Tíminn - 10.03.1978, Qupperneq 2

Tíminn - 10.03.1978, Qupperneq 2
2 Föstudagur 10. marz 1978 Bandaríkin: Washington/Reuter. Þrátt fyrir aö hagfræöingar bandarisku stjórnarinnar og ýmsir aörir hagfræöingar hafi sagt aö haldi kolanámuverkfallið áfram þá veröi orkuskorturinn uggvæn- legur^hefur enn ekki verib gerð tæmandi könnun á kolabirgðum i hinum ýmsu rikjum Banda- rikjanna. Fáir sérfræðingar neita þvi, aö kolaframleiðslan er nú langt fyrirneöan meöallag og viöurkenna einnig aö haldi verkfalliö áfram i langan tima til viðbótar muni orkuskortur gera vart við sig. Hins vegar hefur enginn getaö sagt fyrir um hve fljótt og hve greinilega áhrif verkfallsins komi i ljós. Ahrif verkfallsins eru nú i brennidepli vegna þess, að i Taft-Hartley lögunum sem Carterhyggst nú beita segir að ekki sé hægt að neyða verkfalls- menn til aö taka aftur upp vinnu nema sannað sé að verkfallið „stefni heilsu og öryggi þjóðar- innar i hættu.” Spár um efnahagslegt hrun vegna verkfallsins eru óáreiðanlegar af ýmsum orsök- um, — allt frá ónákvæmum töl- um tiláætlana um betri aðferðir við nýtingu kola sem nú hafa nýlega komið fram. Hvað sem öruggum tölum um kolabirgðir Kolum hlaðið á vörubil undir vernd vopnaðra öryggisvarða. Verka menn sem ekki eru I verkalýðsfélögum eru þarna við vinnu. Ahrif verkfalls kola- námumanna óljós liöur er þó vist|Og það hyggst stjórnin notfæra sér,að mikill hluti kolanámumanna mun koma til vinnu ef Taft-Hartley lögunum veröur beitt. Sem dæmi um hverju getur skeikaö i yfirlýsingum um kola- birgðir má nefna að fyrir tveim vikum sagði i tilkynningu frá Edison félaginu i Ohio að nægar birgðir væru til að halda uppi rafmagnsframleiðslu i 33 daga. (Nýjustu upplýsingar frá fyrir- tækinu herma hins vegar að nú séu nægar kolabirgðir til 35 daga framleiðslu. Koianotkun hefur einnig minnkað hröðum skrefum á undanförnum vikum vegna orkuskömmtunar og mun betri nýtingar. Ahrif verkfalls- ins á fjölda atvinnulausra eru einnig minni en á horfðist og þegar birtar voru tölur um at- vinnuleysi i þeim rikjum sem verst eru talin sett vegna kola- skorts kom i ljós að heildartala atvinnulausra iðnverkamanna var aðeins 22.600 manns sem er litið hlutfall af 7,8 milljónum iðnverkamanna i rikjunum. Stjórnvöld höfðu áður spáð þvi að 67.000 iðnverkamenn neydd- ust til að leggja niður vinnu. Mitterand: Hver eru verkefni Frakklandsforseta? Paris/Reuter. Umræöa um for- setaembættið i Frakklandi lifgaði upp á kosningabaráttuna i gær, en það var leiðtogi sósialista Francois Mitterrand, sem talinn er liklegur sem næsti forsætisráð- herra landsins sem fitjaði upp á þessu umræðuefni i útvarpsvið- tali. „Stefnan i frönskum stjórn- málum er ákveðin af stjórninni”, sagði hann og bætti við, að forset- inn hefði ekkert einræðisvald i neinu máli. Dómsmálaráðherra Frakklands Alain Peyrefitte sem er Gaullisti, svaraði orðum Mitterrands og sagði, að leiðtogi sósialista hyggðist tengja nafn sitt við endalok fimmta lýðveldis- ins i Frakklandi. Ummæli Mitterrands eiga sér þó fyrirmynd i 20. grein stjórnar- skrár Frakklands, þar sem segir að stjórnin eigi ekki eingöngu að hafa á höndum framkvæmda- vald, heldur ákvarða einnig stefnuna. I raun