Tíminn - 10.02.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.02.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 10. febrúar 1978 Kynning á ungum framsóknarmönnum Vaxandi starf Framsóknarfélags V opnafj ar ðar — Málefnastaða Framsóknarflokksins mjög sterk, segir Jón Þór Guðmundsson á Vopnafirði Jón Þór Guömundsson er fæddur á Hauksstöðum i Vopna- firði og ólst þar upp. Hann vann við bústörf jafnframt þvi sem hann stundaði nám. Hann lauk prófi frá bændaskólanum að Hólum i Hjaltadal, en siðan lá leiðin til Danmerkur, þar sem hann lagði stund á mjólkur- fræði. bvi námi lauk hann sið- astliðiö vor og hefur siðan starf- að sem mjólkurfræðingur i Mjólkurstöðinni i Vopnafirði. Jón er formaður Framsóknar- félags Vopnafjarðar, og á ferð um Vopnafjörð nýlega tókum viö hann tali, og spurðum fyrst um starfsemina i Mjólkurstöð- inni. —Á siöasta ári tókum við við 637 þúsund litrum af mjólk, og er það aðeins minna en árið 1976, en þá var mjólkurfram- leiðsla hér i Vopnafiröi það mesta, sem hún hefur nokkru sinni orðið. — Eru allir bændur hér um slóöir ineð einhverja mjólkur- framleiöslu? —- Nei, ekki eru allir bændur hér i Vopnafirði með mjólkur- framleiðslu og aðeins er einn sem hefur eingöngu kýr. All- margir eru hins vegar eingöngu með sauðfjárbúskap. Innleggjendur eru alls um 20, og hefur þeim fremur fækkað á siðari árum, en framleiðslan hjá hverjum hefur hins vegar aukizt. — Hvernig vinniö þið mjólk- ina? — Megnið af framleiðslunni fer til neyzlu hér i Vopnafirði og er mjólkinþviunnin i samræmi við það. Stor nluti er seldur sem neyzlumjólk en einnig er hér nokkur smjörgerð og svo búum við til skyr, kasein o. fl. — Eru einhverjar ráöagerðir urn aö taka mjólkurtanka I notkun? — Já, tankvæðing er á döfinni og er byrjað að undirbúa hana. Ráðgert er að kaupa tankbil á þessu ári til að sækja mjókina til bænda, og sumir bændur hafa þegar aflað sér mjólkurtanka. Jafnframt eru bændur aö fá sér rörmjaltakerfi. En samhliða þessu verður að leggja mikla áherzlu á að fá vegakerfið stórbætt. Hér eru' vegir viða lágir og verða oft ó- færir, þótt ekki höfum viö haft af þvi að segja i vetur. En svo hefur verið snjólétt nú að fært hefur verið flesta daga til Þórs- hafnar og er það sjaldgæft. — Er starfsemi Framsóknar- félagsins gróskumikil? — Ég held það megi fullyrða að starfssemi Framsóknarfé- lagsins sé mjög vaxandi um þessar mundir. Við vinnum nú af kappi að þvi að undirbúa tvennar kosningar, og sitthvað fleira er á döfinni hjá okkur. T.d höfum við ákveðið að halda árs- hátið i marz. — Hefur félögum fjölgaö upp á siökastiö? — Já margir hafa gengið i fé- lagið, og mikill hugur er i mönn- um að gera stóra hluti. Það er þegar ákveðið að framsóknar- menn beri fram hreinan flokks- lista við sveitarstjórnarkosn- ingarnar i vor, en siðast var samstarf milli framsóknar- manna og óháðra borgara um framboð. Aðalfundur félagsins veröur haldinn nú bráðlega og verður þá rætt um á hvern hátt staðið verður að framboði. Framsókn- armenn hafa nú fjóra af sjö hreppsnefndarmönnum og stefnum við markvisst að þvi að halda þeirri tölu að loknum næstu kosningum. —Hafa framsóknarmenn komiö miklu góðu til leiðar i sveitarstjórnarmálunum? — Málefnastaða flokksins er hér mjög góð. Hér hefur verið unnið að f jölmörgum framfara- málum siöasta kjörtimabil og mikil uppbygging átt sér stað. Sem dæmi má nefna að stórátak hefur verið gert i gatnagerð, og miklar umbætur i hafnarmálun- um. Þá hefur gjörbylting verið gerð i samgöngumálum með endurbótum á flugvellinum, og hreppsnefndin hefur stuðlað að uppbyggingu ibúöarhúsnæðis með byggingu leigu- og sölu- ibúða. Þá miðar heilsugæzlu- stöðinni vel áfram og fjölmargt fleira mætti nefna. Við öll þessi framfaramál hafa framsóknarmenn staðið i fylkingarbrjósti, og ef á annað borð er nokkru sinni unnt að þakka hreppsnefndarmönnum S| |> VX Umsjónarmenn: Magnús Ólafsson Ómar Kristjánsson Jón Þór Guömundsson. og sveitarstjóra nokkuð ætti það að vera auðvelt hér. En við þessi verk hafa sveitarstjórnar- menn notið stuðnings þing- manna kjördæmisins og þá sér- staklega