Tíminn - 01.03.1978, Síða 10
10
Miövikudagur 1. marz X978
FRÓFKJÖR FRAMSÓKNAR-
MANNA Á AKUREYRI
Um næstu helgi verður prófkjör meðal Framsóknar-
manna á Akureyri vegna næstu bæjarstjórnarkosninga,
en þær verða nú i vor sem kunnugt er. Utankjörstaðar-
kosning er þegar hafin og fer fram á skrifstofu Fram-
sóknarflokksins, að Hafarstræti 90 á Akureyri, kl. 13-19.
Alls hafa 18 Framsóknarmenn gefið kost á sér við
prófkjörið, og birtir Timinn hér á siðunni stutta kynn-
ingu frambjóðenda.
Guðmundur
Magnússon
Guðmundur Magnússon, úti-
bússjóri er 48 ára, kvæntur Sig-
riði Jónsdóttur og eiga þau f jög-
ur börn.
Hann er bifreiðasmiður að
mennt og vann sextán ár i þeirri
iðngrein, var kaupmaður i fimm
ár en siðustu þrjú árin hefur
hann verið útibússtjóri hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga. Hann er
gjaldkeri kjördæmisráðs fram-
sóknarmanna i kjördæminu,
vann um árabil með Leikfélagi
Akureyrar og alla tið hefur hann
unnið i IOGT.
Guðmundur hefur alhliða
áhuga á félags- og menningar-
málum i bænum.
Haraldur M.
Sigurðsson
Haraldur M. Sigurðsson er
iþróttakennari að mennt og
starfi. Hann er 54 ára, er fimm
barna faðir. Kona hans er Sig-
riður Matthfasdóttir.
Formaður KA var hann í niu
ár, formaður KRA og tþrótta-
ráðs um skeið og i Iþróttaráði
frá stofnun. Framkvæmdastjóri
landsmóts UMFl 1955 og var
fyrrum iþróttakennari hjá
UMSE.
Haraldur M. Sigurðsson hefur
tekið mikinn þátt i félagsmála-
störfum Framsóknarflokksins
um langt árabil og veriö for-
maður Framsóknarfélags
Akureyrar, einnigeitt kjörtima-
bil stjórnarformaður FFNE, og
erindreki þess i 16 ár.
Hann mun, ef hann fær tæki-
færi til þess i bæjarstjórn, beita
sér fyrir auknum skilningi á
hinni frjálsu fþrótta- og æsku-
lýðsstarfsemi i bænum.
Hákon
Hákonarson
Hákon Hákonarsson, vélvirki,
er 33 ára, kvæntur Úlfhildi
Rögnvaldsdóttur og eiga þau
tvö börn.
Hann varð gagnfræðingur
1962, er formaður Sveinafélags
járniðnaðarmanna á Akureyri,
formaður Alþýðusambands
Norðurlands og er starfemaður
hjá þessum félagasamtökum.
Hákon hefur áhuga á að gera
stjórnkerfi bæjarins opnara,
m.a. með borgarafundum um
ýmsa málaflokka, sem hæst ber
hverju sinni, og hraða iðnskóla-
byggingunni og færa iðnfræðsl-
una á Akureyri i nýtiskuhorf.
Ingimar
Eydal
Ingimar Eydal kennari, er 42
ára, kvæntur Astu Sigurðardótt-
urogeiraþaufjögur börn. Hann
lauk prófi við Kennaraskóla ís-
lands 1957 og kennir við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar og
Barnaskóla Akureyrar.
Ingimar hafði um langt árabil
eigin danshljómsveit, er for-
maður Norræna félagsins og
heur tekið virkan þátt i ýmis-
konar félagsmálum, m.a. I Góð-
templarareglunni.
Ingimar telur nauðsynlegt að
halda áfram þeirri uppbygging-
ar- og framfarastefnu, sem nú
er rikjandi. Hann myndi beita
áhrifum sfnum til þess m.a. að
bærinn hætti að veita áfengi i
veizlum og að bæta dagvistun-
araðstöðu á vegum bæjarins.
Ingólfur
Sverrisson
Ingólfur Sverrisson er starfs-
mannastjóri hjá Slippstöðinni
hf. og hefur verið i mörg ár, en
var áður framkvæmdastjóri
Starfsmannafélags rikisstofn-
ana i' Reykjavik.
Hann er 34 ára, kvæntur Ás-
lauguHauksdótturljósmóður og
eiga þau tvö börn. Mörg ái
hefur hann starfað i Framsókn-
arfélagi Akureyrar, verið
áhugamaður um iþróttir og tek-
ið þátt i margskonar félagsmál-
um.
Ingólfur vill einkum beita sér
fyrir eflingu verklegra mennta i
bænum, til þess að Akureyri nái
ótviræðri forystu i þeim þætti
menntamála eins og hún hefur i
iðnaði. Sá áhugi stafar af vissu
hans um, að framtið Akureyrar
byggist á iðnaði.
