Tíminn - 01.03.1978, Page 8

Tíminn - 01.03.1978, Page 8
8 Miðvikudagur 1. marz 1978 (jf Útboð Tilboð óskast i gatnagerðjagningu holræsa og vatnsiagna i nýtt hverti i Seljahverfi i Reykjavik. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuveg 3 Reykjavik gegn 10 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. marz 1978 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK)AVÍKURBORGAR Fríki'kiuvcqi 3 -- S'm' 25800 . 0 Leiklistarskóli Islands hefur ákveðið að gefa tveimur leikurum kost á endur- menntun viö skóiann vcturinn 1978-1979. Gert er ráð fyrir námstima sem sé minnst ein önn (um tiu vikur) og mest eitt skólaár (1. sept-15. mai). Kennsla fer fram á timabilinu 8,30-19, fimm daga vikunn- ar. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu skólans að Lækjargötu 14b simi 2-50-20. Umsóknir verða að hafa borizt skrifstofu skólans fyrir 11. april n.k. Skólastjóri Húseignin Túngata 14 (Hallveigarstaðir) er til sölu náist samningar um söluverð og greiðslukjör. Allar upplýsingar gefnar á skrifstofu vorri en ekki simleiðis. Lögmannsstofan Bergstaðastræti 14 Páll S. Pálsson hrl. Stefán Pálsson hdl. Páll Arnór Pálsson hdl. Leiklistarskóli íslands auglýsir inntöku nýrra nemenda sem hefja nám haustið 1978. Ekki verða teknir inn fleiri en átta nemendur. Umsóknar- eyðublöð ásamt upplýsingum um inntökuna og námið i skólanum liggja frammi á skrifstofu skólans að Lækjar- götu 14b, simi 2-50-20. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 9- 17. Hægt er að fá öll gögn send i pósti ef óskaö er. Umsóknir veröa að hafa borizt skrifstofu skólans fyrir 11. april n.k. Skólastjóri. Bókaverzlun Snæbjaraar h HAFNARSTRÆTI 4 OG HAFNARSTRÆTI 9 Ritari Landbúnaðarráðuneytið óskar eftir að ráða ritara. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneyt- inu fyrir 8. marz n.k. Jón Pétursson frá Egilsstöðum héraðsdýralæknir og_formaður D.í. „Hentu í mig hamrinum’ ’ Athugasemd. við blaðagrein Jón Kristjánsson frá Kjörs- eyri ritar uppundir heilsiðu i Morgunblaðið s.l. fimmtudag. Hann gerir athugasemdir við sjónvarpsviðtal Ómars Ragn- arssonar fréttamanns við mig 25. jan. sl. Við lestur greinarinn- ar kom mér i hug brandari kaffibrúsakarlanna, að sjálf- sögðu úr sjónvarpinu „hentu i mig hamrinum”. Hér skal engum hamri hent, heldur tekiö eins mjúkum hönd- um og tækar eru þegar á annað borð er svarað blaðagrein rit- aðri i 19. aldar stil. Jón Kristjánsson frá Kjörs- eyri er sérhæfður aðstoðarmað- ur Sauðfjárveikivarna. Mér þykir rétt að geta þessa i for- mála, þar sem þetta kemur hvergi fram i grein Jóns frá Kjörseyri. í sjónvarpsviðtalinu gat ég þess að Suðf járveikivarnir hefðu gert stórkostlega hluti er tókst að útrýma mæðiveikinni. Ab mæðiveikinni lagðri að velli er lokið ákveðnum og stór- merkum kafla i sögu Sauðfjár- veikivarna. Nú verðum viö að endurmeta vigstöðuna, vegna þess að, varnarlina á varnarlínu ofan hafa ekki megnað að hefta út- breiðslu garnaveiki og fleiri smitsjúkdóma i sauðfé. Ég vil endurmeta stöðuna á eftirfarandi hátt: 1. Viö leggjum niður þær varn- arlinur hvar við sannanlega höfum sömu sjúkdóma báð- um megin linu (Hér er ei ver- ið að tala um aö leggja niður allar varnarlinur á Islandi) Þessar girðingar á að rifa, fjarlægja hvern virspotta vegna þess að ónýtar girðing- ar eru hættulegar skepnum. Vel má vera að einstakir bændur, sveitafélög eða upp- rekstrarfélög hafi áhuga á að halda þessum girðingum við. Þá má afhenda þeim girðing- arnar með þeim skilyrðum, að þeim veröi vel við haldið. 2. Af fenginni reynslu af mæði- veiki og þýðingu Vestfjarða og öræfa á fjárskiptaárunum má aldrei leggja niður girð- ingu úr Gilsfirði í Bitrufjörð, sama hvað liður útbreiðslu garnaveiki á Vestfjörðum. (Þessi girðing er 12 km long, skyldi henni hafa verið við haldið s.l. sumar?). Einangr- un öræfa hefur verið rofin en pipuhlið við brýrnar (Hornaf j.fljót, Jökulsá á Breiðamerkursandi, Skeið- ará, Sandgigjukvisl) ættu að þjóna sama tilgangi. Þessar girðingar eru svo ódýrar, að þar að auki má nota fé til að halda uppi stööugum áróðri fyrir mikilvægi þeirra, þvi án skilnings fólksins i landinu eru þessar giröingar sem aðr- ar litils virði. 3. Það á að bólusetja allt fé i þeim héruðum sem garna- veiki hefur verið staðfest. Það kemur jafnvel til mála að bólusetja hverja einustu kind i landinugegn garnaveiki þar sem bólusetning er einasta vörnin gegn veikinni. Reglu- gerð um bólusetningu gegn garnaveiki ber að fylgja fasí eftir. 