarða drukkn- aðra sjómanna, sem reistur vcrður I Grindavik. Timamynd: Gunnar. Krafla: Hefst rafmagnsframleiðsla fyrir mánaðamót? SSt — 1 gær átti að reyna að gangsetja tvær túrbinur við Kröfluvirkjun og er það liður i prófunum, sem verða að fram- kvæmast áður en allar vélar þar verða gangsettar til rafmagns- framleiðslu. Að sögn Einars Tjörva Elias- sonar verkfræðings við Kröflu fór fyrri túrbinan i gang laust fyrir hádegi i gær og var hún i stakasta lagi. Ekki tókst að koma stærri ttírbinunni i gang i gær, þótt reynt væri fram eítir degi, þar sem sérstakur örygg- isloki virkaði ekki. Sagði Einar Tjörvi, að reynt yrði að koma henni i gang i dag, og ef það tækist, yrðu báðar túrbinurnar látnar ganga fram á mánudag. Þá tækju við prófanir á hinum ýmsa útbúnaði, sem ganga verður úr skugga um, að sé I lagi áður en rafmagnsfram- leiðsla hefst. Það er þéttikerfi, undirþrýstingskerfi öryggisút- sláttur og fl. — Frost hefur nokkuð hamlað gangsetningu hér, sagði Einar Tjörvi, og þessi árstími er raunar ekki sá heppi- legasti til prófana. Þessar próf- anir standa yfir allt til 20. þ.m. og ef sýnt er að allar vélar og búnaður er i lagi, ætti raf;- magnsframleiðsla við Kröflu að geta hafizt fljótlega upp úr þvi, sagði Einar Tjörvi Eliasson að lokum. Lausn á sorpvandamálum Suðurnesja á næsta leiti — Vatnsból á Suðurnesjum í hættu ESE — Nú á siöustu árum, hafa sorpvandamál á Suðurnesjum aukizt til muna. Allt sorp, sem til hefur fallið hefur verið grafið i jörð, og nú er svo komið að það er aðeins spurning um tima hven- ær þessi sifelldi sorpgröftur nær að menga vatnsból á Suðurnesj- um. Enn sem komið er hefur eng- in mengun orðið að ráði, en með hverjum mánuðinum sem llður eykst hættan á að svo verði. Vegna þessa máls hafði Timinn samband við Harald Gislason sveitarstjóra i Garðinum, en hann er formaður nefndar sem vinnur að þvi að kanna leiðir til Urbóta og hvaða tilhögun á sorp- eyöingu myndi henta Suðurnesja- búum bezt. Haraldur sagði, að nefndin hefði fljótlega komizt að þvi, að heppilegasta leiðin til sorpeyð- ingar væri brennsla og hefðu Flugfélag Norðurlands: Enn fjölgar farþegum — áform um aö kaupa nýja flugvél í vor AIls fóru 12.449 farþegar meö Flugfélagi Norðurlands i áætlun- arflugi á siðasta ári, og er það nokkur aukning frá næsta ári á undan. Félagið á nú þrjár vélar, eina sem tekur 19 farþega eina fyrir 9 farþega og eina fyrir fimm farþega. Nú eru uppi ráðagerðir um að kaupa eina flugvél til við- bótar, og verður það 19 farþega flugvél af Twin Otter gerð, eins og stærsta vél félagsins er. Flugfélag Norðurlands hefur fastar áætlunarferðir til 8 staða, en bækistöð félagsins er á Akur- eyri. Fimm sinnum i viku er flog- ið til Þórshafnar og Vopnafjarðar fjórum sinnum til Raufarhafnar, þrisvar til Egilsstaða og Kópa- skers og tvisvar til Grímseyjar og Isafjarðar. Auk þessa hefur fé- lagið póstflug tvisvar i viku til Húsavikur. Þá er hægt að fá leiguvélar hjá félaginu, og er alltaf nokkuð um að fólk notfæri sér þá þjónustu. Við störf hjá félaginu eru nú fjórir fastráðnir flugmenn og auk þeirra eru tveir menn, sem eru lausráðnir og gripa I aö fljúga þegar mikið er um að vera, eða einhverjir fastráðnu flugmann- anna eru i frii. Þá starfa tveir flugvirkjar hjá félaginu og einn skrifstofumaður er þar i fullu starfi. Starfsfólk Flugfélags ís- lands annast afgreiðslu vélanna og farþegaskráningu. Allt flug félagsins austur á bóg- inn frá Akureyri er skipulagt I tengslum við flug Flugfélags