Tíminn - 01.03.1978, Page 12

Tíminn - 01.03.1978, Page 12
12 Miðvikudagur 1. marz 1978 ídag Miðvikudagur 1. marz 1978 Lögregla. og slökkvilið Reykjavik: Lögreglan simi'1 11166, slökkviliöiö og sjúkra- bifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliöiö og sjúkra- bifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. Heilsugæzla Slysavarðstofan: Simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavfk og Köpavogur, simi 11100, Hafnarfjörður, simi 51100. Hafnarfjörður — Garðabær: Nætur- og helgidagagæzla: Upplýsingar á Slökkvistöð- inni, simi 51100. Læknar: Reykjavik — Kópavogur. Dagvakt: Kl. 08:00-17:00 mánud.-föstudags, ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apóteka i Reykjsvik vikuna 24. febrúar til 2. marz er i Laugarnesapóteki og Ing- ólfs Apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzlu á sunnudögum, helgi- dögum og almennum fridög- um. 'Hafnarbúðir. Heimsóknartimi kl. 14-17 og 19-20. Heimsóknartimar á Landa- kotsspitala: Mánudaga tii föstud. kl. 18.30 til 19.30. I augardag og sunnudag kl. 15 til 16. Barnadeild alla daga frá kl. 15 til 17. Kópavogs Apótck er opið öll kvöld til kl. 7 nema laugar- daga er opið kl. 9-12 og sunnu- ,daga er lokaö. Bilanatilkynningar Rafmagn: i Reykjavik og Kópavogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir: kvörtunum verður veitt móttaka i sim- svaraþjónustu borgarstarfs- manna 27311. Vatnsveitubilanir simi '86577. Simabilanir simi 05. Bilanavakt borgarstofnana. Simi 27311 svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. FélagsHf Húnvetningafélagið I Reykja- vik heldur 40 ára afmælis- fagnað i Atthagasal Hótel Sögu laugardaginn 4. marz og hefstkl. 7. Avarp Halldóra K. Isberg form. Karlakór Hún- vetningafélagsins syngur. „Þaðan er maðurinn” í umsjá Ingólfs Sigurbjörnssonar. Jón Gunnlaugsson skemmtir. Veizlustjóri Ragnar Björns- son. Miðar seldir i félags- heimilinu Laufásvegi 25 mið- vikudagskvöld kl. 8-10. Fuglaverndarfélag tslands Næsti fræðslufundur Fugla- verndarfélags íslands verður i Norræna húsinu fimmtudag- inn 2. marz 1978 kl. 8.30. Þar flytur Arni Waag fyrir- lestur með litskuggamyndum um lif og háttu hvalastofnanna við tsland. Hann hefur árum saman kynnt sér þetta og kemur inn á mörg áhugaverð svið sem almennt eru ekki augljós,svo sem friðun þeirra og um útrýmingarhættu. öllum er heimill aðgangur. Stjórnin Kvenfélag Háteigssóknar minnist 25 ára afmælis sins i Atthagasal Hótel Sögu sunnu- daginn 5. marz kl. 8 siðdegis. Meðal annars verður til skemmtunar söngur eldri fé- laga úr Karlakór Reykjavik- ur. Safnaðarfólk,sem vill taka þátt I afmælisfagnaðinum, er velkomið eftir þvi sem hús- rúm leyfir. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. marz i sima 12530, 19223, 23808. Kvenfélag Háteigssóknar er 25 ára um þessar mundir. Félagið var stofnað 17. febr. 1953 og hyggst nú minnast af- mælisins með samkomu sunnudaginn 5. marz I Átt- hagasal Hótel Sögu — sam- koman hefst kl. 8 eh. Góð skemmtiatriði og veizlukaffi. Félagskonur eiginmenn og velunnarar félagsins fjöl- mennum og fögnum heillarik- um áfanga i félagsstarfinu. Stjórnin Alþjóðlegur bænadagur kvenna: Alþjóðlegu r bænadagur kvenna er föstudaginn 3. marz, samkomur verða haldnar viða um land og i Hallgrimskirkju