Tíminn - 10.02.1978, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. febrúar 1978
ti'ilíi'
Leikstjórinn F. Voulgaris:
„Grískir kvikmyndagerðarmenn reyna að
svara spurningum, sem
snerta þá sjálfa”
Tveir víðfrægir kvikmynda-
leikstjórar, Pantelis Voulgaris
frá Grikklandi og Wim Wenders
frá Þýzkalandi lögðu leið sina
hingað á fyrstu kvikmynda-
hátiðina i Reykjavik með eigin
kvikmyndir i farangrinum.
Blaðamenn hittu annan þeirra
Voulgaris á fundi i gær og
fræddust um margt er varðaði
gríska kvikmyndalist.
— Griskir kvikmyndagerðar-
menn eru ekki margir, sagði
Voulgaris og það er undarlegt
að á ári hverju eru gerðar 15
langar kvikmyndir, án nokkurr-
ar opinberrar aðstoðar og er
það gert vegna dugnaðar og
þrautseigju griskra kvik-
myndagerðarmanna af yngri
kynslóðinni. Þetta hefur eitt-
hvað með griska skapgerð að
gera. Aristóteles sagði, að menn
væru félagslyndar skepnur og
það er umhverfið og samfélagið
sem mestu máli skiptir fyrir
griska kvikmyndageröarmenn i
dag.
Brennandi vandamál
Það er fyrst og fremst
viðfangsefni griskra kvik-
myndagerðamanna i dag að
fjalla um brennandi vandamál
griska þjóðlifsins. Allir þessir
ungu menn eru fæddir á tfma-
bilinu um og eftir striðið. 1 kjöl-
far striðsins fylgdi griska
borgarastriðið og eftir það tók
herforingjaeinræðið við. Það
var mörgu haldið duldu fyrir
okkur i uppvextinum og það
brennur á okkur að draga það
fram i dagsljósið sem raun-
verulega gerðist, finna svör við
spurningum sem snerta okkur
sjálfa.
Voulgarisvar spurður að þvi
á fundinum að hverju hann væri
að vinna nii. — Eins og stendur
er ég að vinna að gerð fram-
haldsþáttar fyrir griska sjón-
varpið en ég á von á þvi að ég
byrji á nýrri mynd i vor, þó að
ég sé ekki búinn að ákveða efni
myndarinnar. Þetta eru fimm-
tán 40 min. þættir, sem eru
byggðirá skáldsögu eftir griska
skáldið Politis. Þetta er i fyrsta
skipti sem Voulgaris vinnur að
svo stóru verkefni fyrir griska
sjónvarpið og er þetta fyrsta til-
raun hans til að breyta grisku
islendingar eru
likastir Grikkj-
um af öllum
þeim Evrópu-
þjóðum sem ég
hef kynnzt.
Náttúran á ts-
landi er fallegt
leiktjald.
Hér er ég
og heima
mér.
eins
hjá
„Veldi til-
finninganna” er
tvimæialaust
listaverk.
sjónvarpi, sem hann lýsti yfir
óánægju sinni með. — Ef þú
kemur til Grikklands og sérð
griskt sjónvarp áttu erfitt með
að trúa þvi að þú sért i Grikk-
landi. Griska efnið er mjög
lélegt og er þar f jallað um létt-
væg og allt að þvi tilbúin vanda-
mál. Það er erfitt fyrir okkur,
sem erum að gera eitthvað
annað að brjótast i gegnum
þann vegg, sem forvigismenn
sjónvarpsins standa svosterkan
vörð um, og við höfum enga
samninga við sjónvarpið.
— Þvi' miður veitir griska rik-
ið mjög litla opinbera aðstoð viö
griska kvikmyndagerðarmenn
og er sambandið við yfirvöld
mjög ótryggt. Þetta stafar af
þvi að grisk kvikmyndagerð er
að gerbreytast og hefur það
skapað erfiðleika i samskiptum
okkar við rikið. Aður fyrr
byggðist kvikmyndagerð ein-
göngu á rusli eins og kómedium
og melodrama, og það sem viö
erum aögera á sérekki öruggan
markað. Það er til kvik-
myndastofnum sem veitir fé til
nokkurra kvikmynda á ári,
og forvigismenn stofnunarinnar
vilja gera miklu betur. En við
megum ekki gleyma þvi að
margt hefur breytzt i Grikk-
landi á siðustu árum. Við erum
að byggja upp frá rótum lýð-
ræðislega hugsun, sem hefur
varla verið til i áratugi.
