Tíminn - 10.03.1978, Side 5

Tíminn - 10.03.1978, Side 5
Föstudagur 10. marz 1978 17. flokksþing Framsóknarmanna Boðaö hefur verið til 17. flokksþings Framsóknarflokksins og verður þaðhaldið iReykjavík dagana 12. til 15. marz n.k. Siðasta flokksþing var haldið i nóvember 1974 sóttu það 449 fulltrúar en búizt er við nokkru fleiri fulltrúum á þetta þing. Jafnvel að þaö verði það fjölmennasta er haldið hefur verið ef veöur og færð spilla ekki. Á flokksþingi Framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar flokksfélaga. Ennfremur á þar sæti miðstjórn flokksins og fram- kvæmdastiórn. í ávarpi undirbúningsnefndar þingsins segir m.a.: Flokksþingin hafa gagnmerku hlutverki að gegna. Þar er stefna flokksins mörkuð i öllum þýðingarmestu málum er varða liðandi stund og þar er framtiðarstefna mótuð. Engum vafa er bundið að 17. flokksþinginu mætir margvislegur vandi. Kosning- ar eru framundan og efnahagsmál örðugri viðfangs en oft áður og hafa öldur þó stundum risið hátt á þvi sviði á undanförnum árum. Samstaða flokksmanna hefur verið traust og þess er vænst að stefnumótun og störf flokksþingsins verði i eðlilegu samræmi við sögu flokksins og framtiðarmarkmið. Til flokksþingsins koma fulltrúar frá ölium byggðarlögum landsins. Mikið starf hefur verið lagt i undirbúning málefna þeirra sem áformað er að taka til meðferðar bæði af emstökum flokksmönnum, flokksfélögum fulltrúaráðum, miðstjórn og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins. Þess er vænzt að sú vinna reynist gagnleg og greiði fyrir störfum þingsins. Sú skipan er á höfð að kosnar verða 4 nefndir til að fjalla um ýmsa málaflokka. Nefndir þessar eru kallaðar: Atvinnumála- nefnd, Mennta- og félagsmálanefnd, Stjórnmálanefnd og Flokksmálanefnd. Flokksþingið velur menn i þessar nefndir. Ennfremur verða skipaðir umræðuhópar og geta þingfulltrúar valið hvern umræðuhóp þeir skipa. Þá má einnig minna á þann tilgang flokksþinga, sem ekki er þýðingarminnstur en þ.e. að þar skapast góð persónuleg kynni flokksmanna, sem er ómetanlegur þáttur flokksuppbyggingar og samstöðu. Dagskrá 17. flokksþings Framsóknarmanna 12.-15. marz 1978: Sunnudagur 12. marz Fundarstaður: Glæsibær, Alfheimum 75. Kl. 10.10 Þingsetning Kosning fundarstjóra, fundarritara (4 menn), kjörbréfanefndar (5 menn), dagskrárnefndar (3 menn). 10.15 Skýrsla formanns. 11.15 Skýrsla ritara. 11.35 Skýrsla gjaldkera. 11.55 Matarhlé. 13.30 Kosning i nefndir, kosin kjörstjórn og kjörnefnd. Almennar umræður. Kvöldið frjálst. Mánudagur 13. marz Fundarstaður:Hótel Saga Kl. 10.00 Nefndastörf. Stjórnmálanefnd Flokksmálanefnd Atvinnumálanefnd Mennta- og félagsmálanefnd Súlnasalur (innri hl.) 12.00 Matarhlé. 13.30 Umræðuhópar og undirnefndir starfa. Kosningaundirbúningurinn. Frummælandi: Steingrlmur Hermannsson. Samvinnuhreyfingin. Frummælandi: Erlendur Einarsson. Blaðaútgáfa flokksins. Frummælandi: Fulltrúi frá Timanun Utanrikismál. Frummælandi: Einar Agústsson. Fjölskyldan i nútima þjóðfélagi Frummælandi: Geir Viðar Vilhjálmsson Frjáls félagastarfsemi Frummælandi: Hafsteinn Þor- valdsson. Undirnefndir starfa á sama tima. Fundarstaður þeirra auglýstur á þinginu. 18.00 Nefndastörf. Stjórnmálanefnd Flokksmálanefnd Atvinnumálanefnd Mennta- og félagsmálanefnd 19.30 Matarhlé. 