Tíminn - 10.02.1978, Síða 2

Tíminn - 10.02.1978, Síða 2
2 Föstudagur 10. febrúar 1978 KOSNINGABARATTAN I FRAKKLANDI: Stjórnarflokk- unum vex fylgi Paris/Heuter. Samkvæmt skoö- anakönnunum i Frakklandi virðast stjórnarflokkarnir held- ur vera að vinna á, í kosninga- baráttunni, en nú eru ekki nema tæpar fimm vikur til kosninga. Skoðanakannanir, er birtar voru I tveim dagblööum stjórn- arflokkanna I gær, sýna aö mið- og hægri flokkarnir, sem nú sitja að völdum, draga heldur á sósialista og kommúnista. Þess- ar nýju niðurstöður auka enn á óvissuna um það hvernig fara mun i kosningunum I marz. Talið er að fylgisaukningu stjórnarflokkanna megi rekja til ummæla forsetans, Valery Giscard d’ Estaing, en hann segist ekki geta hindrað vinstri flokkana i þjóðnýtingaráform- um sinum, komist þeir til valda. Auk þjóðnýtingar hafa komm- únistar og sósialistar heitið hin- um lægst launuðu miklum kjarabótum, komist vinstri- stjórn til valda i Frakklandi. Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa spáð þvi, að takist vinstri- Giscard d'Estaing hvetur til stuðnings við stjórnarflokkana. mönnum að hrinda áformum sinum i framkvæmd muni efna- hagur Frakka komast á kaldan klakannog benda á, að á siðustu dögum hafi frankinn fallið bæði gagnvart Bandarikjadollar og helztu gjaldmiðlum Evrópu eft- ir þvi sem likur á sigri vinstri- manna jukust. Frankinn rétti við aftur i vik- unni, eftir að Frakklandsbanki eyddi meir en 200 milljónum dollara til stuðningsaðgerða, og Giscard d’Estaing gaf stjórn- inni fyrirmæli um að beita öll- um tiltækum ráðum til að hefta sig gjaldmiðilsins. Skoðanakönnun,er birt var i Le Figaro sýndi, að stjórnar- andstaðanmyndi hljóta samtals 50% atkvæða i fyrri hluta kosn- inganna.er fram fer 12. marz. Þetta er einu prósenti minna en spáð var i skoðanakönnun Le Figaro i janúar. Samkvæmt skoðanakönnuninni munu stjórnarflokkarnir fá 45% at- kvæða og Umhverfisverndar- hreyfingin hirðir þau fimm pró- sent sem þá eru eftir Otkoman i skoðanakönnun L’Aurore er mjög áþekk og hjá Le Figaro. Vaxandi togstreitu virðist gæta milli vinstri flokkanna, sósialista og kommúnista. Framhald á bls. 19. Kúrdarof- sóttir í írak — 90 Kúrdar pólitískir fangar London/Reuter. Þjóðernissinnaðir Kúrdar birtu i gær lista yfir nöfn ,90 Kúrda, sem sagðir eru i haldi samkvæmt fyrirmælum sjórn- valda i írak. Einnig voru birt nöfn fimm Kúrda, sem þjóðernis- sinnasamtökin segja að teknir hafa veriðað lifi. í tilkynningunni frá Lýðveldisflokki Kúrda sagði: „Astæðan fyrir þvi, að Kúrdarnir, sem taldir eru upp á listanum, sitja f fangelsi er annaðhvort sú, að þeir eru félagar i stjórnarand- stöðuflokki, eða skyldmenni Kúrda er gengið hafa i lið með þjóðernissinnum”. Á listanum erubændur, nemar, kennarar, verkamenn, konur og börn. Kúrdar reyndu að koma af stað byltingu og heimta þannig frelsi sitt 1975. Leiðtogi þeirra var þá Mulla Mustafa Barzani sem nú er i útlegð. Byltingartilraunin mistókst, en skæruliðar hafa haldið uppi starfsemi sinni siðan. Er leitað var frétta hjá sendiráði Iraks i' London, var