Tíminn - 01.03.1978, Qupperneq 13

Tíminn - 01.03.1978, Qupperneq 13
Miðvikudagur 1. marz 1978 13 ísafjörður: Fólks bifreið lenti í snjó- blásara ESE —t gærdag lenti snjóblásara og fólksbifreið saman á Selja- landsvegi á Isafirði. Snjóblásar- inn var að störfum á veginum, og fólksbifreiðinni, sem var af Mer- cedes Benz gerð var ekið til móts við hann úr gagnstæðri átt. Svo illa vildi til að Benz bifreiðin lenti framan á snjóblásaranum og i þeim tækjum sem venjulega eru notuð til þess að blása snjónum burtu. Miklar skemmdir urðu á fólksbifreiðinni en snjóblásarinn hreinlega hakkaði i sig framhluta hennar en slys urðu engin á mönnum. Árnað heilla 18.11. 77. voru gefin saman i hjónaband i Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði Kristin Garðarsdótt- ir, og Steingrimur Steingrimsson heimili Sléttuhrauni 25, Hafnarf. (Ljósmst. Gunnars Ingimars. Suðurveri) 12.11. 77. voru gefin saman i hjónaband i Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guðmundssyni Sigrún Kristinsdóttir og Páll Aðalsteins- son heimili Hraunbæ 180, R (Ljósm.st. Gunnars Ingimars. Suðurveri) & V Arsfundur æskulýðsfélaga í Reykjavik Arsfundur æskulýösfélaga j Reykjavlk var haldinn slðastliöinn laugardag i félagsmiöstööinni Fella- helli, en Æskulýösráð Reykjavikur gengst fyrirfundi þessum. A fundinum voru fluttar framsöguræöur um aöalefni fundarins: Staöa og starf frjálsra æskulýösféiaga í Reykjavik og fjölluöu umræöuhópar nánar um þetta efni. Daviö Oddsson formaöur æskulýðsráös setti fundinn. Trésmiðir segja upp samningum í mót mælaskyni JB— Eftirfarandi samþykkt var gerð á félagsfundi i Trésmiða- félagi Reykjavikur og var hún samþykkt með öllum atkvæöunv. „Félagsfundur i Trésmiða- félagi Reykjavikur, haldinn að Hótel Loftleiðum 25. febrúar, mótmælir harðlega þeirri sam- eiginlegu árás atvinnurekenda og rikisvalds á löglega gerða samn- inga verkalýðsfélaganna, sem felst i þeirri lagasetningu um efnahagsráöstafanir, sem samþykktar voru á Alþingi hinn 16þ.m. Fundurinn samþykkir að segja upp öllum kaupgjalds- ákvæðum i kjarasamningum félagsins þannig að þau falli úr gildi hann 1. april n.k. Fundurinn lýsir fullum stuðn- ingi við samþykkt formannaráð- stefnu ASI og hvetur alla félags- menn Trésmiðafélags Rvikur til virkrar þátttöku i mótmælaað- gerðunum 1. og 2. marz er sam- starfsnefnd launþegasamtakanna hefur ákveðið og boðaö og öðrum þeim aðgerðum, sem siðar verða ákveðnar.” Utifundur á Lækjartorgi Samráðsnefnd launþegasam- takanna hefur ákveðið að halda útifund i Reykjavik fyrri verk- fallsdaginn, 1. marz, og ef að lik- um lætur verður hann haldinn á Lækjartorgi. Þau samtök sem standa að fund inum eru Alþýðusamband Is- lands, Bandalag starfsmanna rikis og bæja, Farmanna- og fiskimann'asambandið, 4auna- málaráð Bandalag háskóla- manna og Iðnnemasamband Is- lands. Iðnnemasambandið: Hvetur iðnnema til samstöðu með að- gerðum og kröfum launþegasamtakanna A fundi stjórnar Iðnnemasam- bands Islands og stjórna aðildarfélaga þess viös vegar að af landinu sem haldinn var á laugardag var samþykkt efnis- mikið ávarp til iönnema og annarra launþega vegna kjara- skerðingarlaga rikisstjórnarinn- ar. Segir þar m.a. um stööu iðn- nema: „Meö aðgerðum rikisstjórnar- innar er einnig vegið að kjara- samningum iðnnema en þeir ná til hátt á þriðja þúsund launþega og visitöluskeröingin er mun m'eiri hjá iðnnemum en hjá öðru launafólki. Þó að lögin kveöi á um að visitalan skuli ekki skerðast eins mikið hjá þeim er allra lægstu launin hafa, verða iön- nemar að hlita þvi fái lögin að standa að fá aðeins hluta af skertri visitölu til sveina þar sem laun iðnnema eru ákveðið hlutfall af launum þeirra. Avarpi þessu lýkur með eftir- farandi áskorun til allra iðnnema: „Iðnnemasamband Is- lands hvetur alla iðnnema hvort sem þeir stunda vinnu sina á vinnustað eða i skóla til sam- stöðu með aðgerðum og kröfum launþegasamtakanna og til að leggja niður vinnu 1. og 2. marz n.k. eða vinna ekki að fram- leiðslustörfum, eins og þeim er bannað skv. iðnfræðslulögum mæti þeir á vinnustaö. Einnig hvetur sambandið iðnnema til að fjölmenna á útifund launþega- samtakanna sem haldinn verður i Reykjavik 1. marz. Ennfremur skorar sambandið á iðnnema að taka virkan þátt i þeim aðgerðum sem ákveðnar verða i framhaldi af þessum byrjunaraðgerðum.” (Fréttfrá Iönnemasambandinu) •rtW I HUSI IÐNAÐARINS VID INGÓLFSSTR/ETI AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Prjónafatnað úr nýja Gefjunarullargarninu Superwash má þvo i þvottavél (á ullarstillingu), vinda og þurrka eins og annan þvott án þess að flíkurnar hlaupi eða litir renni saman. Gamið er beitt sérstakri nýrri erlendri meðferð. Þunn efnahimna leggst utan um hvert ullarhár, og veldur því að garnið hleypur ekki eða þófnar í þvotti. Aðrir eiginleikar ullarinnar breytast ekki heldur. Gefjunarullin Superwash er mölvarin, hún upplitast ekki og litirnir þola þvott án þess að Iáta á sjá. Reynið þessa nýju framleiðslu og kynnist nýjum eiginleikum Gefjunar- ullarinnar Superwash. Ullarverksmiöjan Gefjun, Akureyri. SkeUtu þvíbara íþvottavéfína! argus

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.