hafa þeir De Gaulle og eftirmenn hans tveir þó haft mun meiri völd en stjórnar- skráin segir til um. Orð Mitter- rands undirstrika þvi vandann sem blasir við fari vinstrimenn með sigur af hólmi i kosningunum er hefjast eftir tvo daga. Getur ihaldssamur forseti unnið með vinstri sinnaðri stjórn? Kommúnistar og sósialistar hafa gert kjósendum ljósa stefnu sina við mörg tækifæri að undan- förnu, og ljóst er, að ef þeir sigra verður D’Estaing annað hvort að Halda áfram skæruhernaði — þrátt fyrir ósigra )■ < Ný stjórn á Ítalíu Róm/Reuter. Giulio Andre- otti sem falið var að reyna að mynda nýja stjórn á Italiu vinnur núaöþviað semjalista yfir hugsanlega ráðherra stjórnarinnar. Andreotti er Kristilegur demókrati, og hyggst mynda samsteypu- stjórn, meðal annars með stuðningi kómmúnista. Stjórnarmyndunin mun binda enda á stjórnarkreppu sem staðið hefuri 51 dag. Andreoth hyggstleggja endanlegan ráð- herralista fyrir Giovanni Leone forseta um helgina. Kommúnistar hafa heitið nýju stjórninni fylgi og ef stjórnarmyndun tekst verður það i fyrsta skipti frá þvi 1947 sem kommúnistar, stærsti marxistaflokkur i Evrópu verða aöilar að rikisstjórn. Mogadishu/Reuter. Foringjar sómalska hersins i Ogaden heita þvi að halda áfram baráttunni gegn Eþiópiumönnum sem studd- •ireru af Sovétmönnum og Kúbön- um. Skæruhernaður verður helzti liðurinn i baráttunni, en sómalsk- ir skæruliðar hafa misst margar hernaðarlega mikilvægar borgir og herstöðvar að undanförnu. Talsmaður frelsishreyfingar Vestur-Sómaliu sagði, að her- menn hreyfingarinnar sem hörf- aðhafa frá borginni Jijiga, dvelj- ist nú i sveitum og fjallahéruðum og haldi frelsisstriðinu áfram þaðan. Leiðtogar frelsishreyfingarinn- ar segjast hafa gjörsigrað eþiópiska herinn i átta mánaða striðinu, er háö var á siðasta ári, og segja að hinir nýju sigrar Eþiópiuhers séu Sovétmönnum og Kúbubúum einum að þakka. Framámenn hreyfingarinnar hafa lágt fram spurninguna um það, hve lengi munu Kúbumenn verða á landssvæðinu til að verja það fyrir Sómaliumönnum? Þeg- ar þeir fara koma sómalskir skæruliðar aftur. Stjórn Sómaliu hefur fordæmt yfirráð Eþiópiumanna yfir Ogad- en, sem nú hafa staðið i 80 ár og segja að þar sé rekin nýlendu- stefna, nú séu það aðeins blökku- menn sem ráði yfir öðrum blökkumönnum. Hart deilt um Ródesíu — reynt að hrópa Thatcher niður London/Iteuter. Enn urðu deilur á brezka þinginu um málefni Ródesiu eftir að brezki utanrikis- ráðherrann David Owen snéri heim úr ferð sinni til Bandarikj- anna þar sem hann ræddi við ráðamenn. James Callaghan for- sætisráðherra átti i deilum við forystumann stjórnarandstöð- unnar, Margaret Thatcher, sem krefst þess að brezka stjórnin lýsi yfir fullum stuðningi við sam- komulagið, sem Ian Smith hefur gert við þrjá leiðtoga blökku- manna i Ródesiu. Thatcher hefur lýst samkomu- laginu sem „beztu friðarvoninni i lengri tima.” Challaghan hefur hins vegar sagt, að Owen hafi fyllilega rétt fyrir sér þegar hann leggi til að brezka stjórnin viður- kenni hvorki né lýsi sig andviga samkomulaginu. Hann bætti þvi við að skæruliðaleiðtogarnir Jos- hua Nkomo og Robert Mugabe verði að eiga aðild að hverju þvi samkomulagi er gert verði um lausn