kl. 20,30. Konur fjölmennið. Frá félagi einstæðra foreldra Almennur fundur um skóla- mál verður i Tjarnarbúð uppi fimmtudaginn 2. marz kl. 21. Frummælendur eru Anna Kristjánsdóttir og Óiafur Proppé, bæði starfsmenn hjá Skólarannsóknadeild mennta- málaráðuneytisins. Nýir félagar og gestir eru velkomn- ir á fundinn. Kaffi og hlaðborð á kr. 1000,- fyrir manninn. Mætum vel og stundvislega. Stjórnin Aðalfundur Áfengisvarnar- nefndar Reykjavikur og Hafn- arfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 2. marz kl. 8.30 að Hverfisgötu 21. Stjórnin. Kirkjan Bústaðakirkja: Föstumessa I kvöld kl. 20.30. Séra Ólafur Skúlason. Frikirkjan Reykjavik: Föstu- messa i kvöld kl. 8.30. Safnað- arprestur. Minningarkort Minningarspjöld liknarsjóðs Dómkirkjunnar eru afgreidd hjá kirkjuverði Dómkirkjunn- ar og verzluninni öldugötu 29, Valgerði, Grundarstig 6, simi 13498 og pre3tkonunum,simar hjá þeim eru, Dagný 16406, Elisabet 18690 og Dagbjört 33687. Minningarkort byggingar- sjóðs Breiðholtskirkju fást hjá: Einari Sigurðssyni Gilsárstekk 1, simi 74130 og Grétari Hannessyni Skriðu- stekk 3, simi 74381. Minningarspjöld esperanto- hreyfingarinnar á íslandi fást hjá stjórnarmönnum Islenzka esperanto-sambandsins og BókabUð Máls og menningar (Laugavegi 18. Minningarkort Flugbjörg- unarsveitarinnar fást á eftir- töldum stöðum: Bókabúlýí Braga, Laugaveg 26. Amatör- ! vezlunin, Laugavegi 55. Hús- gagnaverzl. Guðmundar Hag-I kaupshúsinu, simi 82898. Sig1- 'uröur Waage, sími 34527.' ► Magnús Þórarinsson, simi ' 37407. Stefán Bjarnason, simi1 37392. Siguröur Þorsteinssoh, slmi 13747. krossgáta dagsins 2712 Lárétt 1 Fossar 6 Kassi. 7 Mánuður 9 250011 Lifir 12 Fiþrir 13 Rugga 15 Skel 16 Dá 18 Bandariki Lóðrétt 1 Land. 2 Fæða 3 Lita 4 Lim 5 Blæ 8 Ólga 10 Veiðistaöur 14 Mann 15 Óhreinka 17 Fljót. Ráðning á gátu N«. 2711 Lárétt 1 Langvía 6 Ari 7Uml 9 Tau 11 Tá 12 RR 13 Ilm 15 Ami 16 Lóu 18 Alvaran. Lóörétt 1 Lautina 2 Nál 3 GR 4 Vit 5 Akurinn 8Mál lOArm 14 MLV 15 Aur 17 OA Gyðingar ,,Er sonur þinn efnilegur kaupsýslumaður?” spurði Jaff e. „Drengurinn minn er svo upptekinn af starfi sinu,” svaraði ísak, ,,að hann hefur einkaritara sinn aldrei f jarri rúmi sinu, ef svo færi að hann fengi góða hugmynd, sem þarf að framkvæma i hvelli.” Berger og Baum áttu fyr- irtæki saman. Eitt smn er þeir voru báðir úti i hádegis- mat hrópaði Berger: „Guð minn góður.” ,,Hvaö er að?” spurði Baum. „Hér erum við,” svaraði Berger, „og við skildum pen- ingaskápinn eftir opinn.” „Gerir ekkert,” svaraði félagi hans. „Við erum hér báðir.” r C David Graham Fhillips: 146 SÚSANNA L.ENOX C Jón Helgason \gtgSS barði hún glasinu við eldspýtnahylkið. Veitingamaöurinn dragnað- ist til hennar. — Meira sagði hún. Maðurinn glápti á hana. Hver djöfullinn, sagði hann. Ertu hrædd um, að þú fáir kvef? Eða áttu kannski von á öllum bolunum úr dýra- garðinum? Súsanna hló, og stúlkan úti i.horninu hló lika. Vilt þú ekki annaö glas lika? spurði Súsanna. — Það er vandi vel boðnu að neita, sagði hún eins eg hún vildi sýna, að hún kynni sig nú lika og væri vön að umgangast gott fólk. Hún færði sig á stól við borð Súsönnu. Þær Súsanna virtu hvor aðra fyrir sér. Stúlkan, sem sat andspæn- is Súsönnu var barn — tæplega átján ára gömul — kannski ekki nema