21.00 Afgreiðsla mála. Þriðjudagur 14. marz Fundarstaður: Hótel Saga Kl. 9.00 Nefndastörf. Stjórnmálanefnd Flokksmálanefnd Atvinnumálanefnd Mennta- og félagsmálanefnd 11.00 Kosning aðalmanna i miðstjórn. 12.00 Matarhlé. 13.30 Afgreiðsla mála. 16.00 Kosning varamanna i miðstjórn. 16.30 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri. Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins Fundarstaður: Hliðarsalur Hótel Sögu Miðvikudagur 15. marz Dagskrá: endurskoðendur flokksreikn- inga og 1 til vara — 2 endurskoð- Kosningar: Formaður, ritari, endur reikninga Timans og 1 til gjaldkeriog varamenn þeirra — vara. 9 aðalmenn i blaðstjórn 9 aðalmenn I framkvæmda- Timans.2 sem næst standa að stjórn og 3 til vara — 1 maður i atkvæðamagni teljast vara- stjórn Húsbyggingasjóðs — 2 menn. Súlnasalur Hliðarsalur Bláisalur Súlnasalur (innri hl.) Súlnasalur Hliðarsalur Bláisalur Súlnasalur (innri hl.) Súlnasalur Hliðarsalur Bláisalur 5 Lokahóf að Hótel Sögu Miðvikudagskvöldið 15. marz verður haldið lokahóf að Hótel Sögu. Er það opið öllum. Hófið hefst með borðhaldi kl. 19. Þar veröur flutt ræða, siöan verða skemmtiatriði og dans. Könnun á dagvistun í Vestur bænum Ibúasamtök Vesturbæjar og Dagvistarsamtökin eru að hefja könnun á þvi hvernig dagvistun barna i Vesturbæ er háttað og jafnframt hvaða óskir fjölskyldur hafa i þeim efnum. Spyrjendur munu leita til fjöl-v skyldna um upplýsingar á næstu vikum og eru niðurstöður vænt- anlegar i april. Vonazt er til að fjölskyldur taki spyrjendum vel. Samtök Svarfdælinga með hlutaveltu A sunnudag halda samtök Svarfdælinga hlutaveltu. Verður hún i Safnaðarheimili Langholts- ‘ kirkju og hefst kl. 3.15. Fjölmörg fyrirtæki og einstakl- ingar hafa gefiö til hlutaveltunn- ar af mikilli rausn og velvilja, en allur ágóði hennar rennur til byggingar dvalarheimilis aldr- aðra á Dalvik. Þess er vænzt að sem flestir komi i Safnaðarheimilið á sunnu- dag og freisti gæfunnar um leið og þeirstyrkja gott málefni. Ahluta- veltunni eru engin núll. Aðgöngumiðar að þessu loka- hófi verða seldir á flokksþinginu, auk þess má panta og kaupa miða hjá simastúlku á Timanum Siðumúla 15, simi 86300 og að Hót- el Sögu á miðvikudagskvöld eftir kl. 21. Borðapantanir hjá yfirþjóni Hótel Sögu. A flokksþingi Framsóknar- manna eiga sæti kjörnir fulltruar flokksfélaga, ennfremur á þar sæti miðstjórn flokksins og frma- kvæmdastjórn. ★ Athugið ★ Tiskupérmanent-klippingar og blástur (Litanir og hárskol). Nýkomnir hinir vinsmlv minaéasteinar, mei sérstekum lit fyrir hvern minuð Ath. Fást aéeins hjá V/ skjótum okkur \ á sársaukalausan hátt Sendum póstkröfu' um land allt MUNIÐ SNYRTIHORNIÐ Hárgreiðslustofan LOKKUR Strandgötu 1-3 (Skiphól) Hafnarfirði, sími 51388. LIT- SJÓNVÖRP 20" í HNOTUKASSA Japanskt hugvit Japönsk nákvæmni Japanskur hagleikur STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 319.000 Fullkominn In-Line Er meö kalt einingakerfi — Betri ending — Myndlampi — sýnir sérlega skýra mynd ® ® Er sparneytið (aöeins 120 wött) Það er auðvelt að stilla tækið Suðurlandsbraut 16 Reykjavík - Sími (91) 35-200 Er fyrirferðarlítið þó það sé með 20" skermi. Hátalari að framan.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.