þvi svarað til að listinn hefði ekki borizt til sendiráðsins og gæti það þvi ekk- ert sagt um málið. EKKERT LÁT Á ÁTÖKUNUM í BEIRUT Beirut/Heuter. Hinn kristni austurhluti Beirut minnir nú einna mest á draugaborg eftir að bardagar Libana og Sýrlendinga hafa staðiði þrjá daga. I gær kom enn til átaka milli libanska hers- ins, sem endurskipulagður var eftir borgarastriðið og sýrlenzkra friðargæzlusveita. Að tilhlutan Arababandalagsins áttu sýr- lenzkar friðargæzlusveitir hvað drýgstan þátt i að stöðva átökin i Libanon fyrir 15 mánuðum. Atök- in i gær blossuðu upp i úthverfi Beirut, Fayyadieh, þar sem átök- in hófust á þriðjudag. Sýrlendingar og hægrisinnaðir libanskir hermenn skiptust á skotum á þrem stöðum i Fayya- dieh. Hægrisinnar segja að Sýr- lendingar hafi reynt að flytja liðs- auka til Ashrafiyeh, sem er i miðju kristna hverfinu i Beirut. Þessir liðsaflaflutningar voru stöðvaðir að sögn hægrimanna vegna mikillar andstöðu libanskra hermanna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er talið að Sýrlendingar flytji nú liðsafla og vopn eftir þrem leiðum til hæð- anna.þaðan sem sést yfir Beirut. Kristnir ibúar Beirut eru nú mjög andsnúnir Sýrlendingum, einkum eftir að ráðizt var á aðal stöðvar Frjálslynda þjóðar- fiokksins og sprengjum varpað á ibúðarhverfi. Mikill meirihluti 30.000 manna liðsafla friðar- gæzlusveita Arababandalagsins eru Sýrlendingar, en taliö er að þeir séunú fjarri þvi að vera vel- komnir gestir i Libanon. Chamoun, leiðtogifrjálslynda þjóðarflokksins i Libanon sagði i viðtali við Reuter i gær, að „Sýr- lendingar hefðukomið til Libanon til að koma þar á lögum og reglu eftir borgarastyrjöldina en upp á siðkastið eru þeir farnir að haga sér eins og setulið”. 50 manns féllu siðastliðinn þriðjudag og miðvikudag og er Chamoun var spurður álits á utan úr heimi gangi mála sagði hann: „A meðan ekki er boðað til vopna- hlés, getur enginn spáð fyrir um hvað gerast mun næst.” Fregnir herma að Sýrlendingar hafi fariðfram á að fá yfirráð yfir bækistöðvum libanska hersins i Fayyadieh og fá leiðtoga her- manna þar framseldan. „Hvers vegnaeigum við að mæta þessum kröfum, hverá þetta land, við eða þeir” var svar eins libanska for- ingjans við þessari kröfu. Sendinefnd libönsku stjórnar- innar hélt til Damaskus til viö- ræðna i gær en stjórnin, undir for- sæti Eliasar Sarkis boðaði til fundar til að fjalla um neyðar- ástandið. Fórnarlamb borgarastriðsins, nú falla Libanir fyrir friðargæslu- s vcitunum. Stjórn Banda ríkjanna viður kennir að bandamenn þeirra troði á mannréttindum Washington/Reuter. Bandariska utanrikisráðuneytið hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að i þrem rikjum, sem staðið hafa i nánum hernaðarlegum tengslum við Bandarikin um árabil, séu mann- réttindi fótum troðin. Rikin, sem hér um ræðir, eru íran, Suð- ur-Kórea og Nicaragua. Sam- kvæmt lögum frá 1976 verða stjórnir, sem uppvisar eru að þvi að troða á mannréttindum þegn- anna, af bandariskri hernaðarað- stoð. Þrátt fyrir þessa lagasetn- ingu hefur ekki dregið úr