Tíminn - 10.03.1978, Side 6

Tíminn - 10.03.1978, Side 6
6 Föstudagur 10. marz 1978 Ólafur Jóhannesson: Sáttanefndir og sjó- og verzlunardómur lögð niður — fleiri nýmæli eru í frumvarpi um breytingar á meðferð einkamála í héraði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra mælti á miðvikudag fyrir tveim- ur lagafrumvörpum í efri deild Alþingis. Annars vegar er hér um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála í héraði.hins vegar um eftir- lit með skipum, sem er fylgifrumvarp hins fyrr- nefnda. Sagöi Ólafur i framsögu meö frumvarpi til laga um meöferö einkamála i héraöi aö þaö frum- varp væri i sjálfu sér fylgifrum- varp lögréttufrumvarpsins sem hann hefur nýlega mælt fyrir en þó heföi þótt rétt aö fara fram á þaö viö réttarfarsnefnd aö hún geröi þaö þannig úr garöi aö þaö gæti oröiö aö lögum jafnvel þó svo færi aö lögréttufrumvarpiö strandaöi einhvers staöar í meö- förum Alþingis. Siöan sagöi ráöherra: „Sumariö 1977 beindi dómsmála- ráöherra þvi til réttarfarsnefndar aö hún endurskoöaöi frv. til lög- réttulaga og frv. um breytingu á einkamálalögunum. Endur- skoöun siöara frumvarpsins hef- ur veriö allviöamikil þó aö þvi fari fjarri aö geröar séu tillögur um fullnægjandi endurskoöun laganna. Frv. ber þess enn merki aö þaö er samiö sem fylgifrv. meö Ólafur Jóhannesson lögréttutillögunum en mörg atriöi sem kanna þarf nánar eru látin liggja rhilli hluta. Engu aö siöur er frumvarpiö nú i þeim búningi aö réttarfarsnefnd telur aö þaö megi samþykkja þó aö lögréttu- frumvarpiö sé ekki afgreitt sam- timis. Nefndin telur aö veruleg réttarbót yrði ef frumvarpiö fengist samþykkt. Jafnframt itrekar nefndin þá tillögu sina aö sett veröi lögréttulög. Helztu nýmæli. 1 frumvarpi þessu felast aöal- lega þessi nýmæli: 1) Sáttanefndir veröi lagöar niður en sáttastörf falin dómur- um einum. 2) Tekin veröi upp aöal- flutningur mála þar sem fram komi þær skýrslur sem gefa á munnlega og siöan fari munn- legur flutningur fram i beinu framhaldi af þvi. 3) Úrskurðir veröi aö jafnaöi án forsendna og dómar veröi styttir. 4) Nokkrir sérdómstólar veröi lagðir niöur: sjó- og verzlunar- dómur, merkjadómur I Reykja- vfk og á Akureyri og aörir fasteignadómstólar. 5) Þá eru i frumvarpinu tillögur um einstök atriöi sem eiga aö stuöla aö hraðri meöferö dóms- mála og ótvlræöari reglum en nú gilda. er þar um sumt stuözt viö venjur sem myndazt hafa t.d. um skriflegar greinargeröir og aöila- skýrslur.” Eftirlit með skipum Eins og fyrr segir mælti dóms- málaráöherra einnig fyrir hliöar- frumvarpi en i athugasemdum við þaö segir: „Frumvarp þetta er fylgifrumvarp frumvarps um breyting á lögum nr. 85/1936 um meðferö einkamála í héraöi. í þvi frumvarpi er lagt til aö sjó- og verzlunardómur veröi lagður niöur. Hefur þótt eölilegt aö saka- dómur taki viö sjóferöaprófum (sjóprófum) af þeim dómstóli. Allar greinar þessa frumvarps varöa þaö atriöi.” alþingi [ Ný þingmál; ~] Fasteignamiðlun veiti þjónustu á kostnaðarverði Lagt hefur verið fram á þingi frumvarp til laga um Fasteignaþjón- ustu ríkisins. Flutningsmenn frumvarpsins eru þrir þing- menn Fram- sóknarflokks- ins: Guörún Benediktsdóttir Gunnlaugur Finnsson og Þórarinn Þór- arinsson. 