Tíminn - 10.03.1978, Side 4

Tíminn - 10.03.1978, Side 4
4 Föstudagur 10. marz 1978 •♦♦•♦♦♦♦♦♦•♦♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• ♦♦♦♦ ♦♦♦♦ --- Fiðlusnillingur frá Suður-Kóreu Stúlkan hér á myndinni heitir Myung Wha-Chung. Hún er 29 ára og Suður-Kórea er hennar heimaland. öll systkini hennar sex heita að for- nafni Myung-Wha sem gæti útlagzt þvi sem næst „sem björt og skinandi stjarna”. Hún segir: —Heima i minu landi sækja foreldrar ekki nöfnin á börnin sin i simaskrána. Þeir spyrja sérfræðing eða bara stjörnuspámann. Hvað viðvikur fornafninu á ungfrú Chung, Kyung-Wha, virðist það hafa hitt maglann á höfuðið, það gæti þýtt samhljómur landsins. Stórblaðið Daily Telegraph i London sagði eftir fiðluhljómleika sem hún hélt i þar, að nú hefði hún fest nafn lands sins á landakort hljómlistarinnar. Ungfrú Chung meðhöndlar fiðluna sina, sem er Guarneri del Gesu, 250.000 dollara virði, með slikum glæsibrag, að jafnvel 120 hljómleikar á ári fullnægja ekki eftirspurn.Ungfrú Chung er dóttir veitingahússeiganda i Seoul fór að læra á piano fjögurra ára gömul, en komst ekki upp á lagið með svona ásláttarhljóðfæri. Einn frændi hennar gaf henni barnafiðlu og þá sagðist hún hafa lært meira á 4 vikum en á tveimur árum áður. Og nákvæmlega 8 mánuðum siðar vann hún 3ju verðlaun á landsmóti. Þegar hún var 12 ára fór hún i hljómleikaferð til Japan á vegum lands sins. Næstu 10 árin var hún i Juilliardtónlistarskólanum i New York, kennari hennar á fiðlu var fiðlumeistarinn Ivan Galamian. Hann gerði miklar kröfur og hún þrælaöi i að æfa sig a.m.k. 9 klst. á dag. Þá vann hún ásamt með Pinchas Zukerman frá Israel fyrstu verðlaun i hinni virðulegu Leventritt samkeppni. Þrátt fyrir allt þetta varð hinn heimsfrægi stjórnandi André Previn i London hálffúll, þegar Kóreustúlkan varð með stuttum fyrirvara staðgengill lista- manns sem veiktist á siðustu stundu. Það var 13. mai 1970. Eftir að hún hafði leikið Tschaikowski-konsert sagði Previn: — Ég vil að sjálfsögðu fá yður aftur. Og siðan hefur allt gengið vel. Ungfrú Chung og Previn hafa leikið saman og gefið út á plötu verk eftir Max Bruch, Peter Tschaikowski, Jean Sibelius, Henri Vieuxtemps, Camille Saint-Saens og Serge Prokofieff. Og sjálfsöryggi hannar hefur aukizt. Hér með eru 2 myndir, önnur af Kyung Wha fiðluleikara, einni, en á hinni er hún meö tveimur systkinum sinum, pianistanum MyungWhun og sellóleikaranum Myung- Wha. Þetta er örþrongW Kannski s? sprunga! Og myrk sem hel! J betra a6 senda Y tölvustýr6a vélfiskiö' á undan! , 0O0 FvjrrA*, DREK! SVALUR KUBBUR ir > dótiö hans varö eftir hér í bátnum! HVELL-GEIRI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.