Tíminn - 10.02.1978, Blaðsíða 24
*
18-300
[Auglýsingadeild
Tímans.
,,Gráa skýrslan”:
Sterkir árgangar bætast við
hrygningarstofn síldarinnar
Hafrannsókn leggnr til að hámarksafli 1978 verði 35 þús. tn,
UREVnii fgn9"" ’
: HÚ&GiÖGill
Sfmi 8 55 22 TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
SJ — Rannsóknir á sildarstofnin-
um, sem gerðar voru 1977, gefa til
kynna að árgangurinn frá 1974 sé
meðalstór ntiðað við timabilið
1955-63 og sennilega talsvert
sterkari en árgangurinn frá 1971,
sein talinn hefur veriö tiltölulega
góður. Fyrstu athuganir á 1975
árganginum benda tit, að hann sé
af svipaðri stærð og 1974 ár-
gangurinn, en þessir árgangar
bætast við hrygningarstofninn á
þessu ári og þvi næsta.
Athyglisvert er að meðallengd
sildar af 1974 árganginum er
nærri 2 sm lægri en verið hefur
um margra ára skeið. Slik breyt-
ing á vaxtarhraöa rennir stoöum
undir þá skoöun, að þessi árgang-
ur sé mun sterkari en fyrir-
rennarar hans.
Hafrannsóknastofnunin hefur
Sild háfuð úr móti.
gert tillögur um aö hámarksafli á
sildveiðum veröi 35.000 tn á þessu
ári og er þaö 6 þús. tonna hækkun
frá veiðinni á siöasta ári.
Veiöinni veröi hagaö svo að
aflanum veröi skipt milli hring-
nótar og reknetabáta, en þar sem
3-4 ára sild (26-30 sm) veröur i
miklum meirihluta á miöunum á
hausti komanda, er eindregiö lagt
til aö sú aflaaukning, sem gert er
ráð fyrir frá fyrra ári veröi fyrst
ogfremst tekin meö reknetum og
hringnótaveiöar ekki auknar frá
þvi sem var 1977.
Hringnótaveiðar veröi leyföar
20. sept. — 20. nóv.,en rekneta-
veiðar frá 20. ág. — 20. nóv.
Reglugerð um bann við veiði
smásíldar verði breytt þannig að
27 sm sild og minni megi ekki
vera meira en 25% i afla i staö
50% (eftir fjölda).
Stærð hrygningarstofnsins (4
ára sild og eldri) hefur verið
endurreiknuö fyrir árin 1975-77 og
spá gerö fyrir 1978-79. Niöurstöð-
ur sem hér segir:
Hrygningarstofn sumargots-
sildar i þús. tonna
1975 1976 1977 1978 1979
85 95 105 (155) (200)
Samkvæmt fyrri spá fyrir 1977
átti hrygningarstofninn þá aö
vera I20þús. tonn. Þessi mismun-
ur er fyrst og fremst vegna þess
að 1973 árgangurinn hefur reynzt
mun lélegri en búizt haföi veriö
við.
Hrygningarstofninn var um 350
þús. tonn áöur en honum tók að
hnigna upp úr 1964. Stefnt er að
því aö stofninn nái aftur þessari
stærð innan fárra ára.
Getum tvöfald-
að karfaaflann
Rýrnun gotstofns gefur þó ástæðu til varúöar
SJ — Áætlað er að karfaafli okkar
árið 1977 hafi verið um 28 þús.
tonn. og að heildarkarfaaflinn á
tslandsmiðum hafi verið um 62
þús. tonn. Hafrannsóknastofnun
leggur til að leyfilegur hámarks-
af li við island verði 60 þús. tonn á
þessu ári. Miðað við karfaaflann
á sl. ári getum við aukið afla okk-
aru 100% á árinu. Þessari aukn-
ingu verður þó þvi aðeins náð með
þvi að beina fiskisókninni mun
meira að karfaveiðum, en gert
var i fyrra.
A sl. ári var i fyrsta skipti reynt
aö gera heildarúttekt á karfa-
stofnunum i' Norður-Atlantshafi á
vegum Alþjóðahafrannsókna-
ráösins. Heildarkarfaaflinn á
þessusvæði minnkaði úr 156 þús.
tonnumáriðl965 i 88þús. tonn áriö
1973, en hefur aukizt siðan, eink-
um árið 1976 og varð þá 189 þús.
tonn. Þessi aukning stafar af
stórfelldri smákarfaveiði Sovét-
manna við Austur-Grænland aö-
allega á árinu 1976 (101 þús.
tonn).
Vinnunefndin komst aö eftir-
farandi niðurstöðum: Karfa-
stofnarnir á svæðinu voru full-
nýttir timabilið 1965—1974. Got-
stofninn hefur minnkað um
30—40% allra siöustu árin miðað
við meðalstærð hans á timabilinu
1965—1974. Slik minnkun got-
stofnsins gefur ástæður til fyllstu
varúðar. Hin mikla sókn i smá-
karfa við A-Grænland árið 1975 og
1976 er mjög óæskileg og draga
þyrfti stórlega úr henni.