mála i Ródesiu. Deilur um Ródesiumálið urðu efni i forsiðufréttir og neyddist Andrew Young til að draga til baka ummæli sin um Breta, en hann sagði: „Hvað ætla þeir að gera — hlaupa út og skilja eftir deilumál sem siðan stendur i 30 ár eins og þeir gerðu 1948 i Pales- tinu”. Þrátt fyrir þessar deilur sagði Owen i sjónvarpsviðtali i gær, að i viðræðum hans við Cyrus Vance og Carter forseta um Ródesiumálið hefði rikt algert samkomulag. Mikill hiti var i umræðunum á brezka þinginu, og kom það gleggst i ljós þegar þingmenn Verkamannaflokksins reyndu að þagga niður i Thatcher með hróp- um. Francois Mitterrand sætta sig viö hugsunarhátt vinstri manna eða segja af sér þegar eft- ir seinni hluta kosninganna sem fram fer 19. marz. Talsmenn Eþiópiuhers segjast hafa haldið leiftursókninni áfram, og náð á sitt vald bænum Degehabur, sem er i 170 kiló- metra f jarlægð frá Jijiga. Það tók Sómaliumenn aðeins tvo mánuði að sækja norðureftir og ná á sitt vald öllu landi norður til Ahmar- fjalla. Eþiópiumenn, sem nú eru vel vopnum búnir, virðast ætla að leika svipaðan leik og geysast nú suðureftir i átt að landamærum Sómaliu. Ekki hefur borizt frétt um loft- árásir inn fyrir landamæri Sómaliu, en Sovétmenn hafa full- vissað stjórnvöld i Washington um að þeir muni ekki styðja inn- rás Eþiópiumanna i Sómaliu. Reynt hefur verið að finna lausn á deilunni i horni Afriku á ýmsum vettvangi, en litið virðist miða enda margir sem þurfa að standa ánægðir upp frá samningaborði, þó einkum Sómalir, Eþiópiu- menn, Sovétmenn, Bandarikja- menn og Arabaleiötogar. James Callaghan Margaret Thatcher Verjendur Croissants mæta ekki Stuttgart/Reuter. Franskir og þýzkir verjendur lög- fræðings Klaus Croissant neituðu að vera við réttar- höldin yfir honum er hefjast áttu i gær. Réttarhöldunum var frestað eftir tvær klukkustundir, en lög- fræðingarnir höfðu þá ekki látið s já sig, en með þvi vilja þeir mótmæla óheyrilega ströngum öryggisreglum er gilda i réttarsalnum. Vand- lega er leitað á öllum sem koma til réttarins og þurftu lögfræðingarnir meðal ann- ars að girða niður um sig. Dómarinn i máli Crois- sants segir, að vandleg leit sénauðsynleg vegna þess að hætta sé á að reynt verði að smygla vopnum inn i réttar- salinn. Croissant er fýrrum verjandi meðlima úr Baad- er-Meinhof hópnum, en tveir franskir og fjórir vest- ur-þýzkir lögfræðingar verja hann við réttarhöldin. Þotu stefnt til Kína Hong Kong/R euter . öryggisverðir skutu einn af áhöfninni á kinverskri far- þegaþotu eftir að maðurinn hafði ráðizt á flugmann með hamri og skærum, að þvi er talsmaður stjórnarinnar sagði. Hann bættivið,að far- iðyrði með málið sem meint flugrán. Tveir menn af áhöfninni meiddust i átökun- um i stjórnklefa flugvélar- innar. Atburðurinn átti sér stað um borð i Boeing 737, þotu kínverska flugfélagsins, en hún flutti 92 farþega frá hafnarborginni Kaohsiung i Taiwan og var á leið til Hong Kong. Flugvélin fór nokkuð útaf fyrirfram ákveðinni leið sinni, en talsmenn stjórnar- innar segja að flugræninginn hafi aldrei náð algerum yfir- ráðum yfir þotunni þó að hún virtist stefna til meginlands Kina um tfma.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.