Hreinskiptinn ráðherra
örlög griskrar kvikmynda-
gerðar verða ráðin á næstu
tveimur árum. Ráðamenn hafa
nú séð að við erum sjálfstætt afl
og nú fer að reyna á það hvort
ekki verður veitt meiri aðstoð til
kvikmyndagerðar en áður fyrr.
Hægri öfl hafa ráðið i landinu og
siðasti menntamálaráðherra
sagði beint út við okkur. ,,Eng-
inn hægri maður gerir kvik-
myndir, hvernig getið þið þá
Pantelis Voulgaris, gestur Kvikmyndahátiðarinnar 1978. Mynd
hans Anægjudagur, sem veröur sýnd kl. 7 i kvöld, var kosin bezta
gríska kvikmyndin á kvikmyndahátiðinni i Thessaloniki 1976.
ætlazt til að ég geri ráðstafanir
gegn hagsmunum minum.”
Um myndavalið á Kvik-
■nyndahátiöina i Reykjavik
sagði Voulgaris að hann hefði
verið á mörgum kvikmynda-
hátiðum, og að hann hefði sjald-
an séð eins gott myndaval. —
Myndirnar sýna allar það nýj-
asta, sem er að gerast i kvik-
myndagerð i heiminum. Hér er
valið af skynsemi og sanngirni.
Voulgaris sagði, að það værisér
mikill heiður og gleðiefni að
vera boðinn á fyrstu islenzku
kvikmyndahátiðina og sagði að
hér væri mjög vel farið af stað
og hann vonaðist eftir meiri
samskiptum á þessu sviði á
miili Grikkja og Islendinga.
Kvikmyndin „Bóndi”
skar sig úr
Voulgaris á sæti i dómnefnd
þeirri sem velja mun heiðurs-
verðlaun fyrir eina af þeim is-
lenzku kvikmynd um sem sýnd-
ar.verða á morgun i Tjarnar-
biói. Hann var spurður um.hvað
honum fyndist um islenzka
kvikmyndagerð og sagði hann
að vinnubrögðin við gerð mynd-
anna sýndu.að hér væru á ferð-
inni menn. sem kynnu sitt fag
tæknilega. En hann varð fyrir
vonbrigðum með að fáar mynd-
anna lýstu islenzku lifi frá degi
til dags eða okkar eigin vanda-
málum. — Ég lærði mjög litið
um Island af þessum kvikmynd-
um en það var ein mynd sem
skar sig úr, og er hún á heims-
mælikvarða. Það varkvikmynd
Þorsteins Jónssonar „Bóndi”.
— Það er greinilegt á vinnu-
brögðum þessara manna að þeir
búa yfir miklu. Ef til kæmi fjár-
hagslegur stuðningur gætu
þessir menn búið til eitthvað
sem heitir islenzk kvikmynda-
gerð, sem ætti sér hljómgrunn i
heimi alþjóðlegrar kvikmynda-
listar. GV
Veldi tilfinninganna:
„Ein af betri kvikmyndum
sem hafa verið gerðar”
— segir Voulgaris
GV — Japanska kvikmyndin
„Veldi tilfinninganna” er tvi-
mælalaust listaverk og er ein af
betri myndum, sem hafa verið
gerðar, sagði griski leikstjórinn
Pantelis Voulgaris á fundi með
blaðamönnum i gær.
— A yfirborðinu fjallar „Veldi
tilfinninganna” um ástina, en
undir niðri f jallar hún um dýpri
vandamál i samskiptum fö%s.