Með tilliti til hins hæga vaxtar
karfans, hinnar miklu veiöi á
smákarfa á uppeldissvæöunum
við A-Grænlandá árunum 1975 og
1976 og óvissunnar um áhrif henn-
ar svo og hinnar alvarlegu
minnkunar gotstofnsins siðustu
árin, leggur Hafrannsóknastofn-
unin til, að leyfilegur hámarksafli
við Island veröi 60 þús. tonn á ár-
inu 1978.
Vinnunefndin sem gerði úttekt á karfastofnunum viö Færeyjar, tsland
og A-Grænland, á fundi i Reykjavik þegar ársfundur Alþjoðahafrann-
sóknaráðsins var haldinn hér i september sl.
Blaðburðar
íólk óskast
Timann vantar fólk til
blaöburðar i eftirtalin
hverfi:
Álfheimar
Háteigsvegur
Suðurlandsbraut
Hátún
Miðtún
SÍMI 86-300
Jón vann
Kuzmin
— í gærkvöldi
SSt — óvæntustu úrslit fimmtu
umferðar Reykjavikurskák-
mótsins var skák þeirra Jóns L.
Arnasonar og Rússans Kuz-
mins , en Jón sigraöi i' þeirri
viöureign á glæsilegan hátt,
yfirspilaði Kuzmin gersamlega
og gafst hann upp i 23. leik. A
sjötta hundruð manns voru á
fimmtu umferöinni og er það
mesta aðsókn sem verið hefur
til þessa og hafa vafalaust
margir komiö til að fylgjast
með viðureign þeirra Friðriks
og Browne. Þar varð þó ekki um
spennandi skák að ræða. Kom
fljótlega upp endatafl og virtist
sem hvorugur vildi taka neina
áhættu og lauk skák þeirra með
jafntefli eftir 32 leiki.
Onnur úrslit i gærkveldi urðu
sem hér segir:
Miles — Margeir 1-0
ögaard — Helgi 1/2-1/2
Larsen —Guðmundur 1-0
Polugaessvky — Smejkal 0-]
Hort — Lombardy l-o
Sjötta umferð á Reykjavikur-
skákmótinu verður tefld i kvöld
og þá tefla saman Margeir og
Polugaevsky, Kuzminog Miles,
Friðrik og Jón L. Arnason,
Helgi og Browne, Lombardy og
ögaard, Larsen ogHort ogGuð-
mundur og Smejkal.
Humarinn við borðstokk.
Draga veröur
úr humarveiði
SJ — Ilafrannsóknastofnun
leggur til, að leyfilegur hámarks-
afii af humri árið 1978 veröi 2.500
tonn, en heildarveiðin i fyrra var
um 2.800 tonn, eða sú sama og ár-
ið 1976. Þessi lækkun á hámarks-
afla er gerð til að stuöla að frek-
ari uppbyggingu humarstofnsins.
Mælt er með þvi að sóknartak-
mörkunum verði einkum beint að
veiðisvæðunum suðvestanlands,
en þar er stofninn verr farinn en
viðast annars staðar.
Nýir útreikningar byggðir á
gögnum frá 1977 gefa til kynna, að
þegar humarsto&iinn varsiöast i
hámarki 1970, hafi sá hluti hum-
arstofnsins sem nær lágmarks
stærðtillöndunar (þ.e. 7 sm hala-
lengd eða 6 ára og eldri) verið um
18.7 þús. lonn. Vegna alltof mik-
illar sóknar á árunum 1970—72
minnkaði stofninn ört og var
kominn niður i um 11.2 þús. tonn
árið 1974, en þá var gripið til öfl-
ugra friðunaraögerða. Taliö er að
stofninn hafi verið kominn upp i
13.2 þús. tonn á sl. ári og er aukn-
ingin fólgin i nýliöun árganganna
1969—71 i nýtanlegum hluta hum-
arstofnsins á árunum 1975—77,
fyrst sem smáhumri og siðar
millihumri. Hluti stórhumars i
aflanum hefur nær sifellt farið
minnkandi frá 1969 og veröur á-
fram lágur á árinu 1978, þar eð
hann flokkast ekki sem stórhum-
ar fyrren u.þ.b. 9—10 ára gamall.
Astæður fyrir lágu hlutfalli
stórhumars i afla undanfarinna
ára má að nokkru rekja til heldur
lélegra árganga, t.d. 1968, auk
mikillar veiði 1970—72.
Meðalafli á togtima á allri ver-
tiðinni 1977 var 36 kg, 39 kg við
Vestmannaeyjar, i Meðallands-
bugt, Skeiðarárdjúpi og Breiða-
merkurdjúpi, en 28 kg við Suð-
vesturland frá Jökuldjúpi að Sel-
vogi.
Rukkunarheftin
Blaðburðarfólk er beðið að sækja
rukkunarheftin sem fyrst á afgreiðslu
Timans að Siðumúla 15 (2. hæð). Athugið
að Timinn er fluttur úr Aðalstræti i Siðu-
múla 15. — Simi 86-300.