Tíminn - 01.03.1978, Qupperneq 6

Tíminn - 01.03.1978, Qupperneq 6
6 Miðvikudagur 1. marz 1978 S tj órnarands taðan potturinn og pannan í helj arátökunum? spurði Þórarinn Þórarinsson i umræðum utan dagskrár þar sem rætt var um hlutdrægni ríkisf jölmiðla Bcnedikt Gröndal (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi Sameinaðs þings i gærdag og gerði að umtalsefni sjónvarpsþátt kvöldið áður, þ.e.a.s. umræðuþátt um stefnu og stöðu launþegasam- takanna og rikisstjórnarinnar. Kvað Benedikt I þætti þessum hafa verið framið gróft hlut- drægnisbrot og um leið brot á út- varpslögum. 1 þættinum hefði stjórnarandstaðan engan máls- vara haft en forsætisráðherra, Geir Hailgrimsson, hefði í niður- lagi þáttarins notað tækifærið til að ráðast á stjórnarandstöðuna og rangtúlka málstað hennar. Þá krafðist Benedikt þess að stjórnarandstaðan fengi a.m.k. eins langan tima i sjdnvarpi og forsætisráðherra fékk til að svara árásum hans. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra tók næstur til máls og vls- aði algjörlega á bug áburði Bene- dikts. Hann benti ennfremur á að þingmaðurinn brytihefðogvenju með þvi að kveða sér hljóðs utan dagskrár til árasa án þess að sýna þeim sem fyrir yrði, þ.e.a.s. forsætisráðherra, þá kurteisi að tjá honum fyrir fram erindi sitt i ræðustól. Ráðherra kvað málsstað stjórnarandstöðu i þessu máli röklausar sjónhverfingar og f rek- ar væri það rikisstjórnarinnar að kvarta undan þvi að rikisf jölmiðl- ar sýndu henni ekki tilhlýðilega virðingu né að henni væri nægur gaumur gefinn. Benedikt Gröndal. Lúðvik Jósefsson (Abl) tók undir skoðun Benedikts Gröndal og sagði að ekki hefði farið á milli mála að þátturinn hefði verið settur á ávið til þess að gefa for- sætisráðherra tækifæri til að leika einleik. Skoraði hann á forsætis- ráðherraað jafna metin með þvi að ræða efnahagsmálin við sig á jafnréttisgrundvelli i sjónvarpi. Benedikt Gröndal tók þá aftur til máls og kvaðst ekki hafa gert forsætisráðherra viðvart fyrir fram, þar sem gagnrýni hans Geir Hallgrimsson hefði beinzt að útvarpsráði fyrst og fremst en ekki ráðherranum. Þórarinn Þórarinsson (F) sagðist telja að ræður stjórnar- andstæðinga nú væru byggðar á misskilningi. Sjónvarpsumræð- urnar um kvöldið hefðu alls ekki verið um efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar fyrst og fremst, heldur um viðbrögð aðila vinnumarkaðarins. Þess vegna voru þeir fengnir til umræðna i sjónvarpinu, þ.e.a.s. fulltrúi launþega annars vegar og fulltrúi Þórarinn Þórarinsson. atvinnurekenda hinsvegar. Kvaðst Þórarinn ekki hafa álitið stjórnarandstöðuna aðila að átök- um á vinnumarkaðnum nú, en kannski hún væri þrátt fyrir allt potturinn og pannan i heljarátök- unum. Kvaðs Þórarinn vija bera blak að Guðmundi J. Guðmundssyni, sem i sjónvarpi var fulltrúi laun- þega og hefði tekizt upp með mikl- um ágætum. Hann benti á að Guðmundur hefði strax i upphafi þáttarins verið spurður um skoð- unsina á ummælum forsætisráð- herra. Þá hefði hagfræðingur ASÍ verið þarna og flutt langa og greinagóða ræðu, að visu svoh'tið villandi. Kvaðst Þórarinn ekki álita minnsta tilefni fyrir stjórn- arandstöðu il þess að rjúka upp til handa og fóta út af máh þessu og að sinu mati hefði stjórnandi þáttarins sýnt fyllstu óhlut- drægni. Siðastur talaði Guðmundur H. Garðarsson (S) og þakkaði i upp- hafi máls sina Þórarni Þórarins- syniágæta ræðu. Hann minnti á ummæli