hernaðaraðstoð nema til eins af fyrrgreindum rikjum, Nica- ragua. Skýrsla um stöðu mannréttinda i 105 löndum er þiggja þróunar-, efnahags- eða hernaðaraðstoð var birt i gær. tran, Suður-Kórea og Nicaragua eru riki, sem stjórnin slyður fjárhagslega og hernaðarlega þrátt fyrir lög er mæla gegn þvi. Samkvæmt skýrslunum hefur ástand mannréttindamála batnað að undanförnu i þessum þrem löndum. Þar viðgangast þó enn pyndingar, ómannúðlegar refsingar, gjörræðislegar fangelsanir og mönnum er enn neitað um réttarhöld i meintum sakamálum. A bandarisku fjár- lögunum 1979, verður dregið úr framlögum til Nicaragua, en Suð- ur-Kórea mun hins vegar, vegna hernaðarlegs mikilvægis i Norð- ur-Asiu hljóta aukinn styrk til hernaðarþarfa frá Bandarikja- mönnum. Bandarikjastjórn mun Framhald á bls. 19. Vorhátíð Kínverja Peking/Reuter. Vorhátið Kin- verja, sem lauk i dag var með allra veglegasta móti. Kinversk alþýða hafði nú meira fé handa á milli en áður, þar sem flestir fengu kauphækkun á siðasta ári. Hátiðahöldin stóðu i þrjá daga, en þetta er lengsta fri i landinu á ár- inu. Óvenju mikið vöruval var i verzlunum, einkum föt, matur og leikföng. Verzlanir voru hafðar opnar lengur en vanalega, og útlending- ar sögðu að nokkuð hefði borið á þvi að fólk hefði ekki einvörðungu eytt þvi sem nam kauphækkun- um, heldur einnig sparifé sinu, en slikt er fátitt I Kina. Israelsmenn hóta að kalla alla sendimenn sína heim frá Kairó — vaxandi ágreiningur milli ísraelsstjórnar og Bandarikjamanna Jerúsalem/Reuter. Israelsmenn ihuga nú að kalla sendimenn sina i Kairó heim ef Egyptar halda fast við að fresta þvi að taka upp viðræður að nýju. Egypzka stjórnin gaf i gær út yfirlýsingu þess efnis, að ekki yrðu teknar upp hermálaviðræður að nýju fyrr en árangur hefði náðst i stjórnmálaviðræðunum, sem fara fram i sambandi við fyrirhugaða friðarsamninga i Miðausturlönd- um. Nokkrir israelskir fulitrúar urðu eftir i Kairó eftir að annar fundur hermálanefndarinnar, sem f jallaði að mestu um brottför israelsks herliðs frá herteknum svæðum, fór út um þúfur i siðustu viku. ísraelsmenn sögðu, er við- ræðurnar féllu niður fyrir viku, að beðið yrði þar til Sadat kæmi heim úr ferð sinni til Bandarikj- anna og Evrópu. 1 dag sagði opin- ber starfsmaður hins vegar að Is- raelsmenn ihugi nú kröfu Egypta um að árangur af stjórnmálavið- ræðunum væri algert skilyrði fyr- ir þvi að teknar yrðu upp viðræð- ur i hermálanefndinni. Hann sagði: „Vel má vera að við köll- um sendimenn okkar heim ef Egyptar standa fastir á þvi að fresta viðræðunum i Kairó”. Sami talsmaður stjórnarinnar sagði að „Egyptarogaðrir aðilar sem viðriðnir eru viðræðurnar ættu að gera sér ljóst, að þrýstingur á ísraelsmenn muni ekki leiða til nokkurs árangurs.” Taliðer að þessi ummæli bendi til þess að vaxandi skoðanaágrein- ingur sé milli ísraelsmanna og Bandarikjamanna i stefnunni i friðarumleitunum i Miðaustur- löndum. Samningafulltrúi Bandaríkjamanna Atherton með Dayan og Begin. Fer samkomulagið versnandi?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.