seytján — en mjög tekin af drykkjuskap og slæmu líferni, auösjáanlega ein af þeim, sem steypa sér út i skækjulifnað I þeirri trú, að það sé eintómur leikur. Veitingamaðurinn kom með þriðja glasið, og Súsanna borgaöi. Hin stúlkan vildi endilega borga sjálf glasið, sem hún hafði setið yf- ir, þegar Súanna kom. Allt snerist fyrir augunum á Súsönnu. Henni varð æ léttara I skapi. Ahyggjulaust bros færðist yfir varir hennar. Nú hafði hún kjark til þess að leggja út í ævintýr — hvaða ævintýr sem var. Aleigan var ekki nema áttatiu sent. Þær skröfuðu saman án þess að segja einginlega neitt, þær hlógu án þess að hirða um, að hverju þær voru að hlæja. Lifið var dálítið hranalegt, en skemmti- legt — ef fólk drakk bara nægjanlega mikið til þess að svæfa við- kvæmustu tilfinningarnar. Og voru viðkvæmar tilfinningar annað en einhvers konar sleikjuháttur? Og hvað var heimskulegra fyrir úrhrök þjóðfélagsins en að temja sér slík? — Þeir hafa gott whiský hérna”, sagði Súsanna. — Gott — ja, ef mannier fjandans sama, hvað maöur segir. — Já, ef manni liggur i léttu rúmi, hvað maður segir og gerir, sagði Súsanna um leið og hún stóð upp. — O-o, þá er nú allt áfengi gott, sagði telpan. 6. Þær staðnæmdust og biðu eftir sporvagni. Regnið buldi á regn- hlifum þeirra, og eftir skamma stund voru báðar orðnar gegndrepa. En þær höfðu bara gaman af þvi. Slik óþægindi fengu ekki á þær meðan þær nutu áhrifanna af'whiskyinu. Eftir tiu minútna bið sáu þær til sporvagns, sem var á ieiö norður i borgina. — En hann stanzar ekki, hrópaði Súsanna. — Hann er troðfullur. — Þess vegna stanzar hann einmitt svaraöi hin nýja vinkona hennar.— Heldurðu, að vagnstjóri hérna i New York sleppi nokkru tækifæri til að skemmta farþegunum? Hún hafði rétt að mæla um það atriði, sem mestu skipti. Og með erfiðismunum gat vagnstjórinn troðið þeim inn i vagninn I kös renn votra farþega, sem umbáru allar þrautir af enn meira þolgæði en nokkrar skepnur hefur gert i þeirra sporum. A leiöinni út Breiðstræti skemmti hin nýja kunningjastúlka Súsönnu sjálfri sér og karlmönnunum, sem i kringum hana stóðu með háværum og kumpánlegum athugasemdum, sem hljómuðu eins og glens í munni þessa unglings. Og vist var það, að hún var vel að sér i götumálinu og kunni að beita þvi skemmtilega. Sútarsvipur- inn var horfinn og I hans stað kominn sældarbragur og æskufjör. Og það var ekki heldur hægt að sjá að Súsanna væri sama stúlkan og lagði af stað út i rigninguna um morguninn. Hún var ekki heldur sú sama. Augun leiftruöu, og hún horfði hér um bil jafn djarflega framan ikarlmennina i vagninum og förunautur hennar. A þvi var aðeins einn munur: Súsanna horfði á andlitið, hin beint i augun á þeim. — Þú gleymdir bögglinum þinum I kránni, sagði telpan. — Það hefur vist ekki verið miklu að gleyma, svaraði Súsanna og hló. Gistihúsið, sem þær námu staöar við, hafði fyrr á timum verið eitt af íburðarmestu gistihúsum borgarinnar, en nú var fornri frægð þess mjög tekiö að hraka, og einu gestirnir þar var fólk, sem kom utan af Breiðstræti til þess aö leita sér þar stundarathvarfs. Þjón- ustufólkið var subbulegt og Iltt fágað i framgöngu. Telpan kinkaði kolli til ófrýnilegs manns, sem stóð innan við afgreiðsluborðið.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.