ís- lands tii Akureyrar. Þannig teta farþegar úr Reykjavik komizt samdægurs til áætlunarstaða fé- lagsins og eins geta farþegar frá_ hinum ýmsu stöðum komizt sam- dægurs til Reykjavikur. Anna Guðmundsdóttir skrif- stofumaður hjá félaginu sagði i samtali við Timann að það háði starfsemi félagsins að yfirleitt væru ekki upplýstir vellir á þeim stöðum, sem flogið er til. Þetta veldur þvi, að aðeins er unnt að flúga mjög skamman tima á dag I svartasta skammdeginu einmitt þegar mikið er um flutninga. MÓ nefndarmenn ferðazt um erlendis og litið á slikar brennslur og gert fyrirspurnir þar um. Þeir hefðu svo fengið um 20 tilboð i' gerð sorpbrennslunnar, en nefndin hefði siðan valið 3 tilboð úr frum- tilboðunum og ynnu nú verkfræð- ingaraðþviað athuga hvert þess- ara tilboða hentaði þeim bezt. Haraldur kvaöst vænta þess að könnun verkfræðinganna yrði lokið núum miðjan mánuðinn og myndi þá nefndin taka afstöðu til þeirrar niðurstöðu og skýra sveitarstjórnum frá málinu, en endanleg afstaða færi væntanlega eftir þvi hver viðbrögð þeirra yrðu. Haraldur var spurður að þvi hve mikið það kostaði á ári aö grafa sorpiö og hvort einhver merki mengunar hefðu komiö i ljós. Hann kvað kostnaö við sorp- gröft vera eitthvað i kringum 20 milljónir á ári, og kvað mengun viðvéki þá væru íbúar á Suður- nesjum mjög uggandi um að á- stand vatnsbóla færisifellt versn- andi, þó að enn sem komið væri væru þau ekki það menguð að til alvarlegra ráðstafana þyrfti að gri'pa. Haraldur nefndi sem dæmi að ef vatnsbólin yrðu ónothæf sökum mengunar, þá tæki það 10-15 ár fyrir þau að hreinsast að nýju, en það værisvipaður timi og talið væri að upphaflega mengun- in ætti sér stað á. Að lokum var Haraldur spurður að þvf hvort varnarliðið á Mið- nesheiði, en 65% af öllu sorpi á Suðurnesjum kemur frá þvi, hefði lýstyfir áhuga á þvi að taka þátt i kostnaði við byggingu fýrirhug- aðrar sorpbrennslu. Haraldur kvað það ekki hafa komið til um- ræðu að varnarliðið yrði eignar- aðili, en að sjálfsögðu yrði þvi boðið upp á þá þjónustu sem sorp- brennslan veitti. Annars væri það nokkurt vandamál varðandi sorp frá varnarliðinu að það innihéldi það margar hitaeiningar að ekki væri hagkvæmt fyrir afköst fyrir- hugaðrar verksmiðju að brenna það eitt sér, heldur y rði að blanda þvi saman við blautt sorp til þess að hagkvæm afköst fengjust. Mál fyrir rétti á næstunni SSt — Aö sögn Björns Helgason- ar, hæstaréttarritara, verða þrjú mál dómtckin fyrir Hæstarétti á næstunni. Eitt þeirra verður dómtekið 20. febrúar n.k. svo- nefntSkotmál.atburðursem varð á Akureyri fyrir 2-3 árum. Þá verður dæmt í máli Asgeirs Ing- ólfssonar og svonefndu Kópa- vogsmáli, en ekki gat Björn Helgason sagt fyrir um nákvæm- ar dagsetningar á þeim að svo stöddu. Blaðamenn: Atkvæði um verkfall Ekki er mikið sagt þótt fullyrt sé að Flugfélag Noröurlands sé Ilfæð margra staða þegar snjóar hamla eðlilegum samgöngum á iandi. Hér eru farþegar til Þórshafnar og Vopnafjarðar aö ganga um borö I vél fé- lagsins á Akureyrarflugvelli. —Timamynd. MÓ SJ—I kvöld kl. 6 lýkur atkvæða- ; greiðslu í Blaðamannafélagi Is- lands um verkfallsheimild til handa stjórn félagsins. Atkvæða- greiðslan hófst i gærmorgun. Næsti samningafundur i kjara- deilu blaðamanna og blaðaútgef- enda verður á mánudag kl. 14. Blaðamenn hafa setið þrjá fundi með útgefendum og þetta verður annar fundurinn með deiluaðilum og Torfa Hjartarsyni, sátta- semjara rikisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.