hinna þriggja þing- manna Framsóknflokksins. — En á hvaö telur þú aö leggja beri áherzlu á næstu ár- uin i sveitarstjórnarmálum hér á Vopnafirði? — Að sjálfsögðu þarf að halda áfram við að byggja upp at- vinnutækin, og ýmiss konar þjónustustarfsenii sem mark- visst hefur verið unnið að upp- byggingu á hin siðari ár. Síðan þarf aö leggja aukna áherzlu á að byggja upp vegina hér i sveitinni. Okkur er mikil nauð syn á betri vegum en við höfum nú. Bæði er það vegna þess, að nú er verið að taka mjólkur- tanka i notkun, og vegna þess að börnum þarf að aka að og frá skóla. Það er mikil nauðsyn á góðum samgöngum i nútima þjóðfélagi, svo öll mannleg samskipti geti gengið snuðru laust fyrir sig. Annars tel ég að við Vopnfirð- ingar getum verið mjög kröfu- harðir með að fá aukið fjár- magn til vegagerðar. Staöreynd er aö vegir á Austurlandi eru þeir verstu á landinu, og vegir i Vopnafirði eru þeir verstu á Austfjörðum! Þvi þarf að gera hér verulegt átak. — Aö lokum Jón Þór, hvernig II zt þér á komandi alþingis- kosningar? — Við framsóknarmenn erum staðráðnir i að vinna vel og við stefnum markvisst að þvi að halda okkar þremur þingmönn- um inni á Alþingi að kosningum loknum. Við gerum okkur ljóst að jafnvel þótt við aukum fylgi Framsóknarflokksins nokkuð hér i kjördæminu'er hugsanlegt að við töpum manni vegna skiptingar á atkvæðum milli hinna flokkanna. Þvi þarf að gæta þess vel að hvert einasta atkvæði Fram- sóknarflokksins skili sér á kjör- degi. Bæði er það vegna þess, að hinir áægtu þingmenn Fram- sóknarflokksins Vilhjálmur Hjálmarsson, Tómas Arnason og Halldór Asgrimsson hafa unnið kjördæminu mjög vel og munu gera áfram, og einnig vegna þess, að ef Framsóknar- flokkurinn tapaði manni til Al- þýðubandalagsins yrði það til þess að þingmönnum kjör- dæmisins fækkaði um einn og gæti leitt til nýrrar viðreisnar- stjórnar. Það er staðreynd, að Helgi Seljan, annar maður á lista Alþýðubandalagsins er ör- uggur með að verða kjörinn sem uppbótarmaður en veröi hann kjördæmiskjörinn verður það til þess að okkar ágæti og dugmikli þingmaður Halldór Asgrimsson verður ekki á þingi næsta kjör- timabil, en Halldór er sem kunnugt er yngsti þingmaður- inn. M.Ó. Laus staða Hlutastaöa dósents i almennri meinafræöi i tannlækna- deild Háskóla tslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 6. mars nk. Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um ritsmiöar og rannsóknir, svo og námsferii og störf, og skulu þær sendar mennta- málaráöuenytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráöuneytiö, 2. febrúar 1978. Horace Parlam ^ÍXS Orlofshús Bandalag háskólamanna minnir félags- menn sina á, að frestur til að sækja um or- lofsdvöl i orlofshúsum bandalagsins að Brekku i Biskupstungum rennur út 15. febrúar n.k. Bandalag háskólamanna. Starf dómorganistans i Reykjavik er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. marz 1978 og skulu umsóknir sendar til Erlings Aspe- lunds Hótel Loftleiðum, er gefur nánari upplýsingar i sima 22322. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar. Glaðningur fyrir jass-áhugamenn ESE — Um næstu helgi kemur jasstrió Horace Parlans hingað til lands. Trióið mun halda hér þrenna tónleika, og verða hinir fyrstu þeirra nk. laugardag i Menntaskólanum við Hamrahlið og hefjast þeir kl. 21. Trio Horace Parlan skipa þeir Horace Parlan, Doug Raney og Wilbur Little. Trio Horace Parlan kemur hingað til lands á vegum Jass- vakningar. Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu Norðurlandabókmennta. Fyrri úthlutun 1978 á styrkjum til útgáfu norrænna bók- mennta i þýðingu á aðrar Norðurlandatungur fer fram á fundi úthlutunarnefndar 27.-28. april n.k. Frestur til að skila umsóknum er til 20. mars n.k.Tilskilin umsóknar- eyðublöð og nánari upplýsingar fást i menntamálaráðu- nevtinu. Hverfisgötu 6, Reykjavik, en umsóknir ber að senda til Nabolandslitteraturgruppen, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK—1205 Köbenhavn K. Menntamálaráðuneytið, 7. febrúar 1978.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.