1 greinargerö meö frumvarp- i n u s e g i r : „Markmiðið með flutningi þessa frum- varps er að rik- ið komi á fót. eignamiðlun, þar sem viö- skiptavinirnir fái sem örugg- asta, ódýrasta og auðveldasta þjónustu á kostnaðarverði. Viðskiptavinir eigi kost á lög- fræðilegri aöstoö varðandi við- skiptin. Seljendur geti leitaö aö- stoðar að þvi er varöar hvert er raunhæft söluverö eigna þeirra o.fl. Kaupendur eigi aðgang aö itarlegum upplýsingum um ástand eigna, veröhugmyndum væntanlegra seljenda, fast- eignamati, teikningum og ööru er varöar viðkomandi eign. Hugmyndin er, aö hér yröi fyrst og fremst um fasteigna- miölun að ræöa, en þó gert ráö fyrir að stofnunin taki að sér meiri háttar viðskipti, þótt um aðrar eignir sé að ræða. Almenn eignamiölun hefur aukizt mjög hér á landi að undanförnu, einkum á sviði fasteignaviðskipta, og viröist sú sölustarfsemi sifellt fara vax- andi. Sölulaunin eru yfirleitt ákveð- inn hundraðshluti (2%) af sölu- andvirði, og er ekki úr vegi að álykta að laun vegna sölu á miðlungsstórri ibúð séu milli 200 og 300 þús. kr. Er þvi ljóst, að óhemjumiklum fjármunum er ráöstafað vegna þessarar starf- semi. Ætla má, aö með rekstri eignamiölunar rikisins mætti lækka þennan kostnaö verulega til hagsbóta fyrir báöa aðila. Mikilsvert væri, ef slik stofnun hefði áhrif i þá átt að halda verö hækkunum i skefjum. Af þvi er fasteignir varðar má lita svo á, að meginhluti þess fólks, sem nú selur fasteignir, kaupi aðrar i staðinn. ör verðbólga á fast- eignamarkaði kemur þvi fáum til fjárhagslegs ávinnings, en hefur ómæld áhrif til örvunar almennrar þenslu i þjóðfélag- inu. Hér er ekki gert ráð fyrir þvi, að rikisvaldið fái neina einok- unaraðstööu til eignamiölunar. Einstaklingar heföu eftir sem áður frjálsar hendur með aö leita til annarra fasteignasala, kysu þeir þaö heldur. Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra: Graskögglar geta verið jafn- gildir kjarnfóðri — svar við fyrirspurn Halldór E. Sigurösson land- búnaöarráöherra svaraöi nýlega fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni og Helga F. Seljan um hvaö liði birt- ingu skýrslu um niöurstööur rannsókna á fóöurgildi innlendra grasköggla. t svari sinu geröi ráöherra nokkra grein fyrir helztu niöurstööúm rannsókna þessara og fer meginefni svars hans hér á eftir: „Siöan grasmjöls- og gras- kögglaframleiösla hófst hér á landi fyrir 12—15 árum hefur áhugi manna á þessari fram- leiðsluvöru veriö töluveröur. Þetta á bæöi viö bændur og rann- sóknamenn. Margar rannsóknir hafa verið geröar á efnasam- setningu grasköggla og auk þess þó nokkuö margar fóörunartil- raunir með búfé. Hjálagt fylgir yfirlit yfir þær tilraunir, sem geröar hafa verið meö gras- köggla i fóörun búfjár. Hér á eftir verður gerö örstutt grein fyrir helztu niðurstöðum rannsókna og tilrauna eins og þær liggja fyrir nú. 1. A vegum fóöureftirlitsins hafa mörg hundruö sýni grasköggla veriö efnagreind og meltanleiki þeirra ákvaröaöur. Samkvæmt þeim rannsóknum er meöalfóö- urgildi 1.5 kg kögglar/fóöurein- ing. En skylt er að geta þess að mjög mikill breytileiki er i kögglunum og er engan veginn unnt aö tala um staðlaöa vöru. Samkvæmt þessum rannsókn- um getur fóöurgildið sveiflazt frá 1.2 kg i fóöureiningar upp i 1.9—2.0 kg i fóðureiningu. 2. Meltanleiki graskögglanna hefur veriö ákvaröaöur I gler- vömb. Yfirgripsmiklar saman- buröarrannsóknir á meltan- leika í glervömb og i dýrum hafa gefiö sömu niöurstööur. 3. Rannsakaö hefur veriö hvort meltanleiki grasköggla og heys breytist ef þaö væri gefiö sam- an. Rannsóknin leiddi i ljós aö mismunandi hlutföll viröast ekki hafa áhrif á meltanleika fóðurefna hvort um sig. 4. Graskögglar i fengieldistil- raunum meö sauöfé hafa gefið sambærilega frjósemi og sama magn af kjarnfóðri, bæði meö þurrhey og vothey sem grunn- fóður. 5. Allmargar fóöurtilraunir meö grasköggla hafa veriö fram- kvæmdar meö nautgripi. 