4. Það á aö leggja niður sauð- fjárveikivarnir, i þvi formi sem þær eru i dag og fela yfir- dýralæknisembættinu þessi störf. Það á að leggja niður Sauðfjársjúkdómanefnd og þaðá aðsegja uppsérhæfðum aðstoðarmönnum Sauðfjár- veikivarna smátt og smátt, i stað þeirraeiga að koma sér- menntaðir dýralæknar, sem jafnframt gætu tekið á vanda- málum, sem i dag valda islenzkum bændum stjórtjóni. Þarna á ég við garnaeitrun (öðrum nöfnum nefnt tún- veiki, flosnýrnaveiki) tann- los, lungnapest og smitandi fósturlát i kindum. Siðast en ekki sízt vil ég nefna riðu i sauðfé. Ég er ekki að gera lít- ið úr starfi yfirdýralæknis Dr. Páls A. Pálssonar við Til- raunastöðina að Keldum, ekki heldur að gera litið úr starfi annarra starfemanna á Til- raunastöðinni, en betur má gera. Tilraunastöðin þarf að eignast traust héraðsdýra- ' læknanna, og dýralæknárnir þurfa svo sannarlega á sam- starfinu að halda, hér er eng- inn dýralæknaháskóii og f leiri sérmenntaðir dýralæknar að Keldum myndi gera það að verkum, að fleiri sýni kæmu inn til Tilraunastöðvarinnar frá dýralæknum, vegna þess að svörin bærust fyrr til þeirra og þannig yrðu dýra- læknarnir virkari og hæfari til að gegna sinum störfum. Þar á meðal i baráttunni við smit- sjúkdóma i sauðfé. í dag eru 24 héraðsdýralæknar á land- inu en þeir voru 6 árið 1937. Þessar tölur einar sýna hvernig viðhorfin hafa breytzt. Þær sýna hvers vegna þurfti að skipa ófag- lærða menn i Sauðfjúrsjúk- dómanefnd. Þó ég segi „þurfti að skipa” er ég ekki á nokkurn hátt að tala illa um þá menn, sem hafa gengt störfum i Sauðfjársjúkdóma- nefnd. 5. Um sparnað má það segja að hver kilómetri girðingar, sem hægt er að leggja niður hlýtur a.m.k. að gefa mögu- leika á betra viðhaldi þeirra girðinga.sem eiga að standa. 1 sjónvarpsviðtalinu tók ég þaö fram að það sem ég segði væru minar skoðanir en ekki skoðanir annarra dýralækna. Ég hefi hingað til reynt i minu lifi og starfi, að koma til dyr- anna eins og ég er klæddur. Þess vegna hvarflaði það ekki að mér að mótmæla kynningu sjónvarpsins þegar ég var kynntur sem héraðsdýralæknir á Egilsstöðum og formaður K.í. Líklegast hefði verið einfaldara að biðja um kynningu eitthvað á þessa leið: „Ómar Ragnarsson talar við Jón Pétursson frá Egilsstöðum”. Þá hafði Ómar Ragnarsson fréttamaður óskað eftir að ég kæmi fram i „Kastljósi” og ræddi um þessi mál við fulltrúa Sauðfjárveikivarna, hvað ég svo gjarnan vildi, þþ ekki væri tíl annarsen að leiðrétta þessa missögn mina. Er til kom gafst ekkert tækifæri, þar eð, enginn fulitrúi frá Sauðfjárveikivörn- um gaf kost á sér i „Kastljós”. (Lfklega er ég einhver ný sauð- fjárpest). Er útséð varð um að ekkert yrði úr „Kastljósinu” óskaði ég eftir þvi við Emil Björnsson, fréttastjóra sjónvarps, að fá að koma með leiðréttingu orða minna, var mér neitað um það vegna strangra regla sjón- varpsins, þótt fréttastjóri hefði fullan skilning á málaleitan minni. En það sem ég meinti var þetta: „Það þjónar engum til- gangi að fara um allt Snæfells- nes og skoða 30 þúsund fjár og taka siðan blóðprufur af 7—800 kindum, þaðá baraaðbólusetja þær kindur sem eru óbólusettar. Ég get á engan hátt skilið hvað Jón frá Kjörseyri meinar með skrifum sinum um árás mina á Sigurð Sigurðarson dýralækni, sem ég nefndi ekki á nafn i viðtalinu. Ef til vill er þetta bara aðferð Jóns frá Kjörseyri til að lofsyngja ein- hvern dýralækni, að gerðri til- raun til að draga formann D.í. og dýralækna almennt niður i skitinn. Var ekki nóg að draga mig ■einan niður i svaðið, ég gaf ekki tílefni tíl annars, samanber við- talið: „Ég mundi nú kannski frekar segja mina skoðun, ég þori ekkert að segja fyrir hina”. Að endingu spyr ég Jón frá Kjörseyri, sérhæfðan rannsókn- armann Sauðfjárveikivarna, hvaða leyfi hann hafi til að tala fyrir munn bænda þegar hann endar grein sina á þennan veg: „Bændur landsins ætlast til þess af þjóni sinum J.P. að hann hugsi betur mál sitt áður en hann kemur i sjónvarpið næst”. Ekki er Jón frá Kjörseyri bóndi? Jón frá Kjörseyri mætti gjarnan fylgja fordæmi minu, þar sem ég lét mér nægja að tala fyrir mig einan. Þess vegna er spurning hver sé meiningin með þvi aö marg- nudda islenzkri dýralæknastétt og Dýralæknafélagi íslands upp úr persónulegum skoðunum og mismælum minum. 3* EB-SBE Ritstjórn, skrifstofa og afgrelðsla

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.