stjórnarandstæðinga þess efnis að hlutdrægni gætö hjá rikisfjölmiðlunum, og það væri rétt að slikt ætti ekki að eiga sér stað. Reynsla sin, sagði hann, væri þó önnur. Hann benti á að Kristján Thorlacius hefði ótal sinnumkomið fram i þessum fjöl- miðlum aleinn og aldrei hefði hann heyrt hann geta álits minni- hluta eða skoðanaandstæðinga nna. Sjálfur sagði Guðmundur, hefði hann i 20 ár verið formaður i einum hinna stærri verkalýðs- samtaka en i nafni þeirra hefði honum aldrei verið boðið að koma fram í þessum fjölmiðlum rikis- ins. Steingrímur Hermannsson: Tryggja verður f járhagslega stöðu og þjónustu Skipaútgerðar ríkisíns Steingrimur Hermannsson (F) mælti i gær fyrir tillögu til þings- ályktunar um endurnýjun og upp- byggingu strandferðaþjónustunn- ar sem hann fiytur ásamt Tómasi Arnasyni (F) og Inga Tryggva- syni (F). Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að hraða athugun á endurnýjun og uppbyggingu Skipaútgerðar rikisins og leita leiða til þess að fjármagna siika endurnýjun i þvi skyni að 1) auka og bæta strandferðaþjónustuna viðdreifbýli iandsins, 2) stuðla að hallalausum rekstri Skipaútgerð- ar rikisins.” í ræðu sinni sagði Steingrimur m.a. að Skipaútgerðin hafi veriö stofnsett árið 1929 og hún hefði alla tið og gerði enn, gegnt mikil- vægri þjónustu við drifbýlið. Hún hefði einhverju sinni verið nefnd hin islenzka járnbraut hafnanna og væri það réttnefndi þó að bilar hefðu aö nokkru leyti tekið við hlutverki hennar á ákveðnum stöðum landsins, einkum sunnan- lands. Hlutverk Skipaútgerðar- innar væri eftir sem áður gifur- lega mikilvægt og þvi hlutverki hennar á ákvebnum stöðum landsins, einkum sunnanlands. Hlutverk Skipaútgerðarinnar væri eftir sem áður gifurlega mikilvægt og þvi hlutverki væru ekki aðrir til að gegna. Þó væri það staðreynd sagði Steingrimur að rekstur Skipaút- gerðarinnar væri nú nokkrum fjárhagslegum örðugleikum háð- ur, og þjónusta hennar hefði dregizt meira saman en æskilegt væri. Tilgangur þessa tillögu- flutnings væri einmitt að reyna að fá úr þessu bætt og leggja áherzlu á að konnun á úrbótum verði hraðað og þá framkvæmdum I framhaldi af þvi. Rakti Steingrfmur siðan nánar hvar helzt væri útbóta vant, og fer hér á eftir efnislega samhljóða meginatriði úr greinagerð sem fylgir tillögunni: „Forstjóri Skipaútgerðar rikis- ins hefur lagt fram „áætlun að uppbyggingu strandferðaþjónust- unnar”, (nóvember 1977). Þar koma fram allróttækar og mjög athyglisverðar tillögur um endur- skipulagningu Skipaútgerðar ríkisins og rekstrar hennar. Skýrsla þessi hefur verið send öll- um þingmönnum. Er þvi ekki ástæða til þess að endurprenta héTefni hennar. Hins vegar verða rakin nokkuð meginatriði. Núverandi staða og ástand Skipaútgerðar rikisins. Þótt skip Skipaútgerðarinnar, Hekla og Esja, séu frá árunum 1970 og 1971 og vönduð, standast þau ekki samanburð við samsvarandi skip i nágrannalöndum okkar hvað þá það sem bezt gerist. Ohagkvæmni skipanna kemur fyrst og fremst fram i eftirgreindum atriðum: Hekla og Esja óhag- kvæm skip. 1. Ekki er unnt að koma við nýj- ustu aðferðum við lestun og los- un skipanna. Afköst eru, þegar * alþingi bezt lætur, 20-30 tonn á klst, en algeng, t.d. i Noregi, 200 tonn á klst. Er þó mannafli við þau störf u.þ.b. tvöfalt meiri hér en i Noregi. 2. Ahöfn á hvoru skipi er 17-18 menn, eða u.