1 mörgum þessara tilrauna hefur fóðurgildi kögglanna reynst betra en reiknað fóöurgildi eftir glermagaákvöröun sýndi. 1 sumum tilraunum meö mjólkurkýr hafa fitubættir kögglar gefið sömu nyt og sama magn af kjarnfóðri. 1 til- raun meö holdakálfi hafa fitu- blandaðir graskögglar gefiö sama þyngdarauka og sama magn af kjarnfóöri. Samandregiö mætti segja aö graskögglar geti veriö jafngild- Halldór E. Sigurösson ir kjarnfóöri handa sauðfé og nautgripum ef þeir eru geröir úr úrvals hráefni. Aftur á móti veröur aö undirstrika aö þeir geta veriö mjög breytilegir aö gæöum.” Á fundi sameinaðs Alþingis i gær mælti Sigurlaug Bjarna- dóttir (S) fyrir tillögu til þings- ályktunar um framhald Inn- djúpsáætlunar. Meðflutnings- menn hennar eru Steingrímur Hermannsson (F) og Þorv. Garðar Kristjánsson (S). 1 til- lögunni felst, aö rikisstjórnin skuli hlutast til um að bændur á svæöi Inndjúpsáætlunar skuli næstu, fimmár eftir aö starfs- tima 'áætlunar lýkur halda þeirri lánafyrirgreiöslu til ræktunar, sem þeir hafa notiö frá Stofnlánadeild landbúnaðar- ins og Byggðasjóði. Hiö sama skuli gilda um lánafyrirgreiöslu næstu þrjú ár til byggingar- framkvæmda á áætlunarsvæð- inu. Lifeyrissjóðir A fundi neðri deildar Alþingis á miövikudag voru til meðferð- ar fjögur frumvörp um lifeyris- sjóði, sem fela i sér þá breyt- ingu til samræmingar við lög- bundinn lifeyrissjóð bænda, aö heimilt sé að ávaxta fé sjóöanna i skuldabréfum tryggöum meö veði i húseignum allt aö 65% af brunabótamatsveröi, eða sé brunabótamat ekki fyrir hendi þá af matsveröi, sem ákveöiö er af tveimur mönnum, sem fjár- málaráöherra tilnefnir, og allt að 75% af fasteignamatsveröi lóöa i kaupstööum og kauptún- um. Þessir fjórir lögbundnu sjóðir sem hér um ræðir eru: Lifeyrissjóöur sjómanna, Lif- eyrissjóður starfsmanna rikis- ins, Lifeyrissjóður barnakenn- ara og lifeyrissjóður hjúkrunar- kvenna, en þeir hafa nú skil- yrðislaus ákvæöi um tryggingu i 1. veðrétti i fasteignum eða rikisábyrgð, þegar lifeyris- sjóðslán eru úr þeim tekin. Frumvarpið um Lifeyrissjóð sjómanna er flutt af Pétri Sigurðssyni (S), Ólafi G. Einarssyni (S), Garöari Sigurössyni (Abl) og Þórarni Þórarinssyni (F) og hefur Félagsmálanefnd þegar mælt meö samþykkt frumvarpsins. Hin frumvörpin eru flutt af Pétri Sigurðssyni (S), Ólafi G. Einarssyni (S), og Gunnlaugi Finnssyni (F)og eru þau nú til meöferðar hjá Félagsmála- nefnd. íslenzkukennsla i fjöl- miölum______________________ Siöastliðinn þriðjudag var til meðferðar á sameinuöu Alþingi tillaga til þingsályktunar um is- lenzkukennslu i fjölmiðlum, en flutningsmenn hennar eru eftir- taldir: Sverrir Hermannsson (S), Tórnas Arnason (F), Jónas Arnason (Abl), Gylfi Þ. Gisla- son (A) og Karvel Pálmason (Sfrv). Tillögugreinin hljóðar svo: „Alþingi ályktar aö fela rikisstjórninni að sjá svo um, aö sjónvarp og útvarp annist kennslu og fræöslu i öllum greinum móöurm álsins . Þrettán manna ráð, kosið hlut- fallskosningu á Alþingi, skal hafa með höndum stjórn þeirra mála.” Kortabók íslands Tillaga til þingsályktunar um útgáfu kortabókar Islands var einnig til umræöu á þriöjudag- inn. Flutningsmenn eru þeir Sverrir Hermannsson (S), Ing- var Gislason (F), Gils Guö- mundsson (Abl), Eggert G. Þorsteinsson (A) og Karvel Pálmason (Sfrv). I tillögunni felst, að rikisstjórnin hafi for- gang um útgáfu kortabókar ís- lands, sem yrði safn korta af Is- landi þar sem margs konar fróðleikur um land og þjóð yröi settur fram á myndrænan hátt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.