Voulgaris sagðist ekki vita um
önnur dæmi þess á öðrum kvik-
myndahátiðum, að yfirvöld
hefðu afskipti af þeim myndum,
sem þar væru sýndar, og lýsti
þetta eindæma þröngsýnu við-
horfi. — Þetta er mikil synd og
skömm, sagði griski Jeikstjór-
inn og fórnaði höndum.
Að sögn Thor s Vilhj álm ssonar
rithöfundar er það nú komiö á
siður franskra blaða, að þessi
japanska verðlaunamynd varð-
aði við islenzk lög. — Þessi
mynd var send hingað fyrir
mikla greiðvikni franska
menntamálaráðuneytisins, og
ef við, sem völdum þessa mynd
á hátiðina, erum klámhundar,
þá veit ég ekki hvað á að kalla
þá i franska menntamálaráöu-
neytinu, sagði Thor.
— Ég krafðist þess á fundi
með framkvæmdastjörn Lista-
hátiðar i dag, aðákvörðunin um
að hætta við sýningar á „Veldi
tilfinninganna” yrði riftað. Ég
get ekki skilið af hverju lög-
reglumenn og sakamannaeftir-
lit kemur i veg fyrir að sýna list
á listahátið. Vegna þessarar
frumreglu krafðist ég þess að
myndin yrði sýnd. En eitt at-
kvæði er léttvægt.
Opið bréf til ríkissaksóknara og
framkvæmdastjórnar listahátíðar
Nemendur Myndlista- og hand-
iöaskóla íslands telja stöðvun á
sýningu kvikmyndarinnar „Veldi
tilfinninganna” árás á frjálsa
listsköpun. Við mótmælum aö
aðrir taki sér fyrjr hendur að
ákveða hvað okkur sé hollt að sjá
eöa heyra. Við getum ekki túlkað
þetta á annan veg en sem brot á
ákvæöi stjórnarskrárinnar um
tjáningafrelsi, prent- og mál-
frelsi. Þvi skorum við á fram-
kvæmdanefnd listahátiðar að
hefja sýningar á kvikmyndinni
þegar i stað.
Bréfinu fylgir athyglisverð at-
hugasemd: Morð er glæpur, aö
sýna morð er ekki glæpur. Kynlif
er ekki glæpur að sýna kynlif er
glæpur. Undir bréfið skrifa Ari
Kristinsson, Þór Elis Pálsson,
Brynjólfur Jónsson og Asta Ólafs-
dóttir.
■©
CHEVROLET
TRUCKS
Höfum til sölu:
Tegund:
Volvo 144 grand luxe sjálfsk
Vauxhall Viva station
Mercedes Benz406 D ber2.4
Datsun 120 Ysjálfsk.
Opel disel
Ford Pick-up
Morris Marina 4ra dyra
Hanomag Henchel, ber4t
Opel Record II
Chevrolet Nova sjálfs.
Ch. Malibu Classic 2ja dyra
Volvo 144 de luxe
Peugeot 504
Ch. Blazer Cyanne
Ch. Laguna 2 d. skuldabr.
Opel Caravan
Mercedes Benzdisel
Peugeot diesel 504
Scout II 6 cyl beinsk
Vauxhall Viva «.
VW 1303 L.S.
Peugeot504 L
Ch. Malibu Classic
G.M.C. Vandura sendif.
Ch. Chevy Van m/gluggum
Datsun disel með vökvast.
Skoda Amigo
Opel Caravan
Opel Manta
Opel Manta 1900
Volvo 142
Opel Rekord 1900 sjálfsk.
Saab 99 L 4ra dyra
Árg.
74
72
70
76
73
71
70
74
71
72
74
75
71
72
74
73
i
70
72
74
77
73
74
75
74
76
71
77
73
77
76
74
73
74
Verð i þús.
2.600
900
1.600
1.750
1.400
900
Tilboö
1.200
1.850
3.100
1.200
1.400
3.400
2.200
800
1.500
1.200
2.400
1.650
890
3.000
2.300
3.500
1.100
1.000
1.750
2.600
2.700
2.300
1.700
1.950
Samband
Véladeild
ÁRMÚLA 3 SÍMI 389