Ingvar
Baldursson
Ingvar Baldursson er ketil-
og plötusmiður að mennt, 34
ára, kvæntur Ragnhildi Braga-
dóttur og eiga þau tvö börn.
Frá 1970 hefur hann stundað
iðn sina, en er nu verkstjóri hjá
Hitaveitu Akureyrar.
Ingvar gegndi um árabil for-
mannsstörfum i Félagi ungra
framsóknarmanna og ýmsum
öðrum trúnaðarstörfum hefur
hann gegnt fyrir flokkinn og sitt
fagfélag.
Ingvar telur nauðsynlegast,
að haldið verði áfram þeirri
miklu uppbyggingu, sem i bæn-
um hefúr verið undanfarin ár,
undir forystu framsöknar-
manna.
Jóhannes
Sigvaldason
Jóhannes Sigvaldason nam
við Landbúnaðarhaskólann i
Kaupmannahöfn og lauk þaðan
licentiatsnámi 1964. Hann hefur
siðan veitt forstöðu Rannsókna-
stofu Ræktunarfélags Norður-
lands og jafnframt haft á hendi
leiðbeiningar um búskap fyrir
bændur á Norðurlandi. Jóhann-
es kenndi við Menntaskólann á
Akureyri 1965-1972, þar af tvöár
sem settur kennari. Hann er 41
árs, kvæntur Kristinu Tómas-
dóttur iðjuþjálfa og eiga þau
þrjú börn.
Jóhannes hefur tekið þátt i
fjölþættu félagsstarfi og vill,
hvað snertir málefni bæjarbúa,
leggja áherzlu á að í framtiðinni
hyggi forráðamenn bæjarins
Ólafur
Ásgeirsson
Ólafur Ásgeirsson er lög-
regluþjónn, 33 ára að aldrei, og
heitir kona hans Bente, norsk að
ætt. Þau eiga tvö börn.
Hann hóf störf í lögreglunni
1964, gekk I Lögregluskóla rikis-
Laufey
Sigrún
Höskuldsdóttir
Pálmadóttir
Laufey Pálmadóttir er skrif-
stofumaður hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga. Hún er 49 ára, ógift.
Foreldrar hennar voru: Lovisa
Pálsdóttir og Pálmi Steingrims-
son. Hún nam við hússtjórnar-
skóla.
Laufey var iðnverkakona um
margra ára skeið, starfaði siðar
á Kristneshæli, en hefur unnið
hjá KEA siðanl964.
Sigrún Höskuldsdóttir er 49
ára ógift og kennir við Barna-
skóla Akureyrar. Hún lauk prófi
við handavinnudeild Kennara-
skóla Islands 1955 og hefur verið
kennari siðan.
Sigrún hefur áhuga á bæjar-
málum, almennt, jafnmikinn á
framkvæmdamálum sem
menningarmálum og telur bæj-
arfulltrúuaefnum skylt að fjalla
um öll þau mál sem til kasta
bæjarins kona.
meira að þvi en fyrr, að um-
hverfi og aðbúnaður bæjarbúa,
bæði i starfi og leik, verði sem
beztur.
ins og var siðan á vegum lög-
reglunnar við nám erlendis i al-
mannavörnum, og lauk siðan
prófi sem kennari i almennum
björgunarstörfum og hjálp i við
lögum. Hann var i málaskóla i
Englandi og fangavörður við
Kredsfengselumskeið, er skáti,
iþróttamaður, starfaði i Félagi
ungra framsóknarmanna og er
bindindismaður á vin og tóbak.
Nú skrifar hann um iþróttir i
blaðinu Dqgi
Pétur
Pálmason
Pétur Pálmason er verkfræð-
ingur að mennt og veitir Verk-
fræðistofú Sigurðar Thoroddsen
á Akureyri forstöðu.
Hann er 45 ára, kvæntur
Hrafnhildi Pétursdóttur og eiga
þau fimm börn. Tekið hefur
hann vaxandi þátt i félagsmál-
um, m.a. innan framsóknarfé-
lags Akureyrar.
Pétur Pálmason hefur eink-
um áhuga á verklegum fram-
kvæmdum og tæknimálum bæj-
arins, er varða hans fag. Hann
hefur einnig mikinn áhuga á
iþrótta- og útivistarmálum.
Jón
Arnþórsson
Jón Arnþórsson er 47 ára, stú-
dent frá MA, við nám i New
Yorki þrjú ár. Hann hefur unnið
hjá Sambandi islenzkra sam-
vinnufélaga nær óslitið frá 1956,
sem sölustóri Iðnaðardeildar,
fulltrúi forstóra, deildarstjóri
biladeildar, sölustjóri útflutn-
ings samvinnuverksmiðjanna,
nú forstjóri nýrrar skinnafata-
verksmiðju.
Alla tið hefur hann tekið mik-
inn þátt i félagsmálum, meðal
annarsi félögum framsóknar-
manna og um árabil i miðstjórn
Framsóknarflokksins. Jón er
tvikvæntur og á 6 börn.
Hann telur úrlausnir félags-
mála mælikvarða á það, hvort
sveitarfélag er gott eða ekki.