þ.b. þrefalt fleiri en á samsvarandi skipum á norsku ströndinni. Aukakostn- aður vegna áhafnar verður þannig um 150 millj. kr. á ári. Auk þessa er aðstöðu Skipa útgerðarinnar til vöruafgreiðslu I Reykjavik og viðast um landið mjög ábótavant, tækjabúnaður ófullnægjandi og fjárhagsstaða fyrirtækisins mjög slæm. Ný skip.Siðustu árin hefur orö- ið bylting I gerð strandflutninga- skipa. Byggist hún fyrst og fremst á nýrri tækni við lestun og losun, sem lýsa mætti sem akstri með vörur um og frá borði. Þessi skip gpta opnazt annað hvort að aftan eða framan, ef ekki hvort tveggja, og einnig eru þau með lestunarop á hliðum. Þvi er unnt að aka vöæum um borð með lyft- urum eða á vögnum á ýmsa vegu. í skýrslunni er lýst nýjum norskum strandferðaskipum, sem eru um 20 m styttri en Hekla og Esja, en hafa þó jafnmikið lestarrými. Þau hafa bæði skutop fyrir lestun og losun á hjólum og hliðarop fyrir lestun með lyftur- um, auk lestarops að ofan og 28 tonna lyftigetu i bómu. Ekkert farþegarými er á þessum skipum og áhafnarstæðrin i Noregi aðeins 6 menn. Skip þessi kosta { Noregi nýsmíðuð um 400 millj. isl. kr. Ýmsum fleiri nýjungum við þessiskip er lýst. Mundu slik skip valda gjörbyltingu á útgerð Skipaútgerðar rikssins. Ný vöruskemma. Aðstaða Skipaútgerðar rikisins i Reykja- Steingrímur Hermannsson. vik er mjög bágborin. Lóð hefur fengizt fyrir skemmu á uppfyll- ingu við Grófarbryggji I Reykja- vikurhöfn. Þar mun skapast hin ákjósanlegasta aðstaða. Aætlað er að byggja þarna skemmu, sem yrði um 2500 fer- metrar og þjónustubyggingu á tveimur hæðum, 525 fermetra, áfasta við skemmuna. Aætlaður kostnaður er samtals 186 millj. kr. Tækjabúnaður. Tækjabúnað Skipaútgerðar rikisins i lyfturum og fleiru þarf að endurnýja. 1 skýrslunni er fjárfesting i sliku áætluð 200 millj. kr. á fjórum ár- um. Aætlanir um fjárfestingu og rekstur.Áætlanir um fjárfestingu og rekstur fylgja skyrslunni og eru birtar með tillögu þessari i töflum 1, 2, og 3. Við þessar áætlanir eru að sjálfsögðu ýmsir fyrirvarar. Má i þvi sambandi nefna verðlagsþró- un Áætlanirnar eru gerðar i nó- vember 1977. Nokkur óvissa er einnig um vissa kostnaðarliði og loks um flutningsmagn. Rekstrarafkoma jákvæð 1984. Samkvæmt þessum áætlunum yrði fjárfesting að frádregnu söluverði núverandi skipa 1.451 millj. kr. Verulegur hluti af fjár- þörfinni yrði fjármagnaður með erlendum lánum. Áætlað er að rekstur batni fljótlega og geti skilað allverulegum fjárhæðum upp i fjármagnskostnað þegar á fjórða ári eftir að umræddar breytingar eru hafnar. Rekstrarafkoma er sýnd á meðfylgjandi linuriti. Þar sést að áætlað er að rekstrarafkoma yrði orðið jákvæð á árinu 1984 að fjár- magnskostnaði meðreiknuðum. Breytt strendferðaþjónusta. Með hinum nýju skipum er unnt að stórauka fjölda ferða frá Reykjavik. Það er ákaflega mik- ilvægt. Hins vegar er rætt um að fækka viðkomustöðum. Ef það á að gerast verður að tryggja að þeir staðir, sem falla niðúr n'jóti einnig hinnar sömu stórbættu þjónustu, t.d. með flutningi á bifreiðumfrá löndunarhöfnum á vegum Skipaútgerðari.nnar sjálfrar. Liklegt er þó að ekki reynist unnt að fækka viðkomu- stöðum svo sem um er rætt, a.m.k. á veturna. Þaér hugmyndir þarf því allar að athuga stórum nánar. Hvað sem strandferðaáætlun liður virðist liklegt, að slik gjör- bylting i tækjakosti og starfsemi Skipaútgerðar rikisins gæti haft I för með sér stórbætta.þjónustu við dreifbýli landsins, með